Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1996 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ t SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Espigerði 4, er látin. Útförin verður auglýst síðar. Ásgeir Magnússon, Jón Ma. Ásgeirsson. t Elsku amma okkar og langamma, SIGRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR, Hjallaseli 55 áður Eiríksgötu 33, lést á vistheimilinu Seljahlíð 24. febrúar. Jarðsett verður frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 2. mars kl. 13.30. Baldur Kjartansson, Kristrún Erlingsdóttir, Hjörtur Geir Kjartansson, Sophie Clementz, Sólveig Kjartansdóttir, Bjarni Sólbergsson, Sigríður Astrún Kjartansdóttir, Þórður Eysteinsson og barnabarnabörn. t Faðir okkar, HILMAR BJÖRN JÓNSSON frá Borgarfirði eystri er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hans eigin ósk. Kolbrún Hilmarsdóttir, Jón Þorbjörn Hilmarsson, Sigrún Hilmarsdóttir, Katrín Hilmarsdóttir, Þórey Hilmarsdóttir, Steinunn Hilmarsdóttir, Þorsteinn Hilmarsson, Hilmar Árni Hilmarsson og tengdabörn. t Útför mannsins míns og föður okkar, ÞÓRARINS GUÐNASONAR læknis, verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Samtök um byggingu tónlistarhúss. Sigrfður Theódórsdóttir. Edda Þórarinsdóttir, Bjarki Þórarinsson, Freyr Þórarinsson, Helga Þórarinsdóttir, Kristfn Þórarinsdóttir, Nanna Þórarinsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BALDURJÓNSSON frá Söndum, Miðfirði, Akurgerði 44, lést í Landspítalanum föstudaginn 24. febrúar. Herdís Steinsdóttir, Lóa Gerður Baldursdóttir, Örn Ingólfsson, Jón Birgir Baldursson, Þórunn Stefánsdóttir og barnabörn. t Sonur minn og bróðir okkar, HAFSTEINN GUÐNASON frá Brekkum, Spóahólum 16, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. febrúar kl. 10.30. Guðni Guðjónsson og systkini hins látna. Lokað Lokað verður hjá okkur frá hádegi mánudaginn 27. febrúar vegna jarðarfarar HILMIS REYNIS- SONAR. ísloft blikk- og stálsmiðja hf. GÍSLIÓLAFSON + Gísli Ólafson var fæddur 1. maí 1927. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Sel- tjarnarnesi hinn 17. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 24. febrúar. HRATT flýgur stund. Næsta ótrúlegt þegar litið er til baka, það mun vera hálf öld. Þá kom ég úr Eyjum til að taka próf í Versló, vorið 1945. Auðvitað var óblandin virðing fyrir þeim eldri sem fyrir voru og senn búnir með námið. Þetta rifjast upp nú, er komin er kveðjustundin, Gísli Ólafson fallinn. Ég man vel hve hann bar af, svo höfðinglegur á velli, einbeittur en vinalegur. Síðan liðu þrír áratugir, þá kynnt- ist ég Gísla, er við hófum samstarf. Ég vissi alltaf að hann hafði verið með í að stofna og veitt forustu Tryggingamiðstöðinni hf., einu stærsta og virtasta tryggingafélagi landsins, sem undir forustu Gísla og hans ágæta starfsfólks, hefur í ára- tugi notið trausts landsmanna með vaxandi umsvifum. Það var dýrmæt reynsla að starfa með Gísla og njóta yfirburða þekk- ingar og yfirsýnar hans. Bátaábyrgð- arfélaginu reyndist hann jafnan hollráður. Gísli var hamhleypa í öllum störf- um, svo þeir yngri máttu hafa sig alla við. Aldrei hik — óbilandi vilji og dugnaður. Gísli átti ótal ferðir til Eyja í við- skiptaerindum, en ein var sú ferð sem hann var stoltastur yflr og talaði oft um, en það var þegar hann kom til Eyja með Hofsjökul, eftir að jarðeld- amir bmtustu út 1973, og milljónat- ugaverðmætum var bjargað úr frystihúsunum. Að leiðarlokum blessa ég minn- ingu Gísla og þakka gjöful kynni í leik og starfi. Mér verður hugsað til hans ágætu eiginkonú Ingu og hins fagra heimil- is þeirra, þar er skarð fyrír skildi. Guð gefí ástvinum öllum frið og huggun í sárum harmi. Jóhann Friðfinnsson. Gísli varð bráðkvaddur á heimili sínu skömmu eftir að þau hjónin komu úr skemmtiferð til Suður-Afr- íku. Ég hitti Gísla á miðvikdeginum glaðan og hressan að vanda. Andlát hans tveimur dögum seinna bar því mjög óvænt að enda ekki vitað til að hann hafi kennt sér neins meins. Það var síðla árs 1956 að Gísli var ráðinn af Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna til að vinna að undirbúningi að stofnun vátryggingarfélags. Hann var þá skristofustjóri Vátryggingafé- lagsins hf. og hafði þá tæplega þrít- ugur getið sér sérstaklega gott orð sem hæfur tryggingamaður. Við stofnun Tryggingamiðstövarinnar þar sem helstu framleiðendur innan vébanda SH voru hluthafar var Gísli ráðinn forstjóri. Brátt kom í Ijós, að sem aðalstjómandi félagsins var Gísli réttur maður á réttum stað, og óx félagið og dafnaði undir styrkri stjóm hans og haft var á orði, að Tryggingamiðstöðin væri eitt af best reknu fyrirtækjum landsins. Mun Tryggingamiðstöðin hf. nú vera þriðja stærsta tryggingafélag hér á landi. Hæfíleikar Gísla nutu sín vel við stjóm félagsins. Hann var af- burða reikningsglöggur og einkar vel að sér í öllu sem laut að reiknings- skilum og bókhaldi. Síðast en ekki síst var hann af mörgum talinn vera einn færasti tryggingamaður hér á landi, enda voru honum falin fjöl- mörg trúnaðarstörf á því sviði. Sérstaka athygli vekur það mikla traust og sú velvild, sem Trygginga- miðstöðin hf. nýtur almennt meðal hinna fjölmörgu viðskiptamanna fé- lagsins, og er almælt að í þeim efnum hefur miklu ráðið hlýtt viðmót og jákvætt viðhorf forstjórans. Þegar Gísli lét af starfi forstjóra félagsins að eigin ósk var hann feng- inn til að taka vð starfi stjómarfor- manns og gegndi hann því starfi til dauðadags. Gísli var mikill fjöl- skyldumaður og - voru þau Inga mjög samhent í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Hún bjó manni sínum og bömum fallegt heimili og þar var gott að koma og njóta gestrisni hús- ráðanda. Leiðir okkar Gísla lágu fyrst saman árið 1970. Tókust með okk- ur ágæt kynni og síðan vinátta, sem aldrei bar skugga á, og er ég for- sjóninni þakklátur fyrir að hafa kynnst svo miklum öðlingi sem Gísli var. Með Gísla Ólafsyni er genginn góður drengur, sem ávallt var gott að eiga samneyti við hvort heldur var í leik eða starfi. Hann var maður hreinskiptinn, sagði skoðanir sína umbúðalaust en gat verið fastur fýr- ir ef því var að skipta. í vinahópi naut Gísli sín vel og var gjarnan hrókur alls fagnaðar enda gæddur góðu skopskyni. Minnist ég margra ánægjulegra samverustunda sem við hjónin áttum með Gísla og Ingu á bökkum Þverár í Borgarfirði við laxveiðar. Vinar og félaga er nú saknað. Eftirlifandi eiginkonu hans, Ingu, börnum þeirra hjóna ásamt fjölskyld- um vottum við hjónin dýpstu samúð. Jón Ingvarsson. Hannes Pétursson skáld segir á einum stað, að fengju allir „að hröma til fulls, dvína út á gamals aldri, deyja eins og gamalt fólk deyr: neyta allra aldursskeiða, slokkna síðan út að fullnuðum tíma, þá væri dauðinn ekki annað en punktur á réttum stað, settur aftan við línu sem er fullstíl- uð. En svo einfaldur er hann ekki. Hann er endapunktur margsinnis á skökkum stað, að því er mannlegri skynsemd virðist, og það gerir ferðir hans óskiljanlegar." Gísli Ólafson lézt úr hjartaslagi. Dánarfregnin kom eins og reiðarslag, þótt ég vissi, að Gísli hefði kennt sér meins. Þau Inga höfðu margt á pijón- unum að vanda. Hann átti mörgu ólokið. Gísli og Inga heimsóttu okkur Ólínu fyrir tæpum þremur vikum og áttu með okkur ánægjulega kvöld- stund. Þau vom hrókar alls fagnaðar að vanda, hlökkuðu til næsta dags að venju, að þessu sinni vegna ferðar með vinahjónum til Suður-Afríku. Ég kynntist Gisla, þegar ég vann með honum ásamt öðmm að stofnun Féfangs hf. árið 1986. Gísli var kjör- inn stjórnarformaður og gegndi því starfi til 1993 er hann lét af störfum að eigin ósk. Vitaskuld var það eng- in tilviljun, að Gísli tók að sér stjóm- arformennskuna. Fyrirtækið þurfti á því að halda. Starfsemi félagsins var nýjung á flármálamarkaði og af þeim sökum var nauðsynlegt, að til starf- ans veldist maður sem nyti óskoraðs trausts og virðingar og gjörþekkti íslenzkt viðskiptalíf. Gísli hafði um áratugaskeið verið einkar farsæll í störfum sínum á mörgum sviðum þjóðlífsins. Ég tel það gæfu mína að hafa starfað undir stjóm Gísla. Hann var stjómarformaður af guðs náð, ef svo má segja. Hann var með afbrigðum stundvís, röggsamur í bezta lagi og stjómaði fundum af nákvæmni og án allra málalenginga, orðheppinn og orðhvass þegar á þurfti að halda. Ákvarðanir hans voru að jafnaði vel ígrundaðar. En síðast en ekki sízt var hann svo bráðskemmtilegur og þau hjón bæði, að samverustundir með þeim voru ævinlega skemmtileg- ar.-Hann hafði skipulega og hispurs- lausa frásagnargáfu og sá gjarnan skoplegu hliðarnar á lífinu, eins og bjartsýnismönnum er eiginlegt. Við hjónin áttum margar ánægju- legar stundir með þeim Gísla og Ingu við Þverá i Borgarfirði. Þau öfluðu fjarska vel, eins og meðaltogari, og það var gaman að fylgjast með þeim í veiðinni; ekki var laust við, að sam- keppnin væri mikil! Ég vil að leiðarlokum þakka Gísla fyrir ánægjulega og lærdómsríka samfylgd. Ingu og öðrum ástvinum sendum við Ólína samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja þau. Fari hann í friði. Kjartan Gunnarsson. Með fáeinum orðum vilja forsvars- menn Viðlagatryggingar íslands minnast eins stjómarmanna stofnun- arinnar, Gísla Ólafsonar forstjóra. Gísli Ólafson átti sæti í stjórn Við- lagatryggingar frá vordögum 1987 til dauðadags; fyrst sem full- trúi Sambands íslenskra trygging- arfélaga en síðan 1991 sem þingkjör- inn stjómarmaður. Sýndi hann mál- efnum Viðlagatryggingar ætíð mik- inn áhuga og ræktarsemi og vann ásamt samstilltri stjórn af trúnaði og lagði dijúg lóð á vogarskálar til að efla stofnunina til þeirra verka sem henni er ætlað að sinna. Það var mikill fengur fyrir Viðlagatrygg- ingu að fá notið reynslu og þekkingu Gísla á öllu sem viðkemur vátrygg- ingastarfsemi. Einkum vóg reynsla hans þungt við samninga stofnunar- innar um erlendar endurtryggingar. í þeim efnum var Gísli í sínu essi sem reyndur samningamaður um vátryggingar; árvökull, töluglöggur, fylginn sér ef því var að skipta en jafnframt glöggskyggn á raunsæjar og raunhæfar lausnir. Er skarð fyrir skildi að fá eigi lengur notið krafta hans á þessum vettvangi sem svo mjög varðar þjóðarhag ef áföll dynja yfir. í þeim fjölmörgum öðrum mála- flokkum sem stjórn Viðlagatrygging- ar þarf um að fjalla reyndist Gísli glöggskyggn og réttsýnn við úrlaúsn mála. Samstarfsmönnum Gísla hjá Við- lagatryggingu var ljóst að hann gekk ekki heill til skógar hin síðustu miss- eri. Þó kom kallið á óvart er skammt var liðið frá síðustu samstarfsstund- um þar sem enn sannaðist að þótt líkamlegt þrek hefði dvínað fékk ekkert kært eldmóð baráttumannsins fyrir þeim sjónarmiðum er hann hafði trú á. Það var góður skóli að fá að starfa við hlið Gísla Ólafsonar og ekki síður að fá að njóta félagsskap- ar hans og frásagna utan fundarher- bergja. Gísli Ólafson maður svipmik- ill og stór í sniðum. Víst er að minn- ing hans mun ekki fymast meðal samferðamanna. Um leið og við þökkum góð kynni og samstarf, vottum við eftirlifandi eiginkonu Ingveldi Þ. Viggósdóttur, og fjölskyldu svo og öllum aðstand- endum dýpstu samúð. Stjórn og starfsmenn Viðlagatryggingar íslands. Hann Gísli okkar er dáinn. Þannig fékk ég fréttina sl. föstudag um andlát Gísla Ólafsonar frá samstarfs- fólki hans í Tryggingamiðstöðinni. Gísli hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár svo í sjálfu sér kom andlát hans ekki alveg á óvart. Eigi að síður var þetta mjög snöggt, því ég hafði hitt hann daginn áður og þá hafði hann ekki kennt sér nokk- urs meins. En þannig er lífsins gang- ur, fólk kemur og fer og enginn ræður sínum næturstað. Meðal dótturfyrirtækja sem Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna gekkst fyrir stofnun á var Tryggingamið- stöðin. En áður hafið SH sem stofn- að var 1942 gengist fyrir stofnun Coldwater í Bandaríkjunum, skipa- félagsins Jökla og síðar Umbúðamið- stöðvarinnar o.fl. fyrirtækja. For- ráðamenn SH skildu þörfina á stofn- un tryggingafélags sem í upphafi legði megináherslu á tryggingar tengdar útgerð og fiskvinnslu. Gísla Ólafsyni var falið það mikla og vandasama verk sumarið 1956 að vinna að undirbúningi að stofnun Tryggingamiðstöðvarinnar. TM tók til starfa í árslok 1956 og strax frá upphafi gerðu starfsfólk og við- skiptamenn félagsins sér ljóst að þama hafði valist til starfa maður á réttum stað. í upphafi einbeitti félag- ið sér að tryggingum sem tengdust sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti. Lengst af hefur Tryggingamið- stöðin annast tryggingar á um helm- ingi af fiskiskipaflota landsmanna. Viðskipti með tryggingar eru mjög sérstök atvinnugrein og þar skiptir höfuðmáli gagnkvæmt traust trygg- ingarfélags við tryggingataka og ekki síður traust endurtryggjenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.