Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 7
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
Lagasafn á Internet fyrir
misskilning á Alþingi
SKRIFSTOFA Alþingis færði
tölvutækt form Lagasafns íslands
af vangá inn á tölvunetið Internet
fyrir skömmu. Friðrik Ólafsson,
skrifstofustjóri, segir að lagasafnið
hafi aðeins verið nokkra daga inn
á netinu. Dómsmálaráðuneytið rit-
stýrir lagasafninu og hafði ekki
verið óskað eftir heimild frá því til
að færa safnið inn á tölvunetið.
Friðrik sagði að Lagasafn ís-
lands væri töluvert notað á Al-
þingi. Hins vegar hefði safnið ekki
átt að fara inn á Internetið enda
þyrfti til þess leyfi dómsmálaráðu-
neytisins. Dómsmálaráðuneytið rit-
stýrir safninu og sér um útgáfu
þess. Safnið var því tekið út af
heimasíðum Alþingis á Internetinu
og hafa ekki orðið eftirmálar af
málinu.
Á heimasíðum Alþingis á Inter-
netinu má fá ýmsar upplýsingar
um störf Alþingis, æviágrip og
myndir af alþingismönnum og
fylgiskjöl frumvarpa svo eitthvað
sé nefnt. Friðrik sagði að meðal
annars væri hægt að nálgast sam-
þykkt frumvörp undir uppflettiorð-
inu þingskjöl. Hann sagðist hafa
þá trú að aðgangur að Lagasafninu
yrði einnig frjáls þegar fram liðu
stundir.
Ný grunn-
skólalög í
brennidepli
KENNARAR fengu Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson, formann Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og
borgarfulltrúa, í heimsókn til
sín í fyrradag. Vilhjálmur flutti
stutta framsögu um viðhorf
stjórnar Sambands íslenskra
sveitarfélaga til nýsamþykktra
grunnskólalaga og fyrirvara
vegna færslu tekjustofna ríkis-
ins til sveitarfélaganna og líf-
eyrissjóðs- og starfsréttinda-
mála kennara. Að því loknu
svaraði hann fyrirspurnum fjöl-
margra fundarmanna og var
meðal annars spurt um ákvæði
laganna um einsetinn skóla,
samningamál sveitarfélaganna
við kennara þegar þar að kæmi
og stöðu sérskólanna.
Baráttuhugur
Stefnir þú
ágottfrí
i sumar?
Vilhjálmur sagði að fundur-
inn hefði verið ánægjulegur.
Gott hljóð og baráttuhugur
hefði verið í kennurunum. Hann
var spurður að því hvort sveit-
arfélögin ætluðu að beita sér
sérstaklega í kjaradeildu kenn-
ara og svaraði því til að sveitar-
félögin væri ekki aðilar að deil-
unni. Eins og sjá má var bekkur-
inn þétt settinn á fundinum.
SAS lukkupotturinn fyrir sumariö 1995 býður hagstæð fargjöld fyrir
alla fjölskylduna. Hámarksdvöl er einn mánuður. Fjölskylduafsláttur er
50% fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára. SAS flýgur tvisvar í viku miili
íslands og Danmerkur frá 11. apríl til 15. september og gildir SAS lukku-
potturinn á því tímabill.
Brottfarartími frá Keflavík er kl. 16.15. Brottfarartími frá Kaupmanna-
höfn er kl. 14.20. Kynntu þér SAS lukkupottinn á söluskrifstofu SAS eða
á ferðaskrifstofunni þinni.
Stolin reið-
hjól fyrir
vodka
LÖGREGLAN í Hafnarfirði hafði
í fyrradag afskipti af nokkrum 14
ára piltum sem höfðu stolið reið-
hjólum og selt fyrir vodka um borð
í rússneskan togara.
Piltarnir höfðu tekið fimm reið-
hjól ófrjálsri hendi víðs vegar um
bæinn og sótt sum þeirra inn í
geymslur og ganga fjölbýlishúsa.
I flestum tilfellum var um vönduð
fjallareiðhjól að ræða, tuga þús-
unda virði.
Fenginn höfðu drengirnir farið
með niður á höfn þar sem rúss-
neskur togari hefur legið undan-
farna daga og boðið sjómönnum
hjólin til kaups í skiptum fyrir
vodka. Stundum fengu þeir eina
hálfflösku og stundum tvær fyrir
hvert hjól.
Lögreglan lagði hald á fimm
reiðhjól um borð í togaranum og
höfðu þijú þeirra komist í réttar
hendur í gær.
Sjábu
hlutina
í víbara
samhengi!
- kjarni málsins!
SAS
SuperJackpot
30.000 kr.
Kefiavík.....................................Kaupmannahöfn
Keflavík............................................. Osló
Keflavík........................................... Bergen
Kefiavík.................................... Krlstlansand
Keflavík ........................................Stavanger
Keflavík ......................................Stokkhólmur
Keflavík........................................ Gautaborg
Keflavík ....................................... Jönköplng
Keflavík........................................... Kalmar
Keflavík........................................... Malmö
Keflavík ........................................... Váxjö
Keflavík .......................................... Örebro
Keflavík........................................ Vásterás
33.000 kr.
Keflavík ...................................... . .Helsinki
Nýr SAS hótelbæklingur!
Innlendur flugvallarskattur er 1.340 kr., danskur 740 kr., sænskur 130 kr. og norskur 620 kr. ■ tw 'v A*®1
H/i/SAS
SAS á íslandi - vatfrelsi í flugi!
Laugavegi 172 Siml 562 2211