Morgunblaðið - 28.02.1995, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kórtöfrar
DRAUGURINN, samviskan eða óttínn Eiísa slekkur á kertinu sem lýsir upp myrkur Piera.
Draugurinn
í sjálfum þér
TONLIST
Langholtskí rkja
KÓRSÖNGUR
Eric Ericson og kammerkór hans.
Sunnudagur 26. febrúar 1995.
FYRIR nokkuð mörgum árum
heyrði ég kórtónleika með Eric
Ericson sem stjórnanda. Tónleik-
arnir þeir voru í Svíþjóð. Kórinn
var Orpheid ranger. Efnisskráin
var nær eingöngu nútímaleg verk-
efni. Þessir tónleikar
eru einir þeirra sem
eru manni minnis-
stæðastir. Ekki að-
eins eru þeir minnis-
stæðir fyrir frábær-
an flutning, heldur
og að karlakór gat
leyft sér að syngja
heilt prógram án
þess að sykursæt
karlakórslög væru
uppistaðan í efnis-
skránni og að mjög
stór tónleikasalur
var troðfullur áheyr-
endum, sem hrifust
af þessum verkefn-
um, einnig varð
þetta manni um-
hugsunarefni.
Nú mætir Eric
með kammerkór
sinn, skipuðum at-
vinnusöngvurum, og
samanstendur efnis-
skráin af nútímaleg-
um verkefnum, að langmestu leyti
og nú bræðir Eric íslensku hjörtun
með sínum frábæra kór. Styrkur
kórsins liggur vitanlenga fyrst og
fremst í því að um atvinnumanna-
hóp er að ræða þar sem hver ein-
staklingur er með fullþjálfaða rödd,
öruggt tóneyra og nýtist því 100%.
Þegar tenóramir hafa ótakmark-
aða, óþvingaða hæð, bassamir
þéttan stuðning allt tónsviðið, sópr-
anamir skila öllu sem skila þarf
og altinn á í engum vandræðum
með að fylla upp hljóminn jafnt í
sterkum söng sem veikum, þá er
komið upp það draumahljóðfæri
sem allir alvöru stjórnendur óska
sér. En það er svo með þetta hljóð-
færi sem og önnur, að jafnvel ekki
NÆSTI fræðslufundur Minja og
sögu verður haldinn í Þjóðminja-
safni íslands, miðvikudaginn 1.
mars nk. og hefst kl. 17.15.
Ámi Bjömsson segir frá daga-
mun sem menn gerðu sér í upphafi
öllum alvörustjómendum er gefið
það að fá þetta hljóðfæri til að
hljóma. Frábært hljóðfæri hljómar
nfl. ömurlegar í höndum þess sem
ekki veldur, en ef um lélegt hljóð-
færi er að ræða. í kvöld var hljóð-
færið frábært og stjómandinn
bætti það. Eitt er óvenjulegt við
taktslag Erics, það er óvenjulega
stórt, eða langt, sem er andstætt
því sem venja er hjá kórstjómend-
um, en hver hefur sinn stíl og þetta
langa taktslag virðist ekki koma
niður á nákvæmni kórsins.
Efnisskrá kvölds-
ins var ættuð frá öll-
um Norðurlöndunum
og tvö frá hveiju
landi, utan að ísland
fékk þrjú verk, Kveð-
ið í bjargi eftir Jón
Nordal, Lofsöngur
engla eftir Þorkel
Sigurbjömsson og
Sapientia eftir Þor-
stein Hauksson. Til-
urð þessara þriggja
tónverka má að vissu
leyti þakka starfi
Hamrahlíðarkórsins,
en fyrir hans til-
verknað hefur orðið
til fjöldi ágætra ís-
lenskra nútímaverka
fyrir blandaðan kór
og stóðu þau jafn-
fætis mörgum ágæt-
um verkum öðrum á
efnisskránni, þótt
með nokkuð annarri
andlitslyftingu væm.
Tónleikunum lauk (utan auka-
lög) með Friede auf Erde, eftir
Arnold Schönberg. Öllum torfærum
kórlistar er hér raðað upp, bæði
kontrapunktiskum og hljómrænum
og kannski gaf sig þama hljóm-
burður kirkjunnar, sem hefði mátt
skila þessum magnaða vef skýrar.
Ekki er ástæða til að fara ná-
kvæmlega í saumana á þessum frá-
bæm tónleikum Eric Ericsons og
kammerkórs hans, það bíður næstu
hingaðkomu hans. Nú skal honum
óskað til hamingju með tónlistar-
verðlaun Norðurlandanna og allt
hans einstaka kórstarf, hvers áhrif
ná langt út fyrir lönd Svíþjóðar.
þorra, góu og lönguföstu og syngur
nokkur kvæði sem tengjast efninu.
í tengslum við erindi Áma Bjöms-
sonar verða mataráhöld frá fyrir tíð
til sýnis fyrir fundargesti. Fundur-
inn er öllum opinn.
LEIKLIST
Beaivvás Sámi
Teáhtcr í
Þjóðleikhúsinu
SKUGGAVALDUR
Höfundur: Inger Margreth Olsen.
Leikmynd: Bernt M. Bongo. Búning-
an Ingrid Olsen. Lýsing: Kristín
Bredal. Tónlist: Leo Gauriloff.
Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson.
26. febrúar.
„VERSTA tegund ofbeldis er
sú sem fer fram innan fjögurra
veggja heimilisins," segir höfund-
urinn Inger Margreth Olsen, en
Skuggavaldur fjallar um þau
flóknu samskipti sem hefjast á ást
og enda í ofbeldi; hvemig lífsvon
fómarlambsins breytist ótta, gleð-
in í sorg, kærleikurinn í reiði.
Hvemig gerandinn lemur og brýt-
ur niður allt sem er fallegt og
gott til að upplifa vald sitt.
í verkinu takast á hjónin Elísa
og Piera. Piera finnur til máttar
síns með því að bijóta niður hveija
konuna á eftir annarri. Hann not-
ar Ieiðir andlegs og líkamlegs of-
beldis, nær að bijóta Elísu svo
niður að henni finnst hún eiga
skilda þá meðferð sem hún fær
hjá honum. Einn daginn gengur
Piera of langt og drepur konu sína
sem komin er á steypinn.
Þeir sem kringum þau hafa ver-
ið taka það gott og gilt að Elísa
hafi bara farið, án þess að nokkur
skýring fáist á brotthvarfi hennar.
En Elísa hefur ekki farið langt og
þegar Piera tekur til við að rústa
lífí næstu konu, Önnu, rís andi
hennar upp undan gólffjölunum,
þar sem hún er grafin, til að stöðva
leikinn.
í sýningunni er Elísa alvöru
draugur, en hvað er alvöru draug-
ur. Er það innri rödd hvers og
eins? Segir undirmeðvitundin
Önnu að henni beri að varast þenn-
an mann? Gerir hún sér grein fyr-
ir því hversu hættulegur hann er,
þótt hún sé ekki alveg tilbúin til
að játa það fyrir sjálfri sér? Og
hvað með Piera? Er hans draugur
bara samviskan sem nagar hann?
Eða óttinn við að upp um glæp
hans komist?
Sýning Beaiwás leikhússins er
ólík því sem við eigum að venjast.
Verkið er samsett úr þáttum sem
vissulega tengjast í tímalegu fram-
haldi. Hins vegar er þar stiklað á
stóru og verður sýningin eins og
verið sé að flétta myndaalbúmi á
hreyfingu. Verkið er án umbúða
og flúrs; það er sagt sem segja
þarf og annað ekki. Fyrir bragðið
virðist sýningin hrá og köntuð og
meira í ætt við gott áhugamanna-
leikhús en atvinnuleikhús. Leik-
mátinn er stílfærður; hreyfingar
og svipbrigði í stærra lagi og
textameðferð þannig að maður er
stöðugt minntur á að þetta sé leik-
hús. Hreyfing leikaranna er dálítið
einhæf og stirð; sýningin hefur
ekki þá mýkt og fágun í allri hörk-
unni sem fær mann til að samsama
sig persónunum og skynja örlög
þeirra að fullu.
Engu að síður var þetta nokkuð
áhugaverð sýning og spennandi
að sjá hvemig aðrar þjóðir takast
á við og nýta sér þá draugatrú, sem
við þekkjum svo vel, á dramatískan
hátt.
Súsanna Svavarsdóttir
Eric Ericson
Ragnar Björnsson
Fræðslufundur Minja og sögu
Hamrammur Baal
LEIKLIST
Menntaskólinn
í Reykjavík
BAALEFTIR BERTOLD
BRECHT
Leikstjóri Halldór E. Laxness. Leik-
gerð: Halldór E. Laxness, Hallgrimur
Helgason. Leikmynd: Egill Sæbjöms-
son. Tónlist: Hlynur Aðils Vilmars-
son. Aðalleikendur: Ólafur Egilsson,
Amar Valdemarsson, Nanna Magn-
úsdóttir, Esther Casey, Maríanna
Lut.hersdóttir, Hlynur Pálsson. Sýnt
í Tjamarbíói. Aðalæfing 22.2.
ÉG ÞÝKIST nokkuð viss um
að meðlimir kirkjukórsins í Skom-
víkursókn muni ekki leggja leið
sína til höfuðborgarinnar að fylgj-
ast með Baal, þeim hundheiðna
morðingja, nauðgara, náriðli, dóp-
ara, flagara og sukkarasvíni.
Sumum ílnnst betra að halda frá
sér saurlífíshugsunum og horfa á
Hemma Gunn. Sem er þeirra heil-
agur réttur. Sjálfum varð mér um
og ó þegar ég áttaði mig á því
að ég hafði boðið tveimur ungtán-
ingsstúlkum með mér á sýning-
una. Yrði ég þess valdandi að
stúlkumar skildu hvers vegna
mannskepnan er kölluð mann-
skepnan? En svo hófst forleikur
hljómsveitarinnar Strigaskór nr.
42 og ég róaðist. Það gat ekki
verið að nokkur héldi óskertri
heym eftir þetta. Það er að segja
meðal þeirra sem ekki höfðu strax
geispað golunni í sætum sínum
þegar hljóðbylgjan skall á þeim.
Sum tónlist nær hæst þegar hún
er ærandi. Hér er það að vísu
nauðsynlegt en eigi að síður er
rétt að benda leikstjóranum á að
eyrnalæknar hafa sagt samningi
sínum við Tryggingastofnun laus-
um.
Margir hneykslast eflaust á
þessari sýningu. Næturlífíð í New
York, þýsk menning, og nú MR
láta sér ekkert mannlegt óviðkom-
andi. Ekki skal lasta það. Það er
svo margt í tilverunni sem ein-
hverjum einhvers staðar finnst
einhvem tímann óviðurkvæmilegt
að við værum með bundið fyrir
augun alla ævi ef sá væri mæli-
kvarðinn á list. í list opinberar
hið ljóta stundum hið fagra. Ef
rétt er að staðið, skerpir ljótleiki
skilning. í þessari uppsetningu á
Baal er rétt að staðið.
Halldór E. Laxness hefur skap-
að sýningu sem er til skiptis áköf
og sárfögur, gróf til að ögra,
hamslaus og nöturleg, ráðlaus
þegar það á við en að lokum rök-
rétt og fullkomlega miskunnar-
laus í siðferðislegu gjaldþroti sínu
rétt eins og sól hennar og myrk-
ur, sjálfur Baal. Leikmyndin er
svört, ógnandi, subbuleg og upp
á henni tróna bak við net hljóð-
færaleikarar og fremja tónlist sem
hæfir anda verksins vel og er sam-
in af Hlyni Aðils Vilmarssyni.
Búningar em skrautlegir (í ungri
merkingu þess orðs). Texti verks-
ins er klúr og ljóðrænn, vel gerð-
ur. Skrúðmælgi og hnitmiðun
kallast á. Baal er fyrsta leikrit
Brechts. í því fer lítið fyrir pólitík
og þjóðfélagsgagnrýni, en þrótt-
mikið málfar og myndskeiðskennd
framvinda bera þó stíleinkenni
höfundar sem „leikgerðarmenn“
hafa varðveitt.
Ungu MR-ingarnir á sviðinu
standa sig yfirleitt með ágætum
og jafnvel betur en búast má við
af áhugaleikurunum. Þó er það
Ólafur Egill Egilsson í hlutverki
Baals sem verður til þess að þessi
sýning líður mér seint úr minni.
Hann býr yfir gríðarlegum leik-
arahæfileikum og tjáningarbreidd
sem er undraverð hjá ungum
manni. Hann er þróttmikill eins
og títt er um jafnaldrana, limafag-
ur og skefur ekki utan af hlutun-
um, en hefur þróaða sviðstækni
og agaða líkamsbeitingu. Radd-
sviðið er breitt og framsögnin
skýr. Hann virðist ekkert skorta
nema það sem ekki fæst með öðru
en aldrinum.
Ólafur er hamrammur sem
Baal, „sykkópatinn" (geðvilling-
urinn, siðblindinginn) sem afber
ekki það hlutskipti að fæðast, að
vera spýtt úr leginu út í kaldan
heim. Sárfögur ljóðræna hans er
söknuðurinn eftir hjartslætti móð-
urinnar, framferði hans hefnd fyr-
ir svik, og eins og þeir sem lífíð
svíkur fer hann ekki hægt úr
heimi hér, ekki hóflega.
Ólafur Egill Egilsson gerir bet-
ur en að ráða við þetta erfiða hlut-
verk. Undir stjórn Halldórs E.
Laxness kafar hann djúpt, rís upp
og endurskapar æði þess, rísandi.
Haldist sporbaugur himintungl-
anna verður hann stjarna. Hversu
lengi og skært sú stjarna skín
ræður hann sjálfur.
Guðbrandur Gíslason