Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 13 FRÉTTIR Frambjóðendur Framsóknarfiokks á Reykjanesi vilja fækka togurum Þorskkvóti færður frá togurum til báta FRAMBJÓÐENDUR Framsóknar- flokksins á Reykjanesi vilja að þorskkvóti verði í nokkrum áföng- um fluttur af togurum yfir á báta. Togararnir fái síðan aukna hlut- deild í þorskkvóta þegar þorsk- stofninn hefur stækkað á ný. Þeir vilja að togurum verði fækkað og mótaðar verði reglur sem banni þeim að veiða á land- grunninu. Formaðurinn tók tillögunum ekki iila Siv Friðleifsdóttir, efsti maður á lista flokksins, sagði að þetta væru aðrar áherslur en Framsóknar- flokkurinn hefði fylgt í sjávarút- vegsmálum til þessa. Frambjóð- endur flokksins á Reykjanesi myndu reyna að vinna þessum áherslum fylgi innan flokksins. Hún sagði að tillögurnar hefðu verið kynntar fyrir Halldóri Ás- grímssyni og hann hefði ekki tekið þeim illa. Hún sagði þetta sýna að fullyrðingar um að ekki mætti ræða um sjávarútvegsmál í Fram- sóknarflokknum væru rangar. Hjálmar Árnason, annar maður á lista framsóknarmanna á Reykjanesi, sagði að ef farið yrði að tillögunum væri hægt að skapa 2.000-3.000 ný störf í sjávarút- vegi. Hann sagði að með því að hlúa að bátaútgerðinni ynnist margt. Betra hráefni kæmi að<- landi og minna yrði um smáfiska- dráp. Hann sagði ljóst að tillögurn- ar myndu leiða til fækkunar tog- ara, en fækkun þeirra vasri nauð- synleg miðað við núverandi stærð fiskistofnanna. Fyrirtæki geri, jafnlaunaáætlanir Siv sagði að framsóknarmenn á Reykjanesi legðu mikla áherslu á jafnréttismál. Þeir vildu að sett yrði lög sem skylduðu fyrirtæki til að gera jafnlaunaáætlanir. Stofnanir ríkisins væru í dag skuldbiyidnar til að gera slíkar áætlanir, en fylgja þyrfti þeim betur eftir. Hjálmar sagði að ný skýrsla um laun karla og kvenna væri nánast löðrungur framan í þjóðina. Allir, jafnt konur og karlar, hlytu að hafa áhyggjur af þeirri staðreynd að aukin menntun breikkaði launa- bilið milli karla og kvenna. Kvennalistinn á Austurlandi EFTIRTALDAR skipa framboðslista Kvennalistans á Austurlandi: 1. Salóme Berglind Guðmunsdótt- ir, bóndi, Eiðaþinghá, 2. Þeba Björt Klarsdóttir, búfræðingur, Djúpavogi, 3. Anna María Pálsdóttir, húsfreyja, Vopnafirði, 4. Unnur Fríða ,Hall- dórsdótitr, þroskaþjálfi, Egilsstöðum, 5. Ragnhildur Jónsdóttir, sérkennari, Höfn, 6. Helga Kolbeihsdóttir, söng- nemi, Seyðisfirði, 7. Unnur Garðars- dóttir, húsmóðir, Höfn, 8. Sr. Yrsa Þórðardóttir, fræðslufulltrúi þjóð- kirkjunnar á Austurlandi, Fáskrúðs- firði, 9. Guðbjörg Gunnarsdóttir, þroskaþjálfi, Egilsstöðum, 10. Stef- ánný Níelsdóttir, fyrrverandi bóndi, Egilsstöðum. Framboðs- listi Þjóð- vaka á Vest- fjörðum ÁKVEÐINN hefur verið listi Þjóð- vaka í Vestfjarðakjördæmi við al- þingiskosningarnar 8. apríl næst- komandi. Sigurður Pétursson sagnfræð- ingur og fyrrverandi formaður Sambands ungra jafnaðarmanna skipar fyrsta sæti listans. í öðru sæti er Brynhildur Barðadóttir fé- lagsmálstjóri, ísafirði, í 3. sæti Júl- íus Ólafsson verkamaður, Súðavík, í 4. sæti Sólrún Ósk Gestsdóttir húsmóðir, Reykjum, í 5. sæti Krist- ín Hannesdóttir húsmóðir, Bíldudal, í 6. sæti Magnús Ól. Hansson inn- heimtufulltrúi, Bolungarvík, í 7. sæti Laufey Jónsdóttir fram- kvæmdastjóri, ísafirði, í 8. sæti Örvar Ásberg Jóhannsson sjómað- ur, Suðureyri, í 9. sæti Zófonías Þorvaldsson bóndi á Læk í Dýra- firði og í 10. sæti Guðlaug Þor- steinsdóttir matráðskona, Hnífsdal. Þjóðvaki heldur opinn fund um menntamál ÞJÓÐVAKI heldur fímmtudaginn 9. mars opinn fund um menntamál. Frummælandi á fundinum verður Mörður Árnason, 3. maður á lista Þjóðvaka í Reykjavík, og einnig mun fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla íslands mæta til fundarins og kynna áherslur þeirra fyrir þessar kosn- ingar. Fundurinn verður haldinn í kosn- ingamiðstöð Þjóðvaka, Hafnar- stræti 7, og hefst hann kl. 20.30. Kennarar, námsmenn og aðrir áhugamenn um menntunamál eru boðnir hjartanlega velkomnir og eru þeir hvattir til að mæta og láta skoðun sína í ljós, segir í frétt frá Þjóðvaka. Fundarstjóri verður Páll Hall- dórsson, formaður BHMR og 8. maður á lista Þjóðvaka í Reykjavík. Ekki thkh neinh fllTTU MEfl !l VELDU ÚGLEYMRNlEEfl ElNN HLLRH BE5TI Hótclin á Algarve í Portúgal bera af enda þykir inargt afþví sem er sjálfsagt í Algarvc munaöur á öðrum sólarstöðum. Ondamar - einn af ijölmörgum frábærum gististöðum okkar. Einstaklega ríkulega búnar loftkældar íbúðir og stúdíó með gervihnattasjónvarpi. Glæsilegur sundlaugargarður sundlaug, bamasundlaug, innisundlaug • Sauna • Tyrkneskt H jf*i gufubað • Veggtennis • íl. Líkamsræktarsalur • Billiard • * ■ Veitingastaður • Bar • Næturklúbbur • Útibar. Daglega skemmtidagskrá í sundlaugargarðinum. Verð sem kveikir sólskinsbros Þrátt fyrir að Algarve beri af ílestum sólarstöðum er leitun að sólarlandaferð á lægra verði. Verðdæmi: Pinlial Falésia í 2 vikur 47.3SS kr.* á mannm.v. tvo fullorðna og tvö börn (2ja til og með 11 ára) í íbúð með 1 svefnherbergi. Ondamax í 2 vikur 77.206 kr.' á mann m.v. tvo fullorðna í stúdíóíbúð. ’ Vcrð mcð föstum aukagjöldum nt.v. Rauðar dagsetningar oj< 6% Greiðsluafslátt. Kynnið ykkur llauðar dagsetningar í verðlista okkar. Þargetur fjölskyldan sparað svo um munarl ÚRVAL'ÚTSÝN Ldgmúla 4 si'mi 569 9300, í Hafnarfiröi sími 565 2366, í Keflavík sími 1 13 53, á Akureyri sími 2 50 00, á Selfossi sími 21 666 - og hjá umboðsmönnum um land alll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.