Morgunblaðið - 21.02.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 21
ERLENT
Ný gögn í máli Giulio Andreotti
Langvinnt
samband við
Cosa Nostra
LÖGREGLUMENN þeir sem rann-
sakað hafa tengsl ítölsku mafíunnar
og stjómmálamanna kveðast hafa
undir höndum gögn sem sanni að
Giulio Andreotti, sem sjö sinnum var
forsætisráðherra Italíu, hafí átt lang-
vinnt og leynilegt samband við glæpa-
samtökin á Sikiley. Flokkur Andreott-
is, Kristilegir demókratar, var leystur
upp í fyrra þegar upp komst um gífur-
lega spillingu í röðum flokksmanna.
Flokkurinn var ráðandi afl í ítölsk-
um stjórnmálum í fjóra áratugi og
segja heimildarmenn að ný gögn
varpi ljósi á þá yfírburðastöðu sem
hann naut í suðurhluta landsins með
samstarfi við Sikileyjarmafíuna.
Fylgi fyrir „starfsfrið"
Andreotti, sem er 76 ára, neitar
öllum tengslum við mafíuna og full-
yrðir að ásakanir þessar séu fram
komnar vegna tilrauna ríkisstjóma
þeirra sem hann leiddi til að bijóta
starfsemi samtakanna á bak aftur.
Þeir sem vinna að rannsókn málsins
kveða þetta fjarri hinu sanna. Stjórn-
málamenn sem unnu með Andreotti
séu tilbúnir til að skýra frá sérlega
nánum tengslum hans við mafíuna
en Andreotti var löngum leiðtogi
kristilegra demókrata.
Heimildarmenn segja að fyrirliggj-
andi gögn leiði í ljós að mafían hafi
á endanum náð að hafa umtalsverð
áhrif við val á dómumm og frambjóð-
endum kristilegra demókrata. Þessir
menn hafi síðan tryggt ákveðinn
„starfsfrið" og að tekið væri með
silkihönskum á glæpamönnum sem
handteknir voru. I staðinn hafí
glæpasamtökin tryggt fylgi við
flokkinn á Suður-Ítalíu.
Giancarlo Caselli, yfirsaksóknari
í Palermo, segir að hatrið á
kommúnistum hafi sameinað kristi-
lega demókrata og mafíuna og leitt
til þess að samstarf var tekið upp.
Saksóknaraembættið hefur nú safn-
að upplýsingum á samtals 86.000
blaðsíðum. Stór hluti þessarra upp-
lýsinga er byggður á framburði fyrr-
um félaga í mafíunni sem fengist
hafa til að leysa frá skjóðunni gegn
vægari refsingu.
„Heiðursmaður“
Réttarhöldum yfír Andreotti hefur
fjórum sinnum verið frestað, nú síð-
ast á föstudag er verjendur hans
gerðu kröfu um að fá að kynna sér
ný gögn í málinu. Caselli hefur boð-
að að Andreotti verði ákærður fyrir
að hafa verið „heiðursmaður" en á
máli mafíunnar vísar það orð til full-
gilds félaga.
Heimild: The Intemational
Herald Tribune.
Grænmgjar styrkja
stöðu sína
Bonn. Reuter.
GRÆNINGJAR, flokkur umhverfís-
vemdarsinna, vann talsvert á í fylkis-
kosningum í Hessen á sunnudag og
styrkti því stöðu sína sem sem þriðja
aflið í þýskum stjómmálum.
Samkvæmt bráðabirðgaúrslitum
jókst fýlgi Græningja úr 8,8% fýrir
íjórum ámm i 11,2%. Fylgi Jafnaðar-
mannaflokksins (SPD) féll hins vegar
úr 40,8% í 38%. Frjálsir demókratar
(FDP) hafa tapað fylgi í undanfömum
kosningum en tókst að stöðva fylgi-
stapið þar sem þeir fengu sömu niður-
stöðu og fyrir fjórum ámm, eða 7,4%.
Þá tapaði flokkur Helmuts Kohls
kanslara, Kristilegir demókratar
(CDU), í kosningunum í Hessen, fékk
39,2% atkvæða en 40,2% síðast.
Fylgisaukning Græningja varð
mest á Rhein-Main svæðinu. Þeir
hafa hingað til hrifsað til sín fylgi
frá Fijálsum demókrötum en að
þessu sinnu jók flokkurinn fylgi sitt
fyrst og fremst á kostnað Jafnaðar-
mannaflokksins. Samstjórn SPD og
Græningja hélt velli i kosningunum.
•Esn
◄ <^índesíf
Kæliskápur
GR 1400
HaeS: 85 cm
breidd: 51 cm
dýpt: 56 cm
kaelir: 140 I.
0,9 kwt/24 tímum.
Verð kr. 29.350,-
♦índesl^
Kæliskápur
GR 2600
Hæð: 152 cm
breidd: 55 cm
dýpt: 60 cm
kælir: 187 l./frystir: 67 I.
1.25 kwst/24 tímum.
Verð kr.49.664,-
^índesíU
Uppþvottavél
D 3020
7 kerfa vél, tekur
1 2 manna matarstell
6 falt vatnsöryggiskerfi
mjög hljóSlát og fullkomin.
HæS: 85 cm
breidd: 60 cm
dýpt: 60 cm
Verð kr.47.263,- \
^índesíl-A
Þvottavél IW 860
Vindur 800 sn.14 þvottakerfi.
Stiglaus hitastillir.
Orkunotkun 2,3 kwst.
HæS 85 cm
breidd 60 cm
dýpt 60 cm
Verb kr. 52.527,-
#índesíf
a #índesíl-
Þurrkari SD 510
Tromlan snýst í báSar áttir,
tvö hitastig. Kaldur blástur
Klukkurofi.Barki fylgir
Verð kr. 37.517,-
BRÆÐURNIR °
ÐK3KMSSONHF
Lágmúla 8, Sími 38820
▲ 4^índestf
Eldavél KN 6043
Undir og yfirhiti.Grill, geimsluskúffa.
HæS: 85 cm
breidd: 60 cm
dýpt: 60 cm
Verð kr.54.251,-
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi.
Kf. Borgftröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi.
Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal
Vestfirölr: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi.
Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi.
Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavlk.
Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi.
Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur,
Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavik.
Urö, Raufarhöfn.
Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum.
Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi. Stál, Seyöisfiröi.
Verslunin Vik, Neskaupsstaö.
•Q Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn
Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli.
E Mosfell, Hellu. Árvirkinn, SeJfossi. Rás, Þorlákshöfn.
Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum.
^ Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. FIT, Hafnarfiröi i
Q)
O
mm.tr mmsn
Marmaris og Kos
Sólarperlur sem rjeisla af glefii, ** > * ■
náttúrufegurfi ug skemmtilegu mannlin.
r f/Vi#,.
Marmaris á Tyrklandsströndum hefur allt að
bjóða sem sólþyrstir íslendingar geta óskað sér og að auki
heilan menningarheim með glæstum fornminjum og merkri sögu
BROTTFARARDAGAR: 25. maí; 1., 8. júní; 3., 10., 17. ágúst.
*llinifalill: Flug, gisting, flugvallar-
skattar og íslensk fararstjórn.
Gkki innifaliil: Ein nótt í Kaupmannahöfn.
Kos
er draumaeyja allra ferðalanga, töfraheimur
sem er grískari en allt sem er grískt.
BROTTFARARDAGAR: 21., 28. maí; 4. júní;
6., 13., 20., 27. ágúst; 3. september.
Meflalverd frá:
63.340 kr*
mann i tvibýli i 2 vikur.
„Ný lönd fyrir stafni“
Mcð elMkasainiilnui vlð Sples nu TJærelioi u
aerasl nýii' rerðainönulelkar.
-Þar sent er gainan |tar erutn við.
5PIE5 Tjœreborg
Mnm
UTSYN
Lágtmíla 4: simi 569 9300,
Hafnarfirði; simi 565 23 66, Krfiavík: sími 11353,
Selfossi: simi 21666, Akureyri: sími 2 50 00
- og bjá umboðsmönnum um land alll.