Morgunblaðið - 05.03.1995, Síða 40

Morgunblaðið - 05.03.1995, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens IT 5AY5 ME WOKE UP AT TWO O'CLOCK IN TME M0KNIN6, ANP HE UJA5 TERKIPIEP "WHERE AMI ?"HE A5KEP HIM5ELF.. "(a)HAT AMI RUNNIN6 AWAV FROM? " Sérðu? Það sama gerðist með Leo Tolstoj og gerðist með þig. Hér stendur að hann hafi vaknað klukkan tvö um nóttina og hafi verið skelfdur. „Hvar er ég,“ spurði hann sjálfan sig. „Frá hverju er ég að flýja?“ Mér hefur alltaf fundist að Tolstoj og ég ætlum eitthvað sameiginlegt. BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Simi 569 1100 • Simbréf 569 1329 Kennararnir og ríkið Frá Guðmundi Óskarssyni: EINS OG flestir vita þá stendur nú yfír verkfall. kennara og ráfa þá margir nemendur um sem verk- fallsflækingar. Aðrir fínna sér vinnu eða halda áfram námi þar sem frá var horfíð. Sumir nemenda kunna vel við sig og nefna verk- fallið frí en aðrir fylgjast vel með fréttum og vona að einhver glæta sé í að samningar náist, en hver er vonin þegar kennarar haga sér eins og þeir gera. Oft fær maður að heyra í frétt- um hve illa ríkið fer með kennara og að ríkið vilji ekki semja, en raunin er sú að kennarar eru þeir sem ekkert víkja. Kennarar ættu að gera sér grein fyrir því að þeg- ar verið er að semja, þá er nauð- synlegt að báðir aðilar víki á ein- hvem hátt. Það er nokkuð ljóst að kennaramir fá ekki allt upp í hendumar fyrir ekki neitt. Verst er að öll þessi vitleysa bitnar ekki á kennumm, heldur nemendum. Nemendurnir sem hafa borgað margar þúsundir króna í skólagjöld fyrir rétta að- stöðu og aðstoð við kennslu, eru illa sviknir með því að borga pen- ingana til þess eins að geta séð um sig sjálfír og stundað sjálfs- nám. Einnig er eitt sem hneyksl- aði mig mjög. Þegar kennararnir sem á svo áberandi hátt tala um í kennslustundum að nemendur eigi að hugsa vel um hvað sé sið- ferðislega rétt og siðferðislega rangt, mæta fyrir utan Hótel Sögu á mánudaginn 27. febrúar og mótmæla með söng þegar þing- fulltrúar Norðurlandaráðs mæta í heimsókn til landsins. Þetta kalla ég einfaldlega dónaskap og svona gerir fólk ekki. Það er siðferðislega rangt! Vonandi gera kennarar sér grein fyrir því hvað þeir em að gera með þessu verkfalli, og reyna að hjálpa til við að semja með ríkis- stjórninni. Þetta getur haft mjög víðtæk áhrif ef þeir semja ekki fljótt. Eins og fram hefur komið í fréttum, þá eru mörg fötluð bötn sem þarfnast þjálfunar en fá ekki vegna þess að kennararnir vilja fá meiri pening, styttri vinnutíma og alls kyns breytingar til að lifa í munaði. Þjóðin hefur einfaldlega ekki efni á að hafa þá í verkfalli. GUÐMUNDUR ÓSKARSSON, Kvennaskólanemi. Upplýsingar um Intemettengingu við Morgunblaðið VEGNA fjölda fyrirspurna varðandi Internet-tengingu við Morgunblaðið, skal eftirfar- andi áréttað: Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upp- lýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðs- ins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetinu fyægt er að nálgast Morgun- blaðið á Internetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Internet- inu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Internetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má fínna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir, auglýsingar og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Internet Þeir sem hafa Netscape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefín er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Allt efni sem birtist'í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.