Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skammist þið ykkar bara. Það er ljótt að plata . . . Loks fiskbúð í Evjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Aruar Jens- son ráðinn til RLR DÓMSMÁLARÁÐHERRA skipaði í gær Arnar Jensson lögreglufulltrúa í starf aðstoð- aryfirlögregluþjóns við RLR. Arnar mun starfa í þeirri deild sem annast rannsóknir efnahags- brota. Arnar Jensson er 39 ára gamall og hefur starfað í lög- reglu frá árinu 1977. Hann er nú kennari við Lögreglu- skóla ríkisins en var áður jrfír- maður fíkniefnalögreglu og hefur mikið starfað að for- vörnum í fíkniefnamálum. Eiginkona Arnars er Ragna B. Þorvaldsdóttir. FISKBUÐ var opnuð í Eyjum í lok síðasta árs en þá hafði engin fískbúð verið í stærstu verstöð landsins í á þriðja ár. Rekstur Fiskbúðarinnar hefur gengið sæmilega að sögn Björgvins J. Jóhannssonar. Fiskbúðin er i eigu tveggja hjóna, Björgvins og Sigríðar Þórsdóttur og Bergs Sigmundssonar og Vilborgar Gísladóttur. Búðin er við Strandveg 51 og er mikið úrval af allskyns fisk- meti á boðstólum, bæði ferskt og fryst. í borðinu hjá Björgvin voru ný hrogn og lifur, gellur, reykt og ný ýsa ásamt ýmsum fískréttum. I frystiskápnum mátti finna allskyns FJÓRÐA ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna verður haldin í Peking 4.-15. september 1995. Segir í frétt frá undirbúnings- nefnd utanríkisráðuneytisins vegna ráðstefnunnar að ákveðið hafi verið að gefa út handbókina Mannréttindi kvenna. Inniheldur hún alþjóðlega samninga og yfirlýsingar sem Is- lendingar hafa gerst aðilar að og skeifísk, smokkfisk og kolkrabba svo eitthvað sé nefnt. Þá er á boðstólum harðfískur, hákarl, dósamatur og kartöflur og annað meðlæti sem þarf með soðningunni. Björgvin sagði að þeir byðu ein- ungis upp á nýjan línufísk og' að öll verkun á fisknum hjá þeim væri í þeirra höndum. Björgvin léttreykir ýsuflök á sérstakan hátt og eru þau frábrugðin reyktu ýsunni sem fólk á að venjast og hafa þau notið mikilla vinsælda. Þá hefur hann gert tilraun- ir með heitreykingu á rækju, og lét- treykingu á hörpuskel og hefur hvort tveggja hlotið góðar viðtökur. snerta sérstaklega rétt kvenna. I bókinni eru meðal annars Mannrétt- indayfírlýsing Sameinuðu þjóðanna, Samningur um afnám allrar mis- mununar gagnvart konum, Yfirlýs- ing um afnám ofbeldis gagnvart konum og samþykktir Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar nr. 100 og 111 um réttindi kvenna á vinnu- markaði. Bók um mannréttindi kvenna \örfiriseyI FRÁ O C M E Ð 27. FEBRÚAR E R CÁTIINHF. FLXITT AÐ FISKISLÓÐ 88 SILFURBORÚ ER VÆNTANLEO í VOR! jAA X> \\ GÁTUN HF. Bókhaldsþjónusta • Eignaumsýsla Framtalsaðstoð. VEFARINN HF. Innflutningur • Útfiutningur. ... ^ 1,1 fiJlíin-i :; ||| -T1~|i||i|r«| (SliilÍU Plytur 27. J'cbrúar. Fiskislóð 88 101 Reykjavík Sími: 561 4700 Fax: 562 4702 V.Á. 989 60088 Sími: 561 4700 Fax: 562 4702 V.Á. 989 60088 SILFURBOR6 HF. Fiskvinnsla fyrir sportveiðimenn. Reykjum, gröfum og pökkum. SILFURBORG flytur að Fiskislóð 88 í lok apríl. Sími: 551 7375 Fax: 551 7395 Forstöðumaður Kjarvalsstaða Listasöfn ekki lengur lokuð fræðasetur Gunnar Kvaran GUNNAR Kvaran listfræðingur hefur verið endurráðinn forstöðumaður Kjarvals- staða til fjögurra ára. Á þeim árum sem hann hefur starfað við safnið hafa orð- ið umtalsverðar breytingar á rekstri þess og umgjörð. Gunnar bendir á að eðli listasafna hafí breyst. Þau séu ekki lengur lokuð fræðasetur, þessi musteri listarinnar, þar sem menn gangi um og tala í hálfum hljóðum. Söfn séu fyrir alla fjölskylduna, þar sem hún getur notið listarinnar og umhverfísins á eigin forsendum. - Hvaða breytingar hafa átt sér stað í rekstri? „Kjarvalsstaðir voru fyrst og fremst sýningarhúsnæði, sem leigt var út samkvæmt um- sóknum," sagði Gunnar. „Kjarv- alsstaðir voru því mjög hlutlaus rammi um þessa leigustarfsemi. Menningarmálanefnd ákvað á síðasta ári að hætta útleigu en efna þess í stað til boðsýninga. Þar með var stigið afgerandi skref í þá átt að Kjarvalsstaðir hefðu ákveðið frumkvæði. Um leið verður fólk meðvitaðra um að Kjarvalsstaðir eru stofnun sem heldur utan um listaverkaeign borgarinnar. Það hefur tekið nokkur ár að þróa þessa breytingu. Árið 1990 var boðið til nokkurra boðsýninga í bland með leigusýningum en fyrir tveimur árum var ákveðið að stíga skrefið til fulls og halda eingöngu boðsýningar. Þá hefur á sama tíma átt sér stað mikil uppbygging á safninu. Búið er að skrá allt listasafn borgarinnar og tölvuvæða. Einnig má nefna ýmis verkefni eins og safna- kennslu." — Hvaða áhrif hefur frum- kvæði safnsins haft á sýningarn- ar? „Það er auðveldara að setja saman sterkari sýningardagskrá yfir árið. Við getum valið ólíka listamenn til sýningar. Bæði stefnt saman ólíkum kynslóðum, liststefnum og listgreinum. Við erum ekki lengur háð þeim sem sækja um að leigja salina en get- um hvatt til og boðið ákveðnum listamönnum að sýna. Þessi breyting hefur einnig í för með sér að við getum leitað út fyrir landsteinana og mynd- að sambönd við erlend söfn. Fyrst lögðum við okkur eftir tengiliðum á Norðurlöndum en á síðari árum hafa skap- ast tengsl við söfn í Evrópu, Bandaríkjunum, Japan og nú síð- ast í Tékklandi og Ungveija- landi. Þar með fáum við tækifæri til að sýna íslenska myndlist er- lendis í þekktum og viðurkennd- um sýningarstöðum á sama tíma og við fáum vel hannaðar sýning- ar að utan í sali Kjarvalsstaða. Við eru því komin í alþjóðlegt samhengi sem við höfum ef til vil! staðið utan við til þessa.“ - Hvað með söfn Kjarvals og Errós? „Reykjavíkurborg fékk þessa listaverkagjöf frá Erró og þá um leið er það Listasafns Reykjavík- ur að annast hana. Hluti af okkar starfí hefur einmmitt verið að annast gjöfina á hefðbundinn hátt með varðveislu, skráningu og úrvinnslu gagna. Þetta ásamt ►Gunnar Kvaran listfræðing- ur er fæddur 29. apríl árið 1955. Hann lauk magisternámi árið 1980 og síðar doktorsnámi í listfræði frá Háskólanum í Aix-en-Provence árið 1986. Gunnar var myndlistargagn- rýnandi DV á árunum 1980 til 1984 og kenndi jafnframt list- fræði við Menntaskólann við Sund og Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Hann var ráðinn safnvörður Ásmundarsafns frá árinu 1983 og forstöðumaður Kjarvalsstaða frá árinu 1989. Kona Gunnars er Danielle Kvaran og eiga þau tvö börn. þeirri staðreynd að Listasafn Reykjavíkurborgar telur yfir 11 þúsund listaverk leiðir til þess að beina verður sjónum að framtíð- inni. Borgin verður á næstu árum að taka ákvarðanir um framtíðar- húsnæði safnsins. Bæði hvað varðar sýningaraðstöðu og einnig geymslu. Við teljum það eðlilegt og í alla staði heppilegt að stefna saman Listasafni Reykjavíkur og Errósafni í húsnæði sem gæti á sveigjanlegan hátt tryggt fólki aðgang að báðum söfnunum. A síðasta ári var tekin ákvörð- un um að Kjarval færi aftur í austursal Kjarvalsstaða eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Verk hans hafa á undanfömum árum lent í kjallaranum meiri- hluta ársins og þrátt fyrir að reynt hafi verið að lengja sýning- artíma á verkum hans á und- anfömum ámm þá hefur mikið verið gagnrýnt að verkin hafi ekki verið sýnd að staðaldri í austursal. Frá síðustu áramótum verða þau alfarið í austursalnum en aðrar sýningar í miðrými og í vestursal. Því má heldur ekki gleyma að ákveðin verkefni liggja hér fyrir varðandi Kjarvalsstaði og þá ekki síst tengsl við umhverfíð og þenn- an mikla garð, sem aldrei hefur verið endanlega skipulagður eða eðlileg tengsl mótuð milli garðs- ins og hússins. Ég tel að kominn sé tími til að kanna hvort ekki megi nýta garðinn betur í þágu safnsins og á sama tíma til úti- vistar. Eðli safna hefur breyst mikið á síðustu fímm til sex ámm. Kjarvalsstaðir era ekki eingöngu hús, þar sem hengdar eru upp myndir. Hér er kaffístofa, blaða- hom og safn listaverkabóka og -tímarita, þar sem listaverkabæk- ur eru til sölu, kort og skrár og allt sem tengist listheiminum." „Komin í alþjóðlegt samstarf."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.