Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Embættí tryggingayfirlæknis Siðbótar er þörf AÐ UNDANFÖRNU hefur hvert spillingarmálið á eftir öðru komið fram hjá heilbrigðisráðuneytinu og Tryggingastofnun ríkisins. Virðist full ástæða til að krefjast opinberrar rannsóknar á starfsemi þeirra. Síð- asta hneykslið er skattlagabrot tryggingayfirlæknis Trygginga- stofnunar ríkisins. Ef ekki sam- kvæmt lögum þá ætti læknirinn að segja af sér störfum sóma síns vegna. Það ætti forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins og tryggingaráð einnig að gera vegna fádæma dóm- greindarleysis og siðferðisbrests sem þessir aðilar hafa sýnt í máli trygg- ingayfirlæknis. Þegar ljóst var hvernig staðið var að skipun í stöðu tryggingayfirlækn- is fyrir tæpu ári var kæra send umboðsmanni Alþingis. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra er kærð- ur fyrir meint brot á lögum um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins og mörgum ákvæðum stjórnsýslu- laga svo og venjur um vandaða stjórnsýsluhætti. Er meðferð um- Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 sókna um stöðu trygg- ingajrfirlæknis á öllum stjórnsýslustigum talin þeim annmörkum háða að fella beri ákvörðun heilbrigðisráðherra um skipun í stöðuna úr gildi og taka málið upp að nýju með vísan til 1. ti. 24. gr. og 26. gr. stjórnsýslulaga. Drátt- ur á andsvörum heil- brigðis- og trygginga- málaráðuneytisins hef- ur tafið fyrir afgreiðslu málsins. Eftir óeðlilega lang- an aðdraganda var staða tryggingayfir- læknis við Trygginga- stofnun ríkisins auglýst laus til um- sóknar í janúar 1994. Alls sóttu átj- án læknar um stöðuna. Eftir faglegt mat stöðunefndar sem starfar sam- kvæmt lögum um heilbrigðisþjón- ustu voru fimm umsækjendur taldir hæfastir. Heilbrigðisráðherra veitti hins vegar stöðuna umsækjanda sem ekki var meðal fímm hæfustu að fengnum tillögum forstjóra Trygg- ingastofnunar ríkisins og trygging- aráðs. Skattsvik þessa umsækjanda voru talin honum sérstaklega til framdráttar af hálfu tillöguaðilanna eins og fram hefur komið í fjölmiðl- um þessa dagana. Nú hefur nýskipaður tryggingayf- irlæknir verið dæmdur fyrir stórfellt skattlagabrot eins og fyrirrennari hans í starfi og þrír aðrir trygginga- Hrafn Vestfjörð Friðriksson læknar. Forveri hans í starfi vardátinn hætta vegna málsins. Þegar tilnefningaraðilar, for- stjóri Tryggingastofn- unar ríkisins og trygg- ingaráð, mæla með lækninum í stöðu tryggingayfirlæknis vita þeir um skattsvik hans. Þeir vita að þau eru sama eðlis og fyrr- verandi tryggingayfir- læknir sætti rannsókn fyrir og aðrir trygg- ingalæknar höfðu þá þegar verið dæmdir fyrir. En umsækjand- inn var svo „trúverðug- ur“ að þeir „lokuðu augunum" fyrir þeirri staðreynd sem þeim mátti vera fullljós að hann átti yfir höfði sér sakamál af hálfu hins opinbera. Aldrei hefur jafn mörgum umsækjendum um opinbera stöðu verið sýnd jafn mikil fyrirlitning og niðurlæging eins og þessir aðilar sýndu með allri meðferð sinni á umsóknum um stöðu tryggingayfir- læknis. Aðeins tveir af fimm hæf- ustu umsækjendum voru kallaðir í viðtal hjá tryggingaráði. Auk þeirra umsækjandinn sem síðan fékk stöð- una þótt hann væri ekki meðal fimm hæfustu umsækjenda. Formaður tryggingaráðs segir í Morgunblaðinu 6. mars sl. að umsækjandinn hafi verið svo trúverðugur að ráðið hafi ákveðið að „skattsvik hans skyldu ekki koma í veg fyrir að hann stæði Starfsmenn heilbrígðis- ráðuneytis brutu stjórn- sýslulög á umsækjend- um, að mati Hrafns Vestfjörð Friðriksson- ar, sem hér fjallar um ráðningu í starf trygg- jafnfætis öðrum umsækjendum". Samkvæmt faglegu mati stöðu- nefndar stóð þessi umsækjandi skör lægra en þeir fimm sem stöðunefnd mat hæfasta. Tryggingaráð lyftir honum hins vegar upp, ekki þrátt fyrir heldur vegna skattsvika hans! Tillögur tryggingaráðs og forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins til heil- brigðisráðherra um skipun í stöðu tryggingayfirlæknis eru ekki rök- studdar eins og stjórnsýslulög gera ráð fyrir né gætt annarra ákvæða sömu laga sem við eiga. Vinnubrögð þessara aðila samrýmast varla við- teknum venjum og reglum um góða stjórnsýsluhætti. Þáverandi heilbrigðisráðherra kveðst ekki hafa vitað um skattsvik tryggingayfírlæknis er hann skipaði hann í stöðuna. Með því að taka umsókn læknisins gilda vitandi um skattsvik hans og mæla síðan með honum í stöðu tryggingayfirlæknis til heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra sýndi forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins og tryggingaráð fádæma dómgreindarleysi og sið- ferðisbrest ef ekki lögbrot. Með þess- ari gjörð og því að leyna heilbrigðis- ráðherra jafn alvarlegum upplýsing- um sem fullvíst má telja að hefðu haft áhrif á ákvörðun hans um skip- un í stöðuna hafa þessir tilnefninga- raðilar dæmt sig vanhæfa. Þeir hafa brugðist trúnaði umbjóðenda sinna, heilbrigðisráðherra og Alþingis, og ættu sóma síns vegna ef ekki sam- kvæmt lögum að segja af sér störf- um sem opinberir embættismenn. Þá er ljóst að heilbrigðisráðherra og starfsmenn hans í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu sem að málinu komu hafa brotið á umsækj- endum og stjórnsýslulög með því að láta undir höfuð leggjast að ganga úr skugga um hugsanleg skattsvik tryggingalækna sem voru meðal umsækjenda í ljósi reynslunnar af þeim málum. Þá sniðgengur heil- brigðisráðherra einnig umsögn stöðunefndar um hæfustu umsækj- endur við ákvörðun sína um skipun í stöðu tryggingayfirlæknis. Það er deginum ljósara að taka þarf til í heilbrigðisstjórninni. En hver á að gera það? Eiga þeir sem liggja undir grun um meint lögbrot að taka þátt í hreinsuninni? Eiga þeir sem misboðið hafa almenningi með brengluðu siðferði að taka þátt í hreinsuninni? Hvernig geta lýðræð- islega kjörin stjórnvöld tryggt að opinberar stofnanir séu reknar með þeim hætti að trúnaður ríki við al- menning? Siðbótar er vissulega þörf innan heilbrigðisstjórnarinnar. Höfundur erfv. yfirlæknir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og skólayfirlæknir. Olíuhöfn við Laugtirnes ELÍN Pálmadóttir, blaðamaður, skrifar grein í Morgunblaðið í- dag 25/2 urn ofangreint efni og nefnir hana: „Áhættumat á olíumengun ákvarðað hér og nú.“ Þar heldur hún áfram að rægja olíustöð Olís í Laugamesi á þeim grundvelli, að „olía yrði ekki staðsett í hinum stríða straumi á aðfallinu, sem flæð- ir með miklum krafti inn um sundin milli eyja og lands“. Hún tekur ekki efnislegum rökum og neitar að við- urkenna staðreyndir, en lætur sér nægja að byggja áfram á eigin fals- rökum. Þetta er einmitt það sem eg hafði varað tæknimenn borgar- innar við í fyrri grein minni, en hún virðist hafa tekið til sín. Hún eyðir helmingi greinarinnar í sálgreiningu á mér, sem sýnist koma máiefninu að litlu gagni. Hún hefir engu gleymt og ekkert lært, og telst því varla góður umsagnaraðili um olíu- höfn við Laugarnes. Mér barst fregn af því, að tillögur um olíuhöfn við Skarfaklett væru ekki eins og eg hafði gengið út frá, þegar eg skrifaði fyrri grein mína, og gekk því á fund hafnarstjóra 16/2 til að skoða uppdrætti að þess- um tillögum. Eftir- farandi er útdráttur úr bréfi mínu til hans sama dag eftir þenn- an fund okkar: „ Eg hafði reiknað með að viðlegukant- ur væri ætlaður vest- an Skarfakletts, og að skipunum væri lagt nokkurnveginn réttvísandi í norður, og mér kom því á óvart, að tillagan ætlar að olíuskipun- um sé lagt innan Skarfakletts, nærri aðalsiglingarrenn- Önundur Ásgeirsson unni í Sundahöfn, og að þau snúi NNV eða út Sundin. Þetta er gert í því skyni að nýta kantinn jafn- framt fyrir önnur skip, sem auðvitað er praktískt sjónarmið. Eg tel þó, að snúningsrými þar fyrir stór skip sé lítið, dýpið tæpast nægilegt fyrir fullhlaðin, stór olíuskip, og hin þrönga siglingarleið um Sundin kunni að verða talin óviðunandi fyr- ir stór tankskip. Ennfremur tel eg, að hinn ráðgerði öldubrjótur fram af Skarfakletti og vestan viðlegukantsins sé óþarf- ur, og verði jafnvel talinn vera til vandræða fyrir skipin. Eg vil ítreka, að nauðsynlegt er að afla umsagnar og samþykkis ábyrgra skipafélaga um þessa tillögugerð áður en hafízt verður handa um framkvæmdir. Slík um- sögn er væntanlega án allra útgjalda, því að stór tankskipafélög vilja gjam- an að leitað sé til þeirra áður en ráðizt er í fram- kvæmdir. Þetta er hluti af eðlilegum öryggisráð- HASKOLIISLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN Markviss sölustjórnun ♦Samtenging stefnumótunar fyrirtækis, markaðsstefnu og sölustefnu gerir heil- steypt og markvisst sölustarf framkvæman- legt, auk þess sem það skapar grundvöll fyrir daglega sölustjórnun, áætlanagerð og greiningu sölu. ♦Jón Björnsson, viðskiptafræðingur, markaðsstjóri hjá Nóa Síríusi. ♦13. og 14. marskl. 8.15-12.45. ♦7.500 kr., bókin Sölustjómun eftir Jón Björnsson innifalin. Notkun tölvu við gæðastjórnun ♦Notkun tölvu við skjalavörslu, kvartanaferli, stjórnun umbóta, meðhöndlun frábrigða, viðhald gæðahandbóka og tölfræðileg úrvinnsla gæðaupplýsinga. ♦Hörður Olavson, framkvstj. Hugvits hf., Páll S. Halldórsson gæðastjóri, Kassagerð Reykjavíkur, Magnús Jóhannesson stjórnunarfræðingur, íslenskri Gæðastjórnun sf., og Guðjón R. Jóhannesson, gæðastjóri, Mjólkursamsölunni. ♦ 13.-14. marskl. 13.00-17.00. 9.500 kr. S. 569 4923. Fax 569 4080. Netfang: endurm@rhi.hi.is stöfunum slíkra félaga, því að skip þeirra eru oft á fijálsum markaði í leigusiglingum og eru þá send fyrir- varalaust til nýrra hafna. Mistök eru dýmst og erfíðust. Eg er þeirrar skoðunar, að bezta aðstaðan fyrir stór tankskip sé vest- an Skarfaskers, en þar er 15-16 m. dýpi upp að skerinu, nægilegt svigrúm og skipin liggja með stefnið beint upp í innsiglinguna austan Engeyjar, þe. NV-N, sem jafnframt er sjaldgæfasta vindáttin í Reykja- vík. Úthafsöldu gætir lítið á leg- unni, þar sem hún er í vari af Eng- ey og Engeyjar-taglinu fyrir útsynn- ingsöldunni. Vindbára af ytri höfn- inni i Reykjavík er stundum nokk- ur, en hún er aðeins fruss á hliðina á svo stórum skipum. Landtenging eða gijótfylling úr landi í Skarfa- sker er ekki mikið mál, því að jarð- MEIRIHATTAR HEILSUEFNI POLBAXeykur and legt og líkamlegt þol. Fólk kaupir POLBAX aftur og aftur. POIBM' KHIfiHVjlPWPIUiTiyiltl UNIK ANTIOXIDANT m»d SOD ðl«r Fœstí heilsu- búðum, mörgum apótekum og mörkuðum, BIO-SELEN UMBOÐIÐ • SIMI 76610 Öruggasta olmhöfnin í Reykjavík er við Skarfasker, segir •• ' í ~ ■ —--- Onundur Asgeirsson, sem hér svarar Elínu Pálmadóttur. gangur liggur úr skerinu til lands, og nær 5 m. dýpi á stuttum kafla aðeins. Bryggjuaðstaða ætti að vera góð vestan Skarfaskers, en síðan þyrfti að gera „buffers" eða „dolp- hins“ til beggja handa svo sem al- vanalegt er. Um þetta væri gott að ráðgast við skipafélög. Eg tel þann- ig, að skynsamlegt sé að gera tii- lögu að þessari aðstöðu, og að báð- ar tillögurnar séu bornar undir sér- fróða menn, td. hjá stórum tank- skipafélögum, svo sem fyrr var sagt. Ekki er nauðsynlegt að gera neinar ráðstafanir til verndar þessum stóru skipum fyrir úthafsöldu á þessu svæði.“ Eg þakka EP fyrir að gefa mér færi á að fræða hana og almenning um aðstöðuna til móttöku olíu við Laugarnes. Skrif hennar sjálfrar sýna, að þetta er nauðsynlegt. Eg er henni einnig sammála um það „alþjóðaviðhorf“ að á „alþjóðavett- vangi“ skuli „ávallt taka sem allra minnsta áhættu“ í sambandi við meðferð á olíu. Það er einmitt þetta, sem eg hefi verið að benda henni á, en hún hefir ekki enn náð fullum tökum á verkefninu, og virðist enn bundin af 20'ára gömlum misskiln- ingi(?) á því. Eg væri alveg tilbúinn að taka höndum saman við hana um það umhverfisverkefni (sem hún lét fara fram hjá sér í grænu bylt- ingunni, sem nú er orðin brún) að stöðva mestu mengun sem á sér stað í Reykjavík, en hún stafar af notkun nagladekkja og salts á göt- um Reykjavíkur, en hvort tveggja er óþarft og veldur miklum kostnaði og vandræðum fyrir borgarbúa. Hún er vonandi jákvæðari í því máli nú. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Olís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.