Morgunblaðið - 28.02.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 28.02.1995, Síða 1
72 SÍÐUR B 49. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Barings-banki gjaldþrota vegna áhættuviðskipta Markaðir í Evrópu og Asíu í uppnámi Lundúnum. Reuter. BARINGS, elsti fjárfestingarbanki Lundúna, varð gjaldþrota um helgina vegna áhættuviðskipta starfsmanns í útibúi bankans í Singapore. Gjald- þrotið olli miklu uppnámi á ijármálamörkuðum í Evrópu og Asíu. Pundið snarlækkaði í verði og hefur aldrei verið jafn lágt gagnvart þýska markinu. Þetta er mesta bankakreppan í Bretlandi í ellefu ár og hrun Bar- ings varð til þess að hlutabréf lækk- uðu í verði í kauphöllunum í Lund- únum, Frankfurt og París. Upp- náminu olli starfsmaður bankans í Singapore, Nick Leeson, er stund- aði áhættuviðskipti sem gætu kost- að bankann meira en milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 66 millj- arða króna. Nick Leeson hvarf á fimmtudag og lögreglan í Malasíu leitar hans nú að beiðni yfirvalda í Singapore. Talið er að Leeson hafi flúið frá Singapore á föstudag og notað fals- að vegabréf á flóttanum. Bankastjóri Englandsbanka sagði að Leeson hefði orðið fórnar- lamb taps vegna „umfangsmikilla viðskipta án heimildar“. Englands- banki reyndi að bjarga Barings frá gjaldþroti en örvæntingarfullar til- raunir um helgina til að fá nokkra af stærstu lánastofnunum heims til að koma bankanum til bjargar báru ekki árangur. Vilja strangari reglur Stjórnarandstæðingar á breska þinginu kröfðust skýringa frá John Major, forsætisráðherra Bretlands, á því hvernig einn starfsmaður gæti valdið hruni eins virtasta banka landsins. Gordon Brown, talsmaður Verkamannaflokksins í fjármálum, hvatti til þess að settar yrðu strangari reglur um viðskipti með afleidda samninga. Af- leiddir samn- ingar, sem tengjast gengi vöru, hluta- bréfa eða skuldabréfa, voru upphaf- lega hugsaðir sem baktryggingar gagnvart verð- breytingum. Hagnaðurinn af braski með slíka samninga á eftirmarkaði getur hins vegar verið gífurlegur - og tapið einnig. ■ Tapaði 66 milljörðum/18 ■ Pund og hlutabréf hrapa/15 Meistarar OPNUÐ var í Moskvu í gær sýning á málverkum, sem sovéskir her- menn tóku í Þýskalandi undir lok síðasta stríðs. Hafa þau ekki kom- ið fyrir almenningssjónir í hálfa öld en þýska stjómin vill, að þeim verði skilað. 63 verk verða á sýn- ingunni í Púshkín-saf ninu og þar á meðal verk eftir spænsku málar- ana Francisco de Goya og E1 Greco og franska impressjónistann Aug- Reuter á sýningu uste Renoir. Irína Antonova, for- stöðumaður Púshkín-safnsins, seg- ir, að þessi verk séu aðeins sjötti hluti þeirra, sem flutt voru til Rússlands eftir strið, og séu fleiri sýningar fyrirhugaðar. Þjóðverjar krefjast þess að verkunum verði skilað en Rússar tregðast við, benda á að Þjóðverjar hafi sjálfir stolið aragrúa rússneskra lista- verka í heimsstyrjöldinni. Isjaki stærri en Reykja- nesskagi London. Reuter. GEYSIMIKILL ísfleki, nær tvö- falt stærri en Reykjanesskagi, hefur brotnað úr ísnum við Suðurskautslandið vegna hækkandi hitastigs á svæðinu og er á leið norður í Kyrrahaf, að sögn breskra vísindamanna. Borgarísjakinn er um 78 sinnum 37 kílómetrar að stærð og allt að 200 metra þykkur. Hann brotnaði frá Larsen- ísflekanum suður af Nýja-Sjá- landi og hefur þetta valdið því að hægt er að sigla að eyjunni James Ross í fyrsta sinn. A eftir jakanum er aragrúi smærri brota. Vísindamenn segja að með- alhitastig á svæðinu hafi hækk- að um 2,5 stig á celsíus undan- farin 50 ár. Vindar og straum- ar beri jakann hratt norður næstu mánuðina og hann muni bráðna snögglega er hann lendi í hlýrri sjó. Reuter PETER Kerry á flugvellinum í Kuala Lumpur í fylgd fulltrúa breska sendiráðsins og innlends lögreglumanns í gær. Drengurinn var væntanlegur heim til London í dag. Tugir farast í tilræði í N-írak Ankara. Reuter. BÍLSPRENGJA varð a.m.k. 54 manns að bana og 15 særðust að auki í Kúrdaborginni Zakho í gær en hún er í norðurhluta íraks. Kúrdarnir njóta verndar vestrænna flugheija, einkum bandarískra, fyrir heijum Saddams Husseins íraksforseta en eiga í blóðugum, innbyrðis deil- um. Sprengingin varð við fjölfarna götu í við- skiptahverfi Zakho að morgni, ekki var vitað hver bar ábyrgð á henni. Borgin er um 20 kíló- metra frá tyrknesku landamærunum. Önnur helsta frelsishreyfing Kúrda, Kúrdíski lýðræðisflokkurinn, undir stjórn Masouds Barz- anis, ræður borginni, hann hefur einnig töglin og hagldirnar í Dohuk og Salahuddin. Keppi- nautur hans, Jalal Talabani, fer fyrir Föður- landssambandi Kúrdistans, og sagði hann í yfir- lýsingu um atburðinn að þeir sem vildu auka viðsjár milli Kúrda hlytu að liggja undir grun og þá einkum stjórn Saddams. Taíabani ræður m.a. borgunum Arbil og Suleimaniyah, sunnar í héraðinu. Flokkarnir tveir hafa barist hart frá því í desember og hafa Bandaríkjamenn og Tyrkir varað þá við, sagt að aðstoð við Kúrda verði hætt ef ekki verði lát á. Deiluefni flokkanna er aðallega tollar sem Kúrdar leggja á viðskipti Tyrkja er selja írökum lyf og matvæli með leyfi Sameinuðu þjóðanna en kaupa í staðinn dísilolíu. Stakk af til Malasíu Kuala Lumpur. Reuter. FJÓRTÁN ára breskur drengur var væntanlegur heim til Harrow í Norður-London í gær eftir að hafa stungið af í reiði til Malasíu í síðustu viku. Til þess notaði hann greiðslukort og vegabréf nær sextugs föður síns og þykir málið óþægilegt bæði fyrir breska útlendingaeft- irlitið og það malasíska. Til deilna kom við matarborð- ið á heimili drengsins, Peters Kerry, sl. þriðjudag er spagh- etti-máltíð fór til spillis. Sinnað- ist honum við föður sinn, John, sem refsaði pilti með því að taka hann ekki með tveimur yngri systkinum hans á fótboltaleik. Pilturinn, sem er kunnur fyrir mikla útþrá, lét sig hverfa eftir máltíðina misheppnuðu, með greiðslukort og vegabréf föður síns að vopni. Lélegt eftirlit Drengurinn hringdi í foreldra sína á f immtudag frá Malasíu og var þá kominn í þrot, búið að loka greiðslukortinu. Hann fannst á sunnudag í borginni Kota Baru í norðurhluta lands- ins þar sem breskur læknir tók hann í umsjá sína. John Kerry, faðir strokupilts- ins, fann að vegabréfaeftirliti á breskuin flugvöllum í gær og sagði að það hlyti að vera losara- legt fyrst 14 ára piltur kæmist úr landi á passa 59 ára manns. „Við erum ekkert líkir. Að vísu er hann stór og stæltur eftir aldri en aldursmunurinn dylst engum. Þá er liann ljóshærður en ég dökkhærður," sagði faðirinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.