Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
?oo \ * v o f ^ fTr|,níwTOr «>h
FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 41
Heimsóknirnar urðu margar og
sumar líka langar. Það fannst mér
gaman.
Að mörgu leyti var amma mér
eins og önnur móðir og langamma
eins og amraa. Alveg frá byijun fór
ákaflega vel á með okkur ömmu
og sköpuðust strax náin tilfinninga-
tengsl, sem aldrei slitnuðu. Amma
var líka eins og vinkona mín, því
við brölluðum svo margt skemmti-
legt saman í gegn um árin og gát-
um alltaf talað saman, hlegið og
líka grátið.
Þar sem ég er að kveðja hana
ömmu hinstu kveðju í dag, langar
mig til að riija upp nokkrar yndis-
legar minningar frá samferð okkar
í þessari jarðvist, sem ég er afar
þakklát fyrir.
Eitt af því skemmtilegasta sem
við amma gerðum saman þegar ég
var lítil stelpa var að labba niður í
bæ í Hafnarfírði. Við byijuðum á
því að gefa öndunum við Lækinn,
síðan þurfti amma auðvitað að sinna
ýmsum erindum eins og að fara í
pósthúsið, bankann og jafnvel í
skemmtilegar búðir. Og svo hittum
við margt fólk sem amma þurfti
aðeins að spjalla við. En það brást
varla, að í lok bæjarferðarinnar náði
ég að lokka ömmu inn í ísbúðina á
Strandgötunni og fá hana til að
bjóða mér upp á ís. Amma lék þann
leik að hún ætlaði nú alls ekki að
kaupa ís þennan daginn og lét mig
hafa fyrir því að selja sér hugmynd-
ina af hveiju hún ætti nú að kaupa
ís handa mér. Oftar en ekki bar
sölumennska mín árangur.
Það kom líka fyrir að amma
þurfti að skreppa til Reykjavíkur.
Og þá þurftum við auðvitað að taka
Hafnarfjarðarstrætó því amma
keyrði aldrei bfl. Að fara í Hafnar-
fjarðarstrætó með ömmu var eins
og að fara í tívolí í þá daga. Við
gerðum okkur far um að sitja aft-
ast í strætó því þá vorum við vissar
um að að fá magann upp í háls
þegar strætó færi yfir bungur og
hæðir og holur á veginum, sem
gerðist oft enda göturnar þá ekki
eins og þær eru í dag.
Fyrstu árin sem ég fékk að gista
hjá ömmu svaf ég í tveimur stórum
hægiridastólum, sem settir voru
saman til að mynda þetta fyrirtaks
rúm. En áður en ég fór upp í mitt
eigið rúm skreið ég ávallt fyrst upp
í rúm til langömmu. Hún talaði við
mig um Guð og sá til þess að ég
færi með bænimar mínar. Síðan
skreið ég upp í rúm til ömmu og
hún sagði mér sögur, sem hún
skáldaði að mestu upp sjálf. Og þá
fyrst var ég tilbúin að fara í mitt
eigið stólarúm. En stundum kom
það líka fyrir að litla stelpan sofn-
aði út frá sögunum þar sem hún
lá fyrir ofan ömmu sína í rúminu.
Þær voru báðar sælar.
Mikið samband var milli ömmu,
langömmu og Gísla frænda, sem
bjó í hinum enda hússins á Selvogs-
götunni. Það var fastur liður að
amma og Gísli skiptust á dagblöð-
um. Oftar en ekki fór amma yfír
til Gísla og fékk ég að sjálfsögðu
að fara með. Gísli frændi var stór
og sterkur maður enda borðaði
hann íslenska kjötsúpu í flest mál.
Hann lék sér að því að láta okkur
litlu krakkana standa í lófa sínum
og síðan lyfti hann okkur upp í loft-
ið með einni h^ndi. Það var því
mjög gaman að iara í heimsókn til
Gísla frænda með ömmu enda var
hann alltaf sv~ skemmtilegur og
mikill spaugari.
Guðrún langamma dó þegar ég
var níu ára. Það voru fyrstu kynni
mín af dauðanum. Ég er þakklát
fyrir það í dag að hafa fengið að
sjá langömmu látna og fyrir að fá
að vera viðstödd jarðarförina. Mér
fmnst það hafa búið mig undir að
takast á við dauðann seinna í líf-
inu. Eftir að langamma var öll hafði
amma tök á að vera meira á flakki
og heimsækja börnin sín og barna-
börnin. Hún fór nokkrar ferðir til
Ameríku þar sem elsta dóttir henn-
ar bjó með sinni fjölskyldu. Einnig
dvaldi hún oft nokkrar vikur í senn
hjá sonum sínum þremur og þeirra
fjölskyldum í Reykjavík og
Garðabæ. Amma hafði gaman af
að spila á spil og spilaði hún oft
við okkur Sólrúnu systur. Uppá-
haldsspilið okkar var marías. Kom
það sér oft vel að amma gat stytt
manni stundirnar með spilum, sér-
staklega um jól, þegar beðið var
eftir að jólahátíðin hæfist.
Á tímabili, meðan ég var í
menntaskóla, borðuðum við amma
saman í hádeginu á fímmtudögum.
Saltfiskurinn og hamsatólgin henn-
ar var í miklu uppáhaldi hjá mér
og því var hún ætíð tilbúin með
þetta góðgæti þegar ég renndi í
hlað. Þetta var okkar leið til að
halda tengslunum sem við höfðum
myndað í gegn um árin nú þegar
alvara lífsins var að beija að dyrum
hjá litlu stelpunni og skólinn,
áhugamálin og vinirnir tóku meiri
og meiri tíma. En það var ekki
aðeins saltfiskurinn sem ég sótti í
hjá henni ömmu, því pönnukökurn-
ar hennar voru frægar í fjölskyld-
unni. Ég man meira að segja eftir
því að hafa dregið nokkra vini mína
með mér til ömmu til að smakka
þessar bestu pönnukökur heims.
Við höfum saknað þessa lostætis
eftir að amma flutti á Hrafnistu
og hafði ekki tök á kökubakstri
lengur.
Um tvítugt dvaldi ég í Englandi
og á Spáni um eins árs skeið við
nám. Það tók á að fara í fyrsta
skipti burt frá fjölskyldunni og vera
einn í þetta langan tíma án þess
að koma nokkuð heim. Námið gekk
vel og ég var ánægð með það sem
ég var að gera. En samt kom ein-
manaleikinn oft upp. Ég saknaði
tengslanna við fjölskylduna. Á þess-
um tíma var faðir minn við vinnu
úti í heimi og móðir mín átti við
veikindi að stríða. Þau náðu því
ekki að gefa mér þann móralska
stuðning, sem ég þurfti á að halda,
meðan ég dvaldi ein úti í hinum
stóra heimi, sem að vísu var að eig-
in vali. En þá var það amma sem
hélt mér uppi með sínum reglulegu
bréfum og fréttum af fjölskyldunni.
Við skrifuðumst á allan þann tíma
sem ég var erlendis. Amma var því
kjölfestan mín og sú sem ég vissi
að ég gat alltaf leitað til. Hún var
alltaf þarna til staðar og svaraði
mér strax. Pósturinn gladdi mig því
oft með bréfunum hennar ömmu.
Eftir að ég giftist manninum
mínum, Jouke, og við eignuðumst
drengina okkar tvo, hélt amma
áfram að vera þessi mikilvægi póll
í lífi mínu og okkar saman. Jouke
og strákarnir voru alltaf tilbúnir
að fara með mér að heimsækja
langömmu, enda vissu þeir að þeir
fengju ís meðan ég og amma mös-
uðum saman um heima og geima.
Það voru því þung spor sem ég
þurfti að stíga í haust, þegar ég fór
að segja ömmu að hann Jouke
væri dáinn. Ég var hrædd um að
hún tæki þessum tíðindum þung-
lega, enda hafði hún sjálf átt við
mikla vanheilsu að stríða síðustu
mánuðina og því mótstaðan ef til
vill ekki mikil. En amma kom mér
á óvart með því að taka þessum
tíðindum með stóískri ró og segja,
að það væri fyrir bestu að Jouke
fengi hvíldina þar sem hann var
mjög illa farinn af alzheimer-sjúk-
dómnum. Og hún bætti við að hún
vonaðist til að fá sjálf að fara fljót-
lega. Og nú hefur Guð bænheyrt
hana ömmu. Ég er sannfærð um
að hann Jouke hefur tekið á móti
henni með opinn faðminn ásamt
Guðrúnu langömmu, Guðlaugi afa
og öðru góðu fólki.
Ég hef hér einungis stiklað á
örfáum minningarbrotum úr lífi
mínu með henni ömmu, sem var
mér svo kær. Þessi minningarbrot
eru mín gersemi, en sýna ef til vill
hversu mikilvægt það getur verið
litlu barni að eiga einhvern að eins
og hana ömmu mína. Við vorum
sálufélagar og ég er svo þakklát
fyrir að hafa átt hana. Hlutverki
hennar hér á jörðinni var lokið og
hún var farin að bíða óþreyjufull
eftir næsta verkefni. Ég unni henni
því vel að fá að fara og fá tæki-
færi til að takast á við ný og þrosk-
andi viðfangsefni. Minningarnar
um ömmu eru margar og ljúfar og
ég vona að ég eigi eftir að geta
orðið mínum barnabömum það sem
hún annna mín var mér.
MINNINGAR
Elsku amma, þökk fyrir sam-
fylgdina í þessu lífi. Ég hlakka til
að hitta þig einhvern tíma einhvers
staðar aftur.
Þín Sigrún.
Það er bæði með gleði og sökn-
uði sem við setjumst niður og ritum
þessi minningarorð. Gleði yfír því
að langþráð ósk ömmu hefur ræst
og söknuði yfir því að hún skuli
ekki lengur vera okkur sýnileg.
Við vitum að nú dansar amma
af fögnuði. Langþráðir endurfundir
við horfna ástvini eru orðnir að
veruleika.
En eftir sitjum við og rifjum upp
æskuminningar frá heimsóknum á
Selvogsgötuna þar sem alltaf biðu
okkar nýbakaðar pönnukökur og
annað góðgæti. Einnig frá sam-
verustundum á bernskuheimili okk-
ar systkinanna er við sátum í eld-
húsinu og spiluðum á spil eða réðum
krossgátur, en þá var amma í ess-
inu sínu.
Þær eru einnig ógleymanlegar
heimsóknirnar til ömmu á Hrafnistu
í Hafnarfirði þegar langömmubörn-
in færðu henni gjafir sem þau höfðu
sjálf búið til. Eftirvænting þeirra
og gleði yfir að sjá langömmu sína
var fölskvalaus og alltaf var eitt-
hvað til inni í skáp til að gefa börn-
unum.
Elsku amma Vala, megi kærleik-
ur Drottins verða þér leiðarljós um
alla eilífð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Kristjána Þórdís, Guðrún,
Lilja Petra, Guðlaug
og Níels Árni.
Hún Vala er dáin.
Þegar öldruð manneskja eins og
Vala fellur frá eftir erfið veikindi
er því ekki að neyta að maður þakk-
ar Guði fyrir að hafi kallað hana
til sín. Hennar þrautir eru á enda.
Hitt er annað að söknuðurinn og
sorgin situr eftir hjá okkur hinum
sem minnumst hennar með lotningu
og þakklæti fyrir það gildi sem hún
gaf lífí okkar.
Hún Vala var ekki af okkar tíma,
hún ólst upp við erfiðari aðstæður
en við eigum að venjast, missti
manninn sinn ung, en stóð ávallt
teinrétt og bar sínar byrðar ekki á
torg. Hennar fas var fágað og ör-
uggt, það fór ekki á milli mála að
þarna fór kona sem vissi livað hún
vildi. Hún var stolt af því að standa
á eigin fótum og mat sjálfstæði sitt
mikils. Það voru forréttindi að fá
að rétta henni hjálparhönd, þakk-
læti hennar var greiðsla sem ekki
var hægt að meta til fjár. Þannig
minnumst við Völu með söknuði en
þó umfram allt — þakklæti.
Synir okkar Kristjönu sakna
langömmu sinnar sárt og sakna
þess að geta ekki heimsótt hana
meir. Leiðir okkar eiga vonandi eft-
ir að mætast á endastað; þangað
til biðjum við Guð að blessa minn-
ingu Valgerðar.
Syrgjendum vottum við samúð
okkar.
Guðni og Kristjana
Crfisclrylikjur
GRPI-lfin
Sími 555-4477
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N sími 620200
t
Sonur minn og bróðir okkar,
VALGEIR SIGURÐSSON
kennari,
Seyðisfirði,
lést í Landspítalanum 7. mars.
Málfríður Einarsdóttir
og systur hins látna.
t
Eiginkona mín,
HULDA MARVINSDÓTTIR,
Uppsölum,
Eyjafjarðarsveit,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 7. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóhann Ingólfsson.
t
Útför
ERLINGS VALS ÁRNASONAR,
Sólheimum 40,
verður gerð frá nýju Fossvogskapellu
föstudaginn 9. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Einar Róbert Árnason,
Ingi R. Árnason.
Útför
SIGFÚSAR ARNAR SIGFÚSSONAR
verkfræðings,
sem lést þann 27. febrúar, fer fram frá
Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn
10. mars, kl. 10.30.
Margrét Jensdóttir,
Elín Guðbjartsdóttir,
Gerður Sigfúsdóttir,
Viktor A. Ingólfsson, Valgerður Geirsdóttir,
Jens Ingólfsson, Þóra Jensdóttir,
Sigriður Sigfúsdóttir, Björn Kjaran,
Helga Sigfúsdóttir, Hjalti Stefánsson,
Guðbjartur Sigfússon, Ragnheiður M. Ásgrímsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
bróðir,
LEIFUR JÓNSSON
fyrrv. framreiðslumaður,
Hátúni 12,
sem lést þann 27. febrúar sl., verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 10. mars kl. 13.30.
Valdimar Viðar Leifsson,
Halla Bergey Leifsdóttir, Haraldur ingvarsson,
Charlotta Björk Leifsdóttir,
Sigurjón Örn Leifsson, Guðlaug Ragnarsdóttir,
Eydi's Olga Leifsd. Cartwright, Reymond Cartwright,
Maria Rós Leifsdóttir,
Rut Leifsdóttir,
Helena Kolbrún Leifsdóttir, Óskar Rútsson,
Björgvin Rúnar Leifsson, Eyvör Gunnarsdóttir,
Stella Ingibjörg Leifsdóttir, Davíð Ingibjartsson,
barnabörn og barnabarnabörn,
Sverrir Jónsson, Ragnar J. Jónsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför sambýlis-
manns mins, föður okkar, tengdaföður,
sonar og afa,
KARLSHARRÝS
SVEINSSONAR.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Maria Weiss,
Stefán Bachmann Karlsson, Conny Hoegh Larsen,
Fanney Karlsdóttir,
Sveinn Kr. Magnússon,
Eydfs Anna Stefánsdóttir, Fanndi's Klara Stefánsdóttir.