Morgunblaðið - 28.02.1995, Síða 17

Morgunblaðið - 28.02.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Sir Leon Brittan Sameiginleg mynt 1999 Lundúnum. Reuter. SIR Leon Brittan, vara- forseti framkvæmda- stjómar Evrópusam- bandsins, telur að „mik- ilkvægur kjami“ aðild- arríkjanna verði tilbú- inn til að taka upp sam- eiginlegan gjaldmiðil árið 1999. Sir Leon lét þessi orð falla á ráðstefnu í Lund- únum um samrunaþró- unina á sviði efnahags- og peningamála. Hann kvað sameiginlega Evr- ópumynt ekki lengur vera eingöngu fræðileg- an möguleika heldur lýsti yfir því að hún yrði senn raunverulegur valkostur. Væri þá gengið út frá því að hin efnahagslegu skilyrði Maastricht- sáttmálans hefðu verið uppfyllt. I máli varaforsetans kom fram að framkvæmdastjómin héldi enn form- lega opnum þeim möguleika að sam- eiginlegri mynt yrði komið á 1997 eins og kveðið er á um í Maastricht- samningnum. Sir Leon kvaðst þó teija að eðlilegt væri að ganga út fá því að „ákveðinn kjami“ aðild- arríkjanna reyndist reiðubúinn að stíga þetta skref árið 1999. Sir Leon lét í ljós þá von að Bretar myndu taka þátt í þessari sam- runaþróun en kvaðst einnig telja að breska ríkisstjórnin ætti síðar að áskilja sér rétt til að standa fyrir utan sam- eiginlega peningakerf- ið. Mikilvægt væri á hinn bóginn að Bretar tækju þátt í þeim samn- ingum sem fyrir hönd- um væru. Skiptar skoðanir em um ágæti þessara áforma innan bresku ríkis- stjórnarinar og breska íhaldsflokks- ins. Sir Leon tjáði sig ekki beint um deilu þessa en lét þess getið að æski- legt væri að umræðan væri einskorð- uð við raunveruleg viðfangsefni en einkenndist ekki af „pólitísku hnútukasti". Sir Leon Brittan. FRAMKVÆMDASTJÓRNIN á fundi í Brussel. Svíum og Finnum ofbýður misréttið Óskilvirkt karlaveldi Munið góða verðið hjá okkur!! Ný sending frá Daniel Ray. Margar gerðir af æðislegum bakpokum. Úrval fermingargjafa, m.a. seðlaveski með nafngyllingu. ÐTángey h f DANIEL-RAY ORIGINAL CREATION AUTHENTIC AND UOOERN OESJON FOR THE YOUNG Gerð 2329 kr. 2.390 Gerð 2268 kr. 1.790 Laugavegi 58 Sími 13311 Hewlett-Packard 1200C er m ijtaprenian manaðarins ■ I■ á tilboði í Tæknivali Liturinn Hewlett-Packard DeskJet 1200C litaprentarinn er galdurinn í dag Liturinn er galdurinn og lífið verður margfalt skemmtilegra heima og á skrifstofunni með útprentunum í lit. HP DeskJet 1200C er litaprentari mánaðarins. Hann er hraðvirkur og skilar hágæða útprentun. Fjórskipt bleksprautun. 2MB minni (stækkanlegt). Framtiðareign. HINUM nýju aðildarþjóðum Evrópu- sambandsins, einkum Finnum og Svíum, þykir það kynjamisrétti sem ríkir innan framkvæmdastjórnarinn- ar hróplegt. Af þeim 300 mönnum sem teljast til toppembættismanna á vegum framkvæmdastjórnarinnar eru einungis fjórar konur. Finnar og Svíar hafa boðað að breytingar séu í vændum. Þetta kemur fram í nýjasta heftj breska tímaritsins The Economist. í frétt þess segir að norrænu umbóta- sinnamir ættu ef til vill frekar að huga að því hvemig gera megi starf framkvæmdastjórnarinnar skilvirk- ara og ódýrara. Þannig nemi launa- greiðslurnar einar á ári hveiju um 100 milljörðum íslenska króna. The Economist leggur til að Norð- urlandaþjóðirnar beini athygli sinni að „kvótakerfi" því sem gildir um mannaráðningar en samkvæmt því eiga aðildarríki tilkall til ákveðinna embætta óháð hæfniskröfum. í ann- an stað leggur tímaritið breska til að opinberum tungumálum sam- bandsins verði fækkað en þau em nú 11. Þriðja tillagan er sú að ráðningar- reglum verði breytt þannig að auð- veldara verði að segja starfsfólki framkvæmdastjómarinnar upp störf- um. Þeir sem þar starfa fá æviráðn- ingu, launin er há og skattamir lág- ir. Atvinnuöryggi starfsfólksins er í engu samræmi við það sem tíðkast í Evrópu. Það er ekki nýtt að fram komi á vettvangi Evrópusambandsins hug- myndir um aukinn sveigjanleika og hugsanlegar uppsagnir starfsmanna. Fyrir rúmum 20 árum fór Francois- Xavier Ortoli, þáverandi forseti fram- kvæmdastjórnarinnar, fram á að lagðar yrðu fram tillögur sem miðuðu að því að auka skilvirkni innan stofn- unarinnar. Breskur embættismaður lagði í bréfi til forsetans til að ráðn- ingarreglum yrði breytt þannig að unnt yrði að segja starfsfólki upp. Ástandinu lýsti hann svo: „Starfs- fólkið kemur til vir.nu og fer af vinnu- stað þegar því sýnist. Starfsmenn geta verið drukknir mest allan dag- inn; í stað þess að vinna geta menn drýgt hór með einkariturum sínum. Og samt getum við ekki losað okkur við þá.“ Bætur vegna „óþæginda" The Economist telur ástæðu til að ætla að vinnusiðferðið hafi 'heldur batnað { Brussel frá því þetta var skrifað en það sama verði ekki sagt' um bruðlið. Þannig geti umbót- sinnamir norrænu vakið athygli á þeim 16% launaauka sem erlendir starfsmenn fá til að vega upp á móti kostnaði þeim og „óþægindum" sem fylgi því að starfa utan heimalands- ins. Þessar reglur taki m.a. til fólks sem búið hafi í Brussel í 20 til 30 ár og líti á hana sem heiinaborg sína. Leggur tímaritið til að ákvæði um slíka kaupauka verði bundin í samn- inga þeirra sem eigi allt að fimm ára starf fyrir höndum í Brussel. Hægt er að tengja prentarann við netkerfi m/tilheyrandi netbúnaði. Ósonlaus. Lítil orku- notkun Umhverfisvæn framleiðsla. Staðlaöir fylgihlutir: Arkamatari, Windows prentarastýring. DOS-stýring fáanleg Útskriftarmöguleikar: Pappir, glærur, umslög og límmiðar***. Upplausn í svartri útprentun Upplausn i litaprentun Hámarks- hraöi í prentun** Fjöldi leturgerða 3 + D0x RE 500 T* dpi • 300 dpi* n 7 siður á minútu 45 letur Postscript og Macintosh útgáfa: HP DeskJet 1200C/PS. * dpi = punkta upplausn á tommu. RET = HP upplausnaraukning. ** Hraði I litaprentun er mismunandi. *** Úrval llmmiða fynr HP DeskJet prentara er takmarkaö. Frá hugmynd til veruleika Tilboð á HP DeskJet 1200C kr. stgr. m. vsk. Einnig bjóðum við Postscript-útgáfuna á aðeins kr. 209.900,- stgr. m. vsk. Kynntu þér málið í Tæknivaii. Við bjóðum öll helstu greiðslukjör s.s. VISA raðgreiðslur í 24 mánuði, EUROCARD raðgreiðslur í 36 mánuði eða Staðgreiðslusamninga Glitnis. Verið velkomin. Opið á laugardögum frá kl. 10.00 til 14.00. með Hewlett-Packard H Tæknival Skeifunni 17 - Simi 568-1665 - Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.