Morgunblaðið - 28.02.1995, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.02.1995, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 19 ERLENT Viðskiptastríði milli Bandaríkjanna og Kína afstýrt á síðustu stundu Kínverjar féll- ust á að virða höfundarrétt Peking. Reuter. KINVERJAR og Bandaríkjamenn komu í veg fyrir viðskiptastríð milli ríkjanna á sunnudag þegar samningar náðust um að uppræta brot á einka- og höfundarrétti og jafnframt að opna Kína fyrir bandarískri kvikmynda- og tónlistarframleiðslu. Refsiaðgerðir Bandaríkjastjóm- ar, sem Kínveijar ætluðu að svara í sömu mynt, áttu að taka gildi á sunnudag og fresturinn var raunar liðinn þegar samningar tókust. Fagnaði Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, samningnum mjög og Wu Yi, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, sagði hann upphaf nýs tíma í samskiptum ríkjanna. Þjófnaður upprættur Charlene Barshefsky, aðalsamn- ingamaður Bandaríkjanna, sagði, að samningurinn kæmi ekki aðeins í veg fyrir þjófnað á bandarískum kvikmyndum, tónlist og hugbúnaði, heldur opnaði einnig fyrir banda- rískri fjárfestingu í Kína. Bandarísk fyrirtæki höfðu áður lofað miklum fjárfestingum þar ef komist yrði hjá viðskiptastríði. Bandarískir embættismenn segja, að saman hafi gengið þegar Kínveijar féllust á að loka verk- smiðju í borginni Shenzhen en það- an hafa streymt milljónir ólöglegra geisladiska um alla Asíu. Hafa Kín- veijar þá alls lokað átta slíkum verksmiðjum og gert upptækar tvær milljónir geisladiska og ýmiss konar hugbúnað. Að auki var sam- ið um samstarf á tónlistar- og kvik- myndasviði og fá bandarískir kvik- myndaframleiðendur nú í fyrsta sinn þóknun fyrir sýningarrétt á myndum 'sínum. Deilt um mannréttindi Þrátt fyrir ánægjuna með þennan samning er ekki allt fallið í ljúfa löð í samskiptum ríkjanna. A sama tíma og verið var að undirrita hann fordæmdi talsmaður kínversku stjórnarinnar þær fullyrðingar Bandaríkjamanna, að í Kína væri fólk fangelsað vegna skoðana sinna einna og sagði, að margt mætti finna að mannréttindamálum í Bandaríkjunum. Reuter CHARLENE Barshefsky, aðalsamningamaður Bandaríkjanna, flytur ræðu að lokinni samningsgerðinni um höfundarréttar- mál, sem kom í veg fyrir viðskiptastríð við Kína. Elsti biúg- verpillinn er pólskur aðætt Lundúnum. The Daily Telegraph. ELSTI bjúgverpill (boomer- ang) heims kemur ekki frá Ástralíu, heldur Póllandi, og hann hefur nú verið prófaður í fyrsta sinn. Kastkylfan bjúglaga fannst í pólskum helli fyrir tíu árum og rannsóknir leiddu í ljós að hún er 20.300 ára gömul, eða tvöfalt eldri en elsti bjúgverpill sem fundist hefur í Astralíu. Astralir sárir Fundurinn kann að hafa sært þjóðarstolt Ástrala, en þeim ætti að vera nokkur huggun í niðurstöðum fyrstu „flugprófunarinnar". Pólski verpillinn reyndist ná góðu flugi, allt að 70 metra, en kom ekki aftur til þess sem kastaði eins og áströlsku vopnin. Ekkitilbaka Vísindamennimir sem prófuðu vopnið segja það mikinn misskilning að allir bjúgverplar snúi til baka. Til að mynda hafi Forn-Egyptar og indíánar í Ameríku notað bjúgverpla sem ekki hefðu komið aftur til þeirra sem köstuðu. Við öllu búnirí Karachi HER- og lögregla í Pakistan hafa stóreflt viðbúnað við moskur, verslunarmiðstöðvar og aðra staði í höfuðborginni Karachi vegna ofbeldisaðgerða íslamskra bókstafstrúarmanna í kjölfar þess að tveir kristnir menn voru sýknaðir í síðustu viku af að hafa lastað spámann- inn frá Mekka. Var myndin tekin á fjölförnu torgi þar sem lögreglumenn höfðu reist sand- pokavirki og voru við öllu bún- ir. Reuter Mafíumorð í Corleone? Corleone. Reuter. ÓTTAST er að vopnuð átök sik- ileyskra mafíuhópa kunni að blossa upp í bænum Corleone eftir 16 ára vopnahlé. Grunur leikur á að morð á hjónum í bænum á laug- ardagskvöld hafi verið liður í upp- gjöri af því tagi. Hjónunum Francesco Seporito og Giovanna Giammona var gerð fyrirsát. Þrír vopnaðir menn a.m.k. gerðu harða skothríð að bifreið þeirra, að sögn lögreglu. Tveggja ára sonur þeirra, An- tonino, slapp lifandi þar sem móð- ir hans skýldi honum. Tuttugu og tveggja ára gamall bróðir hennar, Giusto, var myrtur við störf sín í fataverslun í jan- úar. Morðið varð til þess að hundr- uð andstæðinga mafíunnar efndu til mótmæla í bænum, sem var gerður ódauðlegur í kvikmyndinni Guðföðurnum. Lögregla kveðst engar vísbendingar hafa sem bendla Giammona-fjölskylduna við mafíuna. Við bjóðum til flísaveislu aðeins þessa einu viku! Komdu og gerðu einstök r„ nmm TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA RAÐGREIOSLUR VKA TIL ALLT AÐ 24 MÁNAÐA opiÐ LAUGARDAGA FRÁ 10-14 kaup! ■ . . . á verði frá kr. , 7 J I • • • Teppaland tp Parketland Grensásvegi 13, sími 581 3577 og 588 1717
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.