Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 19 breytt viðhorfi áhrifamikilla aðila til selsins. í stað þess að vera verðmikið nytjadýr var selurinn orð- inn keppinautur mannsins um fæðu, rándýr í hafinu. Á íslandi var selur- inn þannig orðinn að vargi sem ýmsum þótti réttdræpur hvar sem var. Staðan í byijun níunda áratug- arins var því nokkuð snúin; markað- ur fyrir vorkópaskinn var hruninn, dýrafriðunarsinnarvildu engar sel- veiðar, en útvegsmenn og laxa- bændur vildu fyrir alla muni fækka selum við íslandsstrendur. Á heimsvísu er svo komið, að offjölgun sela er talið gríðarlegt vandamál. Dýrafriðunarsinnar hafa enn gífurleg áhrif í þessum löndum og því hafa veiðar og vinnsla nú legið niðri um árabil. Innflutnings- bann á selskinnsafurðum er víða í Evrópu og Ameríku. Bandarískir ferðamenn í Grænlandi kaupa t.d. enga minjagripi úr selskinni, þótt þeir ásælist ýmislegt sem smíðað er úr t.d. rostungs- og hvaltönnum. TILRAUNIR TIL UPPBYGGINGAR Augljóst er að hagsmunir allra aðila eru best verndaðir með skyn- samlegum veiðum og nýtingu á sel.. Veiðar og nýting á stofnum verða að fara saman svo að réttur grundvöllur geti náðst fýrir nýtingu auðlindar á borð við selinn. Þannig er að geysilega mikilvægt fyrir þá sem vilja lyfta undir veiðar að nýta afurðimar og sýna fram á að þetta er aðeinse ein af þeim auðlindum sem hafið gefur okkur og því beri skylda til að nýta á réttan hátt. Frá 1980 hefur atvinnugreinin átt erfitt uppdráttar. Útflutningur á skinnum hefur nær alveg legið niðri frá þeim tíma og innanlands var ekki hefð fyrir vinnslu úr skinn- um sem hægt var að byggja á. Ýmsar aðgerðir hafa verið reyndar til að auka veiðar og nýtingu á af- urðum úr sel hér á landi og hafa fjölmargir lagt hönd á plóginn í þeim efnum. Selveiðar við Island eru styrktar af hringormanefnd og Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkir vinnslu á afurðum úr sel með það fyrir augum að viðhalda hefðbundum selveiðum og koma afurðum úr sel á markað. Nú á fjórða ár hefur sérstaklega verið lögð áherslu á að vinna selskinni virðingu og sess innanlands þar sem að markaðir erlendis hafa haldist lokaðir að mestu. NÁTTÚRUNÝTINGAR- SfÓNARMID f VEIDUM Jón Benediktsson, bóndi á Höfn- um norður á Skaga við Húnaflóa, er formaður samtaka selabænda. Hann hóf búskap árið 1942 og hef- ur verið með 400 fjár auk hlunn- inda; æðarvarp, reka og selveiði. „Ég hef verið að veiða þetta 60-80 vorkópa árlega í um 40 ár eða þar til markaðurinn féll um 1980 og vitanlega gaf þetta vel af sér. Það er talað um þegar verð á selskinnum var sem hæst að skinnið legði sig á um 6 þúsund krónur að núvirði. Selabændur fluttu úr um 6.000 vorkópaskinn á ári þar til árið 1978 þannig að þetta gaf umtalsverðar tekjur í þjóðarbúskapinn.“ Áðspurður um afstöðu bænda til veiða og nýtingu á sel og þær ásak- anir að selveiðar séu villimannsleg- ar segir Jón: „Afstaða okkar bænda til veiða og nýtingu á sel er ein- föld. Við teljum sjálfsagt að veiða með skynsamlegum hætti, þannig hafa veiðar verið stundaðar um ald- ir og þannig ættu þær að þróast áfram. Selalátrin eru viðkvæm fyrir ágangi manna og dýra og það eru hagsmunir okkar bænda sem veiði- réttinn eiga að rétt sé að farið svo látrin séu ekki eyðilögð." Ofveiði eða rányrkja er ekki til umræðu, segir Jón. „Það þætti nú ekki gáfu- legur bóndi sem færi með allt sitt fé í sláturhús að hausti þótt verðlag á kindakjöti væri hagstætt það ár- ið!“ Hann heldur áfram og segir: „Ég held að frá náttúruverndarsjón- armiði geti maðurinn nýtt sér stofna flestra dýrategunda þannig að það stuðli að jafnvægi og jafnvel geti það verið til hagsbóta fyrir viðkom- Verður aldrei nein fjöldaf ramleiðsluvara. Ákaflega mikilvægt að halda uppi veiðum og nýtingu. í fyrstu fussuðu allir og sveiuðu. Þarf samstöðu um að koma sel ó almennan neytendamarkað. andi stofna. Þetta er bara spuming um veiði eða ofveiði. Nýtingu eða rányrkju. Þetta er spurning um að kunna að lifa í samræmi við náttúr- una, að vinna með henni en ekki á móti henni.“ Jón telur að erfitt sé að eiga við dýra- og náttúruverndarsamtök. Hann segir að áróður dýraverndun- arsamtaka einkennist af tvískinn- ungi og tilfinningaáróðri; „vissu- lega hafi engum dottið í hug að banna slátrun lamba á haustin!" Jón segir ennfremur: „... við hér á ís- landi getum einir og sér ekkert gert til að breyta viðhorfum manna út um heimsbyggðina. Mótmæli vegna selveiða eiga vitanlega rétt á sér ef dýrin eru í útrýmingar- hættu og veiðar ómannúðlega stundaðar, en sú er hins vegar ekki raunin hér við land þegar hefð- bundnar veiðiaðferðir eru notaðar." Og hvernig eru þær? „Nú ég veiði vorkópa og þeir eru veiddir í net við landið nokkrum vikum eftir fæðingu, þ.e.a.s. þegar urtan er farin frá þeim. Útselskóparnir eru rotaðir á landi nokkrum vikumeftir fæðingu. Þetta eru ekki ómannúð- legri drápsaðferðir en hverjar aðr- ar.“ SELSKINNSKLÆDDIR STÓLAR Húsgagnaarkitektinn Þórdís Zoéga vakti athygli á síðasta ári fyrir fallega stóla sem hún hannaði úr selskinni og sendi á sýningu í Bella Center í Kaupmannahöfn fyr- ir tveimur árum. „Jú, ég var mjög ánægð með viðbrögðin sem ég fékk úti, ég var hálfhrædd við að senda þá út, en ég tók eftir því að flestum þótti þetta skemmtileg hugmynd og efnið fallegt, það voru færri sem fettu fingur útí þetta en þeir sem voru hrifnir af því.“ Þórdís segir að þeir stólar sem hún geri úr ís- lensku selskinni séu dýr og sérstök vara og að baki liggi mikið hand- verk og þannig eigi það að vera. „Þetta verður fyrir fólk sem villl hafa sérstaka hluti og öðruvísi efni- sval í kringum sig. Þannig verður hver eining að vera sérstök og það er alveg ljóst að þetta verður aldrei nein fjöldaframleiðsluvara.“ Þórdís segir vera meðbyr með efni á borð við selskinn um þessar mundir og nýtingarmöguleikarnir séu ótalmargir: „... en það er bara ennþá þessi hræðsla útaf þessu grænfriðungatímabili. Fólk þorir einhvern veginn ekki að taka þessu. Fólk sagði: Já ertu að senda sel- skinn já, heldurðu að það sé gott? Það er ekki sagt: Já, en gott að senda selskinn. Það vantar þetta ákveðna svar; þetta er gott og merkilegt mál sem íslendingar eiga að standa við bakið á og koma af stað.“ SELUR TIL MANNELDIS Selur hefur ekki verið algengur á borðum landsmanna í seinni tíð. Breyttir neysluhættir ráða þar mestu um. Fyrr á tímum og raunar enn sums staðar var selkjöt saltað og soðið, spikið saltað og notað sem viðbit og hreifamar sviðnar og súrs- aðar. Hætt er við að þeir sem ekki þekkja til kunni ekki að meta þessa hefðbundnu matreiðsluhætti. Á Þremur frökkum hefur Úlfar Ey- steinsson matreiðslumaður gert til- raunir með nýstárlegri og e.t.v. fyr- ir suma gimilegri matreiðsluaðferð á selkjöti. „Jú, ég hef haft selkjöt á boðstólum í fimm ár og salan hefur verið nokkuð jöfn og gengið ágætlega." Hann segir selshrygg afbragðshráefni í steikur af ýmsu tæi, en segir að einnig megi taka aðra hluta af dýrinu í hakk og pott- rétti. Úlfar telur að selja mætti miklu meira af t.d. selshryggjum á veitingahúsamarkaðinn ef menn vildu: „Það þyrfti að nást samstaða um að koma sel á hinn almenna neytendamarkað til manneldis. Útbúa staðla yfir hvemig ætti að vinna þetta og á hvaða verði menn hyggðust selja þetta. Markaðsátak og vöruþróun þyrftu að fylgja í kjöl- farið. Menn bara þekkja ekki þetta hráefni. Það er ekki eftirspurn eftir því sem menn ekki þekkja eða vita ekki hvernig þeir eiga að með- höndla. Selur hefur á sér einhvern óbragðsstimpil og þar við situr.“ En hvernig matreiðir þú selinn þannig að vel sé? „Fyrst þarf að skera utan af kjötinu þannig að brákarbragðið náist burt, svo sker ég hryggvöðvann í þunnar sneiðar og steiki þetta létt á pönnu, þá verður kjötið meyrt og gott og svo er mjög gott að hafa ljúfa piparsósu með og grænmeti.“ Úlfar segir stundum þurfi svolítið að hafa fyrir þvíaðlátafólkprófaselen:. þeg- ar það er einu sinni búið að prófa kemur það aftur og aftur. Þetta er yngra fólk og fólk á miðjum aldri sem er tilbúið til að reyna eitthvað nýtt og er jafnvel að leita að ein- hveiju óvenjulegu til að srnakka." En áfram með neytendur: Jú, það er alveg á hreinu að það er hægt að selja meira af selkjöti þegar búið er að gera það pottþétt til manneldis. Þetta er eins og ef ég gæfi þér heila ýsu þá liggur við að þú mundir segja neitakk en ef ég gæfi þér tvö ýsuflök þá kæmi ann- að hljóð í skrokkinn." SELSKINN í FATNAD Eggert Jóhannsson feldskeri hef- ur á fjórða ár sniðið og saumað selskinnspelsa. „Ég legg geysilega mikið uppúr því að flíkurnar sem ég er með séu algerlega unnar úr náttúrulegum efnum. Fólk gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir því- en fötin sem við klæðumst eru hluti af því hvernig við viljum umgang- ast náttúruna. Hvort við viljum vera í fötum úr gerviefnum sem eyðast seint í náttúrunni eða ganga í fötum úr þeim hráefnum sem náttúran gefur af sér og stuðla þannig að jafnvægi í vistkerfinu í kringum okkur.“ Hann hefur einungis notað vorkópaskinn í framleiðsluna en telur að flíkur úr haustkópaskinnum gætu orðið mjög góð markaðsvara. Selskinnsflíkur Eggerts njóta vaxandi vinsælda hér heima og er vöruþróun og framleiðsla komin á góðan skrið. „Ég hef aðallega reynt að selja vöruna á innanlandsmark- aði en það gæti verið vaxandi grundvöllur fyrir því að koma sel- skinnsvöru á markaði í Evrópu og jafnvel víðar, en það er ljóst að markaðsmál af þessu tagi kosta gríðarlega fjármuni og það nauð- synlegt sé að fjármögnun sé tryggð áður en menn reyna fyrir sér í þeim efnum.“ Eggert leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að halda sel- skinnsvöru sem hágæðatískuvöru til þess að selveiðar og vinnsla borgi sig. Þannig komi það aldrei til að fjöldaframleiða selskinnsflíkur enda bjóði selastofnar við ísland ekki uppá slíkar veiðar. Eggert segir ennfremur: „... það er ákaflega mikilvægt að halda uppi veiðum og nýtingu á dýri sem þessu við ísland því þetta er einn hluti af vistkerfinu í kringum okkur sem okkur ber hreinlega skylda til að nýta.“ Anna Gunnarsdóttir frá Akureyri segir að það hafa verið mjög athygl- isvert að fylgjast með viðbrögðum fólks þegar hún byijaði að bjóða því gripi úr selskinni til sölu fyrir um þremur árum. „í fyrstu fussuðu allir og sveiuðu en svo fóru viðhorf- in smám saman að breytast. Núna er ég nokkuð bjartsýn og vil gjarn- an auka við framleiðsluna ef fram- boð af hráefni er nægilegt. Það er mjög spennandi að vinna með sel og ég vildi gjarnan geta snúið mér að því alfarið. En þetta er mjög dýrt hráefni þannig ég hef verið að nota leður og mikið með.“ En hvað ertu aðallega að fram- leiða? „Ég er aðallega að gera buddur, litlar handtöskur og slaufur. Nú uppá síðkastið hef ég verið að gera stærri hluti, svo sem leðurvesti á börn skreytt með selskinni. Ég hef bæði selt þetta í minjagripaverslun í Hveragerði og svo hér í galleríi sem 15 handverkskonur hér á Akur- eyri reka sarnan." Heldurðu að þú gætir selt meira? „Já, miðað við þau viðbrögð sem ég hef fengið held ég það. Fólk er óhræddara að ganga með hluti úr þessu efni núna en það var í fyrstu." Hefurðu ekki reynt að selja þetta í verslanir hér á Akureyri? „Jú, ég hef aðeins reynt það en ekki gengið sem skyldi vegna þess að verslunareigendur vilja ekki staðgreiða vöruna eins og þeir þurfa að gera með innflutta vöru. Þeir vilja heldur selja í einhvers konar umboðssölu sem kemur sér illa fyr- ir íslenska framleiðendur, t.d. í smáiðnaði. En það er líka svo mik- il álagning í verslunum að það er varla hægt að selja þetta þar.“ Hér hefur verið kynnt brot af því sem gert hefur verið til að reyna að viðhalda og byggja upp veiðar og vinnslu á sel. Náttúruvernd og náttúrunýting eru einn af þeim þáttum sem hæst ber í þjóðfélags- umræðu nútímans. Hvemig að þeim málum er staðið kemur öllum við. Skynsamleg náttúrunýting á öllum sviðum er framtíðarsýn sem vert er að stefna að og eru selveiðar einn þáttur þess. Selveiðar munu aldrei koma til með að uppfylla hugmyndir Frónbúans um stóriðju- ver á íslandi en hér má taka undir máltækið margt smátt gerir eitt stórt. Höfundur er B.A. ímeinafræði og ergreinin byggð á greirmrgerð sem styrkt var af Nýsköpunar- sjóði Stúdenta, Hringormanefnd og Samtökum selabænda Ódýrir frystigámar til sölu Höfum til sölu nokkra vel meö farna 40 feta frystigáma á mjög hagstæöu veröi. Viljum vekja sérstaka athygli á opnum gámum (open top), hentugir til geymslu á síldar- og loönunótum, til heyflutninga o.m.fl. Eigum einnig 20 og 40 feta þurrgáma, einangraöa gáma, hálfgáma o.fl. geröir gáma. Leigjum einnig út ýmsar geröir af gámum og vinnuskúrum til lengri eöa skemmri tíma. Gámarnir eru til sýnis á athafnasvæði okkar viö suöurhöfnina í Hafnarfiröi. ft HAFNARBAKKI Sími 652733 fax 652735, Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.