Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 39 Óskars er að finna fjölda greina um læknisfræðileg efni bæði í inn- lendum og erlendum fræðiritum. Félagsmál og fræðslumál lækna lét Óskar mikið til sín taka. Hann var m.a. formaður fróðleiksfélags- ins Eirar þar sem eldri og yngri læknar skiptast á skoðunum og formaður Læknafélags íslands var hann um skeið. Fleiri félagsstörf- um gegndi hann fyrir stéttarbræð- ur sína um skemmri eða lengri tíma. Hann beitti sér mjög fyrir viðhaldsmenntun lækna sem þá var nýlunda hér á landi. Fyrir ald- arþriðjungi fórust honum m.a. svo orð um það mál. „Háskólanámið er grundvöllur, en ofan á hann verður sífellt að byggja því læknis- fræðin þokast stöðugt áfram og náminu er því aldrei lokið.“ Öll störf sem Óskar tók að sér hvort sem það var á vegum kollega sinna eða annarra rækti hann af ná- kvæmni, samviskusemi og ábyrgð- artilfinningu. Óskar hlaut viðurkenningu sem sérfræðingur í lyflækningum og síðar einnig í hjarta- og efna- skiptasjúkdómum. Hann starfaði við St. Jósepsspítalann um árabil og síðar sem yfirlæknir við ly- flæknis- og farsóttardeild Heilsu- vemdarstöðvar Reykjavíkur og enn síðar við Borgarspítalann allt til starfsloka. Hann þótti stjórn- samur og afdráttarlaus yfirmaður og bar alla tíð mikla umhyggju fyrir sjúklingum sínum. Þó að Óskar væri vinnusamur og alla tíð störfum hlaðinn eins og margir læknar eru gaf hann sér þó stöku sinnum tíma til að létta sér upp og sinna hugðarefn- um sínum. I mörg ár hafði hann mikla ánægju af laxveiðum og þótti vel liðtækur í þeirri íþrótt, enda var Óskar vel á sig kominn fram á elliár. Hann bar sig vel, léttur í spori og liðugur enda á yngri árum í úrvalssveit glímu- manna landsins. Það sagði mér eitt sinn hinn gamli glímukóngur Þorgeir í Gufunesi að Óskar hefði á glímuárum sínum verið svo katt- fimur að mjög var erfitt að fella hann. í lok sólmánaðar var það venja lítils hóps fyrr á árum að halda á hestum inn í óbyggðir landsins. Þessi ferðalög tóku venjulega marga daga og var farið víða. Stundum tóku hjónin Óskar og hans ágæta og umhyggjusama kona, Inger, þátt í þessum hesta- ferðalögum um fegurstu ferða- slóðir óbyggðanna. Þó að Óskar væri sjálfkjörinn læknir hópsins í þessum ferðum hafði hann jafnan skilið „yfirlækninn" eftir heima. Betri ferðafélaga var erfitt að kjósa sér, hjálpsamur, frásagna- glaður, oft örlítið kíminn og æðru- laus á hverju sem gekk. Ennþá geymum við ferðafélagamir í minni mörg skemmtileg atvik tengd Óskari frá þessum löngu liðnu dögum. Við þær minningar er gott að una. Nú þakka ferðafélagarnir samfylgdina, tryggðina og fjöl- marga gleðifundi sem við höfum átt saman. Um leið óskum við Óskari fararheilla á nýjum ókunn- um leiðum. Inger, sonum hennar og öðrum ástvinum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Páll A. Pálsson. En orðstírr deyr aldregi hveim er sér góðan getr. Góður, traustur vinur er fallinn í valinn. Endurminningar um hann riQ'ast upp og er dvalið við þær líkt og áningarstaði á förnúm vegi. Þar hefur komið við sögu bæði læknirinn og ferðafélaginn Óskar Þórðarson. Sem læknir var dr. Óskar nærgætinn og umhyggju- samur og jafnan boðinn og búinn til þess að aðstoða þegar eitthvað amáði að í fjölskyldu minni, og leitað var til hans sem yfirlæknis bæði á Heilsuverndarstöðinni og á Borgarspítalanum. Sem vinur og félagi var hann góður heim að sækja, virðulegur og formfastur húsráðandi á stíl- hreinu menningarheimili, sem þau Inger áttu sér að Vesturbrún í Reykjavík. Rædd voru dægurmál, en dr. Óskar var einnig vel lesinn í ýmsum bókmenntum og hafði þó oft sérlega ánægju af að rifja upp þætti úr íslenskum fræðum og spjalla við gesti um eitthvert atriði úr fornritunum eða Sturlungu. Kynni okkar Óskars hófust, þeg- ar hann og Inger kona hans fóru að taka þátt í fjallaferðum á hest- um í þröngum vinahópi fýrir rúm- um þrjátíu árum. Óskar var þá einstaklega hressilegur ferðafé- lagi. Hann kunni vel handtökin við hesta og allan útbúnað reiðvera, enda. hafði hann á yngri árum oft á sumrum verið vikapiltur í sveit. Hann var ósérhlífinn en nærgætinn í allri umönnun við menn og hross og áræðinn í atlögum við jökulfljót- in. Okkur er minnisstæð reisn hans sitjandi á Sokka, jörpum gæðingi, þegar hann leitaði að vaði úti í straumkasti Emstruár, eða glettnu vinarbragði þegar hann með mynd- ugleik yfírlæknisins gaf leyfi fyrir ofurlítilli brjósthýru handa ör- þreyttu ferðafólki í áningarstað. Síðar, eftir fjölda langferða á fyrri árum um óbyggðir og öræfí, hefur verið ljúft að ylja sér við minning- ar um þessar samverustundir. Á þeim endurfundum var Óskar ævinlega hrókur alls fagnaðar og uppörvandi í viðræðum. Óskar gat unað sér við laxveiðar í frístundum sínum og iðkaði þá íþrótt og úti- veru með félögum sínum af leikni og háttprýði fluguveiðimannsins líkt og enskur aðalsmaður. Einkum hygg ég, að hann hafi haldið upp á ákveðna veiðistaði í Þverá í Borg- arfirði og þangað að þeim veiði- svæðum var hugljúft að heimsækja hann og fá að heyra nýjustu veiði- sögur. Þá hafði Óskar ánægju af því að stíga á skíði. Sáust þau hjón oft saman á skíðaslóðum og feng- ust jafnvel við að þreyta þá íþrótt sína í svissnesku Olpunum. Oskar var lipur í hreyfingum, enda góður glímumaður á yngri árum. Dr. Óskar ritaði margt um sér- grein sína. Þegar hann lét af störf- um sem yfirlæknir, birti hann grein um arfgengi hjartasjúkdóma í al- þjóðlegu fagtímariti, sem mér er kunnugt um að vakti talsverða athygli meðal erlendra starfs- bræðra hans. Þótti mér ánægjulegt að geta þá á vegum erfðafræði- nefndar Háskólans veitt honum nokkrar upplýsingar við það verk. Að leiðarlokum verður mér ljóst, hversu mikils virði það er að hafa fengið að kynnast þeim heilsteypta persónuleika, sem dr. Óskar var. Við Sigrún kveðjum hollvin okk- ar með söknuði og vottum Inger, sonum þeirra og fjölskyldum inni- legustu samúð Sturla Friðriksson. Látinn er í hárri elli einn af brautryðjendum vísindalegrar læknisfræði á íslandi, dr. Óskar Þ. Þórðarson. Fram til hins síðasta var hann harður af sér og strang- ur við sjálfan sig. Dr. Öskar hélt utan til fram- haldsnáms og vísindalegrar þjálf- unar að loknu kandídatsprófí við Háskóla íslands árið 1934. Eins og títt var og eðlilegt á þeim árum, leitaði hann til Danmerkur til að afla sér menntunar í lyflæknis- fræði að afloknu kandídatsári í Noregi. Hann hefur vafalaust snemma tamið sér skipulögð vinnubrögð og sjálfsaga, sem greinilega má marka af því, að hann varði rit um rannsóknir sínar á storkuefni í blóði sjúkra og heil- brigðra við háskólann í Kaup- mannahöfn 1941, aðeins sjö árum eftir að hann lauk kandídatsprófi. Rannsóknir þessar framkvæmdi hann meðan hann starfaði launa- laust í tæp tvö ár á lífefnafræði- stofnuninni við háskólann í Árhus. Rannsóknir hans á protrombini þóttu á sínum tíma svo merkar, að hann fékk m.a. birta grein um MINNINGAR þær í hinu þekkta vísindariti Nat- ure. Dr. Óskar starfaði annars á ýmsum sjúkrahúsdeildum sem nauðsynlegt var í Danmörku til að sérmennta sig í lyflækningum með áherslu á hjarta- og efnaskipta- sjúkdóma. Eftir ellefu ára framhaldsnám og störf erlendis sneri hann heim til íslands strax og hægt var eftir lok heimsstyijaldarinnar 1945. Starfaði hann fyrst á Landspít- alanum í þijú ár og var þá talinn hæfastur lækna til að verða pró- fessor í lyflæknisfræði. Ekki varð úr því. Hóf hann þá störf á eigin lækningastofu sem heimilislæknir og sérfræðingur, auk þess sem hann starfaði á Landakotsspítala, þar til hann varð yfirlæknir ly- flæknis- og farsóttadeildar Bæj- arspítala Reykjavíkur haustið 1955, sem þá var til húsa í Far- sóttahúsinu og Heilsuvemdarstöð- inni við Barónsstíg. Þá gekk hér skæður lömunarveikifaraldur og var dr. Óskar kallaður til að ann- ast sjúklingana. Þá, eins og nú, var mikill skortur á hjúkrunarrým- um fyrir langlegusjúklinga og átti að bæta úr því til bráðabirgða í Heilsuverndarstöðinni, en bygg- ingu hennar var að ljúka. Skortur- inn á sjúkrarúmum á lyflæknis- deildum var þó enn meiri, svo hætt var við þau áform fyrir til- stilli þáverandi borgarlæknis dr. Jóns Sigurðssonar og dr. Óskars, og ákveðið að nota aðra deildina, sem var fullbúin, fyrir farsótta- og lyflæknisdeild, en til að byija með eingöngu fyrir lömunarveiki- sjúklinga. Lyflæknisdeild Bæjarsp- ítalans flutti síðar í Borgarspítal- ann og stjórnaði dr. Óskar henni áfram af sömu festu og framsýni og Bæjarspítalanum, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Dr. Óskar var strangur en góður húsbóndi og laus við smámunasemi gagnvart því sem litlu máli skipti. Hann var góður kennari og fyrir- mynd okkar sem yngri vorum og nutum þeirrar gæfu að vinna með honum. Hann reyndi að rækta í okkur vísindalega hugsun í dagleg- um læknisstörfum og kenndi okkur að taka ákvarðanir og bera ábyrgð. Mest var þó um vert hversu mikla áherslu hann lagði á hinn siðfræði- lega þátt lækninganna. Hann hvatti okkur til að sinna eigin rann- sóknum og var ótrúlega umburðar- lyndur og hjálpsamur, þó að verk- efnin væru víðs fjarri hans áhuga- sviði. En fyrst urðum við auðvitað að sinna sjúklingunum og alltaf að vera tiltækir þeirra vegna. Eft- ir tveggja ára starf sem aðstoðar- læknir á lyflæknisdeild Bæjarspít- alans hjá dr. Óskari, fannst mér loks að ég væri orðinn læknir og gæti jafnvel farið að praktisera. Dr. Óskar var skarpleitur, ljós yfirlitum, frekar lágur vexti, grannur og spengilegur og snögg- ur í hreyfingum. Hann var mjög skýr og fljótur að átta sig á hinum flóknustu vandamálum, frekar orðknappur og fjaslaus svo að sum- um fannst óaðgengilegur, en tryggur og raungóður og gerði að gamni sínu þegar við átti. Hann vildi aðstoða sjúklinga sína með vísindalega reyndum aðferðum og skýra sjúklingunum frá við hveiju mætti búast, en ekki nota neinar gervilausnir og verða vinsæll af að lækna sjúkdóma, sem bötnuðu af sjálfu sér. Á honum sannaðist hið fornkveðna, að aðeins góður maður getur orðið góður læknir. Að leiðarlokum þakka ég dr. Óskari gott læknisuppeldi og þá fyrirmynd sem hann veitti. Jafn- framt hefur mér verið falið að flytja kveðjur og þakkir Læknafé- lags íslands. Frú Inger, sonum þeirra hjóna, Högna og Ásgeiri, og fjölskyldum þeirra votta ég hluttekningu. Tómas Helgason. Við fráfall frænda míns dr. Ósk- ars Þ. Þórðarsonar fv. yfirlæknis hrannast upp í huganum minning- ar. Minningar allar götur frá því ég var smábarn og gegnum lífstíð mína. Svo samofíð var starf hans og allrar fjölskyldu minnar. Efst í huga mínum er þó fyrst og fremst þakklæti fyrir alla þá ómældu vinnu og fyrirhöfn sem hann sinnti fyrir ættmenni sín. Gilti þá einu, hvort það væri að nóttu eða degi. Þau voru ófá viðvikin sem „Doktorinn", en það var hann oft kallaður af okkur yngra fólkinu í ættinni, innti af hendi þegar eitthvað bjátaði á. Minningar mínar eru allar götur frá Bankastrætinu þar sem móðir hans Ágústa og fóstra hans Guðrún Halldórsdóttir bjuggu sín síðustu ár og fram til þess að hann lét af störfum. Ég minnist hans bæði í meðlæti og mótlæti. Hann var stundum boðberi válegra tíðinda innan fjölskyldunnar. Þá stóð hann sem klettur, beinn í baki og ákveð- inn, jafnvel þegar það kom í hans hlut að færa fiöldskyldunum sorg- artíðindi. Ekki varð séð að hann haggaðist, þótt slíkt hljóti að hafa tekið á hann jafnt sem aðra. Eftir að ég komst eilítið til þroska og manns var gott að geta leitað til frænda síns með vanda- mál, sem upp komu innan fjöl- skyldunnar og fá hrein, skýr og greinargóð svör hans um hugsan- legar lausnir þeirra. Eins og ég sagði hér fyrr var það í fyrstu kannski með dálítið óttablandinni virðingu sem ég leitaði til hans, en seinna breyttist það í hreina virðingu fyrir manni, sem bæði var hreinskiptinn, en jafnframt afar hlýr og vildi greiða götu hvers og eins. Óskar var gæfumaður í sínu einkalífi. Eftirlifandi eiginkona hans er frú Inger, fædd Schröder í Danmörku. Kynntust þau á með- an Óskar stundaði læknisstörf þar í landi. Þau eignuðust þijú börn, tvo syni, þá Högna og Ásgeir, og eina dóttur, Guðrúnu, en hún lést í blóma lífs síns árið 1963, öllum harmdauði. Ég sagði hér að fram- an að frændi minn hefði verið gæfumaður í sínu einkalífí. Það sá ég greinilegast í 75 ára afmæli hans árið 1981. Afmælisgjöfin frá frú Inger til hans er og verður mér ætíð ógleymanleg. Þar gaf hún eiginmanni sínum sönglög, sungin af einni af bestu söngkonum okkar íslendinga, lög frá flestum þeim löndum, sem þau hjónin höfðu heimsótt saman á lífsleiðinni, en ferðalög voru eitt af þeirra sameig- inlegu áhugamálum. Ég held að vart hafi verið hægt að gefa maka sínum fegurri gjöf á slíkum tima- mótum. Best lýsti þó þessi gjöf því fallega og fágaða sambandi sem var milli þeirra hjóna. Ég veit vel að frændi minn hefði ekki kært sig um neina „lofrollu" að sér látnum, en ekki verður hjá því komist að geta mannkosta hans, svo sterkur var hann í lífi okkar _sem töldust til ættmenna hans. Ég veit að hans er sárt sakn- að af tveimur eftirlifandi systrum sínum, þeim Margréti Unni og Gyðu, sem sjá nú á eftir elsta bróð- ur sínum og vini, en á undan eru gengin systkini hans, þau Lilja, Sigurður, Jóna og Ágústa. Það er ekki margt um liðið síðan Óskar reit minningargrein um góð- an vin sinn, en í þeirri grein kom fram að þeim fækkaði óðum vinum hans, sem hann hafði kynnst á fyrstu áratugum þessarar aldar, þegar þjóðin var að stíga sín fyrstu spor í átt til sjálfstæðis. Jafnframt fannst mér að þar lýsti hann lífs- starfí sínu og hafði ég á tilfinning- unni að hann væri ánægður þegar hann leit yfir farinn veg. Ég er þess því fullviss að frændi minn kvaddi þessa jarðvist sæll yfír því að hafa lokið starfi sínu með sóma og sæmd, eins og vænta mátti af honum. Að leiðarlokum þakka ég og ættmenni mín samfylgdina með mætum manni og sendum frú In- ger og fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur og vonum og biðjum frænda okkar Guðs blessunar á hans nýju vegferð. Þorsteinn Eggertsson. Gskar Þórðarson yfírlæknir var á sínu sviði meðal best menntuðu og hæfustu sérfræðinga, sem komu til starfa frá útlöndum eftir stríð. Hann naut mikils trausts og virðingar og kom það best fram í fjölmörgum störfum, sem honum voru falin bæði innan læknafélag- anna og hjá opinberum aðilum við upgbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Óskar var mikilvirkur brautryðj- andi í lyflækningum og uppbygg- ingu lyflækningadeilda - fyrst við Landspítalann 1945 eftir heim- komu frá Danmörku og síðan á Landakotsspítala. Frá 1955 varð hann yfírlæknir lyflækninga- og sóttvarnadeildar Bæjarspítalans í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur og síðar yfirlæknir lyflækningadeild- ar Borgarspítalans í Fossvogi, þar sem hann starfaði til 1976. Hluta af sérnámi sínu í Dan- mörku helgaði Óskar rannsóknum á blóðstorkuefnum og varði dokt- orsritgerð sína um það efni við Kaupmannahafnarháskóla 1941. Um skeið stundaði Óskar krabba- meinsrannsóknir meðan hann var við störf í Danmörku. Þekking hans í læknisfræði stóð því á breið- um og styrkum gmnni. Það fannst fljótt fyrir því við nánari kynningu að Óskar hafði glöggan og virkan skilning á gildi rannsókna fyrir lækningastarfsemina. Hann gerði sér far um að prófa og nýta þær rannsóknir sem völ var á og líkleg- ar vom til að verða að gagni og gera sjúkdómsgreiningu markviss- ari og læknismeðferð árangursrík- ari._ Ég kynntist Óskari og rann- sóknaráhuga hans í ársbyijun 1958, þá nýkominn til landsins eftir framhaldsnám í lækninga- rannsóknum og átti mikið undir því að fá tækifæri til að sýna fram á gagnsemi þeirra rannsókna, sem ég hafði kynnt mér. Óskar gaf mér þau tækifæri og jafnframt mikla uppörvun í rannsóknarstarf- inu. Sum af þeim viðfangsefnum, sem ég kynntist í samvinnu okkar Óskars, urðu svo áhugaverð, að þau hafa ekki skilið við mig frá því ég ánetjaðist þeim fyrir rúmum þrem áratugum á deildinni hjá dr. Óskari. Óskar var allan sinn starfstíma leiðbeinandi lækna og læknanema í lyflæknisfræði. Hann lét mjög að sér kveða í Eir, fræðslufélagi lækna, og var formaður þess 1950-1955. Þetta félag var mikil- vægur vettvangur í fræðslustarfí, lækna fyrr á árum, og okkur ung- um sérfræðingum var það nokkurs konar „vígsla“ á braut okkar til fullrar viðurkenningar í faginu að fá að flytja erindi í þessu félagi. Þegar ég hugsa til kynna minna af dr. Óskari fínnst mér hann vera meðal þeirra ágætu starfsbræðra sem ég ber einna mestan hlýhug til. Við Erla sendum Inger og allri fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Ólafur Jensson. Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hiaðborð, fallegir Nalir og mjög goð (ijónusta. ijpplvsingar » sima 22322 FLUGLEIDIR HÍTKL IJFTLGIHIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.