Morgunblaðið - 28.02.1995, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CF3ITRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
5 milljónum króna rænt af tveimur starfsmönnum Skeljungs
.Víðtæk leit lögreglu
enn árangnrslaus
Hálfbrunnin sönn-
unargögn fundust
í Hvalfirði
UMFANGSMIKIL leit fjölda lög-
reglumanna að þremur mönnum,
sem í gærmorgun rændu rúmlega 5
milljónum króna af tveimur starfs-
mönnum Skeljungs hf., hefur ekki
borið árangur. Maður var handtek-
inn í tengslum við málið í gærkvöldi
eftir að hafa stungið af frá ákeyrslu
en vísbendingar um aðild hans að
málinu þykja veikar, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Lög-
regla fann í gær hálfbrunnar upp-
gjörstöskur merktar Skeljungi í
flæðarmáli í Hvalfirði skammt frá
Hvammsvík. Víðtækar aðgerðir lög-
reglu sem setti upp vegartálma til
að fylgjast með umferð að og frá
bænum báru ekki árangur. Ránið
er talið þrautskipulagt.
Starfsmenn Skeljungs, tvær kon-
ur á þrítugsaldri, voru á bílastæði
íslandsbanka í Lækjargötu að leggja
inn andvirði helgarsölu á helstu
bensínstöðvum fyrirtækisins á höf-
uðborgarsvæðinu þegar tveir grímu-
klæddir menn réðust að þeim og
börðu aðra þeirra í höfuðið með
slökkvitæki.
Þeir hrifsuðu af stúlkunni pen-
ingatösku sem í voru allmargar upp-
gjörstöskur með a.m.k. 5,2 milljón-
um króna, þar af rúmum 3 milljónum
í reiðufé.
Sérstakur þjófavarnarbúnaður í
peningatöskunni, sem sprengja átti
‘sérstakt hylki sem litaði innihald
töskunnar, virkaði ekki þegar til
átti að taka og komust ræningjarnir
undan með feng sinn.
Mennimir komust undan á stoln-
um SAAB-bíl sem vitorðsmaður
þeirra ók. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er talið hugsanlegt
að einn ræningjanna sé kona. Annar
hinna er áberandi hávaxinn og var
klæddur ljósbláum gallabuxum og
grænum hermannajakka.
Bíll ræningjanna fannst inni á lóð
við Ásvallagötu og vom ræningjarn-
.. Morgunblaðið/Júllus
LOGREGLAN á vettvangi í Hvalfirði í gær að safna saman og leggja hald á sönnunargögnin sem
reynt hafði verið að brenna í flæðarmálinu. Hjólför eftir bíl ræningjanna og fótspor fundust i snjónum.
SPORHUNDUR var fenginn til að reyna að rekja slóð ræningj-
anna frá flóttabílnum, sem fannst við Ásvallagötu.
ir á bak og burt. Á stolinn bílinn
reyndust hafa verið festar stolnar
númeraplötur.
Logandisönnunargögn
Um klukkan 16 í gær sá maður
sem var akandi í Hvalfirði eitthvað
logandi í flæðarmálinu. Um reyndist
vera að ræða uppgjörstöskur undir
peninga og ávísanir merktar Skelj-
ungi og einnig fatnað. Hellt hafði
verið yfir þetta kveikjarabensíni og
eldur borinn að.
Eldurinn var slökktur og tók lög-
reglan þessa hluti í vörslu sína.
Leit lögreglu að ræningjunum í
gær, vegartálmanir á Vesturlands-
vegi og vegartálmanir og leit á
Grandagarði var einhver víðtækasta
lögregluaðgerð sem gripið hefur ver-
ið til í Reykjavík undanfarin ár.
■ RániðíLækjargötu/10-11
Vegabréfs-
eftírlit
fyrir ESB
í vestri
FORSÆTISRÁÐHERRAR Norður-
landanna telja bestu forsendur til
þess að tryggja áframhaldandi
fijálsa för Norðurlandabúa milli
Norðurlandanna, þar með talið vega-
bréfsfrelsi, þrátt fyrir aðild þriggja
landanna að Evrópusambandinu,
nást með þátttöku í eða aðlögun að
Schengen-samkomulagi Evrópu-
sambandsríkja. ísland og Noregur
hafa lýst sig tilbúin að takast þær
skyldur á herðar að hafa eftirlit á
ytri landamærum, sem svari til
krafna samkomulagsins. Þetta
myndi leiða til þess að vegabréfs-
skoðun myndi leggjast af að mestu
leyti milli íslands og aðildarríkja
Schengen-samkomulagsins, það er
að segja allra ríkja ESB, annarra
en Bretlands og írlands, auk Norður-
landanna.
Vilja geta sent fólk til baka
Ólafur Walter Stefánsson, skrif-
stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu,
segir ekki ljóst hvernig útvíkkuðu
samstarfi þeirra Norðurlandaríkja
sem verða utan Schengen-sam-
komulagsins og aðildarríkja sam-
komulagsins verður háttað. Hann
bendir á að íslendingar og Norð-
menn leggi áherslu á að gegn því
að slakað verði á vegabréfsskoðun
innan svæðisins verði áfram svipaðar
heimildir til eftirlits samkvæmt til-
viljunarúrtaki og verið hefur milli
Norðurlandanna. Einnig að gert
verði samkomulag við aðildarríkin
um heimildir til að senda ólögleglega
innflytjendur aftur til þess lands sem
þeir komu frá. í Schengen-sam-
komulaginu er hins vegar gert ráð
fyrir að það ríki sem vill vísa burt
ólöglegum innflytjanda sjái sjálft um
flutning hans til heimalands.
Varðandi það hlutverk íslendinga
og Norðmanna að annast landa-
mæraeftirlit ESB, utan Bretlands
og írlands, í vestri bendir Ólafur á
að þjóðirnar séu ekki í tollabanda-
lagi með ESB-ríkjunum. Því fari
tollskoðun ekki fram hér heldur í
fyrsta landi innan ESB. Sem dæmi
um þetta má nefna flugvél sem milli-
lendir á Keflavíkurflugvelli á leið frá
New York til Lúxemborgar. Farþeg-
arnir eiga að framvísa vegabréfum
hér, en tollskoðun þeirra sem halda
áfram fer fram í Lúxemborg.
■ Viðræður verði/32-33
Greiða ber
erfðafjár-
skatt af kvóta
RÍKISENDURSKOÐUN telur að
greiða skuli erfðafjárskatt af físki-
kvóta. Að áliti stofnunarinnar hefur
kvótinn umtalsvert fjárhagslegt gildi
fyrir rétthafa og því beri erfíngjum
að greiða erfðafjárskatt af kvóta við
fráfall rétthafa eins og af öðrum
eignum sem ganga til erfíngja.
Ríkisendurskoðun tók málið til
j«,mfjöllunar að beiðni sýslumanns-
embættisins í Reykjavík, en ágrein-
ingur var milli þess og erfingja út-
gerðarmanns vegna skiptingar á
dánarbúi hans. Að mati Ríkisendur-
skoðunar myndar kvóti stofn til
álagningar erfðafjárskatts. Bent er
á að samkvæmt lögum beri að greiða
erfðafjárskatt af öllum fjárverðmæt-
um og fjármunaréttindum, sem við
skipti á dánarbúi renni til erfíngja.
Verð á pillaðri rækju hefur
hækkað um 26% frá því í ágúst
VERÐ á pillaðri rækju á mörkuðum í Evrópu er
nú um 26% hærra en það var um mitt síðastliðið
ár. Miðað við verð í SDR er rækjuverðið nú um
81% af því sem það varð hæst árið 1986. Sölu-
horfur um þessar mundir eru taldar góðar. Áætl-
að framboð helztu framleiðslulanda er talið verða
í takt við þarfír markaðsins. Því er við því að
búast að verð haldist hátt fram eftir þessu ári.
Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags
rækju- og hörpudiskframleiðenda, varar þó við
bjartsýni og telur frekari verðhækkanir líklegar
til þess að draga úr eftirspurn eins og varð, þeg-
ar verð náði hámarki 1986.
Helztu framleiðendur á pillaðri kaldsjávarrækju
funduðu nýlega í Tromsö í Noregi til að bera
saman bækur sínar. Þessi lönd eru Island, Noreg-
ur, Grænland og Færeyjar, en þau hafa bundizt
samtök’um um sameiginlegt markaðsátak fyrir
kaldsjávarrækju í Þýzkalandi, sem standa mun í
þrjú ár. Helztu markaðslöndin fyrir pillaða kald-
sjávarrækju eru Bretland, sem er langstærst,
Danmörk, Þýzkaland og Svíþjóð. Alls er nú talið
að eftirspurn eftir þessari rækju í Evrópu nemi
um 50.500 tonnum í ár, en áætluð framleiðsla
er um 45.000 tonn. Island er stærsti framleiðand-
inn með áætlaðan útflutning inn á þennan mark-
að í ár upp á 18.500 tonn. Grænland er í öðru
sæti með 12.500 og áætluð framleiðsla í Noregi
er 10.500 tonn.
Verðið orðið of hátt?
„Okkur sýnist að vægið milli framboðs og eftir-
spurnar á þessu ári verði okkur hagstætt,“ segir
Pétur Bjarnason. „Ég get hins vegar ekki leynt
því að ég ber svolítinn ugg í bijósti um að þessi
verðhækkun sem orðin er sé komin afar nærri
þeim mörkum að kaupendur leiti annarrar vöru
vegna þess hve verðið er orðið hátt. Frekari verð-
hækkun leiðir að mínu mati ekki til góðs. Síg-
andi lukka er jafnan bezt í markaðsmálum. Stað-
an nú minnir um margt á stöðuna 1986 til 1987,
sem leiddi af sér verulega fimm ára lægð í rækju-
verði og mikla örðugleika í rekstri.
Eg óttast einnig að þessi verðhækkun sem
kemur eftir að framleiðendur margir hafa lapið
dauðann úr skel, hafi leitt til þess að þeir hafí
verið að borga of hátt hráefnisverð. Mér heyrist
að menn hafi oftast verið að hækka hráefnisverð-
ið út á væntanlega afurðaverðshækkun, en slíkt
Ieiðir aðeins til skelfilegrar stöðu,“ segir Pétur.
Pétur segir að menn séu vongóðir um að sam-
starf í markaðsmálum muni skila sér. Ennfremur
hafi hann komið með þá hugmynd að halda sér-
staka ráðstefnu um kaldsjávarrækju.