Morgunblaðið - 28.02.1995, Page 44

Morgunblaðið - 28.02.1995, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR SVEINSSON + Guðmundur Sveinsson fæddist í Djúpuvík í Strandasýslu 11. desember 1946. Hann lést á Borgar- spítalanum 17. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 24. febrúar. VIÐ viljum með nokkr- um fátæklegum orðum minnast kennara okk- ar til margra ára, Guð- mundar Sveinssonar. Guðmundur var umsjónarkennari okkar árin 1980-1987 og verður okkur alltaf minnisstæður fyrir ein- staklega sterkan persónuleika. Okkur þótti öllum mjög vænt um hann og bárum mikla virðingu fyrir honum. Þegar við fluttumst í unglinga- deildina áttum við að fá nýjan kenn- ara, en við neituðum því og heimt- uðum að fá Guðmund aftur og urðu fagnaðarlætin mikil þegar okkur var tilkynnt að við fengjum okkar fram. Hann var hjá flestum okkar föðurímynd og góður uppalandi. Gekk það meira að segja svo langt að sum okkar kölluðum hann ávallt „pabba“ í tímum. Guðmundur var skemmtilegur, en oft á tíðum mjög skapstór. Sem dæmi um það gerð- ist eitt sinn í matreiðslu að hann fór fram á gang til að skamma krakka sem höfðu læti þar, skund- aði síðan inn og skellti hurðinni með krafti á eftir sér, þannig að hún datt af hjörunum. Allir fóru að hlæja og að lokum gat hann ekki annað en hlegið sjálfur. Það er með söknuði sem við kveðjum þenn- an stórbrotna mann og undrumst hvers vegna menn í blóma lífsins eru hrifnir á brott. Við vottum fjöl- skyldu hans og vinum okkar dýpstu samúð. Bekkjarfélagar í 9-K í Öldutúns- skóla, 1989. Það kemur misjafn- lega við mann þegar góðir vinir eru burt kvaddir úr þessum heim, að því er við vonum og trúum til ann- arra og æðri starfa. Stundum er ættingjum og vinum tjáð að stutt geti verið eftir þegar um alvarleg veikindi er að ræða, en samt er maður aldrei viðbúinn. Mannleg og eðlileg viðbrögð eru sár söknuður þrátt fyrir vitneskju um að þjáning- um vinar sé lokið, en eftir standa þjáningar þeirra sem mikið hafa misst. Guðmundur Sveinsson var í blóma lífsins þegar alvarleg veik- indi gerðu vart við sig og þrátt fyr- ir hetjulega baráttu varð endirinn ekki umflúinn. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Guð- mundi vel og ganga með honum nokkur skref á lífsins braut. Við kenndum saman um 5 ára skeið við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og þá varð mér ljóst hvílíkur öndvegis- maður þar fór. Hann var mjög virt- ur af samstarfsfólki sínu og yfir- mönnum og afar vinsæll af nemend- um, sem skynjuðu vel greind hans, t Eiginmaður minn, stjúp- og tengdafaðir, dr. ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON, prófessor, Aragötu 4, lést á heimili sínu sunnudaginn 26. febrúar. Jakobfna G. Finnbogadóttir, stjúpbörn og makar. t Frænka mín, ARNFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, lést í Landakotsspítala 27. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján Jón Guðnason. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR JÓNSSON, Torfufelli 35, andaðist í Víðistaðaspítala miðvikudaginn 15. febrúar. Útförín hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Árni Steingrfmsson, Steinunn Sigurðardóttir, Jón Steingrfmsson, Kristín Sigurðardóttir, Ellert Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, MATTHÍAS Þ. HREIÐARSSON tannlæknir, lést í Landakotsspítala sunnudaginn 26. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Kristfn Matthíasdóttir, Elfsabet Matthfasdóttir, Lýður Sörlason, Matthfas H. Matthfasson, Margrét Aðalsteinsdóttir, Alfred G. Matthfasson, Sigrún H. Helgadóttir og barnabörn. ____________I MINIMINGAR hlýju og mannkærleik. Leiðir okkar Guðmundar lágu einnig saman hjá knattspyrnudeild FH, er ég var ráð- inn þjálfari 1. deildarliðs félagsins, en Guðmundur var þar lykilmaður í stjórn og hafði verið um langt skeið. Okkur lét mjög vel að vinna saman, bæði í kennslu og íþróttum, enda áttum við skap saman og höfð- um svipaðar vinnuvenjur. En það var þó fyrst og síðast gagnkvæm virðing og vinátta sem tengdi okk- ur. Orð voru óþörf, en með hlýju augnaráði og/eða þéttu handtaki sýndum við hug okkar og væntum- þykju. Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast Guð- mundi Sveinssyni og læra af hon- um. Með sinni hógværð og lítillæti varð hann mér fyrirmynd sem aldr- ei mun gleymast. Við Rita sendum Gullu og börn- unum okkar dýpstu samúðarkveðj- ur og biðjum þeim Guðs blessunar. Guð blessi minningu Guðmundar Sveinssonar. Hörður Hilmarsson. Það er erfitt að sætta sig það þegar maður á besta aldri hverfur á braut frá fjölskyldu sinni, eigin- konu og börnum sem enn eru ekki vaxin úr grasi. Guðmundur Sveins- son var mikill fjölskyldumaður, sannur fræðari og uppalandi, sem hefði viljað fylgja börnum sínum fram á fullorðinsár eins og hann hafði fylgt svo mörgum nemendum sínum í gegnum árin. En maðurinn með ljáinn hefur gert þau áform hans að engu. Guðmundur var hæglátur í daglegu fasi, traustur og úrræðagóður, víðlesinn og hafði mikla unun af tónlist og íþróttum. Þá var tölvan honum einkar kær, enda hafði hann snemma kynnt sér kosti tölvutækninnar og miðlaði samkennurunum sínum óspart af þeim þekkingarforða sem hann hafði komið sér upp á þessu sviði. Ég kynntist Guðmundi Sveins- syni ungur að árum þegar hann kom til starfa í Öldutúnsskóla, einn af ungu kennurunum. Hann var vel í takt við tímann, skeggjaður og síðhærður eins og alsiða var á þeim árum meðal ungs fólks. Ég var snöggtum yngri en hann, nemandi í eldri bekkjardeild grunnskóla, en hann nýútskrifaður kennari. Ég naut þess, ásamt fleiri tónlistar- þyrstum krökkum í skólanum, þeg- ar Guðmundur stjórnaði tónlistinni á skólaböllum. Það er mér í fersku minni þegar hann kynnti okkur Sgt. Peppers plötu Bítlanna og síð- an Hvíta albúmið með sömu sveit á skóladansleikjum og mörg voru lögin sem við heyrðum fyrst hjá Guðmundi. Síðar, þegar ég var kominn í Flensborgarskóla, sýndi hann mér, unglingnum, mikinn sóma er hann leitaði til mín og bað mig að stýra balli í gamla bama- skólanum mínum, hjá krökkum sem þá voru á lokaári, aðeins þremur árum yngri en ég sjálfur. Hann vissi sem var, að ég var ákafur plötupæl- ari og átti gott safn af nýjustu tón- listinni. Þar með hófst vinátta okk- ar og oft leituðum við hvor til ann- ars til að frétta af nýjum straumum og stefnum í tónlist. Þó að Guð- mundur væri nokkru eldri en ég, varð ég gjaldgengur í hans vina- hópi og þótti mikil upphefð að því. Það var-oft glatt á hjalla heima hjá foreldrum hans, þeim Sveini og Emmu, en þar var ætíð opið hús hvenær sólarhringsins sem var. Ósjaldan tók Guðmundur lagið ásamt Gulla bróður sínum og félög- unum, enda var hann með einkar háa og góða söngrödd og hefði án efa getað orðið býsna góður ein- söngvari ef hann hefði lagt sönginn fyrir sig. Þá voru Chicago-lögin oft kyrjuð og aðrir góðir söngvar þar sem há tenórrödd Guðmundar naut sín til fullnustu. Reyndar fékkst hann þó nokkuð við söng á opinber- um vettvangi með félögum sínum í Randveri, en þeir fluttu tónlist sína vítt og breitt um landið og gáfu út þijár vinsælar breiðskífur. Annað áhugasvið Guðmundar tengdist ritstörfum, en í fjölmörg ár ritstýrði hann og gaf út bæjar- fréttablað í Hafnarfirði ásamt tveimur samkennurum sínum. Um tíma voru blöðin tvö sem þeir gáfu út og stunduðu þeir kollegarnir æði blómlega útgáfustarfsemi. Þar nutu skipulagshæfileikar Guðmundar sín vel. Hann gekk að þeim störfum af jafnmikilli nákvæmni og fag- mennsku eins og kennslunni. Oft bar fundum okkar saman í prent- smiðjunni Prisma þar sem blaðið var unnið, en þar átti ég oft leið um vegna starfa minna. Það var ekki hægt að greina annað en að blaðaútgáfa væri Guðmundi jafn eðlileg og að draga andann. Aldrei sá ég hann í neinum æsingaham, þó að blaðið væri stundum í loka- vinnslu á síðustu stundu. Þetta virt- ist allt vera svo létt og eðlilegt hjá þeim félögunum. Þegar Rósa fór að kenna við Öldutúnsskóla tókst einnig sönn vinátta með þeim. í kennslunni er skipulagsstarfið mikilvægur þáttur og þar kom starfsreynsla og innsýn Guðmundar að góðu gagni. Hann var þá fyrir nokkru búinn að kynn- ast sinni ágætu eiginkonu Guðlaugu og saman áttu þau synina tvo Svein og Kristmund og nokkru síðar fæddist dóttirin Helga. Kennara- hópurinn í Öldutúnsskóla hefur ætíð verið mjög fastheldinn á hefð- ir og staðið vel saman. Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að kynnast þessari samstöðu og mjög gaman að gleðjast með þessum góða hópi, hvort sem haldnar voru veislur og árshátíðir eða farið út í guðsgræna náttúruna á haustin og vorin. Nærvera Guðmundar á þess- um stundum gerði þær jafnan ein- staklega eftirminnilegar. Hann annaðist oft veislustjórn, leiddi söng, eða hélt upp gríni og glensi með samkennurum sínum. Tíminn leið ætíð hratt í návist hans. Og ætíð stóð Gulla jafn brosmild og hlý við hlið hans. Það hefur verið gott að ganga lífsins veg í fylgd Guðmundar Sveinssonar. Minningarnar um góð- an og mætan dreng munu ætíð draga fram fagrar myndir í hugum okkar. Kæra GuIIa, Sveinn, Krissi, Helga, Emma, Gulli og aðrir ætt- ingjar. Sorgin er sár á þessari stundu, en það er einlæg von okkar að þið finnið styrk í minningunum og að trúin á æðri mátt veiti ykkur huggun í harmi ykkar á þessari stundu. Jónatan Garðarsson og Rósa Sigurbergsdóttir. Með örfáum orðum minnumst við Guðmundar Sveinssonar, sem lést um aldur fram 17. febrúar sl. Guðmundur var sannur FH-ingur og mikill félagsmaður. Hann var óþreytandi að vinna fyrir félagið sitt og stuðla að því að vegur þess yrði sem mestur. Hann var traustur hlekkur í öllu okkar starfi. Fáir glöddust jafn mikið þegar vel gekk og hann var jafnan fyrstur til að koma og hughreysta okkur og hvetja þegar á brattann var að sækja. Við kveðjum þig kæri vinur og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér og njóta krafta þinna. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Leikmenn mfl. FH í knattspyrnu. Það var árið 1974, að hópur inn- an vébanda Fimleikafélags Hafnar- fjarðar ákvað að stofna hljómsveit. Fyrir dyrum stóð árshátíð félagsins og óskað var eftir skemmtiatriðum. Menn skiptu með sér verkum hvað hljóðfærin varðaði, og þeir sem kunnu ekki á hljóðfæri, sungu bara. Þeir voru líka ábyrgir fyrir texta- gerð. Þar féllu mörg gullkornin, sem lifa enn meðal félagsmanna. FH-bandið, eins og það var kallað, hefur starfað með hléum síðan. Hátindi náði bandið líklega þegar það lék nokkur FH-lög inná hljóm- plötu árið 1990. Enn eru til nokkur eintök af henni. Einn þessara ein- staklinga var Guðmundur Sveins- son. Hann var sérstaklega liðtækur í þessum hópi, enda „vanur maður“ á þessu sviði frá árum sínum í söng- sveitinni Randver. Hann hafði háa og bjarta rödd sem naut sín vel í hinum misvel æfðu milliröddum lagalistans. Þá hafði hann ríka til- finningu fyrir hinum mannlegu þáttum félagsstarfsins sem endur- spegluðust síðan í textagerðinni. En þátttaka Guðmundar í FH-band- inu var bara eitt framlag hans af mörgum til Fimleikafélags Hafnar- fjarðar þar sem hann var virkur í stjórnarstörfum um árabil. Nú er Guðmundur fallinn frá og er FH ekki sama félag eftir. Við hinir stöndum eftir hnípnir, en þakklátir fyrir að hafa átt þennan góða dreng að samferðamanni. FH-bandið sendir aðstandendum öllum dýpstu samúðarkveðjur. FH-bandið. Minnist mín með bros á vör, þá ég hverf héðan. Svo má ást þín flýta för, finna skjól á meðan... á meðan gull sín glöð og ör, gæfan flytur héðan... Minnist mín með bros á vör, bara rétt á meðan. (Vilborg Traustasdóttir.) Föstudagurinn 17. febrúar rann upp. Mér varð litið út um gluggann þennan morgun og tók sérstaklega eftir því hve fagur himinninn var. Sólin sló roða á skýin og tignarleg fegurðin snart streng í bijósti mér. Ég fylltist barnslegri gleði yfir því einu að vera til. Um hádegisbil þen- ann sama dag frétti ég að Guð- mundur frændi minn hefði kvatt um morguninn og ég hugsaði með mér „þess vegna var himinninn svona fallegur". Það var nefnilega alltaf allt svo fallegt og gott í kring- um hann Gvend. Ég minnist þess eitt sinn þegar Gvendur var hjá okkur á Sauðanesi og við krakkam- ir vorum að ólmast og stríða þeim Braga og Gvendi að þeir hlupu inn í Braga herbergi og skelltu á eftir sér hurðinni. Ég litla skvettan hljóp á eftir þeim og í hita leiksins skall hurðin á litlu tána á mér. Ég rak upp öskur og grét ógurlega, kunni auðvitað að kalla á athygli. Fyrstur allra að koma og taka mig upp var Gvendur frændi og hann var svo blíður og góður og bað mig að fyrir- gefa sér að ég sem var vön því að mín óvægu systkini vændu mig um uppgerð, fyrirgaf slysið af heilum hug og ég held að síðan þá hafi hann átt á mér umrædda litlutá. Mér er einnig minnisstætt hve vel hann söng og montinn var ég að eiga frænda í Randver á sínum tíma. Hann og Gulli bróðir hans sungu oft saman og er mér í fersku minni þegar þeir sungu saman á ættarmóti í Djúpuvík lagið „The House of the Rising Sun“, þeir sungu það svo vel. Guðmundur með sína háu rödd hefði getað sprengt þakið af hótelinu. Þetta var ógleym- anleg stund. Mér finnst það svo táknrænt að þeir bræður voru sam- an síðustu stundina á þessum fagra morgni og Gulli var að reyna að sýna Guðmundi sólaruppkomuna. Er hægt að hugsa sér fegurri dauðastund en að sofna inn í sólar- uppkomuna? Nú býr Gvendur frændi í „Húsi sólaruppkomunnar“ hjá Guði og ég er viss um að þar er honum vel fagnað og þar munu leiðir ástvina liggja saman á ný. Elsku Gulla og börn, Gulli, Ella og böm, Milla og fjölskylda, Emma frænka og aðrir ættingjar og vinir. Gefum okkur tíma til að syrgja og sakna. Vemm góð við okkur sjálf og hvert annað. Þakklætið er móðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.