Morgunblaðið - 21.02.1995, Side 64

Morgunblaðið - 21.02.1995, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ríkisstjórnin greiðir fyrir samningum með 1.850 millj. framlagi Nýir kjarasamningar voru samþykktir í nótt SAMNINGANEFNDIR Alþýðusambandsins og vinnuveitenda samþykktu í nótt nýjan kjarasamning eftir að ríkisstjórnin hafði á miðnætti komið til móts við kröfur verkalýðshreyfmgarinnar og samþykkt að 4% framlag laun- þega í lífeyrissjóð verði að fullu frádráttarbært frá skatti á næstu tveimur árum. Það þýðir að skattleysismörk hækka í 60.700 kr. þegar breytingin er að fullu komin fram. Ríkisstjórnin samþykkti einnig að leggja fé til skuld- breytinga vegna vanskila í húsnæðiskerfinu, að upphæð nokkur hundruð milljónir króna. Þá var ákveðið að miða verðtryggðar fjárskuldbindingar við vísitölu framfærslukostnaðar, í stað lánskjaravísitölu eins og nú er, og draga úr verðtryggingu í áföngum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins jpr talið að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga, sem forsætis- ráðherra undirritaði í nótt, kosti ríkissjóð 1.850 milljónir króna á þessu ári, 2.100 milljónir á næsta ári og 500 milljónum króna meira árið 1997. Reiknað var með að öll samtök innan ASÍ myndu skrifa undir í nótt, þeg- ar gengið hefði verið frá málefnum iðnnema, nema Þjónustusambandið. Ríkisstjórnin lagði síðdegis í gær fram drög að yfirlýsingu, þar sem kveðið var á um að helmingur af framlagi launþega í lífeyrissjóð yrði frádráttarbær, auk aðgerða í hús- næðismálum og fleiri málaflokkum. Forystumenn Alþýðusambandsins voru óánægðir með að fá ekki lífeyr- issjóðsframlag frádregið að fullu. Jafnframt kröfðust þeir hærri fram- laga til skuldbreytinga í húsnæðis- kerfmu og að foreldrar 16-19 ára unglinga í framhaldsnámi fengju framlengingu bamabóta og barna- bótaauka. Gengið lengra í skatta- og húsnæðismálum Þessar athugasemdir ASÍ voru kynntar á fundi með fjórum ráðherr- um á fundi í Stjórnarráðshúsinu í gærkvöldi. Ráðherrar samþykktu að koma til móts við verkalýðshreyfing- una varðandi skattlagningu lífeyris- greiðslna og skuldbreytingar hús- næðislána. í drögum að yfirlýsingu ríkis- stjómarinnar kemur meðal annars þetta fram, auk þess sem áður er talið: • Frá 1. júlí næstkomandi verður heimilt að draga 2% af framlagi launþega í lífeyrissjóð frá skatttekj- um. Frá 1. júlí á næsta ári hækkar hlutfallið í 3% og 1. júlí 1997 verður framlagið að fullu frádráttarbært. í yfirlýsingunni er tekið fram að tekju- tapi vegna þessa verði að mæta með nýjum tekjum eða niðurskurði út- gjalda. • Eingreiðslur í almannatrygginga- kerfinu verði í samræmi við ákvæði um eingreiðslur í kjarasamningum. • í húsnæðismálum verði gripið til ýmiss konar aðgerða. í fýrsta lagi verði gerð athugun á umfangi van- skila og eðli greiðsluerfiðleika heim- ila og næstu vikur nýttar til að skil- greina til hvaða aðgerða eigi að grípa varðandi skuldbreytingar. í öðru lagi sé stefnt að fjölgun greiðsludaga vegna vaxtabóta og að greiðslur þeirra gangi til greiðslu afborgana af lánum hjá Húsnæðis- stofnun. í þriðja lagi bendir ríkis- stjórnin á ákvæði í frumvarpi um breytingar á lögum um Húsnæðis- stofnun, sem nú er til meðferðar á Alþjngi, m.a. að afskriftir í félags- lega kerfinu verði lækkaðar úr 1,5% í 1% og þrengd verði skilyrði fyrir því að vaxtahækkun geti orðið. Því verði beint til bankastofnana og líf- eyrissjóða að gert verði átak í að skuldbreyta lánum. • Haldið verður áfram átaki til að draga úr skattsvikum. • Skattalögum verði breytt þannig að hlunnindi starfsmanna af ferðum til og frá vinnu með hópferðabifreið vinnuveitanda teljist ekki til skatt- skyldra tekna. • Heimilaður verður skattafrá- dráttur vegna ferðalaga á vegum atvinnurekanda án tillits til fjöida ferða á ári, sem eru styttri en 30 dagar. • Niðurgreiðslur húshitunarkostn- aðar verði auknar á þessu ári. • Reglur um endurgreiðslur kostn- aðar vegna sérfræðiheimsóknar og innlagnar á sjúkrahús verða endur- skoðaðar. • Ríkisstjómin mun skipa nefnd sem geri tillögur um lækkun fram- færslukostnaðar heimila, einkum vöruverðs á landsbyggðinni. • Ríkisstjómin mun beita sér fyrir samþykkt framhaldsskólafrum- varps, sem skapi forsendur fyrir breytingar á verk- og starfsmennt- un. • Unnið verður að úrbótum á mál- um fólks í atvinnuleit með aðgerðum á sviði verkmenntunar og starfs- þjálfunar, m.a. með 15 milljóna við- bótarframlagi á þessu ári. • Gerviverktaka verði takmörkuð og réttindi launþega tryggð. • Lagðar verði fram allt að 3 millj- ónir í viðbótarfé til aðgerða, sem dragi úr launamun karla og kvenna. • Skattalögum verði breytt og kveðið á um að sannanlega tapað hlutafé í gjaldþrota félögum teljist til rekstrargjalda. Sama gildi um hlutafé sem tapast vegna niður- færslu í kjölfar nauðasamninga. • Lögum um atvinnuleysistrygg- ingar verði breytt til að gera fast- ráðningu fiskvinnslufólks mögulega. Loka- hand- takið ÞEIR voru margir fundirnir sem haldnir voru í gær í sambandi við kjarasamningana. Ráðherrar og forystumenn launþega og vinnu- veitenda hittust í stjórnarráðinu og í húsakynnum sáttasenyara ræddust samninganefndirnar við. Þessi mynd var tekin undir mið- nætti í nótt, þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra og Benedikt Davíðsson, formaður Alþýðusam- bandsins, takast í hendur að lokn- um fundi forystumanna ASÍ með Davíð, Jóni Baldvin Hannibals- syni utanríkisráðherra (í baksýn), Friðrik Sophussyni fjármálaráð- herra og Rannveigu Guðmunds- dóttur félagsmálaráðherra í Stjórnarráðshúsinu seint í gær- kvöldi. Þetta var þriðji og síðasti fundur þeirra í gær. ASI-forystan hélt þá til fundar við félaga sína í húsnæði ríkissáttasemjara, þar sem fundað var um tilboð ríkis- stjórnarinnar. Meðalhækkun launa á samningstíma nýrra kjarasamninga 6,9% Laun undir 60 þúsund krónum hækka um Alþýðu- flokkur og Þjóðvaki jafnir ALÞÝÐUFLOKKUR og Þjóð- vaki hafa jafnmikið fylgi, sam- kvæmt skoðanakönnun, sem Félagsvísindastofnun gerði fyr- ir Morgunblaðið í sfðustu viku. Báðir flokkar fá stuðning 10,5% af þeim, sem afstöðu tóku í könnuninni. Alþýðuflokk- ur hafði 8,8% í seinustu könnun Félagsvísindastofnunar í jan- úar, en Þjóðvaki 17,3%. Sjálfstæðisflokkurínn hefur stuðning 39,8% svarenda, en hafði 37,9% í janúar. ^ Kvennalistinn tapar áfram 'fylgi og nýtur nú stuðnings 3,9%, miðað við 5,8% í janúar. Alþýðubandalagið fær nú stuðning 15,6% svarenda en hafði 12,3% í janúar. Fram- sóknarflokkur fær nú 18,7%, en hafði 17,6% í janúar. ■ Stjórnarflokkar/6 GENGIÐ var frá drögum að kjara- samningi milli landssambanda Al- þýðusambands íslands, Vinnuveit- endasambands íslands og Vinnu- málasambands samvinnufélaganna í gærmorgun, en beðið var með undirritun þar til skýrðist hvað stjórnvöld gætu lagt af mörkum til að liðka fyrir gerð samninganna. Samkvæmt drögunum hækka lægstu laun mest á samningstíman- um og fer hækkunin minnkandi eftir því sem ofar dregur í launa- stiganum. Að mati samningsaðila hækka laun undir 60 þúsund krón- um að meðaltali um 11,3% á samn- ingstímanum, laun á bilinu 60-84 þúsund krónur hækka að meðaltali um 9,2%, en meðalhækkun launa á samningstímanum sem samningur- inn felur í sér er 6,9%. Kjarasamningurinn er til tæplega tveggja ára eða til ársloka 1996. Tvær almennar launahækkanir eru á samningstímanum, en samning- urinn felur í sér að lægstu laun hækka um 3.700 krónur á mánuði við undirritun. Hækkunin fer síðan stiglækkandi upp að 84 þúsund króna mánaðarlaunum, en öll laun þar fyrir ofan hækka um 2.700 krónur. Miðað er við föst laun fyrir dagvinnu að meðtalinni yfirborgun. Laun hækka síðan aftur 1. jan- úar 1996 og er annaðhvort um pró- sentu- eða krónutöluhækkun að ræða eftir því hvaða landssamband Alþýðusambandsins á í hlut. Laun félaga í Verkamannasambandi ís- lands, Landssambandi íslenskra verslunarmanna, Iðju og Þjónustu- sambandi íslands hækka um 2.700 krónur, en laun félaga í Rafiðnaðar- sambandi íslands og Samiðn hækka um 3%. Desemberuppbót hækkar Þá felur samningurinn í sér að desemberuppbót hækkar úr 13 þús- und krónum í 15 þúsund krónur í desember 1996 og að sérstakar launabætur koma á heildarlaun undir 80 þúsund krónum með sama hætti og í fyrri kjarasamningi. Launabæturnar koma tvívegis hvort ár í maí og í desember. Launanefnd skipuð þremur full- 11,8% trúum frá hvorum aðila, Alþýðu- sambandi og vinnuveitendum, fylg- ist með framvindu efnahags-, at- vinnu- og verðlagsmála á samnings- tímanum og gerir tillögur um við- brögð til samningsaðila og stjórn- valda eftir því sem aðstæður krefj- ast á hverjum tíma. Heimilt er að segja samningnum upp með mánað- arfyrirvara um næstu áramót verði þróunin verulega frábrugðin því sem gert var ráð fyrir við gerð samningsins. Er byggt á því að verðlagsþróun á samningstímanum í heild verði áþekk því sem gerist í helstu samkeppnislöndum. ■ Meðalhækkun/4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.