Morgunblaðið - 28.02.1995, Síða 14

Morgunblaðið - 28.02.1995, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hörður Sigurgestsson, forstjórí Eimskips Færa á fjármálakerfið íhendur markaðarins Milljónir króna 80.000 60.000 40.000 20.000 ° 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Miklar breytingar hjá Verðbréfaþingi Nýtt viðskipta- kerfi ínotkun ummittár Viðskipti á Verðbréfaþingi —1986 - 1994 86.503 75.584 - 160 190 523 1-*88 2.463 2.429 HÖRÐUR Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, segir það albrýnasta við- fangsefnið á fjármagnsmarkaðnum að koma sem alstærstum hluta fjár- málakerfisins sem er í eigu ríkisins úr höndum stjórnmálamanna í hend- ur markaðarins. „Það gerist ekki öðruvísi en við sölu ríkisbanka og breytingum í sjóðakerfí. Það er ótrú- legt að ekki skuli vera meiri þrýst- ingur frá kjósendum, viðskiptalífinu og aðilum úr bankakerfinu á einka- væðingu í fjármálakerfinu. Nei- kvæðar hliðar hinnar pólitísku yfir- stjórnar og ókostir kerfisins ættu að vera orðnir flestum löngu ljósir," sagði Hörður í erindi sínu á ársfundi Verðbréfaþings í gær. Hörður viðraði í ræðu sinni skoð- anir sínar á ýmsum þáttum íjármála- kerfisins. Hann sagði það óumdeilt að Verðbréfaþing íslands skipti miklu máli og nyti trausts. „Það er hvati og forsenda að þýðingarmiklum við- skiptum á Qármálamarkaði í dag. Það er einnig ljóst að mínu mati að það sem gerst hefur á síðustu tíu árum er einungis byijunaráfangar. Verðbréfaþingið þarf að þróast og ÓNÓGAR markaðsrannsóknir og pólitísk afskipti eru tvær af helstu ástæðum þess að ekki hefur tekist að stofna til orkufreks iðnaðar á íslandi frá því að Járnblendiverk- smiðjan á Grundartanga tók til starfa fyrir um 20 árum, að því að segir í skýrslu sem Þóroddur Th. Sigurðsson vélaverkfræðingur hefur unnið fyrir Aflvaka Reykjavíkur. „Ljóst er að leitin að orkufrekum eða orkuháðum iðnaði hefur engan sýnilegan árangur borið síðustu tvo áratugina og er ekki sinnt sem skyldi,“ segir Þóroddur í greinargerð með athugun sinni á um 60 orkuf- rekum iðnferlum sem könnuð hafa verið hér á landi á undanförnum áratugum. Hann segir einnig að vegna breytinga á viðhorfi íslend- inga gagnvart erlendri íjárfestingu sé ástæða til að breyta um vinnu- brögð við leitina að erlendum fjár- festum. Þóroddur segir að stofnun Mark- aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar árið 1988 hafí mun þróast og á sjálfsagt ennþá nokkuð í land að ná þeirri stöðu sem verðbréfaþing í minni nágrannalönd- um hafa eftir áratuga starfsemi." Hörður sagði hins vegar að Verð- bréfaþing íslands þyrfti í framtíðinni betur að skilgreina hlutverk sitt á verðbréfamarkaði. „Fram til þessa hefur Verðbréfaþing Iagt áherslu á viðskiptakerfi og að fyrirtæki upp- fylli settar reglur. Jafnframt hefur viss áhersla verið lögð á upplýs- ingamiðlun frá fyrirtækjum. Verð- bréfaþingið þarf að vera meira af- gerandi í umræðunni og hvetja til meiri breytinga. Mér fínnst að leggja þurfi meiri áherslu á mikilvægi þess að gera kröfu til hagnaðar og eiginíj- ár fyrirtækja sem skráð eru á Verð- bréfaþingi.“ Verðbréfaþing þarf að ýta frá sér og svara fyrir sig Þá sagði Hörður að gera mætti ráð fyrir að að eðlilegt væri að Verð- bréfaþingið ræki áróður fyrir breyt- ingum á ýmsum lögum og reglum og hefði sjálfstæða skoðun á ýmsum viðfangsefnum og vandamálum sem verið tilraun til að koma betra skipu- lagi á leitina að orkufrekum iðnaði, en ljóst sé að hún geti ekki annað markaðsstarfinu með aðeins tveimur starfsmönnum og ritara; starfs- mannaljöldi MIL megi ekki vera undir 5-6 manns. Orðrétt segir í skýrslunni: „Stjórn leitarinnar að orkufrekum iðnferlum hefur að mestu verið í umsjá pólití- skra nefnda sem hafa fengið litlu áorkað. Aðal ástæðan fyrir litlum árangri þessara nefnda sýnist vera að lítil áhersla hefur verið lögð á nauðsynlega öflun upplýsinga um markaðsmál þeirra orkufreku iðn- ferla sem kynnu að henta íslenskum aðstæðum." Síðar segir: „Þá hefur því verið haldið fram með nokkrum rökum að kísilmálmverksmiðja og nýtt álver væru nú starfandi hér á landi ef sjón- armið byggðastefnunnar hefðu ekki komið í veg fyrir að þau yrðu byggð.“ I skýrslunni segir að efling á þeirri starfsemi sem MIL sé ætlað að lytu að verðbréfamarkaðnum. „Verðbréfaþingið þarf að vera meiri talsmaður markaðarins og vinna að hagsmunum hans gegn ýmsum þeim aðilum sem vinna í andstöðu við hann. Spurning er einnig hvort Verð- bréfaþingið þurfi ekki vegna sjálfs- stæðis síns að vera ákveðnara í að ýta frá sér og svara fyrir sig. Ég hef t.d. talið áhugavert að Verð- bréfaþingið hefði svarað skýrt og skorinort ótvíræðum ásökunum sem stjórnarmenn þingsins urðu fyrir í desember síðastliðnum þegar til umfjöllunar var mat á skilyrðum fyrir skráningu hlutabréfa á þinginu. Ég tel mjög Iíklegt að það ætti að vera hlutverk Verðbréfaþingsins að taka þátt í miðlun til erlendra aðila upplýsingum um verðbréfamarkað hér á landi og eftir atvikum hafa frum- kvæði að því. Ekki er ólíklegt að til þess komi að erlendir aðilar vilji í ein- hveijum mæli ijárfesta hér á hluta- bréfamarkaði og æskilegt væri því að Verðbréfaþingið skapaði sér ímynd hjá erlendum fjármálafyrirtækjum sem sjálfstæður aðili sem nyti trausts á markaðnum." stunda sé þjóðarnauðsyn og að í athugasemdunum felist ekki gagn- rýni á núverandi starfsmenn MIL. I formála að könnuninni segir Ragnar Kjartansson, framkvæmda- stjóri Aflvaka Reykjavíkur árlegt ráðstöfunarfé MIL sé aðeins um 30 milljónir, sem sé tæplega 5% árlegs kostnaðar við íjárfestingu í vannýtt- um orkuframkvæmdum um þessar mundir og aðeins um 0,2% af rúm- Iega 14 milljarða króna virkunar- kostnað Blöndu. Heildarfjárfesting í orkuverum hafi verið um 98 milljarð- ar í árslok 1993 og samfélagslegur kostnaður við fjárfestingu í vannýtt- um orkuframkvæmdum skipti hundruðum milljónum á ári. Ragnar segir að þessar athuga- semdir feli ekki í sér gagnrýni á forsendur fjárfestingar í Blöndu- virkjun á sínum tíma, en ’nins vegar þyki „brýnt að hvetja til endurmats á þeim knöppu íjárveitingum sem standa undir markaðsrannsóknum og markaðssetningu orkufreks iðn- aðar á íslandi". STEFNT er að því að taka í notkun nýtt viðskiptakerfi hjá Verðbréfa- þingi íslands um mitt þetta ár. Nú- verandi kerfí annar ekki lengur álag- inu sem fylgir viðskiptum og ekki hefur náðst að afla og dreifa á viðun- andi hátt upplýsingum um viðskipti utan þings með bréf skráð á þing- inu. Fyrir vikið er markaðurinn ekki eins sýnilegur, að því er fram kom í ræðu Eiríks Guðnasonar, formanns stjórnar Verðbréfaþings, á ársfundi þingsins í gær. „Tæknivandamál þingsins torveld- ar þannig aðilum eins og Reuter eða Streng hf. að veita þá þjónustu að fá gögn frá Verðbréfaþingi íslands og miðla þeim til umheimsins. Þetta ástand er að sjálfsögðu óviðunandi," sagði Eiríkur. Stjórn þingsins ákvað einnig á síð- asta ári að auglýsa stöðu fram- kvæmdastjóra Verðbréfaþings á miðju þessu ári en leita eftir því við Tómas Örn Kristinsson að hann gegndi því starfi þangað til. Einnig var ákveðið að semja við Seðlabank- ann um aðstöðu fyrir þingið út þetta ár en finna því nýtt aðsetur um næstu áramót. Eiríkur sagði að gera yrði ráð fyrir að þessar breytingar hefðu í för með sér fjölgun í starfsl- iði þingsins. „Með því að flytja aðset- ur þingsins er áréttuð sú staðreynd að þingið er sjálfstæð stofnun en ekki deild í Seðlabankanum, eins og sumir kynnu að halda.“ Viðskiptavenjur gætu mótast um yfirtökutilboð Eiríkur vék einnig í ræðu sinni að því hlutverki Verðbréfaþings að móta góðar viðskiptavenjur án þess að til kæmu boð eða bönn frá löggjafanum. „í mörgum löndum gilda sérstök lög eða reglur um yfírtöku hlutafélaga. Hér á landi hefur Alþingi ályktað að undirbúa skuli slíkar reglur. En þess eru dæmi að um yfírtöku séu vissar siðareglur í heiðri hafðar þótt ekki séu ákvæði bundin í lög. Reynsl- an sýnir að margir smáir hluthafar eru óvirkir, þ.e.a.s. nýta ekki atkvæð- isrétt sinn á hluthafafundum. Því geta yfírráð í félagi náðst með mun minni hlut en 50%. Þegar einhveijum hefur tekist að ná í ráðandi hlutdeild í hlutafélagi t.d. með því að gera nokkrum hluthöfum hagstætt tilboð í þeirra hlutabréf gæti hann gert öðrum hluthöfum smánartilboð og eignast þannig allt hlutaféð. Reglur um yfirtöku miðast við að afstýra svona óréttlæti. Samkvæmt bresku siðareglunum skal sá sem eignast svo mikinn hlut í félagi að hans heild- areign kemst yfir 30%, bjóða öðrum hluthöfum að kaupa þeirra hlutabréf á ekki lægra verði en því hæsta sem hann greiddi undangengna 12 mán- uði fyrir þannig hlutabréf. Það er fleira sem athuga þarf í sambandi við yfirtökutilboð. Full ástæða er til að fram séu lagðar greinargóðar upplýsingar svo hluthöfum gefist kostur á að meta tilboðið. Sé eitt félaga að reyna að taka annað yfir er brýnt að hluthöfum beggja félag- anna séu tryggðar upplýsingar og helst umsögn óháðra fagmanna. Þyki mönnum eðlilegt að svona regl- ur gildi hér á landi er ekkert því til fyrirstöðu að þær mótist þótt löggjaf- inn hafi ekki látið þær til sín taka.“ Pólitísk afskipti af markaðssetningu stóriðju gagnrýnd Leit að orkufrekum iðnaði vanrækt it i | t í 1 : » f i l í Isabelle van Keulen Hijómsveitarstjóri: Osmo Vdnskd Einleikari: Isabelle van Keulen Efnisskrá W. A. Mozart: Fiðlukonsert nr. 5 Jón Leifs: Sögusinfónían Sögusinfónía Jóns Leifs verður hljóðrituð í samvinnu við BIS. s Osmo Vánská £ I Miðasala áfmé'36% £&3o5 og viá innganginn við upphaf tónleika. Greiðslukortaþjónusta. á innrömmuSum speglum og jósmyndarömmum. - • Innrömmun Sigurjóns, Fákafeni 11, sími 31788. 1 I I : I r :

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.