Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 31
30 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HREPPARÍGUR?
ATVINNULÍF í Bolungarvík hefur verið í sárum, allt frá
því Einar Guðfinnsson hf. varð gjaldþrota. Að undan-
förnu hefur hins vegar ýmislegt bent til þess, að öflug fyrir-
tæki í Hnífsdal væru tilbúin til að kaupa fyrirtækin, sem eiga
helstu atvinnutæki staðarins og heQa þar umf^ngsmikinn
rekstur á nýjan leik.
Rækjuverksmiðjan Bakki hf. í Hnífsdal hafði lýst áhuga á
að kaupa eignarhlut bæjarsjóðs Bolungarvíkur í Osvör hf. og
jafnvel hlut í Þuríði hf. líka, en síðarnefnda fyrirtæki keypti
á sínum tíma frystihús Einars Guðfinnssonar hf. Með þessum
kaupum hefði orðið til öflugt sjávarútvegsfyrirtæki, með
möguleika á mikilli sérhæfingu í fiskvinnslu og auknum um'
svifum í veiðum og vinnslu í Bolungarvík, auk stóraukinna
umsvifa í Bolungarvíkurhöfn. Augljóslega hefði slík skipan
mála verið mikið framfaraspor fyrir Bolungarvík og gjör-
breytt því bága ástandi sem þar hefur ríkt.
Það er ekki vitnisburður um framsýni, þegar þröngur hóp-
ur manna tekur sig til og bregður fæti fyrir viðskipti Bakka
hf. og bæjarsjóðs Bolungarvíkur, án þess að hafa sjáanlega
fjárhagslega burði til að geta staðið þannig að rekstri Ósvar-
ar hf., að til heilla horfi fyrir byggðarlagið.
Það er alls ekki hægt að líta þannig á, þegar fyrirtæki í
næsta byggðarlagi á í hlut, eins og í þessu tilfelli Hnífsdæling-
ar, að til hafi staðið að flytja atvinnu og fiskveiðiheimildir
Bolvíkinga á brott úr bæjarfélaginu.
Þvert á móti hafði komið fram í máli Aðalbjörns Jóakimsson-
ar, aðaleiganda Bakka hf., að nýjum fjárhagslegum stoðum
yrði rennt undir Ósvör hf. m.a. fyrir tilstilli Vestfjarðaaðstoð-
ar og aflaheimildir Ósvarar yrðu auknar.
Forsvarsmenn Bakka hf. lýstu því jafnframt yfir, að leitast
yrði við að tryggja öfluga atvinnustarfsemi í Bolungarvík á
næstu árum, með heimilisfesti Ósvarar og rekstri í Bolungar-
vík, veiðiheimildir yrðu ekki seldar úr byggðarlaginu, löndun
eigin skipa og viðskiptabáta Bakka hf. og Ósvarar yrði að
jafnaði í Bolungarvík í framtíðinni og að með kaupum á frysti-
húsi og fastafjármunum Þuríðar hf. yrði fiskvinnsla efld.
Það er ekki hægt annað en lýsa yfir undrun á því, að fæti
skuli brugðið fyrir þessi áform. Hvað tekur við í Bolungarvík?
Það er langt gengið í hrepparíg, ef fólk og fyrirtæki í ná-
grannasveitarfélögum geta ekki unnið saman.
FISKVEIÐIDEILA VIÐ
KANADA
STJÓRNVÖLD í Kanada hafa ákveðið að banna grálúðuveið-
ar utan kanadísku lögsögunnar í tvo mánuði og hóta því
að beita valdi til að koma í veg fyrir veiðar spænskra og
portúgalskra togara.
Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðinefndin (NAFO) hafði áður
ákveðið að grálúðukvóti ESB á þessu ári yrði 3.400 tonn af
27 þúsund tonna heildarkvóta. A síðasta ári veiddu togarar
ESB, aðallega spænskir og portúgalskir, um 50 þúsund tonn
af grálúðu á þessu svæði. ESB, sem hefur þegar veitt rúm-
lega þann kvóta sem NAFO úthlutaði því, gerir kröfu til 18.630
tonna veiðiheimilda og héldu togarar þess áfram veiðum.
Ákváðu þá Kanadamenn að lýsa yfir veiðibanni og hafa
breytt lögum sínum þannig að kanadísku strandgæslunni er
heimilt að taka fiskiskip utan landhelginnar til að koma í veg
fyrir rányrkju.
Evrópusambandið hefur harðlega mótmælt þeim áformum
kanadískra stjórnvalda og telur þau engan rétt hafa til slíkra
aðgerða. Sjávarútvegsráðherra Portúgals hefur skipað togur-
um á svæðinu að halda áfram veiðum þrátt fyrir hótanir
Kanadamanna.
Þessi fiskveiðideila Kanada og Evrópusambandsins leiðir
hugann óneitanlega að deilu íslendinga og Norðmanna um
fiskveiðar í Barentshafi. Rétt eins og þar vill strandríkið tak-
marka sóknina í fiskistofninn þó svo að hann gangi að hluta
utan landhelgi. Úthafsveiðiríkið bendir hins vegar á að sam-
kvæmt alþjóðalögum sé því frjálst að stunda veiðar á alþjóð-
legu hafsvæði.
Réttur Kanadamanna til að stöðva veiðar Evrópusambands-
togara er álíka hæpinn og réttur Norðmanna til að takmarka
veiðar íslendinga í Smugunni.
Reiði Kanadamanna er aftur á móti vel skiljanleg. Fiski-
stofnar þeirra hafa hrunið á undanförnum árum og má það
ekki síst rekja til hömlulausra veiða Spánveija og Portúgala
utan landhelgi.
Ofveiði er eitt alvarlegasta umhverfisvandanjál heimsins í
dag og þetta dæmi ásamt fleirum sýnir hversu aðkallandi það
er, að fiskverndarsjónarmið nái út fyrir 200 mílna landhelgi
strandríkja. Tilraunir til fiskveiðistjórnunar verða marklausar
ella.
FRÆÐSLUMÁL
Morgunblaðið/Kristinn
EFTIR að heyrnarlausir komu inn sögðu menn, gott og vel þeir fá inngöngu, en hvernig ætla þeir að útskrifast?
ÞEGAR
TÁKNIN
TALA
Stefnt er að því að gera Mennta-
skólann við Hamrahlíð að
kennslumiðstöð fyrir fatlaða, en
í skólanum hefur verið unnið
brautryðjendastarf í kennslu
þeirra undanfarin ár. Ágústa U.
Gunnarsdóttir hefur verið þar í
fararbroddi og segir Krístínu
Marju Baldursdóttur frá upp-
hafí þess starfs og þróun.
Brautryðjendastarf
kostar baráttu, tíma og þrek.
Á fjórum árum hefur
fötluðum nemendum við
Menntaskólann við Hamrahlíð fjölgað
úr átta í fjörutíu og því óhætt segja
að merkilegt starf hafí verið unnið
við skólann. Af öðrum ólöstuðum hef-
ur mest mætt á Ágústu U. Gunnars-
dóttur námsráðgjafa. Hún hefur átt
dijúgan þátt í því að nú hefur verið
stofnuð námsbraut á framhaldsskóla-
stigi fyrir heyrnarlausa og heymar-
skerta við skólann, og að Menntaskól-
inn við Hamrahlíð verði gerður að
kennslumiðstöð fyrir fatlaða. í sam-
tali við Morgunblaðið segir Ágústa frá
þætti sínum í starfínu, hvert upphafið
var og þróunin, og hverjir draumar
brautryðjendanna eru.
í fljótu bragði sýnist ekki fýsilegt
að leggjast í dagdrauma í því hús-
næði sem Ágústa og hinir fötluðu
nemendur vinna í daglega. Tvö lítil
herbergi í kjallara og gluggalaus
kompa eru afdrep þeiira. I öðru her-
berginu er skrifstofa Ágústu, sem er
oftast eins og umferðarmiðstöð, og í
herberginu við hliðina er vinnuaðstaða
nemenda og snyrting. í gluggalausu
kompunni gegnt þessum herbergjum
vinnur blind stúlka við sérstakan tölv-
uskjá.
Gagntekin af starfinu
Frá því að Menntaskólinn við
Hamrahlíð var stofnaður árið 1966
hafa fatlaðir stundað þar nám með
einum eða öðrum hætti, en á aðeins
fjórum árum hefur fjöldi þeirra fímm-
faldast, eins og áður er sagt.
Ágústa hóf störf í MH sem dönsku-
kennari árið 1987, með BA próf í
dönsku og sagnfræði, og í uppeldis-
og kennslufræðum, auk náms í náms-
ráðgjöf. Afskipti hennar af fötluðum
nemendum voru lítil í fyrstu en tóku
síðan óvænta stefnu.
„Samhliða kennslunni hafði ég
umsjón með listgreinum og meðal
valgreina var táknmál sem Berglind
Stefánsdóttir táknmálskennari
kenndi, og það vakti áhuga minn. Á
þessum tíma hafði ég hvorki umgeng-
ist né þekkti fatlaða manneskju.
Árið 1990 bauðst mér staða náms-
ráðgjafa og var ekki búin að vera í
því starfi nema á annan mánuð þegar
sálfræðingur sem hafði umsjón með
fötluðum nemendum hætti. I kjölfar
þess skapaðist óvissa í skólanum um
málefni fatlaðra. Ég setti niður á blað
vinnuáætlun varðandi kennslu og að-
stoð við þá og í framhaldi af því var
ég beðin um að taka að mér umsjón
með kennslu þeirra.
Þegar ég svo tók við þessum átta
nemendum fékk ég eitt blað í hendum-
ar, þar sem nöfn þeirra og fötlun var
tilgreind og tóma skrifstofu hér í kjall-
aranum til umráða. Ég áttaði mig ekki
á því þá að starfíð ætti eftir að vinda
svona upp á sig eins og raunin varð.
Ég hætti að kenna dönskuna og
varð gagntekin af þessu starfi. í raun
mátti líkja þessu við að vera hent út
á opið haf, maður reyndi eftir bestu
getu að synda í land. Að mörgu leyti
var það líka gott að fá engin fyrir-
mæli um það hvernig gera ætti hlutina
og geta því mótað þá eftir eigin höfði. “
Erfiður skóli
Þegar fatlaður nemandi kemuFinn
í skólann eru námsþarfír hans metnar.
Athuga verður hver sérkennsluþörf
hans er, hvort hann þurfí aðstoð hjúkr-
unarfræðings, hvað fög skuli valin,
hvaða námsefni hann getur nýtt sér
og svo framvegis.
„Það tekur oft langan tíma að fá
hin réttu kennslugögn," segir Ágústa.
„Fjölfatlaðir þurfa oft að fá bækur
sínar á tölvutækt form og til dæmis
verður féð sem safnaðist á tónleikum
fyrir stuttu notað til að kaupa meðal
annars „skanner“, tæki sem setur
námsbækur á tölvudiska."
Stuðningstímar eru mjög mikilvægir
til að nemendur geti haldið í við hóp-
inn í bekknum. „Sjónskertur nemandi
getur verið mjög góður námsmaður,
en hann sér ekki á töfluna. Því fær
hann stuðningstíma með kennara sín-
um þar sem farið er yfir námsefni
næsta tíma, eða rifjað upp námsefnið.
Að meðaltali eru það um 20 kennar-
ar á hverri önn sem kenna fötluðum
í stuðningstímum. Þess ber þó að geta
að við erum að fá núna nemendur sem
eiga ekki einungis við fötlun að stríða
heldur líka námsörðugleika. Úrræðin
þurfa því að vera fleiri. MH er erfíður
bóknámsskóli og því reynist hann
mjög erfíður þeim sem hafa ekki gott
undirstöðunám. En þessir nemendur
koma í Hamrahlíðina því að hér er
vinsamlegt umhverfi og stuðningur,
enda þótt þeir hafí ef til vill áhuga á
námi sem aðrir skólar bjóða upp á.
Þeir fá ekki alltaf inngöngu þar.“
Lánar hendur sínar
Ágústa segir að kennsla fatlaðra
bjóði upp á mikla þróunarvinnu.
„Það sem er kannski mest spenn-
andi er það hversu margir aðilar koma
við sögu. Það sem við gerðum hér,
og sem hefur vakið mikla athygli á
öðrum Norðurlöndum til dæmis, var
að þróa aðstoðarnemendakerfi. Mikið
fatlaður nemandi fær þá aðstoðar-
mann í hverri námsgrein sem tekur á
móti honum, aðstoðar hann við að
taka upp úr töskunni, raða á borðið,
fletta bókum, gata blöð og Ijósrita.
Aðstoðarnemandinn lánar hinum fatl-
aða hendur sínar.
Aðstoðamemendurnir vinna undir
minni handleiðslu og þetta kerfi er
nú orðið mjög öflugt. Með þessu móti
verða hinir fötluðu líka betur settir
félagslega og einangrast síður. Við
reynum að hafa aðstoðarnemendurna
marga þannig að þeir þreytist síður
og að hinn fatlaði verði ekki um of
háður einum tilteknum aðstoðarnem-
anda.
Þessir nemendur sem aðstoða eru
flestir í sjálfboðavinnu og hafa mjög
mikið að gera. Oftast eru þeir svo
heillaðir af þessu starfí sínu að maður
verður stundum að stoppa þá af. Það
er mjög eftirsótt að vera aðstoðarnem-
andi, þannig að þetta er virðingar-
staða. Aðstoðamemandi þarf að vera
mjög áreiðanlegur og stundvís, en
hann þarf hins vegar alls ekki að vera
betri námsmaður en hinn fatlaði. Oft
og tíðum bæta þeir hvor annan upp í
námi.“
Hvað er fiskur?
Flestir hinna fötluðu nemenda í
skólanum era heyrnarlausir eða
heyrnarskertir. „Þeir eru um 25 tals-
ins og munu víst vera fleiri en nemend-
ur í Heyrnleysingjaskólanum,“ segir
Ágústa. „Það er dálítið sérstakt því
að Menntaskólinn við Hamrahlíð er
ekki sérskóli og er ekki með skilgreint
hlutverk sem slíkur, en hann hefur
hins vegar tekið framhaldsskólalögin
frá 1988 mjög alvarlega, þar sem seg-
ir að allir nemendur sem hafi lokið
grunnskólaprófi hafí rétt á framhalds-
skólanámi.
Þegar fjölfatlaður nemandi við skól-
ann, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, út-
skrifaðist úr skólanum um jólin 1992,
var það öðrum fötluðum nemendum
hvatning. Árinu áður hafði heyrnar-
laus stúlka hafið nám hér og gengið
vel, enda voram við þá komin með
táknmálstúlk, og þegar fólk sá árang-
ur þeirra beggja, má segja að skriðan
hafí farið af stað.
Eftir að heyrnarlausir komu inn í
skólann heyrðust raddir sem sögðu
gott og vel, þeir fá inngöngu, en
hvernig ætla þeir að útskrifast? En
það er nú þannig að hjólin fara fyrst
að snúast þegar nemendur era komn-
ir á staðinn. Fljótlega sáum við að
þeir höfðu ekki nógu góðan grunn í
íslensku og því síður í sínu eigin máli,
sem er táknmálið.
Heyrnarlausir hafa gengið í gegn-
um ýmsar stefnur. Um tíma var bann-
að að nota táknmálið, þeir urðu að
lesa af vörum. Menn halda ef til vill
að heyrnarlausir geti lært íslensku af
bókum, en svo einfalt er það ekki.
Þeir hafa ekki alist upp við það að
heyra málið í kringum sig og höfðu
margir engar málfyrirmyndir. Til að
skýra vanda þeirra vil ég nefna dæmi.
Nemanda er ef til vill sýnd mynd
af bláum físki og það er sagt við hann
ótal sinnum orðið fiskur. Hann reynir
að herma eftir og segja fiskur, en
hann veit ekki hvað er í raun fiskur.
Er það blái liturinn, eru það uggarnir,
hvað er fískur af þessu á myndinni?
En þegar heyrnarlaus manneskja
sýnir nemandanum á táknmáli hvað
er fiskur, táknar fískinn, skilur hann
það.
Heyrnarlausir hafa sitt móðurmál,
sem er táknmál, en heyrnarskertir era
að hluta til heyrandi og að hluta til
heyrnarlausir. Þeir eru því á milli
tveggja heima og þeim hefur ekki
verið sinnt í framhaldsskólakerfinu til
þessa. Þeir hafa verið skikkaðir til
þess í tímum að lesa af vörum kennar-
ans sem er ákaflega erfitt og orsakar
augnverki og strengi í líkamanum.
Það urðu miklar framfarir þegar
við fengum táknmálstúlka og rittúlka
frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra
og heyrnarskertra. Táknmálstúlkarnir
sitja með nemendum í tímum og þýða
yfir á táknmál það sem kennarinn
segir. Oft geta fleiri en einn nemandi
nýtt sér aðstoð táknmálstúlksins.
Rittúlkarnir aðstoða heyrnarskerta
sem geta ekki nýtt sér táknmálið, og
heyra ekki heldur hvað kennarinn
segir. Þeir sitja við hlið nemandans,
slá inn talað orð á tölvu og stækka
það á skjánum.
Mér finnst það vera skylda okkar
að reyna að koma þannig til móts við
þarfir fatlaðra nemenda að þeir geti
Fatlaðir nemendur
1990 1991 1992 1993 1994
þeir að tákna rétt alveg eins og menn
þurfa að tala íslenskuna rétt. Tákn-
málið er þeirra móðurmál.
Nýlega fengum við tækifæri til að
kynna okkur kennsluaðferðir fyrir
heymarlausa og heymarskerta. Ég
hafði áður farið til Bandaríkjanna í
þeim tilgangi, en nú fórum við, Sverr-
ir Einarsson konrektor, og Berglind
Stefánsdóttir táknmálskennari, til
Svíþjóðar. Meðal annars hittum við
Kristinu Svartholm sem er prófessor
við Stokkhólmsháskóla í táknmáls-
fræðum og hefur manna mest rann-
sakað máltöku heyrnarlausra. Hún
staðfesti að við væram á réttri leið í
starfi okkar.
Námsbraut heyrnarlausra og
heyrnarskertra var stofnuð nú í jan-
úar og þar kennum við íslenskt tákn-
mál, íslensku og ensku fyrir heyrnar-
lausa og heyrnarskerta. Við göngum
út frá því að táknmálið sé móðurmál
og kennum íslenskuna sem mál númer
tvö eða eins og um fyrsta erlenda
mál væri að ræða. Þegar nemendur
hafa öðlast góðan lesskilning geta
þeir farið að skrifa rétta íslensku.
Til að undirbúa kennarana héldum
við táknmálsnámskeið og nú era 30
af kennuram skólans búnir að ljúka
fyrsta áfanga þess náms. Tveir ís-
lenskukennarar og tveir enskukennar-
ar fóru einnig utan til Svíþjóðar og
komu til baka með námsgögn og nýj-
ar hugmyndir. Stefnan er sú að kenn-
ari sem kennir heyrnarlausum þurfí
ekki að hafa táknmálstúlk í íslensku
og ensku. I öðrum greinum verða
nemendur hins vegar að nýta sér
túlk.“
Kennslumiðstöð
Á þessum fjórum árum hefur því
átt sér stað mikil þróunarvinna í
Menntaskólanum í Hamrahlíð en hún
hefur ekki alltaf verið átakalaus. Ág-
ústa segist hafa tekið það mjög nærri
sér þegar neita þurfti fjórum fötluðum
nemendum um skólavist nú fyrr í vet-
ur. En staðreyndin væri sú að starf-
semin væri að vaxa þeim yfir höfuð.
„Við ráðum ekki við þetta nema að
til komi stærra húsnæði og fleira
OFT ER glatt á hjalla hjá aðstoðarnemendum og hinum fötluðu
nemendum. Hrönn Sigríður Steinsdóttir aðstoðarnemandi er hér
með Margréti Eddu Stefánsdóttur sem hlær dátt, og í anddyri
skólans spjalla þeir saman Tumi Traustason aðstoðarnemandi og
Ragnar Bjarnason skjólstæðingur hans.
einbeitt sér að því fyrst og fremst að
nema fræðin. Áð þeir þurfi ekki að
hafa áhyggjur af því hvort þeir fái
túlk, stækkun, aðstoðarnemendur,
Ijósritun eða annað.“
Á réttri leið
Til að heymarlausir og heyrnar-
skertir geti numið fræðin þurfa þeir
fyrst og fremst að hafa fullkomið
vald á táknmáli, og táknmálið þarf
að hafa tákn yfír öll þau hugtök sem
nemandi þarf að tileinka sér í náminu.
„Þegar við áttuðum okkur á þessu
fórum við út í samstarfsverkefni með
Samskiptamiðstöðinni og sótt var um
styrk til námsgagnagerðar til mennta-
málaráðuneytisins. Svandís Svavars-
dóttir málfræðingur og Berglind Stef-
ánsdóttir táknmálskennari bjuggu síð-
an til námsefni í íslensku táknmáli.
Við byrjuðum að kenna þetta nýja
námsefni árið 1993 og það er í fyrsta
skipti sem íslenskt táknmál er kennt
með formlegum hætti í skóla á íslandi.
Þegar heyrnarlausir og heyrnar-
skertir læra táknmálið fer þeim að
ganga betur í öllu öðru námi og öðl-
ast sjálfstraust. Og táknmálið þurfa
starfsfólk. Það er ósk okkar að fá
viðbótarálmu, hvort sem þessi starf-
semi hér í kjallaranum fari þangað
eða önnur starfsemi skólans."
Menntamálaráðherra skipaði nefnd
sem skyldi vinna að úrbótum í kennslu
fatlaðra og í henni voru fulltrúar frá
menntamáláráðuneytinu, Menntaskól-
anum í Hamrahlíð, Iðnskólanum, Ör-
yrkjabandalaginu og landssamtökun-
um Þroskahjálp.
Nefndin lagði til að þrír skólar á
höfuðborgarsvæðinu verði kennslu-
miðstöðvar fyrir fatlaða, Menntaskól-
inn við Hamrahlíð og Iðnskólinn, en
ekki hefur verið ákveðið hver þriðji
skólinn verður.
„Menntaskólinn við Hamrahlíð fær
þá skilgreint hlutverk sem kennslu-
og ráðgjafarmiðstöð,“ segir Ágústa.
„Skólinn tæki þá að sér sérhæfingu
á ákveðnu sviði í kennslu fatlaðra og
hefði það hlutverk að miðla þekkingu
og reynslu til annarra.
Kennarar skólans eru margir hverj-
ir orðnir mjög færir í að kenna nem-
endum með ólíka fötlun og gæti því
sú fagþekking sem hér er fyrir hendi
nýst öðrum skólum."
„Rauða ógnin“ í Eþíópíu
UPPREISNARMENN aka skriðdrekum inn til Addis Ababa á síð-
ustu dögum valdaskeiðs „Rauðu ógnarstjórnarinnar" í Eþíópíu.
Leiðtogarnir
sakaðir um
þjóðarmorð
Harare, Addis Ababa. Daily Telegraph, Reutcr.
Illræmd herforingjastjóm var við völd í Eþíópíu
— — ■
1974-91. Agúst Asgeirsson segir frá umfangs-
miklum stríðsglæparéttarhöldum sem hófust í gær
í Addis Ababa yfír leiðtogum hennar.
RÉTTARHÖLD hófust í gær
í Addis Ababa, höfuðborg
Eþíópíu, yfir Mengistu Ha-
ile Mariam fyrrverandi
leiðtoga, og 66 samverkamönnum
hans, sem sakaðir eru um þjóðarr
morð. Um er að ræða umfangsmestu
stríðsglæparéttarhöld frá Núrnberg-
réttarhöldunum í Þýskalandi eftir
stríð þar sem leiðtogar nasista voru
dæmdir fyrir stríðsglæpi. Reyndar
hófust réttarhöldin í desember en var
frestað um þijá mánuði á fyrsta degi
eftir lestur ákæruskjalsins og varnar-
ræðu lögfræðinga sakborninganna.
Sérstakur stríðsglæpadómstóll
réttar í máli Mengistu og samverka-
manna hans. Ógnarstjórn hans, sem
kenndi sig við marxisma og gekk
manna á meðal undir nafninu „Rauða
ógnin", var við völd á árunum 1977
til 1991. Er talið að hún hafi látið
myrða milli 50 og 200 þúsund manns
á þessum tíma.
í ákæraskjali er nafngreindur 271
einstaklingur sem herforingjastjórnin
er sögð hafa látið taka af lífi án dóms
og laga. Þar á meðal er Haile Se-
lassie fyrrverandi keisari, 60 ráðherr-
ar hans og annað fyrirfólk.
Mengistu komst til valda 1977 er
hann varð ofan á í herforingjastjórn-
inni sem steypti Haile Selassie keis-
ara árið 1974. Réttað verður í málinu
að honum fjarstöddum. Af 66 ákærð-
um voru aðeins 47 mættir í réttarsafn-
um í gær, hinir eru ýmist látnir, í
útlegð eða hafa við í ítalska sendiráð-
inu í Addis Ababa.
Mengistu flýði til Zimbabwe þegar
uppreisnarmenn steyptu stjórn hans í
maí 1991. í fjögur ár hefur hann lifað
í vellystingum praktuglega í úthverfí
höfuðborgarinnar Harare undir vemd-
arvæng Roberts Mugabe forseta.
Ríkisborgari eða ekki?
Það þótti skyggja á upphaf réttar-
haldanna í gær, að fréttir bárast frá
Zimbabwe þess eðlis, að Mengistu
hefði verið veittur ríkisborgararéttur
þar í landi.
Blaðið Sunday Gazette í Harare
sagði, að harðstjórinn fyrrverandi
væri orðinn zimbabskur ríkisborgari.
Birti blaðið skjöl, sem áttu að sanna
að svo væri.
Gífurleg reiði ríkti í Addis Ababa í
gær vegna þessa. Gébre-Mariam Bok-
an, fyrrverandi ríkissaksóknari sem
sat átta ár í fangelsi á valdatíma
Mengistu, sagði að ef rétt væri, jafn-
gilti það því „að stjórnin í Zimbabwe
hefði tekið djöfulinn í heilagra manna
tölu“.
í gær fullyrti loks Dumiso Dab-
engwa' innanríkisráðherra Zimbabwe
að frétt blaðsins frá því á sunnudag
um ríkisborgararétt Mengistu og fjöl-
skyldu hans væri röng.
Hermenn og lífverðir eru á hveiju
strái við hús Mengistu í Harare og^.
ekkert fararsnið á honum. Stjómvöld
í Addis Ababa hafa gert árangurs-
lausar tilraunir til þess að fá hann
framseldan svo hann geti svarað til
saka.
Lúxuslíf
Menn, sem eru í innsta hring
stjómvalda í Zimbabwe, segja að fjöl-
skylda Mengistu búi við mikinn lúx-
us. Lífverðir aka börnum hans í glæsi-
bifreiðum til og frá einkaskóla þar
sem þau eru skráð undir röngu nafni,
kennurum og skólafólki til mikillar
gremju.
Gera verður ráð fyrir að Mengistu
njóti hins ljúfa lífs í skjóli stjórnarinn-
ar í Harare meðan hann nýtur stuðn-
ings hennar og Sameinuðu þjóðanna
(SÞ).
Mugabe forseti hefur hingað til
skirrst við áskorunum um að fram-
selja Mengistu og reyndar ekki viljað
ræða mál hans við nokkurn mann þar
til mjög nýlega. „Hvaða samfélag
myndi hafna rétti einstaklings til þess
að sækja um stöðu flóttamanns?"
svaraði hann aðspurður á tröppum
forsetabústaðarins.
„Bandaríkjamenn óskuðu okkur til
hamingju svo og mörg Evrópuríki
þegar við tókum hann hingað og
stuðluðum þannig að lýðræðislegum
breytingum í Eþíópíu,“ bætti hann ,
við.
Þjálfaði skæruliða
Mengistu nýtur einnig stuðnings
flestra þeirra 5.000 skæraliða í
Zimbabwe sem hann þjálfaði og lét
í té vopn til skæruhemaðar gegn
hersveitum stjómar hvítra manna í
Rhódesíu á áttunda áratugnum.
Stendur Mugabe og stjóm hans að
því Ieyti í þakkarskuld við fyrrverandi
valdhafa í Eþíópíu.
Háttsettir embættismenn í Addis
Ababa gera ráð fyrir því, að verði
Mengistu sekur fundinn um að hafa
fyrirskipað aftökur á tugþúsundum
manns, verði stjórn Zimbabwe beitt
það miklum alþjóðlegum þrýstingi,
að hún eigi ekki annarra kosta völ
en framselja hann.
Nánir samverkamenn Mugabe
herma þó, að forsetinn muni því að-
eins senda harðstjórann fyrrverandi
til baka ef sýnt þykir, að hann noti
skjól sitt í Zimbabwe sem stjórnstöð
fyrir pólitíska starfsemi heima fyrir.