Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 2í
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Hvað er að frétta?
Hlutverk heilsugæslustöðva
MÖRGUM er ekki ljóst hvers
konar vinna fer fram á heilsu-
gæslustöðvum. Jafnvel þeir sem
koma þangað reglulega hafa ekki
yfirsýn yfir alla starfsemi þeirra.
Vegna þess að stöðvarnar hafa
verið dregnar inn í umræðu um
tilvísanir, oft af lítilli þekkingu og
enn minni skilningi, er rétt að gefa
nokkra hugmynd um starfsemi
þeirra. Lög og reglur kveða nokkuð
skýrt á um hvers konar starfsemi
skuli fara þar fram en slíkt segir
ekki nema hluta sögunnar.
í umræðunni um tilvísanir hefur
hvað eftir annað verið reynt að
bera saman kostnað af samskipt-
um við sérfræðinga annars vegar
og heimilislækna hins vegar. Því
miður hefur sú umræða verið að
miklu leyti í skötulíki þar sem í
fyrsta lagi er um ólík viðfangsefni
að ræða og í öðru lagi er ekki hirt
um að skilgreina í hveiju mismun-
urinn liggur. Ég ætla að gefa hér
örlitla hugmynd um umfang starf-
seminnar en fer ekki í talnaleik
með krónur og aura.
Þjóðin bar gæfu til, seg-
ir Lúðvík Qlafsson, að
sameinast um heilsu-
gæslustöðvar.
Einkenni starfsins er mikil fjöl-
breytni sjúkdóma, bæði bráðra og
langvinnra og ekki síst, að við
hverja komu er oft fjallað um fleiri
en einn sjúkdóm. Af þeirri ástæðu
einni er samanburður, eins og hann
hefur verið stundaður, á villigöt-
um.
Viðfangsefni
Heilsugæslustöðin er fyrst og
fremst vinnustaður heimilislækna
og hjúkrunarfræðinga. Viðfangs-
efnin eru margvísleg og gefur upp-
talningin hér að neðan frá Heilsu-
gæslustöðinni í Efra-Breiðholti
aðeins litla hugmynd um það sem
þar fer fram. Viðfangsefnin ein-
kennast nokkuð af því að fremur
ungt fólk býr á starfssvæðinu og
fólk eldra en 65 ára 'er hlutfalls-
lega fátt.
Árið 1994 komu 23354 sjúkling-
ar á stöðina. Auk þess var farið í
2770 vitjanir frá stöðinni, þar með
taldar vitjanir vegna heima-
hjúkrunar. I þessum komum var
ijallað um 33076 sjúkdóma. Það
er að segja að ekki minna en 1,4
greiningar voru gerðar við hveija
komu að meðaltali. Könnun sem
gerð var á stöðinni 1993 leiddi í
ljós að ef sérfræðingur hefði fjallað
um málið hefði þurft tvo sérfræð-
inga, hvorn úr sinni greininni, í
25% tilfella.
Tilvísanir til sérfræðinga voru
683 eða 3% af komufjölda á stöð-
ina.
Af einstökum viðfangsefnum
má nefna að 1157 manns komu
vegna slysa á árinu en ágæt að-
staða er til móttöku smáslysa.
Vegna öndunarfærasjúkdóma
voru komur 4206, rúmlega íjórð-
ungur vegna kvefs, 736 með
bronchitis og 306 með astma.
Komur vegna hjarta- og æða-
sjúkdóma voru 619, þar af 375
vegna hækkaðs blóðþrýstings og
52 vegna kransæðasjúkdóms.
Komur vegna stoðkerfissjúk-
dóma voru 2886, þar af 151 vegna
bijósklosseinkenna frá baki og 508
vegna annarra mjóbaksverkja.
Vegna liðagigtar komu 44 og 89
vegna slitgigtar.
Vegna kvensjúkdóma komu 833
konur og þá er ótalinn sá fjöldi sem
kom í krabbameinsskoðun eða
vegna getnaðarvarna.
Komur vegna geðsjúkdóma voru
866, þar af 314 vegna
þunglyndis, 59 vegna
geðklofa og 48 vegna
fíkniefnaneyslu.
Vegna húðsjúk-
dóma komu 2031
sjúklingur, þar af 32
með psoriasis og
vegna húðbreytinga
109.
Auk þessa er ótalið
allt ungbarnaeftirlit
vegna Efra-Breið-
holts, á annað þúsund
koma vegna mæðra-
eftirlits, skólaheilsu-
Lúðvík Ólafsson
vernd í tveimur fjöl-
mennum grunnskól-
um, Fellaskóla- og
Hólabrekkuskóla. Svo
má lengi telja.
Markviss
uppbygging
Síðastliðin 20 ár
hefur markvisst verið
unnið að uppbyggingu
heilsugæslustöðvanna
í landinu og er enn
nokkru verki ólokið á
höfuðborgarsvæðinu.
Þjóðin hefur borið
gæfu til þess að sameinast um
þessa stefnu en því miður hefur
sama markvissa ekki ríkt um önn-
ur stig heilbrigðiskerfisins og því
eigum við í þeim vandræðum sem
við er að glíma í dag bæði í sér-
fræði- og sjúkrahúsaþjónustu.
Heyrst hafa þær raddir sem
segja að kerfi heilsugæslustöðva
sé aðeins fyrir landsbyggðina,
höfuðborgarsvæðinu henti eitthvað
allt annað. Að tvennu leyti er þetta
sjónarmið gagnrýnisvert.
í fyrsta lagi hafa heilsugæslu-
stöðvarnar sannað gildi sitt í þétt-
býlinu svo ekki verður um villst
og hafið heimilislækningar upp úr
þeirri lægð, sem þær voru óneitan-
lega komnar í.
í öðru lagi og ekki síður mikil-
vægu er traust heilsugæsla á
höfuðborgarsvæðinu forsenda ör-
uggrar og góðrar heilbrigðisþjón-
ustu úti á landsbyggðinni. For-
senda þess að menn mennti sig til
heimilislæknis er að eiga mögu-
leika á starfi á höfuðborgarsvæð-
inu ekki síður en á landsbyggð-
inni. í þessu ljósi furða ég mig á
því tómlæti sem margir lands-
byggðarþingmenn hafa sýnt upp-
byggingu heilsugæslunnar í þétt-
býli og þá ekki síst deilunni um
tilvísanir. Samspil milli þéttbýlis
og dreifbýlis er forsenda viðgangs
beggja í þessu máli sem og mörg-
um öðrum.
*„Sérfræðingur“ er í þessari grein notað
í merkingunni sérfræðingur í annarri grein
en heimilislækningum.
Höfundur er læknir.
Fjármálanámskeið þérað kostnaðarlausu!
J X/ié
k -M, gmi- 0 'í'-
ISEsBSm
..5=
Gemm hreint
í fjármálum fjölskyldunnar
Námskeið fyrir þig sem öll fjölskyldan hagnast á!
í tilefni átaksviku um fjármál fjölskyldunnar býöur Búnaðarbankinn upp á tíu fjármálanámskeið
þar sem leiðbeint verður um hvernig lækka má rekstrarkostnað heimilanna.
Á námskeiðunum verður fjallað um heimilisbókhald, áætlanagerð,
lánamál og leiðir til sparnaðar svo eitthvað sé nefnt.
Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
Handbókin „Fjármál heimilisins" verður á sérstöku tilboðsverði, 900 kr. þessa viku.
Námskeiðin verða haldin á eftirtöldum stöðum:
Reykjavik: Aðalbanki, fræðsludeild,
Auslurstræti 9, skráning i síma 603286.
Mánudagur 6. mars kl.17:00 - 20:00
Þriðjudagur 7. mars kl. 9:30-12:30
Þriöjudagur 7. mars kl.19:30 - 22:30
Miðvikudagur 8. mars kl.14:00 -17:00
Miðvikudagur 8. mars kl.19:30 - 22:30
Fimmtudagur 9. mars kl.19:30 - 22:30
Föstudagur 10. mars kl. 9:30-12:30
Hafnarfjörður: Veitingastaðurinn Boginn,
Fjarðargötu 13-15, skráning ísima 655600.
Fimmtudagur 9. mars kl.19:30 - 22:30
Selfoss: Hótel Selfoss, skráning i síma 98-22800.
Miðvikudagur 8. mars kl.19:30 - 22:30
Akureyri: Sjaiiinn, skráning isima 96-27600 / 26566
Miðvikudagur 8. mars kl.19:30 - 22:30
HEIMILISLINAN
BUNAÐARBANKINN
- Traustur bunki