Morgunblaðið - 05.03.1995, Side 18
18 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Offjölgun sela er
nú taliö gríóarlegt
vandamál. Þómý
Jóhaimsdóttir
hefur unnió grein-
argeró um veióar
og nýtingu sela-
stofna við ísland og
varpar meöal ann-
ars fram þeirri
spurningu hvort
ekki sé kominn
tími til aó íslend-
ingar taki höndum
saman og snúi vörn
í sókn hvaó varöar
nýtingu náttúru-
auölinda.
SBLVEIÐAR hafa verið stund-
aðar við ísland frá landnámi
og voru öldum saman taldar til
mikilla hlunninda. Fram yfir síðari
heimssstyrjöld var allt nýtt af
skepnunni, kjöt, hreifar og spik var
nýtt til manneldis og skinn að mestu
leyti flutt út til Evrópulandanna.
Vegna almennrar velmegunar,
breyttra neysluhátta, fólksflutninga
innanlands og utanaðkomandi að-
stæðna varð smám saman breyting
þar á. Á árunum milli 1960 og
1978 voru selveiðar aðallega stund-
aðar vegna verðmætis skinnanna.
í kjölfar markaðshruns á kópa-
skinnum um 1978, vegna áróðurs
náttúruverndunarsamtaka og
banns EB-ríkja við innflutningi á
selskinnum 1983, minnkuðu veið-
amar gríðarlega og lögðust sums
staðar af. Breyttir tímar virðast nú
í nánd vegna jákvæðari umfjöllunar
um veiðar og vinnslu. Hér eru „sela-
mál“ skoðuð frá ýmsum hliðum og
reynt er að varpa ljósi á það helsta
sem er að gerast í veiðum og
vinnslu.
ERFIDLEIKAR
ATVINNWEGS
í byijun áttunda áratugarins fór
mikið að bera á mótmælum dýra-
vemdunarsamtaka í Bandaríkjun-
um og Evrópu vegna kópaveiða
ýmissa norðlægra þjóða, svo sem
Kanadamanna, Grænlendinga og
Norðmanna. Selurinn var kynntur
sem fallegt dýr með mannsaugu.
Mótmælin byggust á því að selir
væru í útrýmingarhættu og veiðiað-
ferðir selafangara væru ómannúð-
legar — að þarna væri verið að
drepa hiálparlausa kópa á villi-
mannslegan hátt. Áhrifa þessara
mótmæla gætti fljótt. Brátt þótti
það hin mesta villimennska að
ganga í klæðnaði úr selskinnum. Á
Grænlandi og í Kanada, þar sem
selveiðar vom aðalviðurværi fólks-
ins, lögðust byggðir í eyði. Þótt svo
dramatískra áhrifa gætti ekki hér
fóru íslenskir selabændur ekki var-
hluta af þessum málum. Fyrir 1978
voru yfir 200 selabændur við ísland
sem höfðu umtalsverðar tekjur af
selveiðum. Nú er svo komið að ein-
ungis um 50 bændur stunda selveið-
ar við ísland.
Hér heima var vegið að selnum
úr öllum áttum. Á síðasta áratug
hafa selabændur háð harða baráttu
til að halda stjóm selveiða í land-
búnaðarráðuneytinu og 'verja þann-
ig rétt sinn til veiða og nytja. Frum-
vörp um að færa stjórn selveiða
undir sjávarútvegsráðuneytið voru
í þrígang lögð fram á Alþingi en
urðu aldrei að lögum. Stofnun um-
hverfisráðuneytis varð enn til að
flækja þessa umræðu. Við af-
greiðslu svonefnds „villidýrafmm-
varps“, vorið 1994, stóð enn til að
færa stjóm selveiða undir sjávarút-
vegsráðuneytið, en því var breytt í
meðförum þingsins og selveiðar
sérstaklega undanskildar í lögun-
um. Þannig tilheyra selveiðar en
landbúnaðarráðuneytinu, en menn
eru hræddir um að ennþá muni eitt-
hvað verða deilt um þessi mál á
komandi árum. Hin formlega
stjórnmálaumræða hefur þannig
staðið um það hvar málefnið eigi
sér samastað í stjómkerfinu, en
ekki um stefnumótun í veiðum,
nýtingu og vinnslu.
HAGSMUNIR í
selveiðimAlum
Við ísland eiga heimkynni sín og
kæpa tvær tegundir sela. Landselur
og útselur. Áætlaður stofn útselsins
stærri og rekur landselinn úr látrum
sínum og nemur land þar sem hann
var ekki áður þegar umgengni
manna var meiri. Hann étur meira
en landselurinn og virðist hafa
sterkari samkeppnisaðstöðu í ætis-
leit.
Á síðasta ári voru veidd um 3.000
dýr vegna selarannsókna og vegna
skinna. Veiðiþol stofna er hins veg-
ar talið vera um 9.000 dýr árlega.
Hagsmunir í selveiðimálum eru
í megindráttum tvennir. Hagsmunir
selabænda og hagsmunir útvegs-
manna. Hringormanefnd var stofn-
uð árið 1979 af sjávarútvegsráðu-
neytinu og Fiskifélagi íslands með
það fyrir augum að styrkja sela-
rannsóknir við ísland og leita lausna
á þeim vanda sem hringormar í fiski
valda fiskiðnaðinum þar sem selur
er talinn mikilvægur hlekkur í líf-
keðju hringormsins. Einnig étur
selur mikið af nytjafiski úr sjó og
er þannig í samkeppni við manninn
um hráefni. Nýlega hefur það verið
reiknað út að það kosti fiskiðnaðinn
um 650 milljónir á ári í vinnulaun
að tína selorma úr þorski miðað við
að þorskafli sé 200 þúsund tonn.
Þannig sjá útvegsmenn hag sínum
borgið ef selastofnum við ísland er
haldið í skefjum.
Árið 1982 hóf hringormanefnd
að greiða veiðilaun fýrir seli veidda
við strendur íslands, hvort sem veitt
var með hefðbundum aðferðum eða
skotvopn notuð. Veiðimenn fengu
borgað fyrir hvern veiddan sel sem
komið var með að landi. Þeim var
í sjálfsvald sett hvort þeir nýttu
dýrið eða létu það liggja í fjöru.
Þeir þurftu aðeins að afhenda kjálk-
ann af dýrinu til hringormanefndar
sem greiddi fé fyrir. Breyttar
áherslur í samvinnu við selabændur
hafa orðið til þess að hringorma-
nefnd hefur lagt meira upp úr þvi
að greiða fyrir skinnin af selnum í
stað þess að greiða aðeins fyrir
kjálka ssem gerir veiðimönnum
kleyft að skilja dýrið eftir í fjöru.
Þessar greiðslur eru hugsaðar til
að ýta undir nýtingu og vinnslu á
skinnunum til að koma sel aftur í
tísku sem markaðsvöru.
Laxabændum er ekki vel við sel.
Sums staðar er talið að selurinn
varni því að laxinn gangi upp í árn-
ar. Hann glefsar í fiskinn, étur úr
netum og gerir þannig hinn mesta
óskunda. Selur hefur einnig verið
þyrnir í augum netaveiðimanna um
land allt þar sem hann flækir net
auk þes að stela afla.
Þessir nýju hagsmunir hafa
AUÐLIND
VIÐ ÍSLAND
JÓN Benediktsson, bóndi á Höfnum á Skaga,
flær sel á þar tilgeróu borói, sem aó hans sögn
er yfir 1 00 ára gamalt.
er u.þ.b. 9.000 dýr og stofn land-
selsins er áætlaður um 20-25.000
dýr. Afkvæmi útselsins kallast
haustkópur (útselskópur) en af-
kvæmi landselsins kallast vorkópur
(landselsskópur). Útselurinn er
mannafæla ólíkt landselnum sem
þrífst í grennd við mannabústaði.
Þannig telja menn, þótt öfugsnúið
virðist, að veiðistöðvun á landsel (og
þar með minni umgangur manna í
landselslátrum) hafi haft þau áhrif
að útselnum hafi fjölgað en la»d-
selnum fækkað. Útselurinn er