Morgunblaðið - 21.02.1995, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.02.1995, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Málþing Reykjavikurborgar um menningarmál Tjamarbíó verði ætlað til tónleikahalds TÓNLISTIN hefur verið af- skipt í menningarstafsemi Reykjavíkurborgar. Lítur menningarmálanefnd m.a. Tjamarbíó hýru auga með tilliti til tónleikahalds. Þetta kom fram í máli formanns menningarmála- nefndar Reykjavíkur á málþingi um list- og menningarmiðlun í höfuðborginni sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag. Tíu fmmmmælendur höfðu fram- sögu á málþinginu, forstöðumenn menningarstofnana borgarinnar og gestir sem ræddu hlutverk safna, fjölmiðla og Listahátíðar, auk þess sem fjöldi listamanna steig í pontu. Málþingið setti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. í máli hennar kom fram að nefnd sem skipuð var til að huga að fram- tíðarrekstri menningarhúsa Reykjavíkur, hefur skilað áliti sínu um Geysishús, Iðnó, Tjarnarbíó, Aðalstræti 6 og Tjamarsal. Eins og áður hefur komið fram verður Hitt húsið flutt í Geysishús- ið að tillögu nefndarinnar. Hún leggur einnig til að Tjarnarbíó verði skoðað með tilliti til þess að þar verði tónleikasalur og að byggt verði við það. Aætlaður kostnaður við það myndi nema um 16 milljón- um kr. Hvað Iðnó varðar telur nefndin að efna eigi til viðræðna um rekstur hússins, stofna hús- og rekstrarfélag og auglýsa eftir fólkí til að taka að sér veitinga- sölu. Nefndin telur húsnæði borg- arinnar í Aðalstræti 6 of lítið fyr- ir Borgarbókasfn og leggur til að borgin eigi viðræður við aðra aðila í húsinu svo að auka megi hús- næði safnsins. Tjarnarsal taldi nefndin eiga að vera miðstöð list- viðburða í borginni. Ingibjörg Sólrún sagði nefndina ennfremur hafa ítrekað nauðsyn þess að skipaður yrði sérstakur menningar- og upplýsingafulltrúi við borgina og kvaðst hún taka undir það. Menningarstof nanir borgarinnar Margrét Hallgrímsdóttir, for- stöðumaður Árbæjarsafns, kynnti starfsemi safnsins. Á meðal nýj- unga í starfseminni nefndi hún að unnið væri að því að taka upp við- töl við eldri borgara. Þá væri lögð áhersla á að auka kynningarstarf við safnið, lengja opnunartíma og tengja starfsemi þess betur við útivistarsvæði í Elliðaárdal. Nauð- synlegt væri að efla rannsóknar- starf, leggja aukna áherslu á húsa- og minjavernd og að breyta við- horfí fólks til endurbóta á húsum. Borgarbókasafn er ein elsta menningarstofnun borgarinnar, að sögn Þórdísar Þorvaldsdóttur, for- stöðumanns. Hún sagði húsnæðis- mál aðalþröskuldinn en þjónustan ætti að batna við flutning í Aðal- stræti 6. Þar hefðu menn hug á að koma á fót sérstakri ættfræði- deild, Reykjavíkurdeild, aðstöðu til að lesa efni sem geymt er á film- um, aðgang að tölvum fyrir al- menning, tónlistardeild, sýningar- aðstöðu og að safnið gæti tekið virkari þátt í menningarviðburðum í borginni. Sigurður Hróarsson, leikhús- stjóri Borgarleikhússins, sagði Leikfélag Reykjavíkur hafa nokkra sérstöðu meðal annarra menningarstofnana er tengdust borginni, þar eð það væri sjálfs- eignarstofnun. Sagði hann leik- húsið ekki fullnýtt og því hefði sjálfstæðum leikhópum verið veitt þar aðstaða. Leikfélagið hefði ekki innheimt leigu og í langflestum tilfellum orðið að greiða laun starfsmanna sinna við sýningarnar úr eigin vasa. Vilji væri fyrir því að fullnýta húsið en fjárhagur fé- lagsins leyfði vart að greitt væri með sýningum annarra. Sagði hann nefnd á vegum LR og Reykjavíkurborgar myndi fara ofan í saumana á rekstri hússins og að vonir stæðu til þess að hún hefði störf í apríl. Elísabet B. Þórisdóttir, for- stöðumaður Gerðu- bergs, kynnti starfsemi listamiðstöðvarinnar, sem leitast væri við að hafa sem fjölbreyttasta. Fjöldi utanaðkom- andi félaga og hópa hefði aðstöðu til funda og félagsstarfs í húsinu en starfsemi á vegum þess fælist hins vegar í tónleikahaldi, sýning- um og starfí með börnum. Lögð hefði verið áhersla á að taka tón- leikana upp og gera ítarlegar efn- isskrár. Tónleikar og myndlistar- sýninar færu fram í húsinu þrátt fyrir að ekki væru salir í húsinu sérstaklega ætlaðir til þess. Starf með börnum væri mikilvægur LISTIR Morgunblaðið/Þorkell INGIBJORG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri setti málþing borgar- innar um menningarmál. Til hliðar við hana situr Halldór Guð- mundsson fundarstjóri. Fjölmenni var á máiþinginu, sem haldið 'var í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. þáttur í starfseminni og ætti Gerðuberg nú gott safn listaverka eftir börn. Gunnar Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða, sagði húsnæðiss- kort hafa aukist mjög með árun- um, enda eðli safna að stækka. Knýjandi þörf væri fyrir safnhús og geymslur fyrir Listasafn Reykjavíkur. Þá nefndi Gunnar að komið hefði verið á fót byggingar- listadeild við safnið. Byggingarlist væri nátengd öðrum listgreinum og ástæða væri til að leggja áherslu á það sem byggt hefði verið á þessari öld. Gunnar sagði örastan vöxt hafa verið í þeim þætti sem lyti að safnafræðslu og að fjölmenni væri jafnan á safna- leiðsögn. Listahátíð, söfn og fjölmiðlar Þórunn Sigurðardóttir, fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Listahátíðar í Reykjavík, ræddi fyrirkomulag hátíðarinnar, sem hún sagði lítið hafa breyst í aldar- fjórðung. Sagðj hún ástæður til breytinga. Þórunn nefndi m.a. hugmyndir um að Kvikmyndahá- tíð, sem verið hefur annað hvert ár á vegum Listahátíðar yrði ár- lega. Einnig að reynt yrði að leggja áherslur á ákveðin þemu. Enginn vafí væri á kostum þess að skipta um stjórnendur en gallar væru ■ Skipaður verði menningar- og upplýsingafulltrúi ■ Betur verði að skilgreina starfs- svið safna ekki síður á því. Vinnan við hátíð- irnar yrði að vera samfelld, til að yfirsýn næðist og traustum sam- böndum yrði ekki stefnt í voða. Tímabært væri að ráða listrænan stjórnanda tímabundið. Ragnhildur Vigfúsdóttir, rit- stjóri Veru, var fengin til að ræða stöðu safna í borginni og sagðist hún hafa ýmislegt við þau að at- huga. Beindi hún sjónum sínum einkum að Árbæjarsafni og Ljós- myndasafni Reykjavíkur. Ragnhildur sagði Árbæjarsafn ekki eiga að vera lítið þjóðminja- safn, skilgreina þyrfti betur starfs- svið þess og sýningarstefnu. Ræða þyrfti þátt safnsins í auglýsingum sem þar væru gerðar, þátt kost- enda. Leggja ætti áherslu á þátt Reykjavíkur og að safngestir yrðu þátttakendur, ekki áhorfendur. Hvað varðaði Ljósmyndasafn Reykjavíkur, sagði hún það einnig verða að skilgreina starfssvið sitt. Takmarkið hlyti að vera að komið yrði á fót einu góðu ljósmynda- safni, þar sem myndadeild Þjóð- minjasafns, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, myndadeild Árbæj- arsafns og Borgarskjalasafn yrði á sama stað og skráð eftir sama kerfi. Sagði Ragnhildur telja að leggja ætti meiri áherslu á sam- tímaskráningu. Jón Ásgeir Sigurðsson blaða- maður ræddi um hlutverk fjölmiðla í menningaum- ræðu. Sagði hann umfjöll- unina ekki i samræmi við áhuga fólks og bar saman tölur um um- fjöllun fjölmiðla um menningarmál og íþróttir, við aðsóknartölur í leik- hús, sinfóníutónleika og fýrstu deildarleiki í knattspyrnu og hand- knattleik. Sagði hann menninguna hafa yfirburði hvað aðstókn snerti, t.d. hefðu 160.000 manns sótt sýningar atvinnuleikhúsanna á síðasta ári en 57.000 farið á knatt- spyrnuleiki. í ríkissjónvarpinu væri íþróttaumfjöllun um 15% en innlent menningarefni 5%. í Morg- unblaðinu væri íþróttaumfjöllun pm 5% en menningarumfjöllún um 10%. Taldi Jón Ásgeir að fjölmiðlar ættu að taka fréttalegar á menn- ingarmálunum, þeir ættu að af- hjúpa það sem miður færi í menn- ingu eins og öðru. Síðust frummælenda var Guð- rún Jónsdóttir, formaður Menn- ingarnefndar Reykjavíkurborgar. Sagði hún nefndina hafa 15 millj- ónir til ráðstöfunar á þessu ári sem ætlaðar væru til listaverkakaupa. Áveðin fjárhæð til að styrkja lista- og menningarstarf í borginni, alls 30 milljónir. Meðal þess sem ákveðið hefði verið, væri að veita um 2,5 milljónum til að stofna strengjakvartett sem yrði starf- ræktur í eitt ár. Guðrún sagði tónlistina hafa verið afskipta í menningarstarf- semi borgarinnar. Teldi menning- armálanefnd að Tjarnarbíó væri vænlegur kostur fyrir tónleikahald. Nauðsynlegt væri að Reykjavíkur- borg hefði forystu í menningarlífí í borginni og sagði hún yfirvöld hafa skilning á því hlutverki. Aukn- ar styrkveitingar og ósk um að Reykjavík yrði menningarhöfuð- borg árið 2000 væru því til vitnis. Viggó missir vinnuna KVIKMYNPIR Norræn kvikmynda- há tí ð II ás kóI a l»íó „De frigjorte“ Leikstjóri: Erik Clausen. Aðalhlut- verk: Erik Clausen, Helle Ryklinge. Tónlist: Kim Larsen. Enskur texti. Ókeypis aðgangur. Viggó rennismiður er stein- gervingur á öld farsímans. Sósíal- isti af gamla skólanum sem á eft- ir að hrista af sér hrun kommún- ismans, verkamaður fram í fingur- góma sem hefur ofurtrú á mátt verkalýðsins og dyggur starfsmað- ur hjá sama fyrirtæki í 25 ár. En svo missir hann vinnuna, hættir að þola konuna sína, kemst að leyndarmálinu um son sinn og tek- ur að halda framhjá. Líklega mundi hann hlægja að einhverju eins og „breytingarskeiði karla“, en ef einhver er á því arma skeiði er það Viggó rennismiður. Hann er aðalpersónan í hreint aldeilis frábærri gamanmynd danska háðfuglsins Eriks Claus- ens, sem sýnd er á Norrænni kvik- myndahátíð í tilefni 100 ára af- mælis kvikmyndarinnar. Nema þetta er mynd sem á hikstalaust að vera á almennum sýningum með íslenskum texta því betri gamanmynd hefur ekki komið hér í bíóin í mörg herrans ár. Clausen leikur Viggó á einstak- lega húmorískum og.húmanískum nótum eins og honum er lagið en þessi danski kvikmyndgerðarmað- ur er líklega fremsti gaman- myndahöfundur Danmerkur og sérfræðingur í kímnum sögum af almúgamanninum í konungsdæm- inu sem stundum leiftra af gríni en eru alltaf með alvarlegum und- irtóni. í „De frigjorte" eða At- vinnuleysingjanum tekur hann m.a. fyrir danska atvinnuleysið og fær hann mann áreynslulaust til að brosa út að eyrum allan tímann og stundum að skella hjartanlega uppúr enda búinn skemmtilega skrifuðu handriti, sérstaklega eru samtölin góð, og leikarahópi sem fer mjög vel með rullurnar. Það er hvergi falskan tón að fínna í allri myndinni, hvort sem hún ber okkur á vinnustað Viggós, í stolið sumarfrí á sólarströnd eða geð- sjúkrahús þar sem sjúklingarnir hafa lært sitthvað í læknafrösun- um á langri leið. Þetta er óborganleg skemmtun fyrir alla þá sem unna góðum, dönskum myndum þar sem mann- legur danskur húmor svífur yfir vötnum. Þegar Erik Clausen er í essinu sínu, eins og hér, gengur allt upp sem hann snertir. Arnaldur Indriðason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.