Morgunblaðið - 28.02.1995, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 41
HAFSTEINN
GUÐNASON
Hafsteinn
Guðnason var
fæddur 22. október
1932 á Brekkum í
Hvolhreppi í Rang-
árvallasýslu. Hann
lést á heimili sínu
19. febrúar síðast-
liðinn. Hafsteinn
var einn tólf barna
hjónanna Guðna
Guðjónssonar,
bónda í Brekkum,
f. 11. júní 1898, og
Jónínu G. Jónsdótt-
ur, f. 5. júní 1902,
d. 16. júní 1969.
Útför Hafsteins fer fram frá
Fossvogskirkju og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
MARGS er að minnast, en efst í
huga mér er góðmennska Haf-
steins og gjafmildi og hve hann
vildi öllum vel. Er ég var að alast
upp bjó Hafsteinn hjá foreldrum
mínum í um það bil tíu ár, þá strax
myndaðist á milli okkar sterkt
samband. í kringum 1970 fluttist
Hafsteinn til Reykjavíkur og fór
fljótlega á millilandaskip. Haf-
steinn hafði gaman af að gleðja
fólk. Þegar hann vissi að ég var
byijuð að viða að mér í búið rétti
hann mér ósjaldan eitthvað. Eitt
sinn kom hann til mín og spurði,
heyrðu áttu nokkuð sjálfvirka
kaffíkönnu? Nei, ég átti hana ekki,
gjörðu svo vel, eigðu þessa, eða,
fáðu þessi hnífapör, ég keypti þau
og hef ekkert við þau að gera, ég
á önnur.
Hafsteinn og Guðmundur eigin-
maður minn urðu strax miklir
mátar. Þegar við fórum að búa
dvaldi Hafsteinn mjög oft hjá okk-
ur, færði, hann okkur Biblíu og
sagði: Biblía á að vera til á hveiju
heimili. Þá gjöf þótti okkur mjög
vænt um. Er ég gekk með fyrsta
drenginn okkar bað Hafsteinn mig
um að kaupa ekki bamavagn því
hann langaði að gefa mér vagn,
þá var löngu ákveðið að fyrsti
drengurinn okkar yrði skírður í
höfuðið á honum. Hafsteinn fylgd-
ist vel með litla nafna sínum og
þó að á seinni árum hafí heimsókn-
um hans til okkar fækkað, þá var
síminn notaður í staðinn.
í byijun apríl 1986 slasaðist
Hafsteinn alvarlega og þurfti að
fara í margar aðgerðir. Hann varð
aldrei samur eftir það.. Á síðustu
mánuðum hafði hann látið á sjá
og höfðum við áhyggjur af heilsu
hans.
Elsku „nafni“, þín mun sárt
saknað en minningarnar ylja í
sorginni. Blessuð sé minning elsku-
legs frænda míns. Ég bið góðan
guð að styrkja aldraðan afa minn
sem sér nú á eftir fimmta barni
sínu.
„Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann
frá friðlausum öldum lífsins svo
að hann geti risið upp í mætti sín-
um og ófjötraður leitað á fund
guðs síns.“
(Spámaðurinn.)
Elínborg Gunnarsdóttir.
Drengur góður
genginn hljóður
Guðs á braut.
Ei léttan róður
á lífsleið hlaut.
Heiðríkt sinni
og hlýja inni
honum féll í skaut.
Lokið er lífsins þraut.
(G.B.G.)
Mánudaginn 20. febrúar fékk
ég þá frétt, að frændi minn Haf-
steinn Guðnason væri látinn. Hann
hefði dáið í svefni aðfaranótt
sunnudagsins 19. febrúar. Við
hjónin höfðum átt ágætis sam-
verustund með honum kvöldið
áður, þar sem við ræddum meðal
annars um íbúðar-
skipti, sem hann hafði
á pijónunum. Hann
væri kominn á þann
aldur, að þjónustuíbúð
myndi henta honum
best, þar sem hann
nyti öryggis og að-
stöðu meðal annars tii
þess að kaupa sér
mat, þegar þar að
kæmi, að hann hætti
að vinna. Við ætluðum
síðan að skoða þetta
betur í vikunni á eftir,
en þá kom kallið.
Hafsteinn ólst upp
í stórum systkinahópi á Brekkum
og var sjöundi í röðinni af tólf
systkinum. Nú eru fímm látin, en
faðir Hafsteins er 96 ára gamall.
Hann er mjög ern, þrátt fyrir háan
aldur og býr á Skjólvangi, Hrafn-
istu í Hafnarfírði.
Hafsteinn stundaði lengi sjó-
mennsku, fyrst í Vestmannaeyjum
og síðar á millilandaskipum. Hann
vann nokkur ár hjá Pósti og síma,
lengst fyrir austan fjall. Hann
endaði ævistarf sitt hjá Samskip-
um og hafði verið þar frá upphafi
þess fyrirtækis, en þar á undan
var hann mörg ár hjá Skipadeild
Sambandsins. Fyrirtækið var hon-
um góður bakhjarl og sýndi honum
sérstaka velvild, sem kom hvað
gleggst í Ijós eftir alvarlegt vinnu-
slys 7. apríl 1986. Það leiddi til
þess, að hann missti allt afl í
hægri handlegg. Ég vil við þetta
tækifæri færa Samskipum og
vinnufélögum hans þar bestu
þakkir fyrir lipurð og umhyggju í
hans garð.'
Hafsteinn var mjög hreinskipt-
inn og átti auðvelt með að blanda
geði við fólk. Hann gat verið hrók-
ur alls fagnaðar, þegar sá gállinn
var á honum enda þekkja margir,
að ég tel, skemmtileg og hnyttin
tilsvör hans. Það myndaðist því oft
mikið flör í kringum Hafstein á
mannamótum. Honum tókst þá iðu-
lega að beina athyglini að skoplegu
hliðunum og fékk aðra til þess að
kætast með sér. Segja má að hann
hafí flestum öðrum varðveitt betur
bamið í sjálfum sér. Þessi góði eig-
inleiki dvinaði eftir vinnuslysið, sem
tók sinn toll. Hann átti líka erfítt
með að sætta sig við skyndilegt
fráfall Þorsteins bróður síns 25.
apríl 1990. Hvort tveggja hafði
mikil áhrif á lífshlaup Hafsteins
og markaði dýpri spor, en maður
gat gert sér grein fyrir.
Hafsteinn var alla tíð heiðarleg-
ur og trúr sínum og fyrirtæki sínu.
Hann var félagslyndur og átti
marga vini, sem hann heimsótti
oft, þó skamma stund í senn. Ég
er viss um, að hann hafí alls stað-
ar verið aufúsugestur, jafnt hjá
ættingjum og vinum. Hann var
næmur á menn og málefni og vissi
hveijir voru viðhlæjendur og hveij-
um hann gat treyst.
Fyrir slysið léku honum í hend-
ur ýmsar viðgerðir, jafnvel þær
sem aðrir höfðu gefist upp á. Ég
man eftir stofuklukkunni hjá bróð-
ur mínum, sem úrsmiðurinn
dæmdi ónýta, en Hafsteinn tók
og gerði við. Ekki veit ég hve lengi
hún gekk eftir þetta, en Hafsteinn
naut þess, þegar honum tókst vel
upp. Með lagni minnti hann líka
oft á sig og spurði um ástand hlut-
arins, eða hvemig manni líkaði við
það, sem hann hafði útvegað, eins
og til að árétta sinn þátt í málinu.
Æviskeið Hafsteins er nú á
enda runnið, löngu fyrr en nokk-
urn óraði. Margar og oftast stutt-
ar heimsóknir geymast í sjóði
minninganna. Við hjónin nutum
nærveru hans og minnumst góðra
stunda. Ég bið algóðan Guð að
blessa hann og allar góðar minn-
ingar um góðan dreng.
Guðjón Skúlason.
Hafsteinn Guðnason eða
„nafni“, eins og hann var alltaf
kallaður á mínu heimili, er látinn.
Fram í hugann spmttu minning-
ar frá liðnum áram þegar mér
bárast þau tíðindi.
Fljótlega eftir að ég kynntist
eiginkonu minni, Elínborgu Gunn-
arsdóttur, átti ég því láni að fagna
að kynnast frænda hennar Haf-
steini. Þar fór maður léttleika og
góðvildar sem gott var að kynn-
ast. Þegar ég kynntist Hafsteini
fyrst var hann í millilandasigling-
um og fór ég með tengdaforeldram
mínum að taka á móti honum við
kajann. Skemmst er frá því að
segja að þar varð okkur vel til vina
og urðu heimsóknir til hans um
borð tíðar upp frá því. Milli Elín-
borgar konu minnar og Hafsteins
ríkti ávallt mikið traust og einhver
sérstök vinátta sem kom fram í
miklu sambandi sem ávallt hélst.
Heimsóknir og gjafmildi Hafsteins
lýsti einnig væntumþykju hans í
garð okkar. Þegar við hjónin stofn-
uðum heimili og eignuðumst börn
var Hafsteinn alltaf aufúsugestur
á heimili okkar. Elsti sonur okkar
var skírður í höfuðið á honum og
var það mikill gleðigjafí í líf Haf-
steins og átti eflaust sinn þátt í
hve oft hann gisti hjá okkur og
fylgdist vel með litla nafna sínum.
Þegar „nafni“ gisti hjá okkur var
alltaf gleði og hressileiki yfír hon-
um. Oft sátum við saman í eldhús-
inu eða stofunni og þá sagði hann
sög-ur af sjálfum sér og kunningj-
um, ættingjum eða vinum. Allir
áttu sér nafn og alla þekkti hann.
Þessar stundir gleymast aldrei og
brandararnir með sérstakri frá-
sagnartækni koma brosi á vör um
ókomin ár í minningunni, kímni-
sögur allskonar kunni hann ótelj-
andi og hafði gaman af að segja
frá í góðra vina hópi. Á Selfossi
átti „nafni“ marga kunningja og
vini og entist ekki dagurinn hjá
honum að heimsækja þá alla þegar
hann kom austur og þegar maður
var á ferð með honum virtist hann
þekkja alla og allir hann því alltaf
var heilsað og spjallað. Lýsir það
frændrækinni og vinamargri per-
sónu sem Hafsteinn var. Allan tím-
ann sem ég þekkti Hafstein vann
hann hann hjá skipadeild Sam-
bandsins, ýmist á sjó eða í landi
og þar var mikið happ fyrir vinnu-
veitendur hans að hafa slíkan
mann í þjónustu sinni. Einkunnar-
orðin voru stundvísi, eljusemi og
þrifnaður og stóð Hafsteinn vissu-
lega vel fyrir því. Reyndar mátti
sjá það á heimili hans í Reykjavík
hve þrifinn og laginn hann var að
halda öllu skínandi hreinu og fínu,
alltaf mátti spegla sig í bílnum
hans, svo hreinn og bónaður var
hann. Gott fannst mér að geta
gert Hafsteini greiða ef hann bað,
oft hringdi hann til að fá ráð vegna
íbúðarinnar í Reykjavík, sérstak-
lega þegar hann var nýbúinn að
kaupa hana. Það vora skemmtilegir
dagar þegar ég flísalagði fyrir hann
baðið eða hjálpaði honum á annan
hátt við íbúðina, þá bauð Hafsteinn
út að borða, síðan var farið í sund.
Þá vora sagðar sögur og brandarar
flugu. Já, það var engin lognmolla
í kringum Hafstein.
Eftir að Hafsteinn lenti í alvar-
legu slysi við vinnu sína og þurfti
á mörgum erfiðum aðgerðum að
halda, fór heilsu hans smátt og
smátt hrakandi og gat hann ein-
ungis unnið létt störf í landi upp
frá því. Vinnuveitendur hans
kunnu vel að meta trúmennsku
hans og dugnað í starfi í gegnum
árin og útveguðu honum vinnu við
hans hæfí strax og hann gat stund-
að vinnu aftur.
Lengi gæti ég talið upp minn-
ingabrotin svo ljóslifandi eru þau
fyrir mér nú þegar ég rita þessar
línur, en læt hér staðar numið með
þakklæti fyrir þær stundir sem
mér auðnuðust með öðlingi og
góðum dreng.
Hafsteinn, megi góður guð
geyma þig í faðmi horfinna ástvina
sem ég veit að taka þér opnum
örmum í eilífðinni.
Öldraðum föður sendi ég djúpar
samúðarkveðjur svo og systkinum
og ástvinum öllum.
Með guðs friði,
Guðm. Kr. Ingvarsson.
Okkur langar hér í fáum orðum
að minnast föðurbróður okkar.
Okkur var mjög bragðið þegar við
fréttum að Hafsteinn frændi okkar
væri dáinn. Hann sem hafði komið
í heimsókn daginn áður en hann
lést. Ekki hefði maður trúað því,
að það væri síðasta heimsóknin
hans til okkar. Upp í hugann koma
margar spumingar, en við fáum
engin svör. Lífíð er hverfult, lif-
andi í dag, dáinn á morgun. Um
hugann streyma minningamar,
sem við áttum um góðan og trygg-
an frænda.
Hafsteinn hóf ungur störf hjá
Pósti og síma á Selfossi, en lengst
af starfaði hann sem sjómaður hjá
Skipadeild Sambandsins og síðustu
árin starfaði hann hjá Samskipum
hf. Hafsteinn var mjög góður
starfsmaður, samviskusamur,
heiðarlegur og vandvirkur.
Eftir að Hafsteinn hætti sjó-
mennsku jókst samband hans við
okkur. Árið 1986 lenti hann í alvar-
legu slysi, sem háði honum til
dauðadags. Þrátt fyrir skerta
starfsorku var hann alltaf tilbúinn
að veita aðstoð sína. Hann var
mjög tíður gestur á heimilum okk-
ar. Oft þegar hann kom í heimsókn
var verið að gera eitthvað, dytta
að eða lagfæra. Hann var alltaf
tilbúinn að leggja á ráðin og að-
stoða. Þá sá maður oft hversu út-
sjónarsamur og vandvirkur hann
var. Til að mynda þegar limgerðið
var klippt varð það að vera beint.
Hafsteinn var liðtækur við ýmis-
legt, meðal annars virtist rafmagn
leika í höndum hans. Margar
ánægjulegar stundir áttum við með
honum yfir kaffibolla. Ekki vantaði
húmorinn. Hafsteinn var alltaf
kátur og virtist eiga létt með að
sjá spaugilegustu hliðar á öllum
málum. Hann var mjög jákvæður
og lífsglaður maður, en samt mjög
tilfinningaríkur og sýndi samhug
í verki, ef eitthvað amaði að. Hann
hafði gaman að ferðast og hafði
víða komið.
Margar vora ferðimar í sund og
gufubað. Einnig er skíðaferð í Blá-
fyöllin minnisstæð, því þangað
hafði hann ekki komið áður. Hann
spilaði þar við börnin, en hann var
mjög barngóður.
Minnisstæðust er þó ferð, er við
fóram í sumar austur á Fljótshlíð
með Hafsteini frænda og Guðna
afa. Við dvöldum í sumarhúsi for-
eldra okkar og áttum yndislega
samverustund í góðu veðri. Þegar
Hafsteinn kvaddi okkur eftir þá
ferð, sagði hann, þetta er einn
ánægjulegasti dagur í lífi mínu.
Þessum orðum gleymum við aldrei.
Kæri frændi, við þökkum þér
frændsemina sem þú hefur sýnt
okkur hér í þessu lífí. Minningarn-
ar um þig era margar og skemmti-
legar. Þær geymum við í huga
okkar. Guð blessi minningu þína
og varðveiti.
Elsku afí, þú sem nú kveður
þitt fimmta bam, guð blessi þig og
styrki.
Þó að kali heitur hver
hylji dali jökull ber
steinar tali og allt hvað er
aldrei skal ég gleyma þér.
(Skáld-Rósa.)
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir aílt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Gunnar Haraldsson
og fjölskylda,
Páll Haraldsson
og fjölskylda.
Dáinn, þegar ég frétti það að
Hafsteinn, eða „nafni“ eins og ég
kallaði hann alltaf, væri dáinn,
fékk ég sjokk. Ég hugsaði strax
til baka um allar þær góðu stundir
sem þú hafðir gefíð mér. Þegar
þú varst úti á sjó og ég átti af-
mæli fékk ég alltaf skeyti frá þér,
þegar þú gistir heima var alltaf
svo gaman, þú varst alltaf hress
og komst manni alltaf til að hlæja
og vera í góðu skapi. Þegar farið
var í bæinn vildum við bræðurnir
alltaf fara fyrst til þín, og þú
hringdir alltaf í mig og okkur öll
til að halda sambandi. En nú ertu
farinn.
Guð geymi þig og hvíl þú í friði.
Hafsteinn Guðmundsson.
I dag verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju frændi og góður
vinur. Okkur varð mjög bragðið
er móðir mín hringdi og tilkynnti
að Hafsteinn frændi væri dáinn,
þessu áttum við síst von á, en svona
er lífíð. Enginn veit sína ævi fyrr
en öll er. Hafsteinn reyndist okkur
mjög vel, hann var alltaf tilbúinn
að rétta hjálparhönd, t.d. þegar við
hjónin voram nýflutt í húsið okkar
á Seljabraut þá fannst Hafsteini .e
útidyrahurðm illa farin, tók hann
sig til og pússaði hana alla upp
og lakkaði upp á nýtt og var þetta
svo vel gert að það var eins og
eftir fagmann. Og mikið var hann
glaður að fá að dunda við þetta,
en Hafsteinn lenti í slysi fyrir
nokkram árum sem varð til þess
að hann fatlaðist á annarri hendi
en maður heyrði hann aldrei
kvarta. Hafsteinn var yfirleitt kát-
ur og glaður maður, sem hafði
gaman af gríni. Hafsteinn kom
mikið til okkar og er því eftirsjáin
mikil, hann bankaði tvisvar og
gekk svo inn, mikið eigum við eft-
ir að sakna þess. Börnum okkar
var hann mjög góður, t.d. um síð-
ustu jól bauð hann tveimur yngstu
bömum okkar á jólaball hjá Sam-
skipum en þar starfaði hann. Það
var rogginn maður sem fór ásamt
Sigríði systur minni með litlu
systkinabörnin mín á jólaball.
Þannig var hann alltaf að gera vel
fyrir aðra. Elsku Hafsteinn okkar,
okkur langar að þakka þér fyrir
allar heimsóknirnar til okkar og
þann hlýhug sem þú sýndir okkur.
Við sendum Guðna föður Haf-
steins, systkinum og öðrum ástvin-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guð blessi minningu Hafsteins
Guðnasonar.
Marta Guðjóns Hallgríms-
dóttir og fjölskylda.
íslenskur efniviður
KAIVVN
Oijímiv
lslenskar steintegundir henta margar
afar vel í legsteina og hverskonar
minnismerki. Eigum jafnan til fyrir-
liggjandi margskonar íslenskt efni:
Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró
Áralöng reynsla.
Leitið
upplýsinga.
ai S. HELGAS0N HF
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677