Morgunblaðið - 21.02.1995, Side 49

Morgunblaðið - 21.02.1995, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 49 FRÉTTIR i I l l j I J i j. 4 I I i Styrkja slysavarnir í sveitum SLYSAVARNAFÉLAGI íslands voru veittar, í lok janúar, 500 þúsund krónur frá Búnaðarfélagi Islands til styrktar átaki í slysa- vörnum í landbúnaði á íslandi. Jafnframt veitti Búnaðarfélagið Slysavarnafélaginu viðurkenningu fyrir góð störf á þessu sviði og bar fram þakklæti sitt fyrir hönd bændastéttarinnar. Samkvæmt upplýsingum SVFÍ frá Vinnueftirliti ríkisins voru 5 slys skráð við landbúnaðarstörf á árinu 1993 og ekkert dauðaslys. Einnig kemur fram að slysum í landbúnaði fari fækkandi. BÚNAÐARFÉLAG íslands afhendir S.lysavarnafélagi íslands 500.000 kr. styrk. Myndin er tekin við það tækfæri. F.v. Gunnar Hólmsteinsson, skrifstofustjóri Búnaðarfélags Islands, Jónas Jóns- son, búnaðarmálastjóri, Gunnar Tómasson, varaforseti Slysa- varnafélagsins, og Esther Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins. Skátar fagna sjötíu ára skátastarfi í Hafnarfirði SKÁTAR í Hafnarfirði minnast á morgun, miðvikudaginn 22. febrúar, þess að þá eru liðin 70 ár frá því að fyrsti skátaflokkurinn þar tók til starfa. Hinn 22. febrúar 1925 var fyrsti skátaflokkurinn stofnaður í Hafnarfirði. Það var Jón Oddgeir Jónsson, þekktur skátaforingi og síðar mikill frumkvöðull slysavama- mála, sem kveikti þennan fyrsta neista skátahugsjónar þar og veitti þessum fyrsta skátaflokki leiðsögn og handleiðslu. Hafnfirskir skátar hafa víða tekið til hendi, látið til sín taka. Það má nefna vormótin sem nú eru orðin 54 talsins. Og þá kemur Krýsuvíkin í hugann. Þar hafa skátarnir í Hafn- arfirði 10 hektara lands í sinni um- sjá. Þetta land hafa þeir nú skiplagt til landgræðslu og útilífsnota og vinna nú markvisst að uppbyggingu þessa svæðis í samræmi við það. Þar stendur einn útileguskálinn þeirra, Skýjaborgir. Hraunbúarnir í Hafnar- firði eiga nú annan útileguskála við Kleifarvatn. Hann heitir Hverahlíð. St. Georgsgiidið í Hafnarfirði, sem em félagssamtök eldri skáta, eiga fallegan og skemmtilégan útilegu- skála við Hvaleyrarvatn. Hg.nn heitir Skátalundur. Hraunbúar hafa iðu- lega fengið afnot af Skátalundi. Skátaheimili Hraunbúa, Hraun- byrgi, stendur við Hraunbrún. Þetta er gott hús, en komið til ára sinna. Þess vegna er orðið aðkallandi að byggja nýtt skátaheimili undir skátastarfið í Hafnarfirði, segir í frétt frá Hraunbúum. Draumurinn um nýtt skátaheimili að rætast Fyrir fimm árum fékk skátafélag- ið fyrirheit frá bæjaryfirvöldum um lóð á Víðiastaðatúni undir nýtt Hraunbyrgi, nýtt félagsheimili Hraunbúa. í fyrra var undirritaður samstarfssamningur við Hafnar- MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þor- varði Örnólfssyni framkvæmda- stjóra Krabbameinsfélags Reykja- víkur: „í viðtali við unglinga sem birtist i síðasta sunnudagsblaði vegna reyk- inga þessa hóps, mátti skilja orð þeirra svo að Krabbameinsfélag Reykjavíkur sýni aðeins eina fræðslumynd í gegnum allan grunn- skólann. Því fer víðs fjarri. í 6. bekk er sýnd myndin Reyk- laus framtíð - okkar framtíð, rætt er við nemendur og spurningar um efni myndarinnar- eru lagðar fyrir nemendur í lok tímans. Þá fá þeir bæklinginn Foreldrar og reykingar, reglustiku með áletruninni „Strikum yfir tókbak" og fleira. í 7. bekk er sýnd myndin Veðmál- ið, rætt er við nemendur og þeim gefinn bæklingurinn Óbeinar reyk- fjarðarbæ þar sem bærinn skuld- bindur sig til að leggja fram 50 milljónir króna á næstu fimm árum til byggingar skátaheimilis og er þá árið 1994 meðtalið. Teikningar að hinu nýja skáta- heimili hafa verið unnar í samráði við bæjaryfirvöld og ýmsar breyting- ar gerðar samkvæmt ábendinum frá þeim. Byggingarnefnd Hraunbúa hefur fjallað um þetta mál með full- trúum bæði núverandi og fyrrver- andi bæjarstjórnar. Á morgun verður mikið um að vera á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Þá byija skátarnir þar 70. afmælis- árið sitt. Kl. 19.30 leggja þeir af stað frá Skátaheimilinu Hraunbyrgi í blysför. Henni lýkur á Víðistöðum þar sem nýtt skátaheimili mun rísa á næstu árum. Þar verða eldar kveiktir, stutt ávörp flutt. Sr. Sig- GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ Hellas heldur fræðslufund fimmtu- daginn 23. febrúar kl. 20.30 í Litlu Brekku, en hún er við hliðina á Kornhlöðunni, bak við veitingahúsið Lækjarbrekku, Bankastræti 2. Að þessu sinni verður fjallað um Hómer og söguhetju hans Odysseif sem hlustendur Þjóðarþels í Ríkisút- varpinu hafa kynnst undanfarið með lestri Kristján Ámasonar, formanns Grikklandsvinafélagsins. írski höf- undurinn James Joyce nefndi aðal- verk sitt Ulysses, sem er latneska myndin af nafninu Odysseifur. Bókmenntafræðingarnir Ástráður Eysteinsson og Halldór Guðmunds- son auk Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar, sem unnið hefur það ingar, veggspjald og bókmerki. I 8. bekk flytja læknanemar á fjórða ári fyrirlestur með litskyggn- um þar sem umræður fylgja í kjölfar- ið. í 9. bekk er sýnd myndin Allt sama tóbakið og rætt er við nemend- ur. í 10. bekk er rætt við nemendur um tóbaksvarnir, þróun reykinga- venja, reyklausa vinnustaði og fleira. Önnur þjónusta við skólana felst í útlánum fræðslumynda og annars fræðsluefnis, hópar nemenda geta fengið aðstoð í námskeiðsformi við að hætta að reykja og einstaklings- viðtöl eru veitt þegar sérstaklega stendur á. Auk þess fær hver reyk- laus bekkur í 8.-10. bekk í grunn- skólum um allt land viðurkennngar- skjal og nokkrir bekkir eru dregnir út til verðlauna, svo og nokkrir ein- stakir nemendur.“ urður Helgi Guðmundsson mun vígja svæðið og tekin verður táknræn skóflustunga hins nýja skátaheimilis og flugeldum verður skotið á loft. Að þessu loknu verður haldið í Víðistaðakirkju þar sem ljósálfar, ylfingar og nýliðar verða vígðir með tilhlýðilegri athöfn. Að þeirri athöfn lokinni verður boðið upp á skátakakó og aðrar góðgjörðir að gömlum og góðum skátasið. Skátadagskrá verð- uri gangi með söng og gamni, þar sem skátarnir skemmta sér með ýmsum stuttum varðeldaatriðum. Allir eru velkomnir til þess að taka þátt í hátíðarhöldunum. Sér- staklega er þess vænst að gamlir Hraunbúnar og fjölskyldur þeirra komi og fagni þeim áfanga sem þarna er að hefjast í skátastarfi í Hafnarfirði. Skátasystur og bræður úr nágrenninu eru líka velkomin. stórvirki nýlega að þýða Ulysses, munu fjalla um Hómer og James Joyce. Grikklandsvinir og aðrir unn- endur bókmennta eru velkomnir. -------» ♦.♦----- ' ■ SKOTVEIÐIFÉLAG íslands (SKOTVÍS) heldur fund fyrir sunn- lenskra skotveiðimenn og áhuga- menn um skotveiðar á Selfossi mið- vikudaginn 22. febrúar. Fundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi og hefst kl. 20. Meðal efnis er kynning Ólafs K. Pálssonar formanns Skot- vís á markmiðum og starfsemi fé- lagsins, erindi um endur flutt af Arnþóri Þ. Sigfússi og kynning á útbúnaði frá versluninni Hjólabæ á Selfossi. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 18.02.1995 | ©0(í 9) (T) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 2 2.442.850 O 4 af 5 ^■PIÚS L irt- 123.590 3. 4af 5 115 7.410 4. 3al5 4.339 450 Heildarvinningsupphæö: 8.184.760 i Jmm BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Athugasemd Fjallað um Hómer á fundi Grikklandsvina Úr dagbók lögreglunnar Ölvaö fólk veittist að lögreglumönnum í DAGBÓKINNI eru skráð 385 tjl- vik á tímabilinu. Af þeim eru t.d. 40 vegna ölvunar, 28 vegna umferð- aróhappa, 21 vegna hávaða og ónæðis, 4 vegna heimilisófriðar og ágreinings, 27 vegna innbrota og þjófnaða, 6 vegna líkamsmeiðinga og 17 vegna rúðubrota og skemmd- arverka. Þrettán ökumenn, sem afskipti voru höfð af, eru grunaðir um ölv- unarakstur. Einn þeirra hafði lent í umferðaróhappi áður en til hans náðist. Auk þess voru 57 ökumenn kærðir eða áminntir fyrir ýmis um- ferðarlagabrot. Um 1.100 manns voru í miðborg- inni aðfarnótt laugardags og um 900 aðfaranótt sunnudags. Ástand fólks aðfaranótt laugardags var þokkalegt og ekki var mikið um að lögreglan þyrfti að hafa afskipti af ölvuðu fólki. Lögreglumenn þurftu þó að blanda sér í áflog manna í Austur- stræti er leiddi til þess að færa þurfti einn á miðborgarstöð lögreglunnar og vista hann þar stutta stund uns um hægðist. Síðan var hann fijáls ferða sinna. Hindruðu lögreglumann við skyldustörf Aðfaranótt sunnudags bar hins vegar meira á ölvun meðal fólks og þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkuð mörgum, sem voru þar til vandræða sökum ölvunar. Brotnar voru rúður á þremur stöðum í mið- borginni. Þá veittist ölvað fólk að lögreglumönnum í Tryggvagötu þegar þeir þurftu að hafa þar af- skipti af ökumanni, grunuðum um ölvunarakstur. Þurfti að færa þijá aðila í fangamóttöku í framhaldi af því. Þetta fólk á von á sektum, bæði vegna ölvunarháttsemi sinnar sem og fyrir að reyna að hindra lögreglu- menn við skyldustörf. Vista þurfti á fjórða tug manna í fangageymslun- um af ýmsum ástæðum. Missti framan af fingri Á föstudagskvöld var tilkynnt um slys á veitingastað í miðþorginni. Gestur, sem var að skemmta sér á staðnum, hafði fest vinstri hendina á milli setunnar og grindar stóls sem hann hugðist setjast á með þeim afleiðingum að fremsta kjúkan á vísifingri skarst af. Konan var strax flutt á slysadeild og stóllinn tekinn til frekari rannsóknar. Um kvöldið var umferðarslys á Sæbraut við Laugarnesveg. Bifreið, sem var ekið norður Sæbraut, lenti yfir miðeyju á móts við Laugames- veg og hafnaði á ljósastaur. Staurinn brotnaði og miklar skemmdir hlutust af á bifreiðinni. Þurfti að fá tækjabif- reið slökkviliðsins til að ná ökumann- inum út. Þrátt fyrir ljóta aðkomu og illa skemmda bifreiðina virtist ökumaðurinn Iítið slasaður en hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysa- deild. Kona kærði nauðgun Á föstudagsnótt kærði ung kona nauðgun í húsi við miðborgina. Hafði hún hitt ókunnugan mann í miðborg- inni, sem bauð henni í nálægt hús. Þar réðist hann að stúlkunni, nauðg- aði og hirti af henni peninga, sem hún hafði. Um nóttina varð gangandi maður fyrir bifreið á Hverfisgötu á móts við Þjóðleikhúsið. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysa- deild, en hann kvartaði yfir eymslum í sípu og handlegg. Á sunnudag var beðið um aðstoð vegna snjóflóðs, sem fallið hafði í Draumadalsgili í Bláfjöllum. Tveir norskir menn höfðu verið á skíðum í gilinu þegar snjóflóðið fór af stað. Flóðið tók annan manninn með sér en hinn maðurinn slapp frá því og gat beðið um aðstoð. Tæpri klukku- stund síðar fannst maðurinn í snjó- flóðinu og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Borgarspít- alann. Þar var hann úrskurðaður látjnn. Snemma á mánudagsmorgun var tilkynnt um slagsmál tveggja manna í húsi í Höfðahverfi. Enduðu slags- málin á þann veg að annar maðurinn var færður á slysadeild með sjúkra- bifreið, llklega nefbrotinn. Handtekinn föstudag, laugardag og sunnudag Maður, sem lögreglan handtók á innbrotsstað að morgni föstudags, var handtekinn á ný síðdegis á laug- ardag fyrir þjófnað á veitingastað í miðborginni. Síðdegis á sunnudag var hann handtekinn eftir að hafa brotist inn í bíl við Laugaveg. Eftir skýrslutöku á sunnudag var hann frjáls ferða sinna enn á ný. í dag, þriðjudag, munu lögreglu- menn á Suðvesturlandi huga sér- staklega að ástandi ökutækja og ökumanna á starfssvæðinu. Það von þeirra að til sem minnstra afskipta þurfi að koma að þessu tilefni. ÍTALSKI BOLTINN 1X2 7. leikvika, 18. feb. 1995 7. leikvika , 19. feb. 1995 Nr. Leikur: Röðin: Nr. Leikur: Röðin: 1. Tottenham - Southampti - X - 2. Everton - Norwich 1 - - 3. QPR - Millwall 1 - - 1. Lazio - Milan l - - 2. Cagliari - Parma l - - 3. Genoa - Roma l - - 4. Watford - C. Palace - X - 5. Wolves - Lcicester 1 - - 6. Sheff. Wed - Aston V. - - 2 4. Cremonese - Fiorentina - X - 5. Juventus - Napoli l - - 6. Padova - Torino l - - 7. Coventry - West Ham 1 - - 8. Tranmerc - Reading 1 - - 9. Middlesbro - Charlton 1 - - 7. Reggiana - Bari - - 2 8. lnter - Brcscia l - - 9. Lucchcse - Cesena - X - 10. Southend - Sheff. Utd - - 2 11. Bristol C. - Oldham -X- 12. Luton - Swindon 1 - - 13. Sunderland - Portsmout - X - 10. Ácireale - Palermo l - - 11. Fid.Andria - Chievo -X- 12. Atalanta - Como l - - 13. Piacenza - Vicenza l - - Hcildarvinningsupphæöin: Heildarvinningsupphæöin: 109 milljón krónur 15 milljón krónur | 13 réttir: | 83.910 1 kr. 13 réttir: 122.200 kr. kr. 12 réttir: |^^2Æ8(^| kr. 12 réttir: 4.570 11 réttir: ^^32tT^| kr. 11 réttir: [_ kr. 10 réttir: kr. 10 réttir: | 0 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.