Morgunblaðið - 28.02.1995, Page 25

Morgunblaðið - 28.02.1995, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 25 LISTIR Nú getur þú notað GSM símann þinn í eftirfarandi löndum: Noregi Svíþjóð ■ Finnlandi Danmörku Hollandi Ef íslenskt GSM kort er notað í útlöndum er greitt samkvæmt gjaldskrá I viðkomandi landi auk 15% álags. Ef hringt er í íslenskan GSM síma í útlöndum, greiðir rétthafi farsímans útlanda-símtalið. Sviss PÓSTUR OG SÍMI Ingunn Jensdóttir leikstjóri hefur mikla reynslu af að vinna með áhugaleikfélögum (hún á dijúgan þátt í því góða gengi sem Leikfélag Hornafjarðar hefur átt að fagna upp á síðkastið. Góð áhugaleikhús spretta ekki upp á einni nóttu). Hér hefur hún nýtt góðan efnivið þar sem eru nemendur í ML og skapað sýn- ingu sem flýtur vel áfram og er haganlega fyrir komið á litlu sviði. Hópatriðin eru einkar vei af hendi leyst, dansar þokkafullir og heljar- stökk afturábak og aðrar jafnvægis- listir með þeim hætti áhorfendur stóðu á öndinni. Þessi sýning er nefnilega gríðarlega mikið „sjó“. Ekki má gleyma tónlistinni sem er mjög mikilvægur þáttur Fiðlar- ans. Hilmar Örn Agnarsson, kantor Skálholtskirkju stjórnar henni. (Hans vinna er að láta Bach líða inn Listamiðstöð- in í Straumi verði starf- rækt áfram STJÓRN Sambands íslenskra myndlistarmanna sendir frá sér eftirfarandi ályktun: „Á undan- förnum árum hefur menningar- starfsemi blómstrað í Hafnar- firði. Má þar nefna stofnun myndlistarskóla, kammer- hljómsveit, sýningarsalinn Portið, vinnuaðstöðu myndlist- armanna í Straumi auk listahá- tíðar. Frumkvæði að þessari starfsemi hafa listamenn átt undir forystu Sverris Ólafsson- ar í góðri samvinnu við bæjaryf- irvöld. Því miður hefur þessi starfsemi lagst af að mestu nema rekstur listamiðstöðvar í Straumi. Bæjarstjóm Hafnarfjarðar hefur nú lýst því yfir að hún hyggist endurskipuleggja stjórnun og starfsemi Straums. Stjóm Sambands íslenskra myndlistarmanna beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að listamiðstöðin í Straumi verði starfrækt áfram. í nýrri stjórn sitji fulltrú- ar þeirra listgreina sem aðgang hafa að Straumi og staðarhald- ari verði ráðinn til fjögurra ára í senn.“ SÓL RÍS eyrun á sér og út um fingurna til vitnis um fegurðina og Guð. Hvílík forréttindi!). Undirspilið er dágott og sama er að segja um sönginn. Fjölmennur hópur leikara stendur sig með prýði, en á engan er hallað þótt þeim ívari Þormarssyni og Kristjönu Skúladóttur sé hrósað sér- staklega. Þau sýna leikræn tilþrif í krefjandi hlutverkum sem Teyje og Golda og hafa ágætis söngraddir. I sýningarlok var leikhópnum fagnað innilega. Það var gaman að því að verða vitni að því hversu mjög menn- ingarlegt framtak á borð við þetta getur aukið reisn og hróður smárra samfélaga. Mannlífið er bersýnilega í lagi á Laugarvatni. Nú þyrfti staðar- haldarinn að sjá til þess að Mennta- skólabyggingin hætti að drabbast niður eins austur-evrópskt gettó. Guðbrandur Gísiason Kvenna- kórinn „á léttu nót- unum“ KVENNAKÓR Reykjavíkur heldur tónleika á öskudag í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði kl. 20.30. Kvennakórinn varð tveggja ára í janúar sl. Kórinn hefur á leigu hluta húsnæðis Blikksmiðjunnar JBP á Ægis- götu 7 og þar njóta söngsins um 200 konur og starfa í sex mismunandi hópum. I kynningu segir: „Hin ýmsu tilbrigði sönglistarinnar eru æfð og einnig stunda konur þar nám í einsöng. Gestakennarar hafa aðstoðað og má þar nefna óperusöngkonurnar Ruth Magnússon og Eugeniu Ratti, auk kórstjórans og organistans Sibyl Urbancic. Fastir leiðbein- endur eru þær Björk Jónsdóttir söngkona, Svana Víkingsdóttir píanóleikari og Margrét Pálma- dóttir söngkona. Framundan hjá Kvennakórn- um eru tónleikar sem nefnast „Þú hýri Hafnarfjörður", en söngstjórinn vill með þeim minnast góðra söngstunda sem hún átti með kórum bæjarins, sérstaklega vill hún minnast söngsystur sinnar, Berglindar Bjarnadóttur, en hún lést úr krabbameini fyrir rúmum átta árum.“ EKKI veit ég hvort Tevje mjólk- ursali leggur inn hjá Mjólkurbúi Flóamanna en hitt er víst að hann var hrókur alls fagnaðar á skóladegi Menntaskólans á Laugarvatni í síð- ustu viku, merarlaus og beitti sjálf- um sér fyrir brúsavagninn, hefðinni trúr. Enga japanska jeppa eða Mass- ey Ferguson fyrir hann sem syngur um von sína og örvæntingu, gleði og sorg (er að furða: maðurinn á fimm dætur. Konan hans er skass). Þessi sýning var -einkar ánægjuleg á að horfa og skemmtileg. Hún náði því markmiði allra leiksýninga að hrífa áhorfendur með sér. HLÆJANDI kona eftir Bror Hjorth. Listasmiðja verður ekki LISTASMIÐJA fyrir börn og unglinga sem vera átti í Hafn- arborg 25. febrúar til 3. mars í tengslum við sýninguna „Frá prímitívisma til postmodern- isma“ fellur niður vegna verk- falls kennara. Tilmæli stjórnar SÍM LEIKLIST Mcnntaskólinn aö Laugarvatni: Fiðlarinn á þakinu Leikstjóri: Ingunn Jensdóttir, Tón- listarstjórn: Hilmar Orn Agnarsson, Aðalleikendur: ívar Þormarsson, Kristjana Skúladóttir, Sonja Jó- hannsdóttir, Elín Jónsdóttir, Hildur Sveinsdóttir, Eva Hlynsdóttir, Hreið- ar Þorsteinson, Hilmar Sævarsson. Frumsýning á Laugarvatni 24.2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.