Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 39 mæði og hógværu stolti er spurn- ingum mínum svarað um eiginleika og getu jeppans. Ákveðið, en asa- laust, er svo ekið af stað og horft á myndina sem reynist af lakara taginu. Á heimleiðinni æsi ég mig yfir því rusli sem boðið er upp á en eins og alltaf smitast ég af hæglyndi Jóns og róast fljótt. Þetta gerðist oft, en þó alltof sjaldan. En svona mun ég minnast hans. Aldrei æsingur eða læti, alltaf yfirvegun og prúðmannleg fram- koma. Þannig komstu fram, Jón, og þannig vannstu þér traust og virðingu þeirra sem þú umgekkst. Kynni okkar voru stutt — alltof, alltof stutt. Gáfu mér þó miklu meira en mörg önnur. Og óendan- lega mikið höfum við öll misst sem þekktum þig. En hver veit nema við hittumst aftur, kannski í Nangijala, og förum þá þrjú saman í bíó á rauðum jeppa? Takk fyrir allt, Jón! Svala. Ástkær vinur og félagi er faliinn frá í blóma lífsins en minningin um góðan dreng situr eftir í hugan- um. Mér verður hugsað til allra sam- verustundanna sem við Jón áttum saman inni á verkstæði hjá mér við að laga bílinn hans, vetrarferð- anna og veiðiferðanna í Veiðivötn á sumrin sem voru orðnar að föst- um punkti í tilverunni. Ekki stóð á hjálpsemi hans þeg- ar ég bað hann um að aðstoða mig við að mála þegar ég flutti verkstæðið mitt í eigið húsnæði í ágúst síðastliðnum. Tók hann sér þá oft daga af sumarfríinu sínu til að hjálpa félaga sínum við þessi tímamót en friið var einnig tekið vegna þess að helgamar hjá honum fóru oft í að taka þátt í siglinga- keppnum. Lýsir það best hvað hjálpin var veitt af góðum hug og mörg urðu kvöldin og helgarnar síðastliðið haust sem fóru í frágang á verkstæðinu. Handrit afmælia- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Vandaðir legsteinar Varanleg minning BAUTASTEINN IBrautarholti 3,105 R Sími 91-621393 Btómastofa Friöfinm SuöurlandsbrautlO 108 Reykjavik. Sími 31099 Oplð öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tllefni. MINNINGAR í byijun febrúar sátum við félag- arnir saman í kaffi inni á verk- stæði að undirbúa veiðidagana okkar næsta sumar í Veiðivötnum og var Jón búinn að panta þá. Verður veiðiferðin farin í minningu hans. Jón var mjög sterkur persónu- leiki, hlýr og prúður í framkomu. Aldrei leið mér illa eða varð hrædd- ur þegar ég ferðaðist með honum á fjöllum hvort sem það var að vetri eða sumri því alltaf var farið að öllu með ýtrustu gætni og yfir- vegun. Með þessum fáu orðum kveð ég kæran vin og félaga og vona að hann hafi nóg fyrir stafni þar sem hann er staddur núna. Fjölskyldu hans og vinum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þinn vinur og félagi, Þorgeir Kjartansson. í dag göngum við síðasta spölinn með félaga okkar Jóni Harðarsyni, sem starfaði með okkur í Hjálpar- sveit skáta í Kópavogi. Er við setj- umst niður og minnumst hans renna upp okkar stundir saman í starfi og leik, góðar og erfiðar. Jón var okkur sem traust og sterk fyrirmynd í björgunarstörf- um og almennri fjallamennsku. Kunnum við honum þakkir fyrir alla þá hluti sem hann bjó að og gat miðlað til okkar. Jón ber þann heiður að hafa byggt mikið upp hér í Hjálparsveit skáta í Kópa- vogi. Hann ól af sér sterkan og traustan bátaflokk og var ötull í að byggja upp sleðaflokk eftir miklar mannabreytingar þar. Við þökkum Jóni fyrir uppbygg- ingu okkar flokka, fyrir að hafa verið okkur góð fyrirmynd og gert okkur auðveldara með að verða þeir björgunarmenn sem við erum í dag. Við vottum fjölskyldu og að- standendum okkar dýpstu samúð. Félagar sleða- og bátaflokks. • Flciri minningargreinar um Jón Harðnrson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR wim Mimniiiiii lækkun á einni nóttu Jeep Cherokee Turbo Diesel: Nú aðeins kr. 2.690.000 Það er okkur mikil ánægja að tilkynna verðlækkun á Jeep Cherokee Turbo Diesel upp á kr. 285.000 vegna breytinga á vörugjaldi á diesel bifreiðum. Hann kostar nú aðeins kr. 2.690.000 (áður kr. 2.975.000). Ríkulegur staðalbúnaður: Fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður, álfelgur, loftpúði í stýri, hnakkapúðar á aftursæti o.fl. Auk jaess er hægt að fá mikið úrval aukahluta. Jeep Cherokee hefur sannað sig margfalt við íslenskar aðstæður, hvort sem er við erfiðustu vetrarskilyrði eða í þröngri bæjarumferðinni. Tryggðu þér ekta amerískan jeppa á fólksbílaverði. Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600 Heimilisfang heimasíöu Jöfurs á Intemetinu: http://w.w.w./centrum.is/jofur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.