Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 57. TBL. 83. ARG. FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Olga á peningamörkuðum vegna veikrar stöðu dollars Vaxtahækkanir hjá seðlabönkum Reuter STARFSMAÐUR banka í Tókýó breytir tðflu yfir gengi Banda- ríkjadollars, sem fór niður fyrir 90 jen í Asíu í gær. Paris, Brussel, Frankfurt. Reuter. GENGI Bandaríkjadollars hélt áfram að lækka á mörkuðum í Evrópu og Asíu í gær en tók að hækka aftur í New York eftir að bankamenn í Þýskalandi reyndu að styrkja stöðu hans með yfirlýsing- um sínum. Franski frankinn hefur aldrei verið jafn verðlítill gagnvart þýska markinu og franski seðla- bankinn greip '. til þess ráðs að hækka vexti. Ólgan á gjaldeyris- mörkuðum varð einnig til þess að hlutabréf lækkuðu verulega í verði í Þýskalandi. Franski seðlabankinn hætti að veita 5-10 daga neyðarlán, sem voru með 6,4% vexti, en efri mörk vaxta á frjálsum markaði hafa yfir- leitt verið miðuð við slík lán. Þess í stað bauð bankinn tveggja daga lán með 8% vöxtum og viðbúið er að þeir hækki í 10% á næstu dögum. Þessi ráðstöfun leiðir til þess að dýrara verður fyrir þá sem stunda spákaupmennsku að taka skamm- tímalán. Seðlabankar Danmerkur og Belgíu hækkuðu einnig vexti sína Mútumálið í Belgíu Fannst látinná hóteli Brussel. Reuter. JACQUES Lefevre, fyrrverandi hersRöfðingi í flugher Belgíu, fannst látinn í hótelherbergi í gær- morgun. Hann er sagður hafa átt aðild að spillingarmálinu sem sett hefur Willy Claes, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO), í vanda. Lefevre var hershöfðingi í flug- hernum seint á síðasta áratug þeg- ar ítalska fyrirtækið Agusta á að hafa greitt stjórnmálamönnum í sósíalistaflokknum flæmska mútur til að tryggja samning um sölu á 46 þyrlum til hersins. Starfsmenn hótelsins fundu lík Lefevre eftir morgunverð í gær. Hann bjó nálægt hótelinu og hafði bókað herbergið í eina nótt. Sex litlar viskíflöskur voru við hlið líksins en ekkert benti til þess að til átaka hefði komið eða að Lefevre hefði verið skotinn. Lögmaður, sem var handtekinn vegna Agusta-málsins, sagði á þriðjudag að Lefevre hefði verið viðriðinn málið. W*Hi q»W ^i^r Simpson-spilið á markað Auburn. Reuter. KOMIÐ er á markað í Bandaríkj- unum O.J.-spilið og er það að sögn sérstaklega gert fyrir þá, sem óttast fráhvarfseinkenni þegar réttarhöldum í málinu gegn O.J. Simpson lýkur loksins. Það eru tveir laganemar í Alabama, sem hafa sett spilið saman, en það gengur út á að færa töflur í líki Ford Broncos eftir borðinu þar til kviðdómurinn kveður upp sinn úrskurð. Þátt- takendur lýsa yfir í byrjun hvort Á að sýna skrípa- leik réttar- haldanna þeir séu sekir eða saklausir og sigra ef kviðdómurinn er sam- mála þeim. Þátttakendur geta ýmist dottið í lukkupottinn eða lent í sektum og eru atvikin eða ástæðurnar sóttar beint í málareksturinn gegn Simpson. Svakalegustu út- gjöldin eru „greiðslur til lögfræð- inga", sem hækka að sjálfsögðu eftir því sem á leikinn líður. Höfundar spilsins, Sophia Ben- son og maður hennar, Steve, segjast viss um, að þeir, sem kaupi það, losi sig aldrei við það. „Fólk mun geyma þetta spil til að geta sýnt börnum sínum og barnabörnum að hvers konar skrípaleik fjölmiðlarnir hafa gert þetta mál." Reuter Kvenfrelsis krafist í Bangladesh ALÞJÓÐLEGI kvennadagur- inn var í gær og þúsundir kvenna efndu til mótmæla í Dhaka, höfuðborg Bangla- desh í tilefni hans. Konurnar voru skrúðbúnar og héldu á mótmælaspjöldum þar sem krafist var jafnréttis kynj- anna og kvenfrelsis. um eitt prósentustig til að fyrir- byggja spákaupmennsku. 2.000 milljarða dollarakaup Hlutabréf lækkuðu í verði í Þýskalandi og fjármálamenn þar höfðu áhyggjur af því að útflutning- ur Þjóðverja minnkaði vegna veikr- ar stöðu dollarans og dýrara marks. Talið er að japanski seðlabankinn hafi keypt dollara fyrir jafnvirði 2.000 milljarða króna til að styrkja stöðu hans. Þrátt fyrir þetta fór dollarinn niður í 88,75 jen í Asíu en hækkaði síðan í 89,65 jen. Gengi dollarans hækkaði hins vegar í 91,5 jen í New York. Fjár- málamenn sögðu að bar hefðu ráð- ið mestu ummæli Hans-Jurgens Krupps, stjórnarmanns þýska seðla- bankans, sem sagði hugsanlegt að vextir yrðu lækkaðir í Þýskalandi. Hann kvað vangaveltur um hærri vexti vera „hlægilegar". ¦ Bitnar á sænsku krónunni/ 22 Grikkland Forseti kjörinn Aþenu. Reuter. COSTIS Stephanopoulos var kjörinn forseti Grikklands í atkvæðagreiðslu á gríska þinginu í gær. Stephanopoulos er 68 ára og telst til miðju- eða hægri- manna. Hann naut stuðnings Sósíalistaflokksins, sem er með meirihluta á þinginu, og fékk 181 atkvæði. Hefði hann fengið tveim atkvæðum minna hefði þurft að boða til al- mennra forsetakosninga. Fráfarandi forseti er Const- antine Karamanlis, sem er 88 ára og hefur verið atkvæða- mikill í grískum stjórnmálum síðustu 60 árin. Réttaðyfir Mengistu Addis Ababa. Reuter. UMFANGSMESTU stríðsglæpa- réttarhöldin frá Niirnberg-réttar- höldunum yfir þýskum nasistum eftir síðari heimsstyrjöldina hófust í Eþíópíu í gær. Réttað er í máli Mengistus Haile Mariams, leiðtoga marxistastjórn- arinnar fyrrverandi, og 66 sam- verkamanna hans, sem eru sakaðir um þjóðarmorð. ¦ Sakaðir um þjóðarmorð/ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.