Morgunblaðið - 28.02.1995, Side 15

Morgunblaðið - 28.02.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 15 VIÐSKIPTI Hrun Baríngsbanka veldur óróa Pund og hluta- bréf falla London. Reuter. óstyrks mun líklega einnig gæta þar ekki síður en annars staðar. Markið eftirsótt Sérfræðingar benda á að sókn í trausta gjaldmiðla hafi aukizt, eink- um þýzk mörk og svissneska franka, vegna óvissu á mörgum mörkuðum. Bankastjóri Englandsbanka, Eddie George, reyndi að stuðla að rósemi á mörkuðum með því að leggja áherzlu á að erfiðleikarnir væru bundnir við Baringsbanka og hefðu ekki áhrif á aðra banka og fj ármálastofnanir. Engu að síður vekur ugg á fjár- málamörkuðum að bankar í London hafa ekki verið þess megnugir að bjarga einhveijum virtasta og sögu- frægasta banka Bretlands. Verðbréfasali í London sagði að óvissan vegna kreppunnar í Mexíkó næði nú til bankakerfisins vegna gjaldþrots Baringsbanka. Hann sagði að pundið yrði að yfirstíga aðra hindrun á miðvikudag þegar umræður fara fram á þingi um Evrópustefnu Johns Majors forsæt- isráðherra og atkvæði verða greidd um hana. Ef Major biði ósigur mundi það auka mikla pólitíska óvissu og veikja stöðu pundsins ennþá meir. Bandaríkin GENGI pundsins gagnvart markinu hefur aldrei verið lægra og hluta- bréf lækkuðu í verði um allan heim í gær vegna gjaldþrots Barings- banka í Bretlandi. Englandsbanki fékkst ekki til að bjarga Baringsbanka og órói á mörkuðum vegna hruns hans er meiri en ella vegna pesóakreppunn- ar í Mexíkó. Tap Barings nemur meira en einum milljarði dollara. í Tokyo lækkuðu hlutabréf um 3,.8%. Nikkei-vísitalan lækkaði um 664,24 stig, var 16,808.70 við lokun og hefur ekki verið lægri síðan 8. desember 1993. Gengi pundsins hefur aldrei verið lægra og var skráð 2.2950 mörk fljótlega eftir opnun. Áður hafði pundið lækkað í 2,2993 mörk í Asíu og það heldur áfram að lækka í Evrópu. í London lækkaði kauphallarvísi- tala um tæp 1,3 stig við opnun, en staðan skánaði. Skömmu síðar hafði Financial Times-kauphallarvísital- an lækkað um 23,7 stig í 3,014.0. í kauphöllinni í París várð um 1% lækkun. í nokkrum löndum varð mest lækkun á hlutabréfum banka. Wall Street var eini stóri hluta- bréfamarkaðurinn þar sem útlitið var ekki svart. Þar voru hlutabréf seld á .metverði á föstudag, en Ferðaskrifstofur í skæruhemað gegn flugfélögum Boston. Morgunblaðið. STARFSMENN bandarískra ferða- skrifstofa eru æfir um þessar mundir vegna þaks, sem nokkur flugfélög hafa sett á umboðslaun, og hafa gripið til skæruhernaðar til að koma á þau höggi. Þeir panta miða undir tilbúnum nöfnum, af- panta frátekin sæti og kreijast sér- þjónustu til að skapa glundroða. í Boston hefur hópur starfs- manna á ferðaskrifstofum, sem gengur undir nafninu neðanjarðar- ferðamenn, snúið bökum saman og lætur boð ganga um herbragð dagsins. Á föstudag beindu þeir spjótum sínum gegn flugfélaginu Delta, bókuðu þeir í gríð og erg sæti fyrir uppdiktaða farþega, pöntuðu hjólastóla og sérstakar máltíðir. Skæruhernaður þessi siglir í kjölfarið á því að sjö af helstu flug- félögum Bandaríkjanna með Delta í broddi fylkingar tilkynntu 9. febr- úar að skerða umboðslaun ferða- skrifstofa. „Þeir héldu að við myndum taka þessu þegjandi og hljóðalaust,“ sagði Mary Hogan, stjórnandi sam- taka ferðaskrifstofa, í samtali við dagblaðið The Boston Globe. „Þeir áttu síst von á því að við myndum bregðast svona við.“ Umboðslaun voru tíu prósent af miðaverði, en umrædd flugfélög ákváðu að þau yrðu ekki hærri en 25 dollarar (um 1.700 ÍSK) fyrir miða aðra leið og 50 dollarar (um 3.400 ÍSK) fyrir miða báðar leiðir. Flugfélögin, sem mörg flest eru rekin með tapi, kveðast hafa skorið niður eftir mætti á öllum öðrum sviðum og ekki hafa átt annars kost en að beita niðurskurðarhnífn- um á umboðslaun, sem er þriðji hæsti kostnaðarliður þeirra á eftir launum og eldsneyti. „Flugfélög hafa reynt að skera allan hugsanlegan kostnað. Þau hafa þjappað saman sætum, boðið upp á jarðhnetur í staðinn fyrir málsverði, þrengt beltisólar starfs- manna,“ sagði Paul Dempsey, sér- fræðingur um málefni flugfélaga. „Það var ekkert annað eftir." Flugfélögum stefnt fyrir samráð Talsmenn ferðaskrifstofa segja hins vegar að lítið megi út af bera til þess að halli undan fæti og þessi ráðstöfun flugfélaganna gæti leitt til þess að þær fari umvörpum á höfuðið. Auk skæruhernaðar hafa samtök ferðaskrifstofa stefnt flug- félögunum fyrir samráð og ólög- lega verðmyndun. Þau hafa einnig reynt að ná neytendum á sitt band með heil- síðuauglýsingum í dagblöðum um að niðurskurður umboðslauna muni leiða til þess að gjald verði sett á ýmsa aðra þjónustu. Flugfélögin segjast ekki munu gefa eftir og kveða skæruhernað- inn engin áhrif hafa haft. MOTOLD Öflug faxmótöld! Tilvalin á Internet og í faxsamskipti. 14400baud frá kr. 13.500. 28800baud á kr. 23.500. Hugbúnaður og kapall fyrir PC eða MAC! tb TÆKNIBÆR Aðalstræti7,101 Reykjavík . símar 16700, 658133, fax 658131. . ------ STEINAR WAAGE -------- SKÓVERSLUN í tölsk tíska og gæðí frá LOUIS NORMAN Litir: Dökkbrúnn, drapp Stæröir: 36-42 Litir: Brúnn, drapp, blátt, svart, einnig í rúskinni Stæröir: 36-42 V STEINAR WAAGE # -----------------# SKÓVERSLUN ^ EGILSGÖTU 3 SÍMI 18519 <P </ V I Ð E R U M F L U T T í SÍÐUMÚLA ARGUS Argus & Orkin hf. ^ AUGIÍSINGAR OG MARKAOSMÁL FRÁ A-Ö SÍffUMÚLA 31, 128 REYKJAIÍK, PÓSTHÓLF 8856, SÍMI 568 5566 , 5ÍMFAX 568 0117

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.