Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 35 Þversögnin um fákeppni AF umræðu sl. vik- ur um fákeppni má skilja að fákeppni sé óæskileg, óheilbrigð og beinlínis hættuleg og geti stuðlað að óheilbrigðum við- skiptaháttum. Um- ijöllun Steingríms J. Sigfússonar í grein í Mbl. 11. febrúar sl. endurspeglar þetta viðhorf, þegar hann ijallar um mörg ein- kenni „hættulegrar fákeppni" með sér- stakri tilvísun til tryggingaviðskipta, olíuviðskipta,* banka- viðskipta, samgangna, flutninga og ferðaþjónustu. Þessi umræða er að mínu mati komin langt út á tún og nauðsynlegt að draga hana nær mölinni í sögulegu samhengi. Steingrímur drepur aðeins á þá grundvallarstaðreynd „að íslenski markaðurinn sé auðvitað smár og fámennur, en annarri nothæfari viðmiðun sé ekki fyrir að fara en þeirri hversu stór hlutfallslega fyr- irtækin eru á hinum íslenska mark- aði, meðan sú staða vari að þau búi ekki við erlenda samkeppni eða aðhald með öðrum hætti“. Eðli og starfsemi þessara fyrirtækja, sem Steingrímur vísar í, er nothæfari viðmiðun að mínu mati. Þessi fyrir- tæki eiga það sameiginlegt að rekstrarforsenda þeirra er háð hag- kvæmni stærðar, þau þurfa að vera stór og sterk til að geta staðið undir fjárfestingartækjum (sam- göngur og flutningar) og áhættu (bankar og tryggingafélög). Það er því blátt áfram veruleikafirring að halda því fram að hér geti þrif- ist tryggingafélög, bankar, skipafé- lög og flugfélög í tveggja stafa tölu. Nær mölinni í sögulegu samhengi Nokkur þessara fyrirtækja voru stofnuð á meðan ísland var ófull- valda sambandsríki Danaveldis, þar á meðal Eimskipafélagið og Sjóvá. Þeim framsýnu athafnamönnum, sem stóðu að stofnun þessara fyrir- tækja, hefur örugglega ekki komið til hugar að 80 árum síðar væri tilvist þeirra og styrkur talið vera hættulegt íslensku viðskiptalífi. Með tilvísun til tryggingamarkaðarins Um miðjan níunda áratuginn voru ekki færri en 11 tryggingafé- lög starfandi, þar af nokkur sem störfuðu í skjóli sérlaga og einokun- ar á ákveðnum tryggingagreinum. Einokun á brunatryggingum fast- eigna var fyrst aflétt um síðustu áramót. Á þessum áratug var mik- il og sterk umræða um nauðsyn hagkvæmari rekstar. Þessi um- ræða beindist ekki síst að trygg- ingafélögum og bönkum. Rætt var um að sameining fyrirtækja myndi hafa í för með sér meiri hag- kvæmni í rekstri og þar með betri samkeppnishæfni bæði gagnvart innlendri og erlendri samkeppni. Fólk var nefnilega það framsýnt að telja að hindranir gagnvart er- lendri samkeppni myndu ekki vara að eilífu. Skriður komst á sameinungar- viðræður vorið 1988 í kjölfar um- talsverðra hækkana á bifreiða- tryggingaiðgjöldum. Hækkanir þessar hrintu af stað mikilli um- ræðu í fjölmiðlumf og jafnvel á Alþingi, þar sem álitið var að stærri rekstrareiningar myndu skila sér í lægri iðgjöldum. Áður en tíundi áratugurinn gekk í garð var sam- eining tryggingafélaga orðin að veruleika og í dag starfa nú 6 félög í öllum tryggingagreinum, þar af eitt með óljósri erlendri eignaraðild. Hvort ávinningur af sameiningu hafí skilað sér í lægri iðgjöldum til viðskiptavina eða til eflingu eigin trygg- ingasjóða félaganna skal ósagt látið, en víst er að á þessum mark- aði ríkir lífleg sam- keppni. Ekki gefst færi á hér að ræða mikið um bankamarkaðinn en ljóst er að helsta mein- ið á þeim markaði er ekki hversu fáar þess- ar stofnanir eru heldur hversu fjárhagslega veikar þær eru og með lítilli áhættudreifíngu. Útlánatöp þessara stofnana hafa verið færð beint út í vaxtastigið, þrátt fyrir Fákeppni getur verið hagkvæm, segir Jenný Stefanía Jensdóttir, sem hér svarar grein Steingríms J. Sigfússonar. umtalsverða innspýtingu frá eig- endum sumra í formi (ó)fijálsra framlaga. Hátt vaxtastig undanf- arin ár endurspeglar þannig veika stöðu banka- og lánstofnanakerfis- ins, þannig að þau fyrirtæki sem eftir lifa halda vart höfði undan vaxtaokrinu og neyðast til að líta út fyrir innlenda markaðinn. Hvernig hafa t.d. ný þjónustugjöld bankanna fyrir hvers kyns viðvik til viðskiptavina í formi upplýsinga um stöðu og ljósrit svo dæmi sé tekið, sem í öðrum greinum eru talin sjálfsögð, eðlileg og ókeypis, skilaði sér í minni vaxtamun eða lækkun vaxta? Spyr sá sem aðeins fínnur fyrir sívaxandi kostnaði vegna nauðsynlegra samskipta við banka. Þversögnin um fákeppni Fákeppni í ýmsum greinum at- vinnulífsins er því þjóðhagslega hagkvæm og nauðsynleg, það hljóta allir að sjá. í mörgum ofan- greindum greinum má jafnvel ná enn meiri hagkvæmni með frekari sameiningu. I þjóðfélagi sem telur um 90 þúsund heimili og 260 þús- und einstaklinga er þó aðdáunar- vert að sjá hversu atvinnuflóran er fjölbreytt. Hvergi situr einn að kökunni, nema í skjóli umdeildra einokunarlaga og opinbers rekst- urs. Hin raunverulegu hættulegu einkenni fákeppni eru hins vegar samráð um verð og misnotkun markaðsyfirráða. Bankamir kom- ast upp með verðsamráð í formi færslugjalda tékka og debetkort- færslna. Olíufélögum hefur um langt skeið verið brigslað um verð- samráð og hvað gerist? Erlent risa- olíufélag finnur smugu og freistar inngöngu, boðuð hefur verið stofn- un nýs félags, sem ætlar að selja bensín umtalsvert ódýrara en hin félögin. Þegar tæknilegum og land- fræðilegum viðskiptahindrunum verður rutt úr vegi þurfum við litl- ar áhyggjur að hafa. Lögmál markaðarins virkar. Að lokum, all- ar hugmyndir um kvóta á híuta- bréfaviðskipti hljóta að vera hugar- órar úr fornöld og til þess eins falln- ar að ýta undir spillingu og svarta- markaðsbrask. Á hinn bóginn er ég algjörlega sammála mati Stein- gríms um meint mannahallæri í viðskiptaheiminum. Það er ekkert hallæri. Höfundur er framkvæmdastjóri iðnfyrirtækis. Jenný Stefanía Jensdóttir. Leíkið á reiknilíkan Athugasemd við athugasemd vegna tilvísana ÞAKKIR eiga skildar þeir Ari Amalds og Guðni Ingólfsson fyrir að birta athugasemdir við grein mína í Mor- bunblaðið h. 21. febr- úar, þar sem ég gagn- rýndi hvemig reiknilík- an þeirra hefur verið notað til að sanna fjár- hagslega hagkvæmni tilvísanaskyldu. Stað- festa þeir ýmsa veik- leika líkansins í grein sinni, væntanlega þó óafvitandi. Vankantar staðfestir Reiknilíkanið var fyrst kynnt læknum í janúar sl. Næsta útgáfa líkansins, dagsett 8. febrúar, var notuð af ráðherra til að kynna spam- að með reglugerð um tilvísanaskyldu, sem undirrituð var 9. febrúar. Þá útgáfu fékk ég í hendur 10. febrúar. Seinna sama dag mun síðasta útgáfa reiknilíkansins hafa fæðst. Á tveimur dögum hafði veigamiklum forsendum verið breytt, m.a. hafði flæðiaukning til heilsugæslu aukist um rúm 40%, eins hafði meðalgreiðsla ríkissjóðs vegna komu til sérfræðings aukist um rúm 20% og reikniaðferð í öðmm meginþættinum verið breytt. Þetta staðfestir þá gagnrýni mína, að með því að hringla fram og til baka með ýmsa þætti líkansins, þá mætti fá fram breytilegar niðurstöður. Þar hættir líkanið að vera fræðileg að- ferð og fellur í gryíju pólitísks lodda- raskapar. Hér er ekki við höfunda reiknilíkansins að sakast, enda dreg ég ekki í efa að þeir hafi unnið sitt verk af fræðilegum heilindum. Bruðlað í heilsugæslu „Spamaður" ráðherra byggir m.a. á þeirri fjarstæðukenndu ósk, að auka megi afköst lækna og starfsliðs þeirra í heilsugæslu um 20%, án þess að kostnaður aukist um eina krónu, ef undan er skilin taxta- greiðsla til læknis fyrir hvert unnið verk. Með öðmm orðum þá kosta 102.000 nýjar komur ekkert í aðstoð hjúkmnarfræðinga, í móttöku- og ritaravinnu, ræstingu, síma- og frí- merkjakostnaði, svo fátt eitt sé talið. Ef satt er, þá liggur beinast við að álykta, að þama hafi verið vannýtt vinnuafl á fullum launum; aðhald í rekstri hafi ekki fylgt samdrætti síð- ustu þijú árin. Með ítrasta aðhaldi hefði mátt spara 50 milljónir á ári í heilsugæslunni á samdráttarámnum. Og mætti þá enn, að óbreyttu ástandi. Nær sanni Ekki ber ég sama vantraust til stjómenda heilsugæslustöðva og ráð- herra og tel að ofangreind aukning muni leiða til hærri rekstrarkostnað- ar, enda hefur ráðherra sagt (reynd- ar stuttu fyrir kosningar), að bæta þyrfti við nokkmm heilsugæslustöðv- um í kjölfar tilvísanaskyldu. Þar yrði kostnaður á hvert læknisverk svipað- ur landsmeðaltali, þ.e. kr. 1.425 (1992), en ekki kr. 708, eins og líkan- ið gerir ráð fyrir. Kostnaður myndi ■ FYRRVERANDI og núverandi nemendur Tjarnarskóla munu iialda upp á 10 ára afmæli skólans nú á vorönn. Fyrsti þátturinn í af- mælishaldinu verður leikhúsferð. Leikhúsferðir hafa alltaf verið stór þáttur í skólastarfinu og þess vegna varð leikhúsferð fyrir valinu. Fyrr- verandi og núverandi nemendum, ásamt fjölskyldum, gefst kostur á að koma í Borgarleikhúsið og sjá Kabarett. Leikhúsferðin verður farin fímmtudaginn 23. mars en panta verður miða á skrifstofu skól- ans fyrir miðvikudaginn 15. mars. Til að gera endurfundina enn skemmtilegri er fyrirhugað að hitt- ast í leikhúsinu um það bil hálftíma fyrir sýningu og gefst þá tækifæri til smá spjalls. væntanlega liggja þama einhvers staðar á milli. Þetta lækkar „spamað- inn“ um 37 milljónir fyr- ir utan stofnkostnað nýrra stöðva. í villum Þeir félagar taka und- ir þá ábendingu mína, að dýrari sérfræðiverk verði unnin áfram af sérfræðingum, og að það verði sjúklingar með „ódýra kvilla“, sem fari til sérfræðings án tilvís- unar. Leiðrétta þeir út- reikninga í samræmi við þetta, og draga 23 millj- ónir frá „spamaði" ríkissjóðs. En þeir gleyma því að það sama gildir um þá sem fá fullnaðarafgreiðslu í heilsugæslu. Dragast þar enn frá 56 milljónir. Eg tel að þeir félagar noti hér of lágar tölur og taki ekki tillit til áhrifa breytinga á afsláttarkerfi. Að teknu tilliti til þess, þá myndi ég lækka tölur þeirra um helming og aðeins reikna ríkissjóði 39 milljóna viðbót, en ekki 79 milljóna. Einnig gleyma þeir þeirri einföldu staðreynd að við þessar lagfæringar hækkar meðalkostnaður ríkissjóðs á hveija komu tii sérfræðings verulega og verður kr. 2.348, en ekki kr. 1.688. Þetta minnkar spamað ríkis- sjóðs um 101 milljón. Og er hér mjög varlega reiknað. Fælingarmáttur tilvísana Gert er ráð fyrir því í forsendum líkansins, að 4,5 % þeirra, sem leit- uðu sérfræðings í fyrra, muni bregða svo illa við nýja kerfinu, að þeir munu ekki leita læknis á árinu. Hvorki til heimilislæknis né sérfræð- inga! Þetta á að spara ríkinu 12,7 milljónir. Og líkanið gerir ráð fyrir, að það sparist um 60 milljónir vegna þeirra, sem sleppa því að sælq'a tilvís- un og taka á sig allan sérfræðikostn- aðinn sjálfir. Sparnaður eða peningatilfærslur? Peningaflæði mun aukast til heil- sugæslu og munu sjúklingar bera Væri því ekki ráð, spyr Högni Óskarsson, að heilbrigðisráðherra sett- ist niður með reyndum læknum og sínum ráð- gjöfum til að ræða af alvöru um betri nýtingu fjármuna í heilbrigðis- þjónustunni? dijúgan kostnað þess, eða 48 millj- ónir. 60 milljónir taka tilvísanalausir sjúklingar á sig. Samkvæmt líkaninu eiga sjúklingar svo á móti að spara sér um 106 milljónir hjá sérfræðing- um. Sú tala fær ekki staðist vegna þess, að reiknilíkanið tekur ekki með í dæmið að kostnaður við sérfræði- verk er frá kr. 1.600 upp í tugi þús- unda, sem hefur flókin áhrif á af- sláttarkerfí. Einföld meðaltöl gefa því rangar upplýsingar. Niðurstaðan yrði um 6 milljónir. Aukaálag á sjúkl- inga gæti því orðið um 102 milljón- ir. Og á ríkissjóð 57 milljónir. Lokaorð Eflaust má deila endalaust um þessar tölur og sömuleiðis veikleika í grunnforsendu reiknilíkansins, þ.e. spána um 32% minni aðsókn til sér- fræðinga. Samkvæmt reynslu minni og fjölmargra annarra er sú spá full- komlega út í hött og bersýnilega til- búningur þeirra sem ekki hafa kom- ið nærri lækningum svo neinu nemi á sínum starfsferli. Þegar upp er staðið, þá ætlar ráð- herra að hleypa af stokkunum kerfí sem sannanlega verður öllum dýrara og óþægilegra en það sem við nú búum við og auk þess óvinsælt með afbrigðum. Væri því ekki ráð að heilbrigðisráðherra settist niður með reyndum læknum og sínum ráðgjöf- um til að ræða af alvöru um betri nýtingu fjármuna í heilbrigðisþjón- ustunni? Höfundur starfar sem geðlæknir í Reykjavík. Síðustu sœtiit til Benidonn um páskana Jrá kr. 47.830 Við höfiim nú fengið viðbótar- sæti til Benidorm um páskana og örfáar viðbótaríbúðir á hinu vinsæla E1 Faro íbúðarhóteli. Hér nýtur þú hins besta í fríinu, móttaka, veitingastaðir, sjónvarp og sími í íbúðum, líkamsrækt, gufubað o.s.ffv. Bókaðu strax og tryggðu þér síðustu sætin í sólina um páskana. \érð frá kr. 47X30 m.v. hjón með 2 böm, EL Faro V»ð írá kr. 58560 m.v. 2 í íbúð, E1 Faro, 11. apríl. Innifalið í verði: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli á Spáni, fararstjórn, skattar og forfallagjald. HEIMSFERÐIR Austurstræti SSSP M 1 æð. Simi 624600. Högui Óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.