Morgunblaðið - 28.02.1995, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMIIMGAR
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 43
í Dölum í byrjun aldarinnar. Hún
var næst elst fjórtán barna ömmu
minnar og afa sem þar bjuggu. Tíu
barnanna komust til fullorðinsára
svo og einn fósturbróðir. Systkinin
ólust upp á íjölmennu heimili þar
sem samheldni og samhjálp var í
fyrirrúmi. Þessi uppvaxtarár hafa
mótað þennan stóra hóp því að alla
tíð hefur ríkt einstakt kærleikssam-
band á milli þeirra.
Þegar við systkinin fórum að fara
til Reykjavíkur héldum við til hjá
Kristínu og hennar ijölskyldu. Heim-
ili hennar stóð okkur alltaf opið eins
og við ættum þar heima og móttök-
urnar voru þannig að maður hafði
á tilfinningunni að vera sá gestur
sem hún hefði einmitt verið að bíða
eftir.
Kristín var mikil saumakona,
saumaði allan fatnað bæði á konur
og karla. Hún gerði miklar kröfur
um að fatnaður færi vel hvort sem
hann var heimasaumaður eða keypt-
ur í búð. Ef Kristín lagði blessun
sína yfir flík gat maður verið viss
um að hún færi vel. Kristín sat aldr-
ei auðum höndum. Á seinni árum
pijónaði hún lopapeysur sem voru
einstaklega vel gerðar og fallegar.
Kristín hafði mikla sjálfsvirðingu
og sjálfsaga. Aldrei fór hún út úr
húsi ómáluð eða ótilhöfð. Erfitt var
að fara með henni að versla, hún
vandaði val sitt og keypti ekkert
nema að grandskoðuðu máli. Hún
var nýtin og fór vel með alla hluti.
Aldrei henti hún matarafgöngum
heldur bjó til úr þeim ljúffenga rétti
enda mjög flink í matargerð og öllu
húshaldi. Hún var svo sannarlega
hin hagsýna húsmóðir.
Sorgir lífsins fóru ekki hjá garði
Kristínar þó ekki bæri hún þær á
torg. Hún missti tvö börn, tvíbura-
stúlkur á öðru ári, með tveggja daga
millibili og ekkja var hún í tuttugu
og átta ár.
Gæfa hennar og gleði voru bömin
hennar tvö, sem upp komust, og
þeirra fjölskyldur. Þau báru hana á
höndum sér sem og Guðjón, eigin-
maður hennar, meðan hans naut
við. Einnig var samhjálp og vinátta
systranna Jensínu og hennar falleg
og einstök.
Við frænkumar náðum mjög vel
saman þó aldursmunurinn væri tölu-
verður. Um tíma bjó ég hjá henni
og alltaf bar hún mikla umhyggju
fýrir mér og íjölskyldu minni. Við
áttum spilamennsku að sameigin-
legu áhugamáli. Það var gaman að
spila við Kristínu, hún hafði mikið
keppnisskap og var ekki alltaf sátt
við spilin sín, fannst hún reyndar
alltaf fá vond spil þó svo annað
kæmi í ljós. Ef á þetta var minnst
svaraði fyrrum sveitakonan kímin:
„Það er enginn búmaður sem ekki
kann að beija sér.“
Langri og farsælli ævi er lokið.
Við fjölskyldan þökkum órofa tryggð
og vináttu. Aðstandendum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ingibjörg Guðmundsdóttir.
HERDÍS STRÖM
AXELSDÓTTIR
-I- Herdís Ström
* Axelsdóttir
fæddist í Reykjavík
7. júní 1927. Hún
lést á Landspítalan-
um 17. febrúar síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Axel Martin Ström
frá Sölversborg í
Svíþjóð og Herdís
Guðmundsdóttir
Ström frá Barta-
koti í Selvogi.
Systkini hennar
voru fjögur, þar af
tveir hálfbræður.
Eina eftirlifandi systkinið er
Helga. Þrjú eru látin, Guðný,
Guðmundur og Viktor. Herdís
giftist 20. ágúst 1949 Kristjáni
Júlíussyni, f. 11. mars 1926.
Börn þeira eru Soffía, f. 1953,
Vilborg, f. 1955, og Guðmund-
ur f. 1957.
Útför Herdísar fer fram frá
Bústaðakirkju i dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
NÚ þegar að kveðjustund er komið
langar mig að minnast með fáein-
um orðum ömmu Dísu. Herdís, eða
amma Dísa eins og við kölluðum
hana, var ein sú glaðlyndasta og
geðprúðasta kona sem ég hef
kynnst.
Kristján Júlíusson bifvélavirkja-
meistari sér nú á eftir ástríkri eigin-
konu sinni eftir 46 ára farsælt
hjónaband. Ég man vel síðasta
sumar hvað hún hlakkaði til að
verða 67 ára og geta loks komist
á eftirlaun og geta gert allt það
sem hana langaði til. Hún ætlaði
aldeilis að fara að njóta lífsins. Hún
ætlaði að fara nú í mars til Kan-
arí, því henni leið alltaf best í mikl-
um hita, en nú er hún farin á ann-
an stað sem örugglega er bæði
hlýrri og bjartari og er ég viss um
að þar líður henni vel.
Amma Dísa var ein af þeim sem
allt vildi fyrir alla gera ef hún
mögulega gat. Kom það best í ljós
þegar eitthvað bjátaði á hjá ein-
hveijum.
Sérstaklega vil ég þakka henni
fýrir ómetanlega hjálp og stuðning
í gegnum erfið veikindi hjá okkur
og fyrir það að hafa alltaf með sinni
gæsku og glaðværð beint okkur á
betri brautir.
Söknuðurinn er sár, en margar
góðar minningar sem maður á kom
manni til góða og ætla ég að geyma
þær fyrir mig og lítinn strák sem
henni þótti svo vænt um, því þegar
þar að kemur að hann skilur meir
og betur, gef ég honum þær. Það
mun örugglega gera hann að skiln-
ingsrikari og betri manni, eins og
okkur öll sem fengum að kynnast
þér.
Elsku Kristján, Soffía, Vilborg
og Gummi, megi góður Guð gefa
ykkur styrk á þessum sorgarstund-
um.
Steinar Kristjánsson.
Enn er stórt skarð
höggvið í vina- og ná-
grannahópinn hér í
Búlandinu. Er það í
þriðja sinn á hálfu ári,
sem við horfum á bak
ástvina og vina okkar
hér í raðhúsalengjunni,
sem hefur verið sama-
staður okkar í 25 ár.
Það er alltaf sárt að
sætta sig við að sjást
aldrei aftur, a.m.k.
ekki í þessu lífi, og við
vinir og samferðamenn
Herdísar horfum með
söknuði á eftir henni,
þessari góðu og glöðu konu. Ég
minnist hennar sem sérlega hlýrrar
manneskju, oftast með bros á vör,
og þetta notalega viðmót, sem var
svo einkennandi fýrir hana. Herdís
var bæði lagleg og myndarleg, bauð
af sér góðan þokka, svo notalegan
öllum þeim, sem kynntust henni
og manni leið vel í návist hennar.
Aldrei sá ég hana skipta skapi,
enda bar hún ekki tilfinningar sínar
á torg, en þó veit ég að hún hafði
sínar skoðanir á hlutunum og fylgdi
þeim eftir, ef svo bar undir.
Herdís var hæglát og æðrulaus
kona, sem vann sín störf án hávaða
og oflætis. Hún var manni sínum
og bömunum bæði góð móðir og
hjálparhella í blíðu og stríðu, því
hún þurfti, eins og við flest öll, að
taka ýmsu mótlæti í sínu lífi, og
veit ég ekki betur en það hafi tek-
ist farsællega. Þau hjónin voru að
undirbúa utanlandsferð og ætluðu
að láta sér líða vel á hlýjum og
notalegum stað á suðrænum slóð-
um. Hitinn átti vel við Dísu, en hún
var búin að vera hjartasjúklingur
í nokkur ár.
Við vitum aldrei hvað morgun-
dagurinn ber í skauti sér, þannig
er lífið og tilveran hjá okkur öllum.
Með þessum fátæklegu orðum
sendi ég og fjölskylda mín okkar
innilegustu samúðarkveðjur til eig-
inmanns, bama þeirra og afkom-
enda allra, og þökkum samfylgdina
öll árin. Við söknum öll Herdísar,
þessarar ljúfu og góðu konu, og
er minningin um hana björt og
falleg eins og hún var sjálf.
Asta Hauksdóttir.
Sérhvert vinarorð vermir
sem vorsólarljós.
Sérhver greiði og góðvild
er gæfunnar rós.
Hvort sem leiðin þín liggur
um lönd eða höf.
Gefðu sérhveijum sumar
og sólskin að gjöf.
(Þorsteinn Þ. Þorsteinsson.)
Með þessu ljóði langar mig að
kveðja vinkonu mína, Herdísi Ax-
elsdóttur Ström og einnig að minn-
ast hennar með nokkmm orðum.
Við vissum að Ðísa gekk ekki
heil til skógar, en vonuðum samt
að fá að hafa hana hjá okkur um
GÍSLIÓLAFSON
+ Gísli Ólafson var fæddur 1.
maí 1927. Hann varð bráð-
kvaddur á heimili sínu á Sel-
tjarnarnesi hinn 17. febrúar
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Dómkirkjunni 24.
febrúar.
OKKUR verður orða vant þegar
lífsins dyrum er lokað svo skyndi-
lega. Einum vinnudegi lýkur og við
teljum sjálfsagt að annar taki við.
Þannig kvöddumst við Gísli daginn
fyrir andlát hans.
Þegar Gísli réð mig til starfa sem
einkaritara sinn hjá Tryggingamið-
stöðinni haustið 1984 sá ég strax
að þar fór mikill maður og sérstak-
ur. Úr augum hans skein ákveðni,
en einnig hlýja og góðmennska.
Þarna fór maður sem ég átti eftir
að bera mikla virðingu fyrir. Gísli
reyndist mér í hvívetna afskaplega
vel og samstarf okkar í gegnum
árin var náið og gott. Hann var
vinnuþjarkur og hreif mann með
sér. Mannleg samskipti voru honum
bæði eðlileg og eiginleg og fórust
honum því vel úr hendi. Það var
alltaf ánægjulegt þegar hann kom
að borðinu til mín eða kallaði mig
inn á skrifstofuna sína til að segja
mér eitthvað persónulegt og
skemmtilegt. Hann braut upp hinn
hversdagslega vinnudag með létt-
leika sínum og góðri kímnigáfu.
Glettni hans og einlægni var einstök
og með okkur tókst traust og góð
vinátta.
Við sem störfuðum með Gísla
vissum þó að síðustu árin gekk
hann ekki heill til skógar, en samt
sem áður kom andlát hans sem
reiðarslag. Hann var svo stór og
sterklega vaxinn að engan grunaði
að kallið væri komið og án þess að
gera boð á undan sér.
Gísli var í senn húsbóndi minn
og mikill og kær vinur. Hans mun
sárt saknað.
Á kveðjustund drúpum við höfði
og þökkum af hjarta góða vináttu
og ógleymanlegar samverustundir.
Missir okkar allra hjá Trygginga-
miðstöðinni er mikill, en mestur er
þó missir fjölskyldunnar. Elsku
Inga mín, börn, tengdabörn og
barnabörn, ég sendi ykkur öllum
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð gefi ykkur styrk í sorginni.
Blessuð sé minning Gísla Ólafs-
sonar.
Sigurveig Alexandersdóttir.
mörg ókomin ár. Ég tel mig lán-
sama að háfa átt vináttu hennar,
sem aldrei bar skugga á. Eftir að
Dísa greindist með hjartasjúkdóm,
reyndi mikið á fjölskylduna. Krist-
ján, bömin og ekki síður tengda-
synirnir, stóðu sem einn maður við
hlið hennar og gerðu allt sem þau
gátu til að gleðja hana og styrkja,
Bamabörnin voru hennar líf og
yndi og komu oft til ömmu og afa
þegar tækifæri gafst og á þurfti
að halda.
Einar, eiginmaður minn, kynnt-
ist Kidda þegar þeir vom við nám
á Akureyri árin 1944-1948 og með
þeim tókst vinátta. Árið 1947 kom
til Akureyrar ung og glæsileg
Reykjavíkurmær sem hóf störf í
bókaverslun í bænum - þetta var
Dísa. Hún og Kiddi felldu hugi
saman og giftu sig sumarið 1949
í Laufáskirkju, en leiðin lá til
Reykjavíkur. Þau byggðu sér fal-
legt hús í Fossvogi og þar bjuggu
þau síðastliðin 26 ár.
Margs er að minnast eftir löng
og góð kynni. Mér er sérstaklega
í minni ferð sem við fómm með
þeim hjónum norður og um æsku-
slóðir Kristjáns, borgarbarnið naut
sín og þekkti vel til allra staðhátta.
Samfundir urðu ekki eins tíðir
hin síðari ár. Tíminn líður fljótt í
dagsins önn. Kiddi og Dísa glödd-
ust þegar fjölskylda okkar stækk-
aði og sýndu þau dætmm okkar
og fjölskyldum þeirra mikla hlýju
og velvild. Alltaf spurði Dísa mín
um líðan móður minnar, sem býr
í hárri elli hér í Kópavogi og hafði
orð á, að nú hefði hún nægan tíma,
svo upplagt væri að heimsækja
gömlu konuna.
Fyrir nokkmm árum eignaðist.
Dísa fallegan reit með litlu sumar-
húsi í Þrastarskógi. Þau höfðu end-
urbætt litla húsið mikið, en draum-
urinn var að byggja stærri bústað
í framtíðinni. Síðastliðið sumar
komu þau til okkar austur í bústað
og gistu. Dísa var glöð og virtist
vera nokkuð frísk. Með okkur vom
tvö lítil barnaböm sem kunnu svo
sannarlega að meta hlýja faðminn
og bjarta brosið þessarar elskulegu
konu.
Herdís starfaði í eldhúsi Borgar-
spítalans í fjöldamörg ár, og fannst
mér hún ánægð í sínu starfi, rík
réttlætiskennd hennar og velvilji
kom sér vel, þar sem og annars
staðar.
Við biðjum guð að styrkja Krist-
ján vin okkar, börnin þeirra og fjöl-
skyldur, og vottum þeim innilega
samúð.
Verði ljós, vonarbjart ljós
hjarta í sérhvers manns.
Eyði þar kvíða en efli þar frið,
unun og gleði minn lausnara við.
Lýsi mér lífsorðið hans.
(V. Briem.)
Við Einar og börn okkar minn-
umst góðrar konu með söknuði og
virðingu og biðjum guð að varð-
veita hana um alla eilífð.
Sigrún S. Bárðardóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og systir,
INGVELDUR ÓLAFSDÓTTIR,
lést í Kaliforníu 26. febrúar.
Ólafur Loftsson, Sveinbjörg Þ. Jónatansdóttir,
Loftur Loftsson, Rannveig G. Ágústsdóttir,
Rósa Loftsdóttir, Júlíus H. Loftsson,
Gunther S. Stent,
Huxley Ólafsson, Eggert Ólafsson.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar
og afi,
RAGNAR STEINBERGSSON
hæstaréttarlögmaður,
Espilundi 2,
Akureyri,
andaðist á hjúkrunarheimiiinu Seli
sunnudaginn 26. febrúar.
Sigurlaug Ingólfsdóttir,
Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir, Kristinn Tómasson,
Soffía Guðrún Ragnarsdóttir, Steindór Haukur Sigurðsson,
Ingibjörg Ragnarsdóttir, Axel Bragi Bragason,
Ragna Sigurlaug Ragnarsdóttir, Guðfinnur Þór Pálsson
og barnabörn.
Anna Margrét Jónsdóttir,
Magnús Þór Jónsson,
Einar Már Jónsson.
t
Eiginmaður minn,
GUÐBJARTUR BERGMANN FRANSSON,
Sundlaugavegi 20,
andaðist á Grensásdeild Borgarspítalans þann 24. febrúar sl.
Guðrún Dagbjört Frímannsdóttir.