Morgunblaðið - 09.03.1995, Page 45

Morgunblaðið - 09.03.1995, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 45 BRIDS Arnór G. Ragnarsson Undankeppni Islandsmótsins DREGIÐ hefir verið í riðla í undan- keppni íslandsmótsins í sveita- keppni og verða riðlarnir þannig skipaðir: A-riðill: Tryggingamiðstöðin Roche Metró Bjöm Friðriksson Jón Stefánsson Hermann Tómasson Sparisjóður Mýrarsýslu Júlíus Sigurjónsson B-riðill: Slökkvi.t.þj. Austurlands Kristinn Kristjánsson Vinir og vandamenn Samvinnuferðir-Landsýn Jón St. Ingólfsson S. Ármann Magnússon Eðvarð Hallgrímsson Oskar Elíasson C-riðiIl: Landsbankinn, Reyðarfirði Borgey Magnús E. Magnússon Málning hf. íslandsbanki, Selfossi Rúnar Einarsson Landsbréf Herðir D-riðill Kaupfélag Skagfirðinga Samskipti Dröfn Guðmundsdóttir Stefán Stefánsson VÍB Ormarr Snæbjörnsson Ólafur Lárusson Hallgrímur Rögnvaldsson E-riðiIl: Kristján Már Gunnarsson Kjötvinnsla Sigurðar Borgfirskir bændur Auðunn Hermannsson Flugleiðir innanlands Ólína Kjartansdóttir Hjólbarðahöllin Ragnar Jónsson Umsjónarmaður þáttarins hefði sízt vilja lenda í A- eða E-riðli en eflaust em skoðanir þar um jafn- margar þátttakendum. Bridsfélag SÁÁ Þriðjudaginn 7. mars var spilaður einskvölds tölvureiknaður Mithcell- tvímenningur. 16 pör spiluðu með 4 spilum á milli para. Meðalskor var 168 og bestum árangri náðu: NS Hlynur Magnússon - Magnús Torfason 197 Sigm. Hjálmarss. — Hjálmar Hjálmarss. 181 Jón Baldvinsson — Yngvi Sighvatsson 180 AV Sturla Snæbjörnsson — Þórir Guðjónsson 217 Snorri Markússon — SigurðurJónsson 191 JóhannGuðnason-AmarÞorsteinsson 186 Bridsfélag SÁÁ spilar hvert þriðju- dagskvöld og byrjar spilamennska stundvíslega kl. 19.30. Spilað er í Ármúla 17A (Ulfaldinn og mýflug- an). Næstu þriðjudaga verða spilaðir einskvölds tvímenningar. Allir spilar- ar eru velkomnir. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Aðalsveitakeppni BRE lauk 21.02 með hreinum úrslitaleik milli sveita Landsbanka Reyðarfjarðar og Skipa- kletts, fór svo að lokastaðan varð sem hér segir: 1. Landsbankinn, Reyðarfirði 159 Kristján, Ásgeir, ísak, Friðjón, Arni. 2. Skipaídettur, Reyðarfirði 139 Jónas, Guðmundur, Auðbergur, Hafsteinn, Búi 3. Aðalsteinn Jónsson 117 4. Slökkvitækjaþjónusta, Austurl. 112 5. Atlavík 109 Alls tóku 8 sveitir þátt í aðalsveita- keppninni. Þriðjudaginn 28. febrúar slógum við upp nýjung og drógum pör saman: Aðalsteinn J. — Svala V. 183 Auðbergur — Skúli 182 Kristján — Ásgeir 178 Jónas —Fannar 168 ísak — Guðmundur 166 Alls spiluðu 14 pör. Næst spilum við 2 kvölda barómet- er-firmakeppni. Kasparov fjarri góðu gamni SKAK Stórmót í Linarcs, S p á n i 1.-18. MARS GARY Kasparov, PCA—heims- meistari, reynir ekki að hefna ófara sinna á Linaresstórmótinu í fyrra þegar erkióvinur hans Anatólí Karpov, heimsmeistari FIDE, sigraði með yfirburðum. Kasparov hefur þó sjálfur gefið út þá yfirlýsingu að Linaresmót- ið sé óopinbert heimsmeistara- mót. Það var eftir að hann sigr- aði sjálfur á mótinu fyrir tveimur árum. Grunnt er á því góða á milli Kasparovs og Luis Rente- ros, mótshaldara í Linares. Svo virðist sem Kasparov beiti nú atvinnumannasambandi sínu til að eyðileggja fyrir Rentero. Auk þess sem hann hunsar mótið þá er PCA—einvígi Anands og Kamskys haldið á sama tíma. Linaresmótið er því ekki eins sterkt og oft áður. Líklegt er að mót skipulögð af PCA síðar á árinu verði öflugri. Engu að síð- ur er von á spennandi keppni. Karpov fór hægt af stað með fjórum jafnteflum en vann síðan þá Short og Ivam Sokolov. Eftir sex umferðir er Beljavskí, að- stoðarmaður Kasparovs í HM 1992 í efsta sæti, en hann varð langneðstur á mótinu í fyrra. Staðan er nú þessi: 1. Beljavskí 4Vi v. 2. -5. Karpov, ívantsjúk, Top- alov og Khalifman 4 v. 6.-7. Shirov og Drejev 3VÍ v. 8.-9. Tivjakov og Illescas 3 v. 10.—12. I. Sokolov, Short og Ijubojevic 2 v. 13. Lautier IV2 v. 14. Akopjan 1 v. Tvítugi Búlgarinn Topalov byijaði vel, en tapaði fyrir ívant- sjúk í sjöttu umferð. Hann hefur mikið dálæti á drekaafbrigðinu eins og Kiril Georgiev, landi hans. Nigel Short fékk að kenna á því í Linares: Hvítt: Nigel Short Svart: Veselin Topalov Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 — g6 6. Be3 - Bg7 7. f3 - Rc6 8. Dd2 - 0-0 9. Bc4 - Bd7 10. 0-0-0 - Re5 11. Bb3 - Hc8 12. g4 - b5 13. g5 - Rh5 14. Rcxb5 — Rc4! Hér hefur áður verið leikið 14. — Rxf3, en eftir 15. Rxf3 — Bxb5 16. Bxa7 er spurning hvort svartur hefur nægar bætur fyrir peð, því bisk- upinn á b3 er sterkur. 15. Bxc4 - Hxc4 16. Dd3 - Hb4 17. Rc3 - Db8 18. Rb3 - Be6 19. Da6?! - Bxc3 20. bxc3 - Hb7 21. Hd4 - Hc8 22. Kd2 - Dc7 23. Dd3 Anand reynir nú að stöðva Kamsky. Beljavskí er nú efstur á Linares- mótinu. 23. - d5! 24. Kcl - dxe4 25. fxe4 - Bc4 26. Dd2 - e5 27. Hd6 - Rf4 28. Bxf4 - exf4 29. Hdl - f3 30. Df4 - De7 31. h4 - Be2 32. Hld5 - Hbc7 33. Rd4? Eftir hatramma vörn leikur Short af sér skiptamun. 33. Df6? — Dxf6 34. gxf6 - Hf8 35. Hd8 — Hc8! bjargar þó engu. Svarta f-peðið ræður úrslitum. 33. - Bc4 34. Dxf3 - Bxd5 35. Hxd5 - Hxc3 36. Df6 - Dc7 37. Df2 - Dc4 38. Kb2 - Db4+ 39. Kal - Hh3 40. Dfl — He3 og Short gafst upp. Einvígi Anands og Kamskys Heimsmeistarakeppni at- vinnumannasambandsins PCA er að komast á lokastig. I dag verður fyrsta skákin tefld í ein- vígi Indveijans Anands og Gata Kamskys frá Bandaríkjunum. Sigurvegarinn mætir Gary Ka- sparov, PCA-heimsmeistara, í heimsmeistaraeinvígi í Köln í haust. Það má búast við gífur- lega spennandi baráttu. Kamsky hefur verið afar sigursæll að undanförnu. Hann hefur þegar tryggt sér rétt til að tefla einvígi við Anatólí Karpov um FIDE- heimsmeistaratitilinn og fer það fram seinna á þessu ári. í fyrra mætti hann Anand í FIDE- keppninni og sigraði naumlega eftir mjög slæma byijun. Eftir glæsilega sigra Kamskys upp á síðkastið þykir hann nú ívið sig- urstranglegri. Hann er meiri keppnismaður en Anand sem mörgum þykir þó búa yfir meiri tækni. Cappelle la Grande-mótíð Meira en 50 stórmeistarar tóku þátt á opnu móti í Cappelle la Grande á norðurströnd Frakk- lands. Keppendur voru alls 560 talsins. Þrír íslendingar voru á meðal keppenda. Mótið var svo öflugt að Þröstur Þórhallsson, alþjóðameistari, var ekki einu sinni á meðal 100 stigahæstu keppendanna, og er þó með 2.420 stig. Verðlaun á mótinu eru ekki ýkja há, en mörgum boðið til leiks. Þessi mikla þátt- taka stórmeistara sýnir betur en margt annað hversu samkeppnin hefur harðnað eftir að ferðafrelsi komst á í Austur-Evrópu. Þrír stórmeistarar urðu efstir og jafnir á mótinu, Englending- arnir Miles og Hebden og Rúss- inn Svesjníkov. Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari, náði góðum endaspretti og varð í hópi u.þ.b. 30 skákmanna sem hlutu 6 ‘/2 v. Þröstur Þórhallsson hlaut 6 vinninga og Björgvin Jónsson 5 v. Jón L. ekki á svæðamótið Jón L. Árnason stórmeistari ætlar ekki að taka þátt í svæða- mótinu og Norðurlandamótinu í skák sem hefst í Reykjavík 21. mars. í hans'stað hefur Þröstur Þórhallsson, alþjóðlegur meist- ari, verið valinn. Jón L. hætti í atvinnumennsku um síðustu ára- mót. Sænski stórmeistarinn Ferdinand Hellers hefur einnig hætt við þátttöku, en það kemur annar stórmeistari í hans stað, Thomas Ernst. Finnar hafa einn- ig skipt um annan keppandann. Skákkeppni framhaldsskóla um helgina Skákkeppni framhaldsskól- anna hefst á föstudagskvöldið kl. 19.30 í Skákmiðstöðinni, Faxafeni 12. Á laugardag og sunnudag hefst taflið kl. 13. Hver sveit skal skipuð fjórum nemendum á framhaldsskóla- stigi (fæddir 1974 og síðar), auk eins til fjögurra til vara. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad- kerfi. Umhugsunartíminn er ein klukkustund á skákina. Hver skóli má senda fleiri en eina sveit. Þátttaka tilkynnist í síma Taflfélags Reykjavíkur frá kl. 20-22 á kvöldin og lýkur skrán- ingu fímmtudaginn 9. mars. -fJteKl í '95 árgeröinni af ARCTIC CAT er aö finna fjölda glæsilegra nýjunga. Næstu daga bjóöum viö takmarkað magn af þessum heimsfrægum vélsleöum og vörum þeim tengdum á sérstöku tilboösveröi. Gríptu sleðafærið og tryggðu þér gott tæki ARMÚLA 13 • SÍMl: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 5S3 12 36 Umbofisaðilar: isafjörfiur: Bílaleigan Ernir. Ólafsfjörður: Múlatindur. Akureyri: Straumrás, Furuvellir 3. Egilsstaðir: Bílasalan Ásinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.