Morgunblaðið - 21.02.1995, Side 30

Morgunblaðið - 21.02.1995, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ __________________AÐSEMDAR GREINAR____ Ekkí lengnr hjálp til sjálfshjálpar Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð Félagsmálastofnunar Reykjavíkur Gamlar reglur Nýjar reglur Aðstoð FR Ráðstöfunar- Aðstoð FR Ráðstöfunar- Hækkun Hækkun Launatekjur, hámark telgur hámark tekjur á styrk FR ráðstöfunar- kr./mán * kr./mán. kr./mán. kr./mán. kr./mán. tekna 43.504 43.504 53.596 53.596 23% 23% 64.000 60.906 60.906 96.473 96.473 58% 58% 108.000 65.424 73.957 96.473 105.006 47% 42% 169.00 63.975 82.658 96.473 115.156 51% 39% 189.000 62.525 91.358 96.473 125.306 54% 37% 220.000 135.456 58% 35% 277.000 31.062 56.555 53.596 79.089 73% 40% 85.000 10.904 65.256 53.596 107.948 392% 65% 91.000 0 • 85.010 53.596 138.606 63% 97.000 0 109.868 53.596 163.464 49% 98.000 * Launatekjur, sem nauðsynlegar eru, til að hafa sömu ráðstöfunar- tekjur og aðstoðarþegi Félagsmálastofnunar. NÚ ERU til skoðun- ar í borgarráði nýjar reglur um fjárhagsað- stoð Félagsmálastofn- unar. Reglumar voru afgreiddar úr félags- máíaráði í lok janúar með atkvæðum full- trúa R-listans en sjálf- stæðismenn sátu hjá, þar sem enn var ýmis- legt óljóst um áhrif breytinganna, bæði fyrir borgarsjóð og að- stoðarþega. Ekki var vilji til þess hjá meiri- hlutanum að skoða málið frekar, þrátt fyr- ir að í félagsmálaráði hafí komið fram upplýsingar sem stönguðust á. Fyrst var fullyrt að breytingam- ar hefðu lækkun í för með sér, síð- ar komu fram upplýsingar, sem bentu til hins gagnstæða. Formaður félagsmálaráðs hefur fullyrt opin- berlega að breytingamar muni hafa um 10% spamað fyrir borgarsjóð í för með sér, en sú fullyrðing er á misskilningi og ef til vill óskhyggju byggð. Hvað felst í nýju reglunum? Hinar nýju reglur felast annars vegar í hækkun grunnlífeyris fyrir einstaklinga og hjón og hins vegar í einföldun á kerfinu. Gmnnlífeyrir hækkar úr 43.500 í 53.600 krónur á mánuði fyrir einstaklinga og úr 60.900 í 96.500 krónur á mánuði fyrir hjón. Einföldunin felst aðal- lega í því að ekki er tekið tillit til fjölskyldustærðar, né heldur til húsaleigukostnaðar eins og gert er í núverandi kerfi. Er hinu al- menna kerfi ætlað að koma til móts við það, þ.e. barnabætur og bama- bótaauki, meðlag og mæðralaun mæti kostnaði við fram- færslu barna og hinar nýju húsaleigubætur komi í stað húsaleigu- styrks í núverandi kerfi. Við fyrstu sýn virðist þetta því harla gott, en ef betur er að gáð kemur ýmislegt í ljós. Ekki tókst að fá upplýsingar um það hjá Félagsmálastofn- un hvaða áhrif breyt- ingamar hefðu á hag aðstoðarþega, þ.e. hveijar ráðstöf- unartekjur þeirra yrðu eftir breyt- inguna. í eldra kerfinu er það svo Svíar eru að snúa af braut ofuraðstoðar. Guðrún Zoega segir að reynsla þeirra eigi að vera okkur víti til vamaðar. að allar tekjur, þ.m.t. meðlög, mæðralaun, barnabætur og barna- bótaauki, dragast frá svokölluðum kvarða sem miðað er við. Ráðstöfunartekjur hækka allt að 65% Með nokkurri fyrirhöfn tókst mér að verða mér úti um þessar upplýsingar annars staðar og koma niðurstöðurnar fram í meðfylgjandi töflu. í töflunni sést að hámarks- styrkur félagsmálastofnunar hækkar um tæpan fjórðung ti! ein- staklinga, 50-60% til hjóna, en mest til einstæðra foreldra. Ráð- stöfunartekjur, þegar tekið hefur verið tillit til annarra bóta, hækka um 23-65%. Þess ber að geta að hér er um skattfrjálsar ráðstöfun- artekjur að ræða, þar sem barna- bætur, barnabótaauki og meðlög eru skattfrjáls. Mæðralaun og bæt- ur félagsmálastofnunar eru skatt- skyldar, en þar sem þær em undir skattleysismörkum reiknast ekki skattur af þeim. Til viðbótar við þær ráðstöfunartekjur, sem fram koma í töflunni, koma húsaleigu- bætur, en þær geta orðið allt að 21 þúsund krónur á mánuði. Þegar þessar tölur eru skoðaðar er erfitt að sjá að breytingin geti haft sparnað í för með sér fyrir borgar- sjóð, því að auk þess að greiðslur til einstakra hópa hækka opnast leið fyrir hópa sem hingað til hafa ekki átt rétt á aðstoð Félagsmála- stofnunar, svo sem elli- og örorku- lífeyrisþega, sem fá sinn lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins, en þeir munu geta fengið uppbót á þær greiðslur hjá Félagsmálastofnun. Til fróðleiks er enn fremur sýnt hvaða launatekjur fólk þarf að hafa til að vera jafnt sett og fólk á bótum samkvæmt hinum nýju reglum. Er þá tekið tillit til húsa- leigubóta og kostnaðar við barna- gæslu. Er reiknað með að í fjöl- skyldum með eitt til þrjú börn þurfi að greiða barnagæslu fyrir eitt barn, en fyrir tvö börn í fjögurra barna fjölskyldum. Aðstoð verður ekki lengur hjálp til sjálfshjálpar Hin hliðin á málinu er sú sem snýr að almenningi og skattgreið- endum. Þegar hinar ýmsu bætur eru orðnar svo háar að það geti Guðrún Zoega verið hag'stæðara að vera á bótum felldu. Aður hefur komið fram að ástæða er til að óttast að skjólstæð- ingum Félagsmálastofnunar muni fjölga við breytinguna. Því hefur verið haldið fram að sá ótti sé ástæðulaus, það leiti enginn til Fé- lagsmálastofnunar að gamni sínu. Það kann að vera rétt. Ég tel hins vegar að þegar fólk er komið inn í kerfið hljóti það að vega og meta hvort það borgi sig að vinna utan heimilis og í mörgum tilvikum kemst það að þeirri niðurstöðu að það er verr sett í sinnu en á fullum bótum frá Félagsmálastofnun, þar sem það fylgir því margvíslegur kostnaður að stunda vinnu utan heimilis. Þetta kemur skýrt fram i töflunni. Aðstoðin miðar því ekki lengur að þvi að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, heldur er hætta á að það festist í kerfínu, þar sem eng- inn hvati er lengur til að komast út úr því. Reynsla Svía Á Norðurlöndunum hefur vel- ferðarkerfið verið mjög þróað. Þar eru skattar jafnframt með því hæsta sem þekkist. Svíar eru nú að reyna að snúa af braut þeirrar ofuraðstoðar sem kerfið hefur veitt, þar sem fjárhagur ríkisins þolir það ekki og skattgreiðendur eru að slig- ast undan byrðunum. Við eigum að láta reynslu þeirra vera okkur víti til varnaðar í staðinn fyrir að reyna að elta þá uppi á einhverri leið sem þeir að fenginni reynslu er nú að snúa af. Eins og áður sagði eru hinar nýju reglur til skoðunar í borgar- ráði. Ég hef trú á því að sú skoðun muni leiða til þess að þær verði endurskoðaðar og færðar til skyn- samlegri vegar og eru sjálfstæðis- menn i borgarstjórn reiðubúnir til að taka þátt í þeirri endurskoðun. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn ogsiturí félagsmálaráði. LAUNAMUNUR kynjanna vex með aukinni menntun. Til- tölulega litlu munar á launum karla og kvenna, sem hafa að- eins grunnskóla- menntun. Laun kvenna með fram- haldsskólamenntun nema hins vegar að- eins 78% af launum karla með sambæri- lega menntun og há- skólamenntaðar konur hafa aðeins 64% af launum háskóla- menntaðra karla. Þetta eru m.a. niður- stöður könnunar Félagsvísinda- stofnunar um launamyndun og kynbundinn launamun, sem kynnt- ar voru á dögunum. Varð einhver hissa? Hér er þó bara á ferðinni enn ein sönnun þess, sem allir máttu vita, að konur eru aðeins rúmlega hálfdrættingar í launum á við karlmenn. í heild eru tekjur kvenna á Islandi aðeins um 50% af tekjum karla skv. riti Hagstofu íslands, Konur og karlar 1994. Hvað þurfum við margar kannanir, þar til sann- leikanum er trúað og eitthvað gert í málinu? Eða skortir eitthvað á viljann? V ísdómsly killinn dugir ekki Fyrir nokkrum árum voru konur ein- dregið hvattar til að mennta sig, það væri lykilatriðið til þess að ná körlum í launum og öðlast efnahagslegt sjálfstæði. Konur trúðu þessu og hafa fúslega lagt á sig æ meira nám og jafnvel unnið kappsamlega að því að fá lengra nám til ýmissa hefðbund- inna kvennastarfa. En þegar þær koma út á vinnumarkaðinn með vísdómslykilinn í höndum er ein- faldlega búið að skipta um skrá. Viðhorfín láta ekki að sér hæða. Það er allt í lagi með jafnréttið, bara að það fari ekki út í öfgar, sagði karlinn! Efnahagslegt sjálfstæði kvenna er grundvallaratriði í baráttunni fyrir frelsi kvenna til að velja lífí sínu farveg svo sem hugur þeirra stendur til. Kvenfrelsi verður ekki náð nema leiðréttur verði sá launa- munur, sem er milli karla og kvenna í landinu. Hefðbundin kjarabarátta innan verkalýðshreyf- ipgarinnar hefur skilað konum of litlum árangri og kjör kvenna hefta möguleika þeirra til að stjóma eig- in lífí. Engar alvarlegar tilraunir hafa verið gerðar til að stokka upp launakerfið og koma á réttlátri tekjuskiptingu. Menn vilja engu raska og bera við, að svona hafí þetta verið frá örófi alda. Viðhorf vinnuveitenda og verkalýðsforystu einkennist af íhaldssemi og efna- hagslegt sjálfstæði kvenna virðist ekki vera þeirra höfuðverkur. Konur vilja - en vilja karlar? Kvennalistinn hafnar því, að konur þurfí að leita orsakanna í eigin garði. Konur hafa gert sitt og meira en það. Þær hafa flykkst út á vinnumarkaðinn og staðið undir hagvexti síðustu ára hér á landi. Þær hafa axlað sífellt meiri ábyrgð á vinnumarkaði og í félags- störfum til viðbótar við alla ólaun- uðu vinnuna á heimilunum, sem er Kvennalistinn telur algjöra uppstokkun launakerfísins nauðsyn- lega. Kristín Halldórs- dóttir telur fyrsta skrefíð að framkvæma ókynbundið starfsmat. til fárra fiska metin nema í minn- ingargreinum. Ástandið er fullkom- lega óþolandi. Konur hafa löngu sýnt, að þær þora, vilja og geta. En þora karlar? Eða vilja þeir ekki? Kvennalistinn telur algjöra upp- stokkun launakerfisins nauðsyn- lega til að bæta stöðu kvenna. Fyrsta skrefíð er að láta fara fram ókynbundið starfsmat og nýta við það reynslu annarra þjóða, sem hafa náð athyglisverðum árangri í því að jafna launamun kynjanna. Ennfremur þarf að endurskoða gildandi lög um vinnumarkaðinn í þeim tilgangi að tryggja jafnan rétt kynjanna. Það er óþolandi, að vinnumarkaðurinn komist upp með að mismuna kynjunum. Þjóðarsátt um stórbætt kjör kvenna Launakerfi ríkisins er handó- nýtt og þarfnast gagngerðra end- urbóta. Sérstaklega þarf að hækka lægstu laun og jafna launamun kynjanna. Eins og fram kemur í könnun Félagsvísindastofnunar er algengt að ríkisstarfsmenn fái hluta launa sinna í ýmsum auka- greiðslum og karlar njóta slíkra greiðslna í mun ríkari mæli en konur. Launakerfið þarf að ein- falda, auka hlut umsaminna grunnlauna, draga úr eða afnema með öllu aukagreiðslur af ýmsu tagi og endurskoða röðun í launa- flokka. Ennfremur er brýnt að fara að vinna að styttingu vinnu- tímans, t.d. í 6 stundir á dag, Vinnuveitendur mundu hagnast á því ekki síður en launafólk og fjöl- skyldurnar þó allra mest. Sagt er, að ekki sé svigrúm fyr- ir miklar launahækkanir. Rang- lætið í garð kvenna hrópar þó á okkur. Ef ekki er innistæða fyrir því að hækka laun kvenna til jafns við laun karla, þá verða karlarnir bara að láta af sínu. Það verður þá bara að lækka laun karla ef þjóðin hefur ekki efni á þessu öðru vísi. Ef til vill er það niðurstaðan, sem komið gæti út úr ókynbundnu starfsmati. Kvennalistinn vill þjóðarsátt um stórbætt kjör kvenna. Er einhver á móti því? Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Kvennalistans í Reykjaneskjördæmi. Hver skíptí um skrá? Kristín Halldórsdóttir nn í framtíðina með Novell NetWare 4.1 N O V E L L NetWare Mest selda netstýrikerfið í heiminum í dag. NetWare frá Novell. ra Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.