Morgunblaðið - 05.03.1995, Síða 10

Morgunblaðið - 05.03.1995, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ RIKISFJÁRMÁL Skuldir ríkis- sjóðs tvöfaldast ISTEFNUYFIRLYSINGU rík- isstjómarinnar sem formenn stjómarflokkanna undirrit- uðu í Viðey í lok apríl 1991 segir að ríkisstjórnin ætli að ná markmiðum sínum meðal annars með uppskurði á ríkisfjármálum í því skyni að stöðva hallarekstur, skuldasöfnun og útgjaldaþenslu og stuðla þannig að iækkun raun- vaxta. „Eitt meginverkefni ríkis- stjórnarinnar á lq'örtímabilinu verður að lækka ríkisútgjöld, breyta ríkisfyrirtækjum í hlutafé- lög, hefja sölu þeirra, þar sem sam- keppni verður við komið, breyta þjónustustofnunum í sjálfstæðar stofnanir, sem taki í auknum mæli gjöld fyrir veitta þjónustu. Verkefni í ríkisrekstri verði boðin út.“ Einnig að „með lækkun ríkisút- gjalda verði búið í haginn fyrir að jafnvægi náist í ríkisrekstri, án hækkunar skattbyrði. Stefnt skai að lækkun skatta, þegar tekist hefur að hemja vöxt ríkisútgjalda umfram vöxt þjóðartekna. Skatt- lagning fyrirtækja og neysla verði samræmd því sem gerist með sam- keppnisþjóðum. Samræmd verði skattlagning eigna og eigna- tekna.“ Við hvað á að miða? Þegar árangur ríkisstjómarinn- ar í ríki.sfjármálum er athugaður þarf að finna viðmiðun. Hér er valið að bera saman stöðu mála í upphafi og lok kjörtímabilsins. Rík- Þrátt fyrir þá staðreynd að ríkisstjórninni hafí tekist að stöðva sjálfvirka útgjaldaaukningn ríkis- sjóðs er viðvarandi verulegur hallarekstur á sam- eiginlegum sjóði landsmanna, skrifarHelgi Bjarnason. Skuldir ríkissjóðs hafa tvöfaldast og þarf nú tekjur heils árs til að greiða upp erlendar skuldir hans. Jafnframt er vaxtakostnaðurinn far- inn að íþyngja skattborgurunum og skerða mögu- leika stjórnvalda til að ráðstafa tekjum ríkisins. isstjórnin tók við fyrir mitt ár 1991 og verður að líta svo á að það ár sé á ábyrgð fyrri ríkisstjómar sem gekk frá fjárlögum og tók flestar ákvarðanir sem áhrif höfðu á stöðu ríkissjóðs það ár. Árið 1991 var kosningaár og sker það sig mikið úr árunum á undan og eftir og þá voru auk þess teknar inn í bókhald- ið ýmsar syndir sem kannski til- heyra frekar öðrum árum. Viðmið- unin á móti ætti þá að vera fjárlög 1995. Á það ber þó að líta að fjár- Iögin eru aðeins áætlun og ekkert liggur fyrir um niðurstöðuna, þeg- ar er vitað um ákveðnar breytingar vegna nýrra kjarasamninga og aðgerða ríkisstjómarinnar í tengsl- um við þá. Önnur viðmiðun gæti verið síð- asta heila ár síðustu ríkisstjórnar, þ.e. 1990, og síðasta heila rekstrarár þessarar en það er 1994. Sömu vandamál eru við þennan samanburð. Ýmsir liðir reikningsins fyrir 1990 eru van- taldir. Við samanburð á tölum í töflunum hér á opnunni er ef til vill raunhæfast að líta á árin 1990 og 1991 saman og bera saman við 1994 og 1995. Milljarður í tekjuaukningu Heildartekjur ríkissjóðs, sam- kvæmt greiðsluyfirliti, hafa aukist um einn milljarð að raungildi á kjörtímabilinu. Tekjumar voru lið- lega 111 milljarðar, fóru niður í 108,5 árið 1993 og eru nú liðlega 112 milljarðar. f fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 112,1 millj- arði. Áætlað er að tekjurnar lækki um 800 milljónir vegna skattalaga- breytinga í tengslum við nýgerða kjarasamninga en þær munu aftur aukast um óvissa fjárhæð vegna skatta af launahækkunum á al- mennum vinnumarkaði og væntan- lega síðar hjá opinberum starfs- mönnum. Aukning tekna ríkissjóðs á tíma- bilinu skýrist aðeins að hálfu leyti af auknum skatttekjum. Sem hlut- fall af landsframleiðslu voru skatt- tekjur ríkisins svipaðar á síðasta ári og í upphafi kjörtímabilsins, eða um 23,6%, og í fjárlögum er gert ráð fyrir að þetta hlutfall fari nið- ur í 23,2%. ________ Á kjörtímabilinu var aðstöðugjald fellt niður af fyrirtækjum og stað- greiðsla einstaklinga hækkuð í staðinn um 1,5%. Það jók skattbyrði einstakl- inga í bili en Halldór Árnason, skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu íjármálaráðuneytisins, segir að á móti hafi síðar komið lækkun virð- isaukaskatts af matvælum og fleiri aðgerðir og telur hann að óveruleg- ur munur sé á skattbyrði einstakl- inga nú og fyrir fjórum árum. Útgjöldin svipuð Útgjöld ríkissjóðs, samkvæmt greiðsluyfirliti, hafa sveiflast undir og yfir 120 milljarðana að raun- gildi undanfarin átta ár. Útgjöldin voru tæplega 121 milljarður að Skatttekjur ríkisins hald- ist svipaðar um meðaltali 1990-91. Á síðasta ári voru 120 milljarðar greiddir úr rík- issjóði og á fjárlögum 1995 er gert ráð fyrir 119,5 milljörðum. Þegar er vitað að gjöldin munu aukast um liðlega milljarð í ár vegna ráðstafana í tengslum við samnihgana og verða því 120,5 milljarðar. Samkvæmt þessu virð- ast útgjöld ríkissjóðs vera svipuð nú og verið hefur að jafnaði mörg undanfarin ár. Halldór Árnason bendir á að útgjöldin samkvæmt fjárlögum ársins séu tæplega 5% minni en útgjöld ársins 1991 sem hann telur rétt að miða við. Segir hann að útgjöld vegna heilbrigðis- og vel- ferðarmála séu nánast þau sömu að raungildi nú og fyrir ijórum árum. Þetta hafi gerst þrátt fyrir að eðli sínu samkvæmt þurfi trygg- ingakerfið stöðugt að bæta við sig, til dæmis vegna fjölgunar aldr- aðra. Þá hafi Iögum og reglum verið breytt á ívilnandi hátt. Þessir málaflokkar kalli sífellt á aukin útgjöld, til dæmis vegna nýrra aðferða við lækningar, nýrra lyfja og nýrra stofnana eins og hjúkrun- arheimila. Útgjöld vegna landbúnaðar minnkuðu um liðlega 4 milljarða að raungildi á þessum tíma og það er sú aðgerð fyrst og fremst sem gerir það að verkurn að heildarút- _________ gjöldin hafa staðið í stað eða lækkað á þessum tíma, eftir því hvernig á það er litið. Halldór segir að útgjöld ríkissjóðs hafi tilhneigingu til að aukast 3-5% á ári ef ekkert er að gert. Akveðin umskipti hafi hins vegar orðið þegar farið var að leggja ríka áherslu á að hver og ein stofnun og ráðuneyti héldi sig innan fjárlagarammans. Allir ráð- herrarnir hafi tekið þátt í þessu átaki og þeirra ábyrgð hafi ráðið úrslitum um að tekist hafi að minnka útgjöldin í upphafi kjör- tímabilsins. Hann viðurkennir að ekki hafi tekist að lækka kostnað- inn seinni hluta kjörtímabilsins enda þætti gott að halda í horfinu við þær aðstæður sem ríktu í þjóð- félaginu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.