Morgunblaðið - 28.02.1995, Side 24

Morgunblaðið - 28.02.1995, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hjartagóða mellan KVIKMYNPIR Laugarásbíó NESTISPENINGAR „MILK MONEY“ ★ Leikstjóri: Richard Beiyamin. Aðal- hlutverk: Melanie Griffith, Ed Harris, Malcolm McDowell. Para- mount. 1994. BANDARÍSKA gamanmynd- in„Milk Money“ er um mellu, sem Melanie Griffith leikur, er vingast við móðurlausan strák úr nærliggjandi úthverfi en sá er einmitt á höttunum eftir góðri konu fyrir ekkjumanninn og sér- vitringinn föður sinn (Ed Harr- is). í ljós kemur að mellan hefur gullhjarta svo ekki sé meira sagt og býður uppá talsverða tilbreyt- ingu í steindauðu úthverfinu. Þetta er ekki slæmt efni en höfundarnir með leikstjórann Richard Benjamin í fararbroddi fara afleitlega með það. Þeim er svo mikið í mun að gera mell- una að dýrlingi að það verður hlægilegt. Hún skilur aldrei við sig tímaritið „Scientific Americ- an“, þekkir sigðnef á flugi og reynist frábær móðir í hryllilega væmnum og grátklökkum atrið- um. Griffith hefur farið í megrun og líkast til andlitslyftingu líka en persóna hennar er svo vita gallalaus að það er ekkert gaman að henni. Ed Harris er skemmti- legri þótt hlutverkið sé ekki merkilegt því hann leikur hálf- gerðan trúð og breski leikarinn Malcolm McDowell leikur óþokka án mikillar fyrirhafnar því það nægir ekki að hafa þetta klisju- kennda öskubuskusögu heldur þarf að flækja mafíuna inní hana án nokkurs sýnilegs tilgangs. „Milk Money“ er auðvitað af- brigði af metsölumyndinni „Pretty Woman“ en stendur þeirri ómerkilegu mynd langt að baki. Sagan er full af tilfinninga- vellu og samtölin rísa ekki hátt (Harris finnur „spendýrslegar" kenndir til Griffith) en einstaka þætti má kalla spaugilega eins og misskilninginn sem myndast þegar Harris heldur lengst af að konan sé stærðfræðikennari. En þetta er í alla staði lítt spennandi og klén smámynd sem gerir þau mistök helst að ofbjóða áhorfendum með sléttri og felldri væmni. , ., T , Arnaldur Indriðason PIONEER 49.900stgr aiwa J 59.900 stgr. Raðgreiðslur: til allt að 24 mán Kringlan 8-12 Sími 681000 RaÖgrciðslur: til allt að 36 mán. 'iillliii I ■ ' I Heimskringlunni er úrvaliö mest og verðið lægst AIWA NSX 380 á kr. 49.900* *Sérstakur 10.000 kr 5Qstæ AIWA NSX 380 stæðurnar kosta kr. 59.900 stgr. Fyrstu 50 stæðurnar bjóðum við á einstöku fermingartilboðsverði. Feluleikur á þremur borðum MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 1. mars nk. verður tíunda verk leikársins í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum frumsýnt. Það er Sápa tvö: Feluleik- ur á þremur borðum eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Óskars- dóttur. Sápa eitt var opnunarverk Kaffileikhússins og var höfundur hennar Auður Haralds. Þá strax sýndi það sig að ástæða var til að halda áfram með þetta form, sápu- formið, segir í kynningu. Ennfrem- ur segir: „Efniviðurinn er sóttur í eina af þjóðaríþróttum Íslendinga, þ.e. framhjáhald. Ekki er um neinn siða- boðskap að ræða né heldur verið að velta fyrir sér hvort flokka megi framhjáhald sem listgrein. Reynt að sjá speugilegu hliðina á þessu fyrirbæri, tvöfeldnina, vandræða- ganginn, blekkingarnar og feluleik- inn. Sápa tvö segir frá einni klukku- stund í lífi þriggja hjóna sem iðka af kappi þennan „leik“. Sem fyrr gerist leikurinn á kaffihúsi í Reykja- vík.“ Leikendur eru Bessi Bjarnason, Edda Björgvinsdóttir, Eggert Þor- leifsson, Margrét Ákadóttir, Mar- grét Guðmundsdóttir og Valgeir Skagfjörð. Frumsamin sönglög og textar eru eftir Valgeir Skagfjörð og hefur hann samið þau sérstaklega fyrir þessa sýningu. Leikstjóri er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. ♦ ♦ ♦------ Ný tímarit • ÚT er komið 1. tölublað Æsk- unnarog abc. Tvö stærstu íslensku barna- og unglingablöðin hafa með því verið sameinuð í eitt. Stefnt er að því að gefa út tvö blöð, hvort fyrir sinn aldursflokk. í Æskunni og abc verður vinsælasta efni úr tímaritunum tveimur auk ýmissa nýmæla - í samræmi við óskir les- enda þeirra beggja en viðhorf þeirra var kannað í fyrrahaust. 1. tbl. er 72 síður, fjölbreytt að efni. Viðtöl eru við Þorgrím Þráins- son rithöfund, Magnús Scheving þolfimimeistara, Emilíönu Torrini söngkonu. Sagt er frá úrslitum í smásagna- og ljóðakeppni og birt aðalverðlaunasagan eftir Þórgunni Oddsdóttur 13 ára og viðtal við hana. Einnig er lýst niðurstöðu dómnefndar í teiknikeppni blaðsins og birtast tvær af tíu verðlauna- myndum. Greinar eru um „töfralið- ið“ í körfuknattleik, Orlando Magic, pg verðlaunaleikarann Tom Hanks. íslandsmeistaramótið í þolfimi er lýst með mörgum myndum og rætt við Maríu Björk Hermannsdóttur, meistara í einstaklingskeppni stúlkna. Ritstjóri Æskunnar og abc er Karl Helgason. Útgefandi er Stór- stúka íslands IOGT. Æskan kom fyrst út 5. október 1897 - abc haustið 1979. K-prent annaðist umbrot, teikningar og filmuvinnu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði blaðið. Æskunni og abc fylgir að þessu sinni lítill bæklingur. í honum er bömum og unglingum kynnt að þeim sé boðið að taka þátt í gerð bókar um fortíð, núverandi stöðu og framtíð Sameinuðu þjóðanna - með því að yrkja ljóð, teikna og mála myndir og semja ritgerðir. Bókin verður gefin út í tilefni 50 ára afmælis samtakanna. • LISTATÍMARITIÐ E/TTkemur út á morgun miðvikudaginn 1. mars. í tímaritinu, sem gefið er út af nemendum í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, er að finna greinar um myndlist og hönnun, meðal ann- ars viðtöl, þýddar greinar og mynd- verk. Efnt verður til útgáfuteitis að kvöldi útgáfudags á efri hæð Sólon íslandus kl. 21. Allir 18 ára og eldri eru velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.