Morgunblaðið - 21.02.1995, Page 22

Morgunblaðið - 21.02.1995, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Háskólakórinn á tónleikum HÁSKÓLAKÓRINN kemur fram á háskólatónleikum mið- vikudaginn 22. febrúar. Tónleik- arnir eru haldnir í Norræna húsinu og hefjast klukkan 12.30. Stjómandi ér Hákon Leifsson. Á efnisskrá tónleikanna er Únglingurinn í skóginum, tón- list Hákonar Leifssonar við Jjóð Halldórs Laxness, en verkið var samið í fyrra fyrir Háskólakór- inn. Síðan era Fjögur þjóðlögí útsetningu Hafliðá Hallgríms- sonar og Þtjú þjóðlög í útsetn- ingu Johns Hearne. Háskólakórinn var stofnaður 1972 upp úr óformlegum söng- hópi nokkurra stúdenta við Háskóla íslands. Hann hefur haldið fjölda tónleika og komið víða fram, bæði heima og er- lendis. Má þar nefna Norður- löndin, Sovétríkin, íslendinga- byggðir í Kanada og Éystrasalt- slöndin. Hákon Leifsson hefur sljórnað kóraum frá því í janúar 1993. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 300 en frítt fyrir handhafa stúdentaskirteinis. W SAGA Spennandi ostaœvintýri á Hótel SÖgu dagana 21. - 20. febrúar Nú' fá íslenskir ostar að njóta sín í matreiðslunni í Skrúði. Matargestir eiga þess kost að upplifa sannkallað ostaæVÍn- týri af hlaðborði staðarins, bæði í hádeginu og á kvöldin. Hörpu- og píanóleikarinn Sophie Marie Schoonjans laðar fram ljúfa tóna fyrir matargesti. Getraun verður í gangi fyrir gesti. Glæsilegar ostakörfur í verðlaun. Verð: 1.370 kr. í hádeginu og 2.130 kr. á kvóldin. Ostakynning verður á Sögu milli kl. 17.00 og 19.00 alla ostadagana. Ostameistarar frá Osta- og smjörsölunni og matreiðslumenn frá Hótel Sögu bjóða gestum og gangandi að bragða á margverðlaunuðum íslenskum ostum með tilheyrandi veigum um leið og þeir miðla fróðleik um ostagerð. Meðal rétta í Skrúði: Forréttir: Ólívu- og ostasalat Osta- og laukbaka Heitir réttir: Parmesan gljáður grísahryggur Gráðostafyllt lambaLeri Eftirréttir: Sérbakaðar ostatertur ÍSLENSKIR OSTAR, fy’ 3 - þín saga! LISTIR SÝNING Finnanna þykir óvenjuleg. Anarkistar og Bolsévíkar berast á banaspjót Fyrirmyndarrí kið var aðeins draumur Makhnovitshima nefnist leikrít sem er fram- lag Stúdentaleikhússins í Helsingfors, leik- hópsins Pylsu Balkanskaga, til Sólstafa — Norrænu menningarhátíðarínnar. Sýningin hefur fengið þá einkunn hjá gagnrýnendum að hún sé engu lík. Höfundur og leikstjóri er Esa Kirkkopelto. Jóhann Hjálmarsson kynnti sér efni leikritsins og ummæli um það. MAKHNOVITSHIMA segir frá andspyrnuhreyfmgu bænda í Úkraínu á árunum 1918-1921. Hreyfingin hef- ur fengið nafnið Makhnovitshina eftir leiðtoga uppreisnarinnar, an- arkistanum Nestor Makhno. Denikins er ekki um að ræða neinn þakklætisvott frá Bolsévíkum í Kreml. Kol og korn Úkraínu er þeim ofar í huga, enda nauðsyn- legt fyrir Sovétríkin. Trotskí, for- ingi Rauða hersins, snýst gegn Makhno. VEGGSPJALD Stúdenta- leikhússins i Helsingfors, en hópurinn kallar sig Pylsu Balkanskaga. Orð Hamlets gild sem fyrr Leikritið hefst á því að hani stekkur upp á sviðið og flytur ljóð Boris Pasternaks um Hamlet. Hann segir leikhúsgestum að hann hafí séð nóg af obeldi og hafí ákveðið að vara við hættunni. Sagan sem sögð verði fjalli um okkar öld. Næst eru áhorfendur staddir í litlu götukaffihúsi í París. Þar dvelst leiðtogi anarkistanna í út- legð niðurbrotinn og vonsvikinn og glímir við áfengissýki. Úkraína 1919 Eftir Jmð er horfíð til ársins 1919 í Ukraínu. Makhno og liðs- menn hans berjast við gagnbylt- ingarsinna undir stjóm Denikins hershöfðingja og hafa betur. Mak- hno leggur undir sig þorp sem áður var á valdi Hvíta hersins. Öldungar þorpsins gefa Makhno hanann sem kom fram í upphafi verksins og Makhno þyrmir í stað- inn lífi óvinahermanns. Bolsévíkar snúast gegn anarklstum Þótt sveitir Makhnos hafi bjarg- að Moskvu frá að falla í hendur Stoltur skýrir Makhno fólki sínu frá fundi með Lenín í Moskvu þar sem Lenín sýndi honum skilning og velvilja. Ánarkisminn átti eitt sinn gengi að fagna í Rússlandi. En nú eru hafnar aðgerðir gegn anarkistum og þær ná til Úkraínu. Fyrirmyndarríkið fellur Trotskí kynnir nýja áróðurs- mynd sem á að lýsa hræðilegu ástandi í Úkraínu. Makhno lýsir því samfélagi sem hann hefur sett á stofn í anda anarkisma og úkra- ínskra þorpshefða. Hátíð fólksins af þessu tilefni er rofin af árásum Bolsévíka. Fjárhirðir segir áhorf- endum frá svikum Bolsévíka við Makhno og menn hans. Hann flyt- ur ljóð eftir Klebnikov. Mótsagnir og persónu- legir harmar Nú hefjast bardagar sem spegla átökin í Rússlandi og mótsagna- kennda þróun stjórnmálanna. Síð- ari hluti verksins gerist í Frakk- landi. Þar kynnast áhorfendur per- sónulegum högum Makhnos og Galinu konu hans, drauminum um ríki framtíðarinnar sem var aðeins draumur. Makhno berst við skugg- ana. Látinn félagi hans tjáir hon- um að hlutvek mannsins sé ekki að skapa konungsríki á jörð. Texti Esa Kirkkopeltos þykir auðugur og er fullur af tilvísunum, m.a. í ljóð helstu skálda Rúss- lands. Einkum hefur hann þó feng- ið lof fyrir leikstjórnina. Dans og leikir ráða oft ferðinni. Leikritið vakti mikla hrifningu þegar það var sýnt sem framlag Finna til leiklistarhátíðarinnar í Bonn sl. sumar. Sýningin fékk verðlaun sem besta leiksýningin í Finnlandi í fyrra. Auk Esa Kirkkopelto má nefna meðal helstu aðstandenda sýning- arinnar Katariina Kiijavainen sem er höfundur leikmyndar og bún- inga; tónskáldið Marko Rantanen; danshöfundana Minna Leino og Irene Aho og ljósameistarana Janne Björklöf og Keijo Kaakinen. Aðalhlutverkið, Makhno, leikur Aromaa Teemu. Makhnovitshina verður sýnt í Leikhúsinu Frú Emilíu fimmtu- daginn 23. og föstudaginn 24. febrúar kl. 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.