Morgunblaðið - 28.02.1995, Page 18

Morgunblaðið - 28.02.1995, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Starfsmaður Barings veldur gjaldþroti bankans með spákaupmennsku Tapaði allt að 66 millj- örðum á viðskiptunum Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. ÁÆTLAÐ er að Barings-banki, einn elsti og virtasti banki Bret- lands, hafí tapað allt að milljarði dala, um 66 milljörðum króna, vegna áhættuviðskipta starfsmanns í útibúi bankans í Singapore. Varasjóður bankans nemur aðeins jafnvirði 20 milljarða króna. Reyter EINN starfsmaður Baringsbanka treður sér í gegnum hóp frétta- manna fyrir utan aðalstöðvarnar í London. Starfsmaðurinn, Nick Leeson, hvarf á fimmtudag og fer huldu höfði. Leeson, sem er 28 ára, var fluttur til Singapore úr höfuðstöðv- um bankans í Lundúnum fyrir þrem árum þegar bankinn tók að auka umsvif sín í svokölluðum af- leiddum samningum (derivatives), nýrri tegund viðskiptasamninga. Notkun slíkra samninga hefur stóraukist á síðustu árum. Hrun bankans hefur kynt undir kröfum um að settar yrðu strang- ari reglur um afleidda samninga, sem gera fi'árfestum kleift að bak- tryggja sig þegar þeir veðja á breytingar á gengi gjaldmiðla og hlutabréfa, auk breytinga á vöxt- um og hrávöruverði. Talið er að Leeson hafi keypt milli 15.000 og 40.000 afleidda og framvirka samninga og veðjað á að japanska hlutabréfavísitalan Nikkei-225 myndi hækka aftur fyrir 1. mars eftir að hafa lækkað í kjölfar landskjálftans í Kobe. Eins og í öllum afleiddum samningum var sjálf innborgunin aðeins brot af heildarfjárhæðinni. Eddie George, bankastjóri Eng- landsbanka, sagði í gær að heild- arfjárhæð samninganna hefði numið 27 milljörðum dala, 1.800 milljörðum króna. Hættuleg viðskipti Afleiddir samningar byggjast á núverandi viðskiptum, svo sem , með ríkisskuldabréf, kauprétt, vör- ur og gjaldmiðla. Afleiddir samn- ingar eru í reynd tilbrigði við þá gömlu íþrótt að segja fyrir um þróunina á mörkuðunum og veðja á ákveðnar breytingar. Þeir sem stunda slík viðskipti geta lagt mik- ið undir fyrir takmörkuð útgjöld, en ef þeir hafa veðjað á rangan hest geta þeir þurft að leggja enn meira undir og taka enn meiri áhættu. Menn sem kaupa slíka samninga geta tapað margföldu því fé sem lagt er fram við kaup- in, en geta einnig hagnast gíf- urlega á skömmum tíma. Margir hafa farið flatt á slíkum samningum og tapað miklum fjár- hæðum. Orange County í Banda- ríkjunum varð til að mynda gjald- þrota vegna afleiddra samninga og þýska stórfyrirtækið Metallges- ellschaft rambaði á barmi gjald- þrots vegna flókinna, framvirkra viðskipta með olíu. Barings-málið hefur kynt undir gagnrýni á frelsið sem ríkir í þess- um viðskiptum og einnig varpað Ijósi á þá ábyrgð sem hvílir á mönn- um sem stunda slík viðskipti einir við tölvuskjái og treysta á eigið innsæi við ákvarðanir. Leyndi tapinu Stjómendur Barings í Lundún- um neita því að hafa vitað af samn- ingunum og bankastjóri Englands- banka sagði að Leeson hefði tekist að leyna tapinu fyrir stjórnendum Barings í Lundúnum. Sérfræðingar á þessu sviði við- skipta sögðu það furðulegt að stjómendur Barings skuli ekki hafa fengið vitneskju um samning- ana fyrr. „Ef til vill hefði hann átt að geta gert þetta í einn.eða tvo daga, en hér er ekki um viku að ræða, hann hefur komist upp með þetta í tvo eða þrjá rnánuði," sagði einn þeirra. Framkvæmdastjórar Barings voru kvaddir á fund í höfuð- stöðvunum í Lundúnum og þeim sagt að fullvissa viðskiptavini, þeirra á meðal Elísabetu Breta- drottningu, um að engin hætta væri á að þeir töpuðu rúmlega tveggja milljarða punda fjárfest- ingarsjóðum sínum. Barings er einn þeirra banka sem hafa séð um ávaxta 60 milljóna punda fjár- muni drottningarinnar. Gamall og virtur banki Barings-banki er 223 ára gam- all og starfsmenn hans em 4.000, þar af er helmingurinn í Lundún- um. Bankinn hefur notið virðingar fyrir sérfræðiþekkingu á nýju mörkuðunum í Austurlöndum fjær. Almenn hlutabréf bankans eru í eigu Barings-stofnunarinnar, sem gaf jafnvirði 900 milljóna króna til ýmissa góðgerðamála í fyrra. Barings er elsti fjárfestingar- banki Lundúna og íhaldsemi hans þótti til fyrirmyndar. Það kom því Bagdad. Reuter. RUSSNESKI þjóðemissinninn Vlad- ímír Zhírínovskíj sagði í írak í gær, að Rússar og múslimar væru vinir en óvinurinn væri vestræn ríki. Zhírínovskíj, sem er í þriggja daga heimsókn í Irak, sagði megintilgang ferðarinnar að koma í veg fyrir átök milli norðurs og suðurs en norðrið væri Rússland og suðrið araba- og múslimaríkin. Næsti forseti Rússlands Zhírínovskíj ræddi í gær við Sadd- am Hussein, forseta íraks, en sagði ekkert um undirtektir undir hug- myndina um samstöðu Rússa og mjög á óvart að hann skyldi verða fyrir barðinu á viðskiptum með afleidda samninga. „Allir eru furðu lostnir,“ sagði hátt settur starfsmaður bankans. „Það er ótrúlegt að slíkt skuli hafa gerst hjá Barings." „Það er stórfurðulegt að einn maður í Austurlöndum fjær skuli geta valdið hruni heils banka,“ sagði Louise Baring, frænka As- hburtons lávarðs, fyrrverandi stjómarformanns bankans. Hrun Barings er mikið áfall fyr- ir Baring-fjölskylduna, eina af auðugustu fjölskyldum Lundúna. Peter Baring er nú stjórnarformað- ur bankans og margir aðrir úr fjöl- skyldunni er enn áhrifamiklir í bankanum. Ashburton lávarður sagði þó eftir að hann hætti störf- um hjá bankanum árið 1989 að Barings væri ekki lengur fjöl- skyldubanki, þótt fjölskyldan væri enn áhrifamikil innan hans. múslima. „Ég var sammála öllu, sem Hussein sagði, og hann tók undir állt með mér þannig að okkar á milli var mikill og góður skilningur," sagði Zhírínovskíj að fundinum loknum. í ferðinni hafa talsmenn Zhírínovskijs og fylgdarlið, 50 manns og þar af 20 þingmenn, ávallt kynnt hann sem næsta forseta Rússlands. Við komuna til íraks sagði Zhír- ínovskíj, að aflétta ætti refsiaðgerð- um gegn landinu og Rússlandsstjórn er raunar sama sinnis en Borís Jelts- ín kveðst ekki munu aflétta refsiað- gerðum einhliða. Milosevic hafnar friðartil- lögum STJÓRNVÖLD í Serbíu hafa í annað sinn hafnað tillögum stór- veldanna um frið í Bosníu og hefur það kynt undir ótta við, að stríðið breiðist út til annarra ríkja í Júgóslavíu sem áður var. Áttu embættismenn frá Frakk- landi, Bretlandi og Þýskalandi viðræður við Slobodan Milosevic Serbíuforseta sl. fímmtudag en fengu engu um þokað. Margir búast við nýjum átökum í Króa- tíu þegar gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hverfa frá Serba- byggðunum þar og í apríllok er úti fjögurra mánaða vopnahlé í Bosníu. Fjöldamorð í París SAUTJÁN ára gamall drengur skaut foreldra sína, afa sinn og ömmu og önnur hjón til bana í París í fyrrakvöld. Er fólkið allt af rússneskum ættum og bjó mjög ríkmannlega í einu út- hverfa borgarinnar. Ekki er vit- að hver ástæðan var fyrir morð- unum en tveggja eða þriggja ára gömul stúlka slapp ómeidd úr skothríðinni. Flúnir frá Pakistan TVEIR kristnir Pakistanar, sem sýknaðir voru af guðlasti en öfgafullir múslimar hóta að drepa, eru komnir til Þýska- lands. Er um að ræða Salamat Masih, 14 ára gamlan, og Re- hmat Masih, fertugan að aldri, en þeir eru óskyldir þótt eftir- nafnið sé það sama. Er það al- gengt meðal kristinna manna í Pakistan. Talsmaður þýska sendiráðsins í Islamabad sagði í gær, að mennirnir hefðu feng- ið vegabréfsáritun til Þýska- lands og Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði, að þeir gætu sótt um hæli þar í landi. Jeltsín gegn fasistum BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, hyggst grípa til ýmissa ráðstafana gegn uppgangi öfga- hópa og fasista í landinu. Var þetta haft eftir einum aðstoðar- manni hans, Míkhaíl Krasnov, en hann sagði, að Jeltsín væri óánægður með hvemig tekið væri á samtökum fasista og áróðri þeirra. Koma þessar yfír- lýsingar í kjölfar þess, að fyrir nokkrum dögum hótaði leiðtogi þjóðemissinnaðra samtaka af þessu tagi, Alexei Vedenkín, að skjóta tvo menn, sem gagnrýnt hafa hernaðinn í Tsjetsjníju. Samstarf í varnarmálum EISTLAND, Lettland og Lit- háen hafa gert með sér samning um samstarf í vamarmálum og var hann undirritaður í gær. Kváðust vamarmálaráðherrar landanna vonast til, að samning- urinn yki hemaðarlegt öryggi landanna og auðveldaði inn- göngu þeirra í vestræn vamar- bandalög. Ekki verður um að ræða sameiginlegan herafla en náið samstarf hvað varðar þjálf- un. „Héldum hann vera snilling“ London. Reuter. STARFSFÉLAGAR og keppi- nautar hins brotthlaupna Nicks Leesons í Singapore segja að hann sé vingjarnlegur en mjög sjálfsöruggur, jafnvel montinn. „Áður en þetta gerðist héldum við að hann væri snillingur, ör- uggasti verðbréfasali borgarinn- ar“, sagði einn keppinauturinn. „Hann virðist geta stjómað hreyfingum á mörkuðunum. Við fylgdumst með því sem hann var að gera á hveijum degi.“ Leeson er 28 ára gamall, .kvæntur og býr í dýru fjölbýlis- húsi. Bera nágrannarnir þeim hjónum vel söguna, þau eru einkum sögð umgangast aðra Breta í borgríkinu. Hann þétt- vaxinn og hárið farið að þynn- ast, er sagður njóta þess að klæðast dýrum fötum en er þó enginn glaumgosi. „Hefur þrælað til að efnast" Leeson er frá einni af sóða- legri útborgum London, Wat- ford, og ekki af neinu efnafólki kominn. Ættingjar hans veija hann og segjast vita að hann hafi ekki gert neitt af sér, þótt hann hafi farið í felur. „Ég held bara að hann sé mjög hræddur, hann hafði ekki lengur neina stjórn á því sem var að gerast", sagði systir hans. „Nick hefur þrælað til að efn- ast og hann á það fyllilega skil- ið. Hann var ekki einn af þessum einkaskóla-náungum sem fæð- ast með silfurskeið í munnin- um.“ Ágætlega launaður Launakjör Leesons tóku stakkaskiptum er hann hóf störf í Singapore. Hann mun hafa haft rúmlega tuttugu milljónir króna í árslaun en þar að auki hlaut hann ágóðahlut eins og aðrir snjallir verðbréfasalar. Ef marka má orðróm var ágóða- hlutinn í fyrra einhvers staðar á bilinu 1.4 - 4.1 milljónir Bandaríkjadollara, 100 - 280 milljónir króna. Reuter ZHÍRÍNOVSKÍJ veifar til fréttamanna í Amman. Vill bandalag gegn vestrænum ríkjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.