Morgunblaðið - 28.02.1995, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.02.1995, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Skiptimiða, takk! Opið bréf til fulltrúa Röskvukynslóðarinnar FYRIR ÁRI fenguð þið, fulltrúar Röskvu- kynslóðarinnar, umboð hennar til forystu í Stúdentaráði. Fögur loforð ykkar um Hjarta Háskólans, bjórkjallara, Vínardansleiki og fiðlu- böll tryggðu ykkur sig- ur í kosningum. Þið vor- uð málið. Við Vöku- menn vorum þá bara þurr og leiðinleg og bentum á að meiri þörf væri á lesplássum fyrir nemendur og aðstöðu fyrir deildarfélögin. Hjartað er hins vegar ekki enn byijað að slá, og hugmynd- ir okkar eru komnar í stefnuskrá Vaka hefur verið í minnihluta í fjögur ár. Á þeim tíma höfum við þróað nýjar hugmyndir, sem eru ferskar og í takt við nýja tíma, segir Olafur Teitur Guðna- son. Vaka hefur eflst og í dag er mikil hreyfíng að baki félaginu. ykkar, ári síðar. Þetta hlýtur að valda ykkur nokkrum áhyggjum, sérstak- lega þar sem þetta er ekki eins- dæmi. Eða fannst ykkur það bera ferskleika ykkar og frumleika gott vitni þegar þið kynntuð nýlega hug- mynd um Vildarvinafélag Háskól- ans? Það krafðist allavega ekki mik- illar undirbúningsvinnu, þar sem fyr- ir liggur 70 blaðsíðna ítarleg skýrsla um Hollvinasamtök Háskólans, unn- in af fyrrum Háskólaráðsfulltrúa Vöku og gefin út í apríl 1994. Þröngsýni Tillögur ykkar um sumarmisseri skutu upp kollinum í fyrra, en urðu aldrei að veruleika. Þær eru enn á dagskrá, en nú er sú stefna tekin að lofa engu. Ef sumarmisseri kemur ekki næsta sumar, þá kemur það sumarið þar á eftir, eða bara ein- hverntímann. Spurningin er sú hvort stúdentar séu ekki þeg- ar búnir að átta sig á þessum loforðaleik. í>að vantar nefnilega allar útfærslur á íjármögnun hugmyndanna. Allir peningar eiga að koma frá ríkinu. Finnst ykkur það engin bjartsýni, í ljósi þess hve fjársjóðs- leit ykkar í fjármála- ráðuneytinu hefur gengið treglega? Við erum með nýjar hug- , _ myndir um aukin tengsl Olafur Teitur atvinnulífs og Háskóla, Guðnason sem þegar fram líða stundir munu auka verulega við fjármagn skólans. Þið hafið hins vegar lýst yfir mikilli tor- tryggni á þessar hugmyndir og leið- togi ykkar í þessum kosningum er hræddur við að opna Háskólann. Árangur ykkar í málefnum Lána- sjóðsins er nær enginn. Þess vegna kemur Vaka nú fram með tillögur um að kannað verði hvort önnur lána- sjóðskerfi henti betur hér á landi en það sem nú er. Undirtektir óskast. Úrelt sjónarmið Vaka hefur lengi barist fyrir því að skylduaðild að Stúdentaráði verði afnumin. Þær hugmyndir eru í takt við það sem er að gerast alls staðar í heiminum. Þið hafið hins vegar ekki meira sjálfstraust en það, að þið þorið ekki að gefa stúdentum færi á að segja sig úr ráðinu. Slíkt er mat ykkar á eigin verkum. Eins höfum við lagt til að kosið verði til eins árs í stað tveggja, þar sem þriggja ára nám gerir það að verkum að margir sitja í stúdentaráði án þess að vera í skólanum. Þið haldið hins vegar fast í gamlar hefðir. Það sem stendur eftir er að þið eruð komnir í þrot. Stefnuskrá ykkar sam- anstendur af brotnum loforðum und- anfarinna ára í bland við hugmyndir annarra. Frá ykkur kemur ekkert nýtt. Eftir stendur einnig Röskvu- kynslóðin. Vaka hefur verið í minni- hluta í fjögur ár. Á þeim tíma höfum við þróað nýjar hugmyndir sem eru ferskar og í takt við nýja tíma. Vaka hefur styrkst og eflst og í dag er mikil hreyfing að baki félaginu. Það er kominn tími til að þið takið ykkur frí. Skiptimiða, takk! Höfundur er stjórnmálafræðinemi og skipar baráttusætið á iista Vöku til Stúdentaráðs. Stúdentar! Takið þátt í að móta framtíð Háskólans! í DAG verður kosið til Stúdentaráðs Há- skóla íslands og Há- skólaráðs. Þá munu stúdentar velja milli þess að heíja nýja sókn í hagsmunabaráttu stúdenta með Vöku í fylkingarbijósti eða hjakka í sömu gömlu hjólförunum. Vaka hef- ur sterka málefnastöðu og býður fram ferskt og dugmikið fólk til starfa, sem er reiðubúið að taka til hendinni. Reiðubúið til að leiða samstarf í baráttunni fyrir bættum hag stúdenta. Betri Háskóla Vaka berst fyrir betri Vandi Háskólans felst ekki því fjármagni sem til er. Sveinn H. Guðmarsson Háskóla. í að eyða Vandinn Stúdentum gefst kostur á að velja nýtt fólk til að leiða Stúdentaráð Háskóla íslands næstu ár, segir Sveinn H. Guðmarsson, sem hvet- ur stúdenta til að nýta sér það tækifæri, enda er þörf fyrir nýtt afl og nýja strauma í hags- munabaráttu stúdenta. felst í því að afla þess. Hugmyndir Vöku gera ráð fyrir að Háskólinn geri langtímasamning við ríkið, sem er forsenda framfara í Háskólanum. Háskólinn getur þá markað sér stefnu til lengri tíma en nú er. Þá gefst einnig færi á að leita nýrra leiða til tekjuöflunar, sem tryggt geta framtíð skólans. Þátttaka at- vinnulífsins er þar lykilatriði. Tengsl Háskólans við þjóðlífið er mikið hags- munamál fyrir stúdenta, Háskólann, atvinnulífið og þjóðfélagið í heild. Hugmyndir Vöku fela í sér raunveru- Tölvumál eru allra mál Einar Skúlason I HÁSKÓLA íslands eru einungis um 80 tölv- ur í tölvuverum til af- nota fyrir 5.500 nem- endur. Flestar þeirra eru eldri en þriggja ára og orðnar úreltar, a.m.k. samkvæmt skiln- ingi atvinnulífsins. Þær eru það gamlar og afl- Iitlar að ekki er hægt að keyra nýjustu forrit- in og því ekki hægt að fylgja þeirri þróun sem á sér stað. Nú er syo komið að Háskóli ís- Iands stendur langt að baki tölvuv- æddum háskólum á Vesturlöndum. Þetta er sú staðreynd sem stúdentar þurfa að horfast í augu við. Þref öldun á þremur árum Röskva hefur sett sér það mark- mið að fyrir mitt næsta haust hafí Háskólinn samþykkt framkvæmdaá- ætlun til þriggja ára um framþróun í tölvumálum. Þar er gert ráð fyrir að heildartölvukostur nemenda verði þrefaldaður í þremur áföngum á jafn- mörgum árum, allar byggingar Há- skólans tengist háskólanetinu með einum eða öðrum hætti og að tölvu- verum verði að sama skapi fjölgað. Þetta yrði bylting í tölvumálum nem- enda og myndi skapa svigrúm til að nýta tölvur við kennslu í fleiri deildum en í dag. Það er t.d. mjög æskilegt að bjóða upp á nám- skeið í upplýsingatækni tengdri tölvum fyrir sem flesta nemendur um leið og við keyrum inn í upplýsingaöldina. Endurnýjun og uppboð Annar hluti af fram- kvæmdaáætluninni er að settar verði end- umýjunarreglur um búnaðinn, sem virki þannig að þriðjungur af tölvunum verði end- umýjaður árlega og þar með öllum búnaðinum skipt út á þriggja ára fresti. Þannig yrði tryggt að úreltar tölvur heyrðu sögunni til og Háskólinn myndi vera nokkum veginn samstiga atvinnulífinu. Hugmyndin er sú að tölvumar verði síðan boðnar nemend- um til kaups, framkvæmdin gæti t.d. falist í árlegu uppboði fyrir nemendur. Útboð Við í Röskvu viljum að sem flestir nemendur í skólanum geti eignast sínar eigin tölvur. Þess vegna er ætl- unin að hafa útboð á tölvum fyrir nemendur í skólanum tvisvar á ári, á vorin og á haustin, og þannig yrði hægt að að fá verðið niður í krafti fjölda stúdenta. Á næstu dögum verða opnuð tilboð í útboði á tölvum sem viðskiptafræðinemar munu eiga kost Röskva hefur sett sér það markmið, segir Eínar Skúlason, að fyr- ir mitt næsta haust hafí Háskólinn samþykkt framkvæmdaáætlun til þriggja ára um framþró- un í tölvumálum. á að nýta sér. Mikilvægt er að allir nemendur í skólanum fái tækifæri til að nýta sér útboð sem þetta strax í haust. Frumkvæði nemenda Það eru allar forsendur til staðar fyrir því að stúdentar taki frumkvæði í upplýsinga- og tölvumálum Háskól- ans, samstaða stúdenta úr báðum fylkingum og öllum deildum. Hags- munir nemenda eru þeir sömu hvort sem þeir eru vestan- eða austanmeg- in við Suðurgötuna, það kemur öllum til góða ef sem flestir möguleikar eru ígrundaðir og samstaða næst um skynsamar lausnir. Höfundur er stjórnmálafræðinemi í 6. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs. legar lausnir á vandan- um og með þeim er sleg- inn nýr tónn í barátt- unni fyrir betri Háskóla. Baráttan fyrir hækk- uðum fjárframlögum frá ríkinu til Háskólans stendur þó enn. Háskól- inn þarf skilning stjórn- valda. Menntun er besta fjárfesting sem hugsast getur fyrir ríkið. Vaka skorar á stjórnmála- flokkana að taka hönd- um saman um að leggja grunninn að framtíð- inni. í þessum kosning- um leggur Vaka áherslu á víðtækt samstarf um nýjan lána- sjóð. Skipaður verði starfshópur á breiðum grundvelli til að ræða mögu- legar breytingar á núverandi kerfí, sem er óviðunandi fyrir námsmenn. Við verðum að koma að því sam- starfi með opnum huga og vera reiðubúin til að ræða nýjar hliðar á_ vandanum. Um hvað snúast kosningarnar? Það er mikilvægt að stúdentar geri sér grein fyrir því hvað Háskólinn þarf. Um það snúast kosningamar til Stúdentaráðs og Háskólaráðs. Stúd- entar geta haft áhrif. Viljum við taka frumkvæði í mótun framtíðarstefnu Háskólans eða hafa óbreytt ástand. Kosningamar á morgun snúast einnig um fólk. Undanfarnar vikur hafa frambjóðendur Vöku kynnt sig og sín stefnumál. Stúdentum gefst kostur á að velja þetta fólk til að lefða Stúd- entaráð Háskóla íslands næstu ár. Stúdentar verða að nýta sér það tæki- færi. Það er þörf fyrir nýtt afl og nýja strauma í hagsmunabaráttu stúdenta. Við erum búin að vera í hjólförunum of iengi. Hugmyndafræði Röskvu er komin á endastöð. Við blas- ir ný framtíðarsýn, með Vöku í broddi fylkingar. Stúdentar! Takið þátt í að móta framtíð Háskólans. Höfundur skipar 1. sætiá lista Vöku til Stúdentaráðs Háskóla íslands. Stúdentar! STUDENTAR geta haft áhrif. Með nýjum vinnubrögðum og breyttum áherslum undanfarin ár hafa stúdentar komið fjöl- mörgu til leiðar og gjörbreytt þeirri ímynd sem loðað hefur við háskólanema. Við höf- um gert okkur grein fyrir því að lausnirnar koma ekki upp í hend- urnar á okkur heldur verðum við að bera okkur eftir björginni. Þegar stúdentar ganga atvinnulausir á Þóra Arnórsdóttir Arndís Krisljánsdóttir sumrin þýðir ekki að sitja með hend- ur í skauti heldur verður að leita nýrra lausna. Uppskeran er Nýsköp- unarsjóður námsmanna sem gefið hefur um 300 nemendum bæði sum- arstarf og dýrmæta reynslu við rann- sóknavinnu. Þegar Háskólanum er haldið undir hungurmörkum í fjár- framlögum er ekki annað að gera en bretta upp ermarnar og hóa fjöld- anum saman. Árangurinn af sam- vinnu stúdenta og kennara er 80 milljóna króna aukning á framlagi til skólans. Þegar bókakostur há- skólabókasafns er algerlega óviðun- andi hrinda stúdentar af stað þjóð- arátaki. Niðurstaðan er peningar í kassann, burðugra bókasafn og verð- mætur stuðningur fjölmargra fyrir- tækja við starfsemi Háskólans. Fyrir átakið fékk Stúdentaráð menningar- verðlaun Visa, þau verðlaun vill Röskva að verði nýtt til að stofna félag vildarvina Háskóla fslands. Ólíkar hugmyndir og leiðir í kosningum í Háskólanum geta stúdentar haft áhrif á þa_ð starf sem unnið er í Stúdentaráði. í ár er kos- ið milli tveggja fylkinga sem báðar leggja orð sín og verk í dóm. Við kjósum um fylkingar sem eiga sér gjörólíka sögu, hafa mismunandi áherslur og velja misjafnar leiðir. Þegar við gerum upp hug okkar þurfum við bæði að líta yfir farinn veg og horfa til framtíðar. Við þurf- um að velta fyrir okkur verkum og árangri þessara fylkinga og tillögum og hugmyndum þess fólks sem býður sig fram í nafni þeirra. Við erum að velja þær áherslur sem við viljum sjá í starfi stúdenta og þau vinnubrögð sem við viljum að séu viðhöfð. Höfuðið að veði Röskva hefur tekið nýjan pól í hæðina í þessum kosningum - við höfum sett fram lista yfir þau verk- efni sem við ætlum að hrinda af stað fyrir mitt haust. Þar á meðal eru stór mál á borð við átak í þátttöku ungs fólks í rannsóknum og þróun, áhlaup námsmanna til að gera menntamál að stórmáli í alþingis- kosningunum, þrýsting á formlegar viðræður um nýtt námslánakerfi, staðfestingu á réttindaskrá stúdenta, byggingu nýs leikskóla, o.fl. Listinn er lahgt frá því að vera tæmandi upptalning þess sem vinna þarf að, en þetta er það sem við treystum okkur til að standa við á þessum tíma. Verkin segja meira en nokkurt orð Það er auðvelt að lofa, en það eru verkin sem tala. Röskva hefur sýnt að hún stendur við það sem hún lof- Röskva hvetur alla stúd- enta til að kynna sér stefnu beggja fylking- anna, segja Þóra Am- órsdóttir og Arndís Kristjánsdóttir, og taka afstöðu í kosningunum. ar. Við sem nú bjóðum okkur fram í nafni Röskvu til að vinna að sameig- inlegum hagsmunum stúdenta, trú- um því að stúdentar geti haft áhrif. Við trúum því að við getum nýtt frumkvæði og kraft okkar stúdenta til að tryggja menntamálum þann sess sem þau skipa hjá nágranna- þjóðunum. Við ætlum okkur að leggja okkar af mörkum til að hér geti menn stundað nám óháð efna- hag við háskóla á heimsmælikvarða. Röskva hvetur alla stúdenta til að kynna sér stefnu og verk beggja fylkinga í Háskólanum og taka af- stöðu í kosningunum. Höfundar Þóra Arnórsdóttir líffræðinemi, í 1. sæti Röskvu til Háskólaráðs, og Arndís Kristjánsdóttir sagnfræðinemi, í 1. sæti Röskvu til Stúdentaráðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.