Morgunblaðið - 28.02.1995, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
+ Kristín Hall-
dórsdóttir fædd-
ist að Magnússkóg-
um 7. desember
1901. Hún lést á
Dvalarheimili aldr-
aðra sjómanna,
Laugarási, 19. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar Kristínar
voru Halldór Guð-
mundsson, f. 3.
október 1875, d. 13.
júlí 1962, bóndi að
Magnússkógum og
kona hans, Ingi-
björg Jensdóttir, f.
11. september'1876,
d. 11. ágúst 1957. Kristín var
næstelst 14 systkina, en 10
þeirra komust til fullorðinsára.
Þau voru: 1. Elísabet, látin. 2.
Magnús, látinn. 3. Guðmundur,
látinn. 4. Sigríður. 5. Siguijens.
6. Salbjörg. 7. Snorri, látinn. 8.
Jensina. 9. Jóhanna. 10. Alfons,
HÚN elsku amma mín er búin að fá
hvíldina. Það var ömurlegt þegar
pabbi hringdi í mig og sagði mér að
amma væri dáin, en innst inni fann
ég til friðar því að ég vissi að núna
liði ömmu mjög vel. Hún var búin
að lifa langa og stórbrotna ævi og
ég held að hvíldin hafi verið henni
kærkomin.
Amma var mér alltaf svo góð, það
var svo mikil ró yfir henni og mikið
öryggi. Ekki það að ég hafi verið
öryggislaus eða eitthvað að, heldur
var það bara þannig að þegar ég kom
til hennar varð allt miklu rólegra.
Það var eins og loftið í kringum
hana væri annað en gengur og ger-
ist og það smitaði út frá sér. Við
systkinin kölluðum hana ömmu Flókó
tog þegar ég var yngri var svo gott
að koma til hennar á Flókagötuna
og fá að sofa hjá henni. Þá svaf ég
í barnarúminu hennar mömmu inni
í svefnherberginu hjá ömmu og ég
held að ég hafi verið komin á ferm-
ingaraldur þegar ég var enn að reyna
að troða mér í það. Amma söng líka
alltaf fyrir mig og sagði mér sögur
og svo átti hún svo mikið af heima-
bökuðum kökum. Já, amma var hinn
þesti kokkur. Hún var öll í heimilis-
lega matnum. Það var alltaf nóg til
en samt aldrei bruðlað. Mér fannst
allt gott sem hún eldaði og bjó til.
Það var allt svo vel gert og bragðg-
ott. Á sumrin var ég oft, ásamt
ömmu, hjá Jensu frænku á Laugar-
vatni. Við spiluðum mikið tijámann,
"yög þá oftast fleri en tvo eða þijá á
kvöldin. Það var oft ansi kátt í
Heimakletti hjá Jensu um verslunar-
mannahelgina, þá vorum við þar fjöl-
skyldan og vinir. Amma var alltaf
fósturbróðir. Krist-
ín giftist 13. júlí
1936 Guðjóni Krist-
jánssyni, sjómanni,
f. 1. júlí 1897, d. 26.
febrúar 1967 og
eignuðust þau 4
börn. 1. Ingvi, f. 2.
júlí 1937, kvæntur
Þóru Magnúsdóttur
og eiga þau þrjú
börn og tvö barna-
börn. 2. Hólmfríður
Kristín, f. 31. ágúst
1939,- gift Böðvari
Valtýssyni og eiga
þau þijú börn og
fimm barnabörn. 3.
Katrín María, f. 7. nóvember
1941, d. 30. apríl 1943. 4. Lovísa
Ósk, f. 7. nóvember 1941, d. 28.
apríl 1943.
Útför Kristínar fer fram frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 28.
febrúar og hefst athöfnin kl.
13:30.
síðust í háttinn og svo með þeim
fyrstu upp á morgnana ásamt pabba.
Það varð miklu styttra á milli okkar
þegar amma flutti í Álfalandið, þá
var létt að skokka yfir. Mér fannst
alltaf svo merkilegt, og finnst enn,
hvað amma lifði margar breytingar.
Að búa í bóndabæ með moldargólfi
og búa að lokum í glæsilegri íbúð
með parketi, teppi og öllum þægind-
um. Já, amma upplifði margar breyt-
ingar á sinni löngu ævi.
Amma var alltaf mjög heilsu-
hraust fram undir það síðasta, en
okkur ástvinum hennar fannst nú
nóg komið þegar hún að nálgast ní-
ræðisaldurinn var að príla upp á eld-
húsborði til að þurrka eitthvað eða
taka til. Já, amma var ekkert að
slaka á. Hún var mikið fyrir að fara
upp á gluggakistur og laga gardínur
eða annan eins glæfragang. Hún
stóð jafnvel stundum úti á svölum í
frosti og snjókomu og viðraði sæng-
ina sína. Það var allt í toppstandi
hjá henni og það var ekki hægt að
segja henni að hætta að stússa svona.
Samt var mamma að þrífa hjá henni
en amma varð að koma aðeins við.
Amma var alltaf smart í tauinu
eins og klippt út úr tískublaði. Ég
vona svo sannarlega að ég eigi eftir
að eldast eins vel og hún. Amma var
líka svo skýr í kollinum eins og mað-
ur segir. Oft kom það fyrir að ég
mundi ekki eitthvað en hún mundi
alltaf allt. Hún vissi hvenær allir
áttu afmæli og mundi nöfn og ættir
á öllum. Hún var eins og orðabók
og það var alltaf eitthvað nýtt sem
maður lærði.
Það er sárt að amma skuli vera
farin, mér finnst það ekki réttlátt.
MINIMINGAR
Hún var mér svo mikið og ég elsk-
aði hana svo heitt. Mér fínnst ömur-
legt að amma skyldi aldrei sjá hana
Katarínu Sif dóttur mína sem er
núna tveggja mánaða. En ég veit
að amma fylgist með okkur núna og
horfir stolt á bamabarnabarnið sitt,
það sjöunda. Ég á yndislega mynd
af ömmu í huganum og hún mun
alltaf vera hjá mér.
Jensína Kristín
Böðvarsdóttir.
í dag kveðjum við ástkæra ömmu
okkar, Kristínu Halldórsdóttur frá
Magnússkógum.
Þegar við horfum til baka er margs
að minnast og víst að við munum
eiga þær minningar um ókomna
framtíð. Þær minningar gera söknuð-
inn léttbærari.
Amma okkar sem við ávallt köll-
uðum ömmu Stínu eða ömmu á Flókó
var um margt merkileg kona. Alla
tíð svo nett og falleg, létt á fæti og
kvik í alla staði. Það var reisn yfir
ömmu. Og þá var lundin alltaf létt.
Amma Stína var aldamótabam og
bar þess merki. Hún var af þeirri
kynslóð sem þekkti ekki það að eyða
um efni fram, henda nýtanlegum
hlutum og sitja aðgerðalaus. Hún
varð alltaf að gera eitthvað; hvort
sem það var að baka kleinur eða
kökur, sauma föt, pijóna lopapeysur,
búa til kæfu, sjóða slátur eða hvað-
eina. Hún var mikill dugnaðarforkur.
Alltaf var hún fyrst á fætur og síð-
ust til hvílu.
Við munum eftir ömmu Stínu á
Flókagötunni. Þar var alltaf gest-
kvæmt, en það var ekkert mál að
bæta við stólum við litla eldhúsborð-
ið og kökum og öðru góðgæti á borð-
ið. Alltaf var eins og hún byggist
við stórveislu sem urðu reyndar ófá-
ar því gestkvæmt var hjá ömmu á
Flókó.
Eftir vel útilátnar veitingar og
skemmtilegt spjall var oftar en ekki
gripið í spilin. Amma Stína hafði
unun af því að spila og þá skipti
engu máli hvort hún spilaði Ólsen
við okkur börnin, eða bridds eða vist
við þá eldri. Ófáa slagina tók hún í
briddsinu og vistinni, enda var amma
keppnismanneskja, en það var ekki
einleikið hvað við börnin unnum hana
oft í Ólsen. Við áttuðum okkur á
„lánleysi" hennar I Ólsen löngu
seinna.
Það var líka svo gaman að fá að
skoða í skápa og skúffur. Jafnvel sem
börn undruðumst við þá röð og reglu
sem einkenndi ömmu. Allt var á sín-
um stað; listilega raðað og vel um
gengið. Ef við drösluðum svolítið til
eins og bama er vani, fengum t.d.
að máta föt og skó; þá var víst að
allt settum við nákvæmlega á sinn
stað aftur. Aldrei gengum við heldur
frá dótakassanum öðmvísi en að allt
væri komið í kassann og hann á sinn
stað. Annað var óhugsandi.
Við munum eftir ömmu Stínu þeg-
ar hún kom og gætti heimilisins þeg-
ar foreldrar okkar fóru í utanlands-
ferðir. Þá fyrst gerðum við okkur
grein fyrir dugnaðinum í konunni.
Vel útilátinn morgunverður, hádegis-
matur, síðdegiskaffi, kvöldmatur og
kvöldkaffi var borið fram alla daga.
Heimilið var síðan gert hreint marga
daga í viku. Þá vakti amma alla í
vinnu eða í skóla og sofnaði ekki
fyrr en ró var komin á heimilið seint
um kvöld. Þetta var henni eðlislægt
og hún naut sín vel.
Amma Stína fór ekki varhluta af
erfiðleikum þessa heims og sorgum.
Hún fékk að reyna misvinda lífsins
þegar hún missti tvær dætur sínar;
tveggja ára gamla tvíbura. Mann
sinn, og afa okkar, missti hún síðan
fyrir tæpum 30 árum. En með miklu
æðruleysi og sáiarró stóð hún sterk.
í sorg okkar gleðjumst við yfír
endurfundum ömmu og afa og end-
urfundum ömmu við stúlkurnar sínar
tvær.
Guð geymi þig elsku amma.
Ég sá á sólarhæðum
einn sumarfugl á kvist.
Hann kunni margt af kvæðum
og kyijaði þau af list.
En svo kom haust, haust, haust,
en svo kom haust með svalri raust,
og söngurinn hvarf af hæðum.
(Þórbergur Þórðarson)
Kristín, Magnús
og Katrín Lovísa.
Mikið var allt grátt og tómlegt í
hjörtum okkar sunnudaginn 19.
febrúar er hringt var í okkur til
Danmerkur og sagt að amma væri
látin. Við vissum að hverju stefndi
og höfðum hugsað að það væri nú
gott ef amma fengi frið svo hress
sem hún hafði alltaf verið andlega
og Iíkamlega þar til fyrir ca tveimur
árum er heilsu hennar fór að hraka,
en það er nú svo að þegar sorgin
kemur þá grípur hún okkur föstum
tökum. Um hugann reika minningar
frá því er ég var lítil, 4-5 ára, og
var í pössun eða í heimsókn hjá
ömmu og afa á Flókagötunni, hún
sat með mig í kjöltunni, söng og
strauk hendurnar mínar um leið.
Eftir að Fríða Stína, elsta barn okk-
ar, fæddist og ég sá ömmu gera það
sama með hana fylltist ég værðartil-
finningu og hugsaði hvað við værum
hepjoin að eiga hana að.
Arið 1981 fluttumst ég, Halli og
Fríða Stína til Danmerkur í tvö ár
vegna náms. Amma kom að heim-
sækja okkur til Vejle þá 80 ára göm-
ul og fannst vinum okkar það ótrú-
legt því hún leit út fyrir að vera
sextug. Það var yndislegt þá að
hafa ömmu í heimsókn eins og þeg-
ar hún og Jensína systir hennar
komu til okkar fyrir fimm árum í
heimsókn til Vejle en þá vorum við
nýflutt aftur til Danmerkur. Þá lét
hún sig ekki muna um það að reyta
arfa í garðinum hjá okkur eða fara
í tennis við Barða son okkar sem
var þá tveggja ára. Á kvöldin spiluð-
um við amma, Jensa, Halli og ég
og var þá oft kátt við eldhúsborðið.
Þessar minningar og ótal fleiri þökk-
um við fyrir að eiga og varðveita.
Guð blessi minningu hennar.
Sigríður, Haraldur, Hólmfríður
Kristín, Böðvar og Barði.
Elsku langamma. Það er erfitt að
hugsa sér að við eigum ekki eftir
að sjá þig aftur; heimsækja þig og
leyfa þér að dekra við okkur á alla
lund. En minningarnar um þig lifa.
Guð blessi þig elsku langamma.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð bama þinna.
Þú vildir rækta þeirra ættaijörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum - eins og þú.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Þóra og Birna Ýr.
Kristín var næstelst 10 systkina
sinna, þeirra sem upp komust og
lærði hún því snemma að taka til
hendinni við hin margvíslegustu
störf sem til féllu á stóru og umsvifa-
miklu sveitaheimili.
Eftir að Kristín giftist og stofnaði
sitt eigið heimili í Reykjavík með
eiginmanni sínum, Guðjóni Kristj-
ánssyni sjómanni frá ísafirði, varð
heimili þeirra miðpunktur íjölskyld-
unnar, þar sem tekið var á móti öll-
um til lengri eða skemmri dvalar
með annálaðri gestrisni og hlýhug.
Kristínu kynntist ég í upphafí vega
þegar leiðir mínar og yngstu systur
hennar, Jensínu, lágu saman hér í
Reykjavík, er við stunduðum nám í
Húsmæðrakennaraskóla íslands.
Mér er það minnisstætt þegar ég
kom með Jensínu í fyrsta sinni á
heimili þeirra Kristínar og Guðjóns,
hve vinsamlega þau tóku á móti mér
ásamt börnum sínum tveim, þeim
Hólmfríði og Ingva, sem þá voru
bæði innan við fermingaraldur,
óvenju falleg og elskuleg börn. Þeg-
ar við fyrstu kynni myndaðist vin-
átta sem engan skugga hefur borið
á í nær hálfa öld.
Að námi loknu réðumst við Jens-
ína til kennslustarfa að Húsmæðra-
skóla Suðurlands á Laugarvatni, hún
skólastjóri, ég kennari. Samstarf
okkar Jensínu spannaði tæpa þrjá
áratugi og á þeim árum kynntist ég
náið ættmennum hennar, bæði for-
eldrum, sem voru með göfugmann-
legustu öldungum sem ég hefi
kynnst, svo og systkinum hennar
öllum, mökum þeirra, börnum og
barnabörnum. Bæði var að frænd-
fólk Jensínu kom í heimsókn að
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, ami
dóttir, systir og mágkona,
HREFNA EINARSDÓTTIR,
Berjarima 21,
lést í Landspítalanum 25. febrúar.
Einar Marteinsson,
Sigurgeir Snæbjörnsson,
Guðlaug Sigurjónsdóttir,
Ólöf Einarsdóttir,
Sigurlaug Einarsdóttir,
Erna Einarsdóttir,
Einar Örn Einarsson,
Katrín Tanja Sigurgeirsdóttir,
Einar J. Gíslason,
Bogi Þórðarson,
Gylfi Jónsson,
Bergþór Einarsson,
Hulda S. Haraldsdóttir.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
SÆMUNDUR JÓNSSON
garöyrkjubóndi,
Friðarstöðum,
Hveragerði,
lést á heimili sínu þann 23. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 4. mars
kl. 14.00.
Alfheiður Jóhannsdóttir,
Jónina Sæmundsdóttir, Diðrik Sæmundsson.
KRISTÍN
HALLDÓRSDÓTTIR
Laugarvatni og ég fylgdist með
Jensínu þegar hún heimsótti fjöl-
skylduna, bæði í Reykjavík og um
dreifðar byggðir Dalasýslu.
Hjá þessu sómafólki kynntist ég,
sem hafði alist upp í litlu afskekktu
eyjasamfélagi, gamalgróinni ramm-
íslenskri sveitamenningu á sámvirku
stórheimili. Allt sem að daglegu lífs-
viðurværi laut, jafnt utan húss sem
innan, var unnið við frumstæð skil-
yrði eins og þá tíðkaðist. Samstillt
orka allra var lögð í að geta búið
sjálfstætt, bæði til fæðis og skæða.
Þannig ólst Kristín Halldórsdóttir
upp með samheldinni stórfjölskyldu
og áfram hefur hún eins og Magn-
ússkógarsystkinin öll borið áfram
menningararfmn til niðja sinna, því
að frá þeim er kominn stór ættbogi
dugnaðar- og framkvæmdafólks sem
ber uppruna sínum fagurt vitni.
Ekki fór Kristín varhluta af sorg
og mótlæti í lífinu. Hún varð fyrir
þeirri þungbæru lífsreynslu að missa
tvö börnin sín, tvíburasystur, aðeins
eins og hálfs árs og dóu þær úr
mislingum með aðeins tveggja daga
millibili. Ástkæran eiginmann sinn,
Guðjón, missti hún þegar þau hjón
voru ennþá á góðum aldri, árið 1967.
Þessum þungbæru áföllum tók
Kristín með stillingu, en þeir sem
best þekktu hana vissu að hún varð
aldrei söm á eftir.
Kristín var hógvær í framkomu
og fordómalaus með öllu. Mild reisn
hennar og öguð framkoma einkenndi
daglegt fas hennar. Allar samræður
við Kristínu einkenndust af yfirveg-
un og lagði hún jafnan gott eitt til
allra mála. Hún talaði frekar lágum
rómi fallegt íslenskt mál, hún þurfti
aldrei að brýna raustina til þess að
á hana væri hlustað.
Barngóð var Kristín með afbrigð-
um, enda hændust börn mjög að
henni. Barnabörnin hennar og
barnabamabörn voru henni mikill
gleðigjafí og fylgdist hún grannt
með framgangi þeirra og þroska.
Frá Flókagötu 27 fluttist Kristín
að Álfalandi 7, þar sem hún bjó í
næsta nágrenni við börnin sín og
tengdabörn og enn um skeið naut
hún hins fallega nýja heimilis, því
að Kristín var var alla tíð mikill fag-
urkeri sem klæddist ævinlega vönd-
uðum fallegum fötum og gladdist
yfir því að hafa allt fallegt í kringum
sig.
Fljótlega eftir níræðisafmælið fór
aldurinn að segja til sín í æ ríkari
mæli, en áfram hélt hún þó að búa
á sínu fallega heimili með síaukinni
hjálp bama sinna og tengdabarna.
Það var ekki að hennar skapi að
gefast upp. En að því kom þó að
hún fluttist að hjúkranarheimilinu
Hrafnistu og dvaldist hún þar við
sífellt þverrandi heilsu í rúmt ár.
Þar naut hún góðrar umönnunar.
Börnin henna'r, Fríða og Ingvi, vitj-
uðu hennar hvern einasta dag ásamt
mökum sínum og hjálpuðu henni að
matast þegar kraftar hennar þratu
til þess og gerðu allt sem í mann-
legu valdi stóð til að létta henni elli-
og sjúkdómsbyrðarnar.
Eftir langt, farsælt og vel unnið
ævistarf og erfitt sjúkdómsstríð er
hvíldin kærkomin.
Merk kona er gengin og skilur
hún eftir sig tóm og söknuð hjá
ástvinum sínum eldri sem yngri og
mörgum góðum vinum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig bléssi,
hafðu þökk fyrir allt og ailt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð blessi minningu Kristínar
Halldórsdóttur.
Gerður H. Jóhannsdóttir.
Það er mikið lán að eiga stóra og
samhenta fjölskyldu. Á æskuheimili
mínu voru, auk foreldra minna og
systkina, afi og amma sem áttu stór-
an hóp afkomenda. Allur þessi hópur
hafði mikið og náið samband við
heimilið, voru m.a. árvissir sumar-
gestir, og nutum við systkinin svo
sannarlega góðs af því. Hér er kvödd
ein úr hópnum, elskuleg föðursystir
mín, Kristín Halldórsdóttir.
Kristín var fædd í Magnússkógum