Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 45 BRIDS Arnór G. Ragnarsson Undankeppni Islandsmótsins DREGIÐ hefir verið í riðla í undan- keppni íslandsmótsins í sveita- keppni og verða riðlarnir þannig skipaðir: A-riðill: Tryggingamiðstöðin Roche Metró Bjöm Friðriksson Jón Stefánsson Hermann Tómasson Sparisjóður Mýrarsýslu Júlíus Sigurjónsson B-riðill: Slökkvi.t.þj. Austurlands Kristinn Kristjánsson Vinir og vandamenn Samvinnuferðir-Landsýn Jón St. Ingólfsson S. Ármann Magnússon Eðvarð Hallgrímsson Oskar Elíasson C-riðiIl: Landsbankinn, Reyðarfirði Borgey Magnús E. Magnússon Málning hf. íslandsbanki, Selfossi Rúnar Einarsson Landsbréf Herðir D-riðill Kaupfélag Skagfirðinga Samskipti Dröfn Guðmundsdóttir Stefán Stefánsson VÍB Ormarr Snæbjörnsson Ólafur Lárusson Hallgrímur Rögnvaldsson E-riðiIl: Kristján Már Gunnarsson Kjötvinnsla Sigurðar Borgfirskir bændur Auðunn Hermannsson Flugleiðir innanlands Ólína Kjartansdóttir Hjólbarðahöllin Ragnar Jónsson Umsjónarmaður þáttarins hefði sízt vilja lenda í A- eða E-riðli en eflaust em skoðanir þar um jafn- margar þátttakendum. Bridsfélag SÁÁ Þriðjudaginn 7. mars var spilaður einskvölds tölvureiknaður Mithcell- tvímenningur. 16 pör spiluðu með 4 spilum á milli para. Meðalskor var 168 og bestum árangri náðu: NS Hlynur Magnússon - Magnús Torfason 197 Sigm. Hjálmarss. — Hjálmar Hjálmarss. 181 Jón Baldvinsson — Yngvi Sighvatsson 180 AV Sturla Snæbjörnsson — Þórir Guðjónsson 217 Snorri Markússon — SigurðurJónsson 191 JóhannGuðnason-AmarÞorsteinsson 186 Bridsfélag SÁÁ spilar hvert þriðju- dagskvöld og byrjar spilamennska stundvíslega kl. 19.30. Spilað er í Ármúla 17A (Ulfaldinn og mýflug- an). Næstu þriðjudaga verða spilaðir einskvölds tvímenningar. Allir spilar- ar eru velkomnir. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Aðalsveitakeppni BRE lauk 21.02 með hreinum úrslitaleik milli sveita Landsbanka Reyðarfjarðar og Skipa- kletts, fór svo að lokastaðan varð sem hér segir: 1. Landsbankinn, Reyðarfirði 159 Kristján, Ásgeir, ísak, Friðjón, Arni. 2. Skipaídettur, Reyðarfirði 139 Jónas, Guðmundur, Auðbergur, Hafsteinn, Búi 3. Aðalsteinn Jónsson 117 4. Slökkvitækjaþjónusta, Austurl. 112 5. Atlavík 109 Alls tóku 8 sveitir þátt í aðalsveita- keppninni. Þriðjudaginn 28. febrúar slógum við upp nýjung og drógum pör saman: Aðalsteinn J. — Svala V. 183 Auðbergur — Skúli 182 Kristján — Ásgeir 178 Jónas —Fannar 168 ísak — Guðmundur 166 Alls spiluðu 14 pör. Næst spilum við 2 kvölda barómet- er-firmakeppni. Kasparov fjarri góðu gamni SKAK Stórmót í Linarcs, S p á n i 1.-18. MARS GARY Kasparov, PCA—heims- meistari, reynir ekki að hefna ófara sinna á Linaresstórmótinu í fyrra þegar erkióvinur hans Anatólí Karpov, heimsmeistari FIDE, sigraði með yfirburðum. Kasparov hefur þó sjálfur gefið út þá yfirlýsingu að Linaresmót- ið sé óopinbert heimsmeistara- mót. Það var eftir að hann sigr- aði sjálfur á mótinu fyrir tveimur árum. Grunnt er á því góða á milli Kasparovs og Luis Rente- ros, mótshaldara í Linares. Svo virðist sem Kasparov beiti nú atvinnumannasambandi sínu til að eyðileggja fyrir Rentero. Auk þess sem hann hunsar mótið þá er PCA—einvígi Anands og Kamskys haldið á sama tíma. Linaresmótið er því ekki eins sterkt og oft áður. Líklegt er að mót skipulögð af PCA síðar á árinu verði öflugri. Engu að síð- ur er von á spennandi keppni. Karpov fór hægt af stað með fjórum jafnteflum en vann síðan þá Short og Ivam Sokolov. Eftir sex umferðir er Beljavskí, að- stoðarmaður Kasparovs í HM 1992 í efsta sæti, en hann varð langneðstur á mótinu í fyrra. Staðan er nú þessi: 1. Beljavskí 4Vi v. 2. -5. Karpov, ívantsjúk, Top- alov og Khalifman 4 v. 6.-7. Shirov og Drejev 3VÍ v. 8.-9. Tivjakov og Illescas 3 v. 10.—12. I. Sokolov, Short og Ijubojevic 2 v. 13. Lautier IV2 v. 14. Akopjan 1 v. Tvítugi Búlgarinn Topalov byijaði vel, en tapaði fyrir ívant- sjúk í sjöttu umferð. Hann hefur mikið dálæti á drekaafbrigðinu eins og Kiril Georgiev, landi hans. Nigel Short fékk að kenna á því í Linares: Hvítt: Nigel Short Svart: Veselin Topalov Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 — g6 6. Be3 - Bg7 7. f3 - Rc6 8. Dd2 - 0-0 9. Bc4 - Bd7 10. 0-0-0 - Re5 11. Bb3 - Hc8 12. g4 - b5 13. g5 - Rh5 14. Rcxb5 — Rc4! Hér hefur áður verið leikið 14. — Rxf3, en eftir 15. Rxf3 — Bxb5 16. Bxa7 er spurning hvort svartur hefur nægar bætur fyrir peð, því bisk- upinn á b3 er sterkur. 15. Bxc4 - Hxc4 16. Dd3 - Hb4 17. Rc3 - Db8 18. Rb3 - Be6 19. Da6?! - Bxc3 20. bxc3 - Hb7 21. Hd4 - Hc8 22. Kd2 - Dc7 23. Dd3 Anand reynir nú að stöðva Kamsky. Beljavskí er nú efstur á Linares- mótinu. 23. - d5! 24. Kcl - dxe4 25. fxe4 - Bc4 26. Dd2 - e5 27. Hd6 - Rf4 28. Bxf4 - exf4 29. Hdl - f3 30. Df4 - De7 31. h4 - Be2 32. Hld5 - Hbc7 33. Rd4? Eftir hatramma vörn leikur Short af sér skiptamun. 33. Df6? — Dxf6 34. gxf6 - Hf8 35. Hd8 — Hc8! bjargar þó engu. Svarta f-peðið ræður úrslitum. 33. - Bc4 34. Dxf3 - Bxd5 35. Hxd5 - Hxc3 36. Df6 - Dc7 37. Df2 - Dc4 38. Kb2 - Db4+ 39. Kal - Hh3 40. Dfl — He3 og Short gafst upp. Einvígi Anands og Kamskys Heimsmeistarakeppni at- vinnumannasambandsins PCA er að komast á lokastig. I dag verður fyrsta skákin tefld í ein- vígi Indveijans Anands og Gata Kamskys frá Bandaríkjunum. Sigurvegarinn mætir Gary Ka- sparov, PCA-heimsmeistara, í heimsmeistaraeinvígi í Köln í haust. Það má búast við gífur- lega spennandi baráttu. Kamsky hefur verið afar sigursæll að undanförnu. Hann hefur þegar tryggt sér rétt til að tefla einvígi við Anatólí Karpov um FIDE- heimsmeistaratitilinn og fer það fram seinna á þessu ári. í fyrra mætti hann Anand í FIDE- keppninni og sigraði naumlega eftir mjög slæma byijun. Eftir glæsilega sigra Kamskys upp á síðkastið þykir hann nú ívið sig- urstranglegri. Hann er meiri keppnismaður en Anand sem mörgum þykir þó búa yfir meiri tækni. Cappelle la Grande-mótíð Meira en 50 stórmeistarar tóku þátt á opnu móti í Cappelle la Grande á norðurströnd Frakk- lands. Keppendur voru alls 560 talsins. Þrír íslendingar voru á meðal keppenda. Mótið var svo öflugt að Þröstur Þórhallsson, alþjóðameistari, var ekki einu sinni á meðal 100 stigahæstu keppendanna, og er þó með 2.420 stig. Verðlaun á mótinu eru ekki ýkja há, en mörgum boðið til leiks. Þessi mikla þátt- taka stórmeistara sýnir betur en margt annað hversu samkeppnin hefur harðnað eftir að ferðafrelsi komst á í Austur-Evrópu. Þrír stórmeistarar urðu efstir og jafnir á mótinu, Englending- arnir Miles og Hebden og Rúss- inn Svesjníkov. Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari, náði góðum endaspretti og varð í hópi u.þ.b. 30 skákmanna sem hlutu 6 ‘/2 v. Þröstur Þórhallsson hlaut 6 vinninga og Björgvin Jónsson 5 v. Jón L. ekki á svæðamótið Jón L. Árnason stórmeistari ætlar ekki að taka þátt í svæða- mótinu og Norðurlandamótinu í skák sem hefst í Reykjavík 21. mars. í hans'stað hefur Þröstur Þórhallsson, alþjóðlegur meist- ari, verið valinn. Jón L. hætti í atvinnumennsku um síðustu ára- mót. Sænski stórmeistarinn Ferdinand Hellers hefur einnig hætt við þátttöku, en það kemur annar stórmeistari í hans stað, Thomas Ernst. Finnar hafa einn- ig skipt um annan keppandann. Skákkeppni framhaldsskóla um helgina Skákkeppni framhaldsskól- anna hefst á föstudagskvöldið kl. 19.30 í Skákmiðstöðinni, Faxafeni 12. Á laugardag og sunnudag hefst taflið kl. 13. Hver sveit skal skipuð fjórum nemendum á framhaldsskóla- stigi (fæddir 1974 og síðar), auk eins til fjögurra til vara. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad- kerfi. Umhugsunartíminn er ein klukkustund á skákina. Hver skóli má senda fleiri en eina sveit. Þátttaka tilkynnist í síma Taflfélags Reykjavíkur frá kl. 20-22 á kvöldin og lýkur skrán- ingu fímmtudaginn 9. mars. -fJteKl í '95 árgeröinni af ARCTIC CAT er aö finna fjölda glæsilegra nýjunga. Næstu daga bjóöum viö takmarkað magn af þessum heimsfrægum vélsleöum og vörum þeim tengdum á sérstöku tilboösveröi. Gríptu sleðafærið og tryggðu þér gott tæki ARMÚLA 13 • SÍMl: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 5S3 12 36 Umbofisaðilar: isafjörfiur: Bílaleigan Ernir. Ólafsfjörður: Múlatindur. Akureyri: Straumrás, Furuvellir 3. Egilsstaðir: Bílasalan Ásinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.