Morgunblaðið - 28.02.1995, Qupperneq 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995
UNGLINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Það er spurning
Telur þú að
reykingar hafi
aukist meðal
unglinga?
Eyrún, 14 ára
Já, ógeðslega.
Elísabet, 14 ára,
Já.
Ingólfur, 14 ára
Ég myndi segja það.
Erna Björg, 14 ára
Já, þær hafa aukist.
mmmmmmmmmmmmmm
Hvar eru þau og hvað eru þau að gera?
Unglinga-
lýðræði - hvað
ernúþað?
IÖLLUM félagsmiðstöðvum
Reykjavíkur er viðhaft svokallað
unglingalýðræði. Það tryggir að
unglingamir hafi sem mest áhrif á
starfsemina. Unglingamir setja hug-
myndir sínar í hugmyndakassa.
Unglingaráð, sem kosið er árlega í
lýðræðislegum kosningum, fer síðan
yfir hugmyndimar og kemur þeim
í framkvæmd. Ef um veigamiklar
hugmyndir er að ræða er boðað til
stórfundar þar sem allir unglingar
kjósa um afgreiðslu málsins.
Unglingalýðræði verður þó að
fylgja ákveðnum reglum og þær
ákvarðanir sem unglingamir taka
mega ekki fara út fyrir eftirfarandi
ramma: Lög íslands, fjárhagsáætl-
un félagsmiðstöðvarinnar, reglur
borgarinnar og ábyrgð starfs-
manna.
Fyrir skemmstu hittust öll ungl-
ingaráð Reykjavíkur í Árseli. Þar
litu ráðin sameiginlega yfír farinn
veg, skiptust á skoðunum um starf-
ið og ræddu hvað fór vel og hvað
illa í starfmu í vetur. í ljós kom að
starfsemin hafði verið mjög fjöl-
breytt og skemmtileg og höfðu
unglingarnir frá mörgu að segja
úr félagsmiðstöðinni sinni.
Ætlar að skipta
úr freestyle yf-
ir í þolfimi
ÝBAKAÐUR ís-
landsmeistari í Free-
stile, Sigríður Ragndís
Hilmarsdóttir, segist vera
orðin of gömul til að
keppa í því og ætlar að
fara að einbeita sér að
þolfiminni. Hún er 16 ára
og er nemandi á viðskipta-
braut í Fjölbrautaskólan-
um á Sauðarkróki.
Hvað er freestyle?
Það er dans, djass og þol-
fimi í bland.
Hvað ertu búin að æfa
lengi?
I um það bil 6 ár, ég er
ekki með þjálfara heldur
er ein í þessu og sem líka
dansana sjálf.
Hvernig gengur að
semja dansana?
Það gengur bara vel, ég
stel smá, bara pínu, og
svo veit ég ekki alveg.
Mig dreymir þetta og alls-
konar, og svo er allt í einu
atriðið til.
Hvað æfir þú mikið?
Ég æfi fimm sinnum í viku. Ég
er með aðstöðu í líkamsræktarstöð
hér og æfi þar í þojfimisal.
Af hveiju fórstu á fslandsmeist-
aramótið?
Mig langaði, eins og í fyrra og
árið þar áður. Ég átti alls ekki
von á að sigra, fannst það ekki
smuga. Mér brá ekkert smá og
trúði því varla að ég hefði unnið.
Framtíðin í freestyle?
Ég ætla að fara meira út í þolfim-
ina, ég er orðin of gömul í free-
style svo ég ætla bara að hætta
í því og hella mér út í þolfimina,
sagði hinn nýbakaði íslandsmeist-
ari að Iokum.
Er í unglinga-
ráði í félagsmið-
stöðinni Arseli
*
ASGERÐUR Ottes-
en hefur stundað
félagsmiðstöðina Ársel
í nokkur ár og er nú í
unglingaráði. Annars-
staðar á opnunni er
aðeins fjallað um ungl-
ingalýðræði sem er við
lýði í öllum félagsmið-
stöðvum í Reykjavík
og víðar.
Unglingaráð er lýð-
ræði sem við notum í
félagsmiðstöðvunum
svo starfsmennirnir
ráði ekki öllu, við kom-
um hugmyndum okkar
á framfæri þar, þetta
er auðvitað okkar fé-
lagsmiðstöð þá eigum
við líka að fá að ráða
einhveiju um það hvað
við gerum hérna.
Ég er eiginlega allt-
af hérna í Arseli og hef
verið í unglingaráði í
tvö ár. Á virkum dög-
um erum við að spila,
horfa á sjónvarpið,
erum í billjard, dönsum
og tölum saman og hittum
hina krakkana.
Ég tel félagsmiðstöðvar
fyrir unglinga vera nauðsyn-
legar, þar kynnist maður öðr-
um unglingum og maður
nennir ekki að vera heima hjá
sér öll kvöld.
Ég er líka í handbolta og
fótbolta svo það er nóg að
gera hjá mér, sagði Ásgerður
að lokum.