Morgunblaðið - 28.02.1995, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 27
AÐSEIMDAR GREINAR
SJALFSTYRKING
Námskeið í Kripalujóga_
upphæðar sem þá er eftir og sjúkra-
trygging 60%. Dæmi: Meðalkostn-
aður við komu til sérfræðinga er kr.
3.300. Greiðsluhluti sjúklings að
meðaltali kr. 2.040 (62%) en sjúkra-
trygging ^reiðir aðeins kr. 1.260
(38%). Koma upphæðirnar fram á
sundurliðaðri kvittun sjúklings.
Gjöld þessi standa undir öllum kostn-
aði við þjónustuna, enda byggja sér-
fræðingar yfir sig sjálfir og kosta
aðstoðarfólk, aðstöðu, tæki og rekst-
ur.
Á heilsugæslustöðvum og hjá
heimilislæknum greiða sjúklingar
600 kr. fast gjald við hveija komu,
óháð raunverulegu verði þjónustunn-
ar. Sjálfstætt. starfandi héimilis-
læknar annast húsnæðiskostnað
sinn sjálfir, en heiisugæslustöðvar
eru reistar fyrir ríkisfé. Hefur að-
staða fyrir hvern lækni kostað 20
til 40 milljónir hér í þéttbýlinu en
víða meira. Ríkið sér um reksturs-
kostnað stöðvanna, útbúnað og laun
starfsfólks, þar með föst embættis-
laun hinna æviráðnu heilsugæslu-
lækna.
Eins og gerist um ríkisfyrirtæki
hefur aldrei verið reiknað út á trú-
verðugan hátt hver er raunkostnað-
ur við þjónustu heilsugæslustöðva.
Sé tekið meðaltal af mismunandi
stöðvum og húsnæðiskostnaður
meðtalinn, sem óhjákvæmilegt er,
fer kostnaður við hveija komu ná-
lægt því sem er hjá sérfræðingum.
Fastagjald sjúklinga, kr. 600, er
samkvæmt því um eða undir 20%
af raunkostnaði.
Þar eð kostnaður sjúklinga er
langmest niðurgreiddur á ríkisrekn-
um heilsugæslustöðvum (80% eða
meir) því næst hjá sjálfstætt starf-
andi heimilislæknum (60%), meðan
tryggingarnar greiða minnihluta
sérfræðikostnaðar (38%), blasir við
að sérfræðiþjónustan er afar ódýr
fyrir tryggingarnar okkar; sjúkling-
arnir greiða hana mest sjálfir. Tal
ráðherrans um „sjálftöku sjúklinga
og sérfræðinga“ úr ríkisjötunni er
rugl. Stýring trygginganna opinber-
um stofnunum í hag gæti hins vegar
verið athyglisverð fyrir Samkeppnis-
stofnun.
Upplýstur sjúklingur leitar alltaf
þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hann
treystir best, allt að því án tillits til
efnahags. Þrátt fyrir minnkandi
þátttöku trygginga og aukinn eigin
kostnað hefur fólk haldið áfram að
nota sérfræðiþjónustuna. Virðist
hafa skapast jafnvægi við þetta
verðlag. Þótt lokanir sjúkrahúsa og
verkföll knýi á um þjónustu utan
spítala hefur sérfræðikostnaðurinn
ekki aukist síðustu árin.
Sparnaður með
tilvísunum er útilokaður
Næðist það óskamarkmið heil-
brigðisráðherra að hindra aðgang
fólks að sérfæðingum og — fyrst
verðstýringin dugir ekki — að þvinga
sjúklinga með tilvísunum yfir til
heilsugæslustöðvanna blasir við að
fyrrnefnd stýring hans á trygging-
unum hefur þegar girt fyrir hugsan-
legan „sparnað". Kostnaður trygg-
inganna myndi aukast. Heilsugæsl-
an er þegar yfirhlaðin. Minnst
10.000 manns eru án heimilislækna.
Þyrfti því að byggja nýjar heilsu-
gæslustöðvar fyrir hundruð milljóna
úr þeim ríkissjóði sem alltaf er verið
að bjarga. Forsendur flestra aðgerða
heilbrigðisráðherra hafa verið þær
að brýnt sé að rétta hag ríkisins.
Værí það gott mál, kæmu ekki til
aðferðirnar. Hver nennir að taka
þátt í að borga upp ríkisskuldir ef
aðferðin þýðir að við sitjum uppi
með enn stærra, frekjulegra og eyðs-
lusamara ríki?
Höfundur er geðlæknir í
Reykjavík. Hann er fyrrverandi
stjórnarmaður í heiibrigðisnefnd
og Sjúkrasamlagi Reykjavíkur.
Viðskiptafrelsi
í heilbrigðisþjónustu
FYRRIHLUTI
HUGMYND heilbrigðisráðherra
að þvinga tilvísunarskyldu að nýju
uppá almenning og lækna „til að
spara ríkinu" 100 milljónir hefur
ekki vakið fögnuð. Hugmyndin
skerðir tryggingarétt fólks og frelsi
til að treysta skynsemi sinni og leita
læknisþjónustu að eigin vali. Fjár-
hagsforsendur eru vafasamar svo
að ekki sé meira sagt. En hvað sem
þeim líður er hér grundvallarmál sem
varðar það hvort enn muni aukast
hér ríkisrekstur í heilbrigðisþjónustu
með tilheyrandi óhagkvæmni og of-
stjórn eða hvort vænta megi eðli-
legri viðskiptahátta á þessu sviði
þjóðlífsins sem öðrum.
Erlendar fyrirmyndir
Á fundi sem heilbrigðisráðherra
hélt með sérfræðingum til kynningar
málinu 5. janúar sl. tilkynnti hann
hver valdið hefði — nefnilega hann
sjálfur. Hefði hann tveggja ára
gamla heimild Alþingis til að setja
tilvísanaskyldu á. Kvaðst hafa bless-
un frá Alþjóða heilbrigðis- mála-
stofnuninni (WHO) og greindi frá
fundi með heilbrigðisráðherrum
Vestur-Evrópulanda. Vitnaði hann
mjög til hugmynda Virginíu nokk-
urrar Bottomley, heilbrigðisráðherra
Breta, sem takmarkaði þjónustu sér-
fræðinga með því að láta heimilis-
lækna hafa tiltekinn kvóta til að
skammta fólki möguleika á þjónustu
sérfræðinga.
Ekki leist fundarmönnum á
áformin. Sáu engan sparnað en
kostnað fyrir alla, dýra útþenslu
heilsugæslunnar, tímasóun sjúklinga
og lækna, aukaferðir, sjálfræð-
issviptingu almennings og óvirðingu
við heimilislækna, þar sem nú yrði
fólk þvingað til þeirra. Aðspurður
um fjárhagslegar forsendur tilvís-
anaskyldu. átti ráðherra þau svör
helst að vitna i hina bresku frú.
Taldi hugmyndir hennar bestar
þeirra sem hann vissi um.
Læknar töldu núverandi þjónustu-
kerfi utan sjúkrahúsa þokkalegt,
ódýrt og miðað við önnur lönd lík-
lega eitt hið besta. Er sama hvert
litið er. Menn þekkja til dæmis að
heilbrigðisþjónusta í Bretlandi er
mjög með tvennum hætti eftir því
hvort efnafólk eða aðrir eiga í hlut
— hvort fólk þarf að notast við hið
opinbera kerfi eða ekki. Viðtal hjá
breskum heimilislækni er að meðal-
tali 6 mínútur. Getur hver ímyndað
sér gæði við þær aðstæður og mögu-
leika læknis með almenna menntun
til þess að dæma hvort kosta skuli
til áliti sérfræðings með kvótann að
leiðarljósi.
Tryggingar eða
ríkiseinokun og skömmtun
Ráðherra minntist ekki orði á
hugtakið sjúkratryggingar einstakl-
inga, en talaði því meir um „fé ríkis-
ins“. Lækna kallaði hann ríkisstarfs-
menn hvort sem þeir væru sjálf-
stætt starfandi eða
ekki. Sjúklinga þiggj-
endur skattfjár.
Læknar þekkja úr
lífeðlisfræðinni að
vöðvi er ekki íjölgáfað
líffæri. Eina svar hans
við hvaða áreiti sem er
er átak — samdráttur.
Sé vöðvinn látinn í friði
slakar hann á ef hann
er heilbrigður. Sé hann
skaðaður orðinn og
vinni vitlaust vegna
þess, heldur samdrátt-
ur áfram unz vöðvinn
örmagnast. Þegar ein-
okunarkerfi vill ná
meiri árangri notar það
sína einu aðferð að auka einokun-
ina, herða tökin. Girða fyrir frelsi,
loka leiðum, „koma böndum á“. Það
er stefnan hér linnulaust.
Einokunaraðstaða er hættulegt
fyrirkomulag. Hún nærir hroka og
stjórnlyndi og rýrir gæði allrar þjón-
Læknar geta aldrei
átt sjúklinga, segir
Ingólfur S. Sveinsson,
né haft umráðarétt
Ingólfur S,
Sveinsson
yfir þeim.
ustu. Gildir einu hvort um ræðir
verslun (sbr. einokunarkaupmenn
áður fyrr og síðar fræga einokun
kaupfélaga víða í dreifbýli), fræðslu-
starfsemi eða heilbrigðisþjónustu.
Jafnvel núverandi fyrirkomulag
reynist stundum einokunarfyrir-
komulag. Fólk úti á landi á oft erf-
itt með að sannfæra lækna sína um
að ástæða sé að leita sérfræðings.
Sama gildir hér syðra, samanber
ijölda blaðagreina, m.a. ágæta grein
Heiðrúnar Sverrisdóttúr í Mbl. 28.
janúar. Ég er ekki eini sérfræðingur-
inn sem fæ til mín vanrækta sjúkl-
inga, sem stynja því upp eins og
strokufangar hvort megi sleppa því
að senda hið hefðbundna læknabréf
til heimilislæknisins. Hann hafi með
úrtölum komið í veg fyrir það lengi
að leitað yrði sérfræðings. Slík tilvik
þekkja allir. Þau eru undantekningar
en of mörg samt. Flestir heimilis-
læknar eru ágætis læknar og ágæt-
is menn, en tilvísanaskylda myndi
réttlæta möguleg mistök af þessu
tagi efnaminna og einurðarminna
fólki í óhag.
Sjúklingar eiga sig sjálfir. Þeir
eiga þær upplýsingar sem um þá
íjalla og tryggingar sínar líka.
Læknar geta aldrei átt sjúklinga né
haft umráðarétt yfir þeim. Hins veg-
ar mega bændur eiga búfé, eyrna-
merkja sér það og halda því hjá sér
í girðingum. Þarna er munur á.
íslendingar eiga merka sögu um
sjúkratryggingar. Þær voru lengst
af ábyrgar og persónubundnar. Þær
hafa aldrei verið lagðar niður þótt
sjúkrasamlögin okkar góðu hyrfu
endanlega í ríkishítina
árið 1990. Margt fólk
veit enn vel hvað trygg-
ingarréttur er þótt heil-
brigðisráðherra viti það
ekki. Hins vegar veit
enginn hvað hann
greiðir fyrir tryggingu
sína í ríkiseinokunar-
fyrirkomulagi okkar.
Þrátt fyrir að trygging-
ar okkar eru nú geymd-
ar á óheppilegasta stað
í landinu, þ.e. í ríkis-
sjóði, og þrátt fyrir svo
kauðalega stýringu
heilbrigðisráðuneytisins
á tryggingunum síðustu
25 ár, að þær eru varla
skiljanlegar lengur venjulegu fólki,
þá eigum við sjúkratryggingar enn.
Hlutdræg verð-
stýring trygginga
Nú þegar er í gangi kröftug verð-
stýring sjúkratrygginga á þann veg
að síðari ár greiða sjúklingar úr eig-
in vasa meirihluta kostnaðar við
þjónustu hjá sérfræðingum, um 62%,
á heilsugæslustöðvum greiða þeir
um eða undir 20% raunkostnaðar,
en hjá sjálfstætt starfandi heimilis-
læknum 40%.
í sérfræðiþjónustunni ákvarðast
greiðsluhluti sjúklings með formúlu
sem kallast hlutfallsgreiðsla. Sjúkl-
ingur greiðir sjálfur fyrstu 1200
krónurnar af heildarkostnaði við
þjónústu, en auk þess 40% þeirrar
Kolbrún Óladóttlr
Námskeiðin henta fólki á öllum aldri,
engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg.
Upplýsingar og skráning hjá jógastöðinni
YOGA STUDIO, Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði,
sími 651441, milli kl. 10.00 og 12.00 og 18.00
og 20.00 alla virka daga, einnig símsvari.
Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði, sfmi 651441
TUDOR
rafgeymar í öll farartæki
Allar stæröir - Langbestu verðin
Umboðsmenn um land allt.
Bíldshöfða 12 - sími 587 6810
Kripalujóga stuðlar að m.a.:
• Vekja andlegan og líkamlegan styrk.
• Ná árangri í námi og starfi.
• Losna undan spennu og áhyggjum.
Næstu námskeið:
Byrjendanámskeið
7.-30. mars þri./fim. kl. 16.30-18.00 (8 skipti).
Leiðb. Ragnheiður Óladóttir, jógakennari.
Byrjendanámskeið
8. mars - 3. apríl mán./mið. kl. 20-21.30 (8 skipti).
Leiðb. Ásmundur Gunnlaugsson.
Ásmundur Gunnlaugsson
l