Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Samstarfsmenn eða nytsamir sakleysingjar? * Ognarstjórn RÚSSAR koma saman við Ljubjanka, höfuðstöðvar sovésku öryggislögreglunnar, KGB í Moskvu, og minnast fórnarlamba ógnarsljórnarinnar. í Rússlandi hefur ekki verið veittur almennur aðgangur að skjölum KGB en í Þýskalandi er ákaft deilt um hvernig taka beri á þeim sem störfuðu með öryggislögreglunni austur-þýsku, Stasi. Rússneskir réttrúnað- arklerkar hafa þurft að gera grein fyrir samskiptum sínum við sovésku öryggis- lögregluna, KGB. ------*-------------- Jón Olafsson fjallar um uppgjörið og siðferðisvandann og kemst að þeirri niður- stöðu að vinstrimenn á Vesturlöndum séu í svipaðri stöðu UPPLJÓSTRANIR byggðar á upplýsingum fengnum úr skjalasöfnum Sovét- ríkjanna fyrrverandi, einkum flokksins og leyniþjónustunnar, hafa á undanfömum árum valdið hverju hneykslismálinu á fætur öðru á Vesturlöndum. Þessi hneykslismál hafa raunar verið svo tíð, að það heyrir varla til stórtíðinda lengur þótt fréttist að þessi eða hinn hafi þegið fé af Sovétmönnum eða gengið ein- hverra erinda fyrir KGB. Það hef- ur líka orðið tií að draga úr gildi uppljóstrananna hve erfitt reynist að staðfesta þær, fyrir nú utan hve erfitt er að segja til um hvar mörkin liggja á milli eðlilegra og óeðlilegra samskipta. Þetta gildir náttúrlega ekki ein- ungis um þá sem gerðust nánir við Rússa, heldur líka um fólk sem átti svipuð samskipti við útsend- ara annarra kommúnistaríkja á kaldastríðsárunum, eins og ný- lega komst í hámæli á Islandi eftir sjónvarpsþátt um tengsl ís- lendinga við yfirvöld í Austur- Þýskalandi. Vopn gegn andstæðingum En hneykslismálin eru ekki bundin við Vesturlönd. í þeim ríkj- um sem áður var stjórnað af kommúnistaflokkum, þar á meðal Rússlandi, eru hneykslismál af svipuðu tagi algengur viðburður. Jafnvel þótt rússnesk yfírvöld hafi ákveðið að veita ekki almenn- an aðgang að skýrslum þeirra sem njósnuðu um samborgara sína fyrir leynilögregluna, leka upplýs- ingar af því tagi smám saman til flölmiðla og annarra sem geta notfært sér þær. í Rússlandi eru slíkar uppljóstranir oft ágætt vopn gegn pólitískum andstæðingum. Það er hins vegar ein stofnun í Rússlandi sem hefur liðið meira en aðrar fyrir ámæli um óháttvís og í margra augum glæpsamleg samskipti við KGB. Þetta er kirkj- an sem um áratuga skeið hjarði í skjóli flokksins. Yfirmenn hennar vissu mætavel að án vinsamlegra tengsla við leynilögregluna væri lítils skilnings að vænta af hálfu yfirvalda um málefni kirkjunnar og allir vissu að enginn fékk frama innan kirkjunnar sem ekki þóknaðist KGB. A sínum tíma var mjög glannalegt að sækja kirkju í Sovétríkjunum, því hætt var við að einhver léti vita á vafasama staði. Útsendarar voru alls staðar, kannski konan í kertasölunni, kannski einhver af babúskunum, gömlu konunum sem einar gátu sótt kirkju óhindrað, jafnvel ein- hver djáknanna eða, sem margra grunaði, sjálfur presturinn. Herferð andófspresta Fyrir um það bil þremur árum byijuðu nokkrir prestar sem árum saman höfðu verið andófsmenn innan kirkjunnar, sumir jafnvel setið inni af þeim sökum, að birta útdrætti úr skjölum KGB sem þeir höfðu fengið aðgang að eftir valdaránið misheppnaða 1991. Þessi skjöl sýndu að nokkrir æðstu manna kirkjunnar höfðu hitt starfsmenn leyniþjónustunnar reglulega og gefið upplýsingar um fólk sem þeir áttu samskipti við, fundi með útlendingum og ýmis- legt fleira. Andófsprestamir sem áttu sumum erkibiskupa kirkjunnar grátt að gjalda töldu sig nú geta sýnt svart á hvítu hvernig þeir hefðu beinlínis starfað fyrir KGB og komu af stað harðvítugri ófrægingarherferð á hendur þeim. Smám saman hefur bæst í safnið, meðal annars var birt í blöðum í fyrra skýrsla sem Aleksíj II. nú- verandi patríarki hafði skrifað um heimsókn sína í Vatíkanið 1968. Aleksíj, sem hafði dulnefnið Drozdov hjá KGB, lýsti þeim sem hann hitti og ræddi við í ferðinni og gerði grein fyrir því sem hann taldi vera áform Vatíkansins um að vinna gegn Sovétstjórninni með samskiptum við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna. Með tímanum hefur málið farið að snúast um það, hver afstaða klerka og biskupa hafi verið gagn- vart stjórnvöldum. Það sem and- ófsprestamir gerðu mikið v'eður út af var vinsamlegur og drottin- hollur tónn í öllum skýrslum sem þeir kynntu sér af hálfu kirkjunn- ar manna gagnvart yfirvöldunum. Þetta fannst þeim sýna að þeir hefðu ekki einungis neyðst til að gefa upplýsingar, heldur verið virkir þátttakendur í starfi leyni- lögreglunnar. í raun hefði yfir- stjórn kirkjunnar verið jafn sovét- holl og sjálfur flokkurinn og full- komlega sátt við þær takmarkan- ir sem kirkjan var háð. En kirkjunni reyndist tiltölu- lega auðvelt að veija sig. Skjölin úr hirslum KGB sýndu til dæmis ekki að neinn úr klerkastétt hefði haft generáls- eða majórstitil hjá KGB eins og oft var þó gefíð í skyn. Það var heldur ekkert sem sýndi að prestar hefðu gefið upp- lýsingar um einstaka kirkjugesti. Erfiðastar reyndust upplýsingar um einkalíf stöku biskups, sem kannski lifði ekki í fullu samræmi við munksheitið. Flest sem fram kom var hægt að skýra með einum eða öðrum hætti og málinu sjálfu var drepið á dreif. Varnarræður og „ofsóknir" Málatilbúnaðurinn sýndi, að það er ekki létt að gera grein fyrir hvað þeir sem áttu náin sam- skipti við KGB hafi í raun og veru gert af sér. Skjölin eru full af alls konar vísbendingum en þau segja sjaldnast alla söguna. Enn veit enginn hvort nákvæmari upp- lýsingar eru til, hvort skjöl hafa verið eyðilögð, eða hvort þau voru aldrei til. Verra er þá að það sem enn kann að koma á daginn er fyrst og fremst háð því að ein- hver sjái sér pólitískan eða fjár- hagslegan ávinning í að koma slíkum upplýsingum á framfæri. Það er sammerkt með umræð- unni sem skapast í kjölfar upp- ljóstrana um samvinnu við KGB (eða Stasi ef því er að skipta) að hinir ákærðu fara að líta á sjálfa sig sem fórnarlömb og höfða til almenningsálitsins þegar þeir veija sig gegn meintum ofsókn- um. En þetta stafar oft af því að reynt er að segja mikla sögu á grundvelli alltof lítilla upplýsinga, eða af hinu að einstök kærumál blandast inn í flóknar pólitískar þrætur. Afleiðingin er því miður sú, að ekkert kemur fram sem getur aukið skilning manna á því sem raunverulega gerðist eða hver stóð hvar. Upp á síðkastið hafa komið út í Rússlandi og á Vesturlöndum ævisögur nokkurra manna sem voru háttsettir í kommúnista- flokknum eða KGB á árum áður. Ein þeirra magnaðri er ævisaga Pavels Sudoplatovs, sem meðal annars skipulagði morðið á Leon Trotskíj í Mexíkó árið 1940. Höf- undar þessara bóka virðast óhræddir við að segja sögu sína, þó að þar komi margt ófagurt fram. En vestrænir vinstrimenn, sem örugglega hafa miklu minna á samviskunni, ef nokkuð, heldur en rússneskir ieynilögreglufor- ingjar, eru miklu tregari til. Allir bera fyrir sig sakleysi eða fávisku og segja ekki frá neinu nema þeir hafi það skjalfest fyrir fram- an sig og geti ekki neitað.því. Aðstaða vinstrimanna á Vest- urlöndum, þar á meðal á íslandi, er ekki ólík aðstöðu rússneska rétttrúnaðarklerka. Öll óopinber samskipti þeirra við leynilögreglur eða flokka kúmmúnistaríkjanna eru að minnsta kosti feimnismál, ef ekki beinlínis til háborinnar skammar. Þess vegna finnst mönnum ekki hægt að segja frá neinu, nema halda samtímis varn- arræðu. En kannski þetta fólk væri tilbúnara til að segja frá, ef meiri skilnings væri að vænta og minni fordæminga. Norður-Kórea Kim miss- ir banda- mann Seoul.Reuter. O JIN-U, varnar- málaráðherra Norður-Kóreu, annar valdamesti maður landsins, lést í gær, laugar- dag, af völdum krabbameins. And- látið skapar enn meiri óvissu um hvort Kim Jong-il haldi velli sem leiðtogi landsins. 0 var 78 ára að aldri og áður einn af nánustu bandamönnum Kims Il-sungs, „leiðtogans mikla“ sem lést í fyrra. Andlátið skapar enn meiri óvissu um stöðu Kims Jong-ils þar sem O lagði mikla áherslu á að hann tæki við af föður sínum sem leiðtogi landsins. „Kim Jong-il verður að njóta óvefengjanlegs stuðnings hersins og hann hefur nú misst bandamann sem hafði sterk tök á hernum,“ sagði sérfræðingur í málefnum Norðúr-Kóreu í Seoul. -----♦ ♦ 4---- Tsjetsjníja Reyna að ná næststærstu borsrinni Goíty. Reuter. HAFT var eftir rússneskum emb- ættismönnum í gær að Rússar stefndu nú að því að ná næst- stærstu borg Tsjetsjníju, Gudermes, á sitt vald. Borgin er austur af Grosní, höf- uðstað uppreisnarhéraðsins, sem rússnesku hersveitirnar náðu á sitt vald fyrr í mánuðinum í mannskæð- um árásum. Hersveitirnar reyna einnig að ná á sitt vald vegi um Tsjetsjníju sem tengir Rostov í suðurhluta Rúss- lands við Bakú, höfuðborg Az- erbajdzhans. Reuter Friðargæslu- liðið fer frá Sómalíu BROTTFLUTNINGUR síðustu friðargæsluliða Sameinuðu þjóð- anna frá Sómalíu hefst í vik- unni. 2.500 bandarískir hermenn koma til landsins á næstu dögum til aðtaka þátt í brottflutningn- um. Á myndinni kanna pakist- anskir friðargæsluliðar banda- ríska skriðdreka sem voru lánað- ir til friðargæslunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.