Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÓDÝRUSTU rimlagluggatjöldin á íslandi 50 cm x 160 cm 60 cm x 160 cm 70 cm x 160 cm 80 cm x 160 cm 90 cm x 160 cm 100 cm x 160 cm 110 cm x 160 cm 120 cm x 160 cm 130 cm x 160 cm 140 cm x 160 cm 150 cm x 160 cm 160 cm x 160 cm 290 kr 390 kr 450 kr 490 kr 550 kr 590 kr 690 kr 790 kr 990 kr 990 kr 1090 kr 1190 kr Kommóða með fjórum skúffum Verö aðeins: 2.990 kr é ll-H Hvítar hillur h:85,5 cm, b:88 cm, d:24 cm Verö aðeins: 1.990 kr með hvítum hillum Verö aðeins: 4.990 kr Rúm með tveimur skúffum Verö án dýnu: 4.990 kr • HdtapörOum Skoitunnf 13 Rwkjarvfkurvepl 72 Noröurtanga 3 4» ^ Reykjavík Reykjavtk Ha/narfjrft Akureyri g ERLENT Elsta manneskja í heimi 120 áraídag Dole líklegasta forsetaefni repúblikana Man eftir vínlyktinni af Vincent Van Gogh Arles. Reuter. JEANNE Calment var 14 ára gömul þegar hún hitti málar- ann Vincent Van Gogh ogtví- tug sá hún fyrstu kvikmyndina, sem sýnd var. Calment er elsta manneskja á jörðinni og í dag heldur hún upp á það með því að slökkva logann á 120 kert- um.^ „Ég hef beðið þess í 110 ár að öðlast frægð og ætla því að njóta stundarinnar vel,“ sagði Calment við fréttamenn og bar á sig kinnalit eins og hún gerir daglega. Hún er hins vegar hætt að reykja, hún var 117 áraþegar hún lagði þann ósið á hilluna. Calment er orðin blind og næst- um heyrnarlaus en er annars vel á sig komin og kann að gera að gamni sínu. Ruglar saman Balladur og Daladier Calment heldur upp á afmælið á elliheimili í borginni Arles við Miðjarðarhaf en þar fæddist hún 1875 og hefur búið alla tíð síð- an. Hún var í hjónabandi 154 ár en hefur nú verið ekkja í hálfa öld. Þau hjónin áttu eina dóttur, sem lést 1934, og dóttur- sonur hennar lést 1963. Calment fæddist fimm árum eftir að Napóleon III. hrök- klaðist frá völdum og tíu árum eftir að Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti var myrtur. Hún man eftir Eiffelturninum í byggingu um aldamótin og ruglast stundum á Edouard Balladur, núverandi forsætisráð- herra, og Edouard Daladier, sem var forsætisráðherra fyrir seinna stríð. Hún man eftir Van Gogh „með eyrað sitt“ og hann var „ijótur eins og erfðasyndin, JEANNE Calment með ára- fjöldann á spjaldi. Hún er enn hin ernasta og lifi hún árið út hefur hún náð hærri aldri en nokkur önnur manneskja svo vitað sé. skapbráður og lyktaði af brenni- víni“. Vísindamenn hafa sýnt Cal- ment og háum aldri hennar mik- inn áhuga. „Hún hefur aldrei passað neitt sérstaklega upp á heilsuna," segir Frakkinn Jean- Marie Robine, „en margir for- feðra hennar hafa náð háum aldri, lifað 15 til 20 árum lengur en jafnaldramir.“ Hillir undir nýtt met Ef Calment heldur heilsu enn um hrið getur hún orðið elsta manneskja, sem vitað er um. Metið átti Japaninn Shigeshiyo Izumi en hann var 120 ára og 237 daga gamall þegar hann lést 1986. Fyrir 30 árum hafði lögfræð- ingur í Arles augastað á íbúð Calment og samdi um það við hana, að hann skyldi greiða henni 34.000 kr. á mánuði meðan hún lifði gegn því að fá íbúðina að henni látinni. Nú er hann búinn að borga íbúðina að minnsta kosti þrisvar sinnum og er sjálfur kominn á eftirlaun, 77 ára gamall. Manchester, New Hampshire. Reuter. ÁTTA áhrifamenn í Repúblikana- flokknum lýstu á sunnudag áhuga sínum á því að hljóta útnefningu flokksins fyrir forsetakosningam- ar í Bandaríkjunum 1996. Mestar líkur eru á því að Bob Dole, leið- togi meirihlutans í öldungadeild- inni, hreppi hnossið, samkvæmt skoðanakönnunum. Samkvæmt könnun New Hampshire Sunday News sögðust 19% vilja Dole en aðrir sem sækj- ast eftir útnefningu fengu innan við 10%. Hins vegar lýstu 18% aðspurðra stuðningi við Colin Powell hershöfðingja og hetju úr Persaflóastríðinu. Hann er ekki skráður í flokkinn og ekki í fram- boði. í könnun sem Boston Globe birti sögðust 35% vilja að Dole yrði út- nefnur forsetaefni repúblikana og 20% nefndu Powell. Stuðningur við aðra var innan við 10%. Til viðbót- ar fékk Dole 35% í könnun Boston Herald og Powell 17% en enginn annar meira en 8%. Talið er að Phil Gramm öldunga- deildarmaður frá Texas geti reynst Dole erfiðastur vegna fjáröflunar- snilli. Léleg ræðumennska, kulda- legt viðmót og fullmikil íhaldssemi myndi þó líklega koma í vég fyrir að hann næði nokkurn tíma kjöri sem forseti. Forkosningar Repúblikana- flokksins vegna forsetakosning- anna 1996 hefjast í New Hamp- shire í febrúar að ári. Þó ríkið sé fámennt þykja úrslitin þar skipta afar miklu. Með aðeins einni undantekningu eftir seinna stríðið hefur sigurvegarinn þar hlotið út- nefningu flokksins. Reuter ÞEIR sækjast eftir útnefningu Repúblikanaflokksins við forsetakosningarnar í nóvember 1996 (f.v.): Pat Buchanan, Phil Gramm, Arlen Specter, Bob Dole, Lamar Alexander, Bob Dorman, Alan Keyes, Richard Lugar. Rússneskur KGB-maður mótmælir grein í The Sunday Times Fullyrti ekki að Foot hefði verið á mála London. The Daily Telegraph. EINN af fyrrverandi liðsforingjum sovésku leyniþjónustunnar gömlu, KGB, segir að breska blaðið The Sunday Times hafí mistúlkað orð sín er það hafði eftir honum að Michael Foot, fyrrverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, hefði þegið fé af stofnuninni fyrir veittar upp- lýsingar. „Ég þekki engan liðsfor- ingja sem vann með honum, veit ekki um neinar leynilegar aðgerðir eða greiðslur“, sagði maðurinn, Viktor Kúbeykín, á sunnudag. Kúbeykín segist ekki hafa stað- fest að Foot hafi verið svonefndur „njósnari í áhrifastöðu", vinnuheiti er notað var um vinveitt áhrifafólk á Vesturlöndum sem veitti KGB mikilvægar upplýsingar, oft án greiðslu og gat þjónað málstað- Sovétmanna vegna stöðu sinnar. Blaðið segir Rússa hafa gefíð Foot dulnefnið „Boot“. Kúbeykín segist að vísu hafa velt því fyrir sér hvort Foot hafí verið maðurinn en sjálfur hafi hann aldrei séð skýrsluna um Boot og geti því ekki fullyrt neitt um málið eða meinta sekt Foots. Frásögn The Sunday Times byggist að miklu leyti á upp- lýsingum í væntan- legri bók eftir gagnn- jósnarann Oleg Gordí- evskíj sem gerðist njósnari fyrir Breta en var háttsettur í KGB. Foot er sagður hafa tekið að sér njósna- hlutverkið á sjöunda áratugnum en Kú- beykín segir að áður- nefnt vinnuheiti hafi ekki verið fundið upp fyrr en seint á áttunda áratugnum. Fullyrt er að Foot hafl þegið fé frá KGB og hafí það verið falið sem fjárstuðningur við Tribune, dagblað senm hann stjórn- aði. Foot, sem nú er 81 árs, segist hafa velt því fyrir sér að lögsækja blaðið en „enginn sem ég hef talað við trúir því að ég hafi verið njósn- ari KGB svo að sennilega hef ég ekki einu sinni fyrir því að höfða mál.“ KGB lygabæli? Gordíevskíj gefur í skyn að Míkhaíl Ljúb- ímov, fyrrverandi of- ursti í KGB, hafí ráðið Foot til starfa en Ljúb- ímov var yfirmaður njósna leyniþjón- ustunnar í London árin 1961-65. Er hann var spurður um málið tók hann bakföll af hlátri. „Herra Foot er afár indæll og afar feiminn maður. Hvers vegna ráða hann? Hvert væri markmiðið? Til hvaða leyndarmála þekkti hann?“ sagði Ljúbímov. Hann telur að Gordíevskíj sé ekki að ljúga vísvitandi en hann oftúlki ummæli í skýrslum leyniþjón- ustunnar í væntanlegri bók sinni. Hjá KGB hafi menn ávallt reynt að gera sem mest úr árangri sínum og klínt dulnefni á þekkt fólk eftir að hafa rætt nokkrum sinnum við það, stofnunin hafi verið „lygabæli." Oleg Gordíevsky Blekktu minkar einnig Rússana? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞAÐ var ekki aðeins sænski sjóherinn og sænsk stjómvöld sem töldu hljóð frá minkum vera kafbátahljóð. Rússneskir sérfræðingar fengu upptökur með hljóðunum í ársbyijun 1993 og komust að þeirri nið- urstöðu að þau væru frá neð- ansj ávarfarartækj um. Rússar hafa ekki krafið Svía afsökunar; sænsk stjórnvöld töldu á sínum tíma að rússnesk- ir kafbátar væru að njósna við strendur landsins. Upptökur af hljóðunum voru lagðar fyrir á fundi sænskra og rússneskra sérfræðinga í ársbyijun 1993. Enginn bægslagangur í minkum { sænskum fjölmiðlum hefur verið rætt við ýmsa dýrafræð- inga, sem efast stórlega um að minkar geti orsakað hljóðin tor- tryggilegu. Dýrin syndi hægt og af þeim stafi lítill bægsla- gangur, svo vart sé hugsanlegt að hljóðin úr hlustunarduflun- um stafí frá þeim. Það eru því enn ekki öll kurl komin til graf- ar hvað kafbáta- og minkaferð- ir varðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.