Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 43 MIIMNINGAR mörg ár að skrifa niður minningar okkar. Við munum lesa þær fyrir okkur og ætíð mun alltaf bætast við þær síðar. Við fundum kvæði sem lýsir þér svo innilega og þeim ánægjulegu stundum sem við áttum saman. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú ó pabbi minn þú ætíð skildir allt. Ó pabbi minn hve undursamleg ást þín var æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson) Elsku pabbi mmn, við þökkum þér fyrir samveruna og samfylgdina í gegnum lífið sem gaf okkur margt sem við munum búa að. Lífið er eitthvað sem við ráðum ekki yfir. Þú varst tekinn svo ungur og snögg- lega frá okkur. Við vorum búin að ákveða margt og skipuleggja fram í tímann en við fáum víst ekki allt- af að ráða ferðinni. Lagið Þú ert yndið mitt yngst og besta sem þú kenndir okkur öllum þegar við vor- um litlar, sem við sungum bæði hér heima og í bíltúrum og nú síðast um jólin verður sungið fyrir okkur í dag því þetta var lagið okkar. Elsku pabbi, við söknum þín mikið og munum ætíð gera það þv: við höfum misst svo góðan pabba og góðan vin. Við vitum, pabbi, að þú ert hjá okkur og munt alltaf verða. Góði Guð, verndaðu og gættu pabba okkar, og í sameiningu hjálpið þið okkur og mömmu að komast í gegn- um þessa djúpu sorg. Við eigum marga góða að sem hjálpa okkur og styðja og munu áfram gera. Guð geymi þig, pabbi. Þínar dætur, Alda, Hrefna og Iðunn. Kalt er í hjartanu kæri vinur og kökkur í hálsinum er áfallið sem nú yfír dynur eltir mig hvert sem ég fer. Sárt, já svo sárt er að sjá þig á braut, sársaukinn marrar í hveiju spori, þess vegna bið ég og vona að sú þraut mildist á komandi vori. Þungt var höggið aðfaranótt 26. febrúar, þegar Gunnar Ingi vinur okkar og nágranni var svo snögg- lega hrifinn á brott úr þessum heimi. Eftir sitjum við hnípin og sorgmædd, með margar spurningar en engin svör. í 15 ár höfum við búið hlið við hlið, í 15 ár hafa samskiptin við þennan öðling og fjölskyldu hans verið fölskvalaus og aldrei borið skugga á. Nú yljum við okkur við minningarnar, sem nóg er af. Minn- ingar sem aldrei verða frá okkur teknar. Ferðalagið til London, þegar við m.a. heimsóttum Rannveigu systur hans verður ógleymanlegt. Þar lent- um við í „smágolunni" sem setti England á annan endann, svo jafn- vel okkur Eyjamönnum þótti nóg um. Við minnumst þjóðhátíðanna og ferðanna yfir golfvöllinn með nestið á sínum stað. Hjólbörukaupin og hjólböru- samningurinn sem gerður var, til að geta haldið hjólböruslútt árlega með tilheyrandi viðbúnaði. Það voru forréttindi að vera nágranni Gunn- ars, því alltaf var hann boðinn og búinn að rétta hjálparhönd, hvort sem var að negla á eitt bílskúrs- þak, eða bara draga nágrannann í gang. Það er því eftirsjá í vini okk- ar sem nú hefur siglt á önnur höf. Við ijölskyldan við hliðina kveðj- um þig með söknuði og þökkum þér fyrir allt og allt. Elsku Birna, Alda, Hrefna og Iðunn, við biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Foreldrum og fjölskyldum ykkar sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Helgi, Setta, Hjalli og Guðbjörg. Það voru hörmuleg tíðindi sem Ágúst vinur minn í Vestmannaeyj- um flutti mér snemma á sunnudgas- morguninn 26. febrúar, um að Gunnar bróðir hans hefði fallið fyr- ir borð á skipinu sem hann var á við loðnuveiðar og væri látinn. Því- lík harmafregn. Hugurinn leitaði til Eyja, til Birnu og dætranna, til foreldra, systkina og allra þeirra sem nú sæju á eftir góðum vini og félaga, og skipsfélaga hans sem þarna í einni svipan upplifa þá hræðilegu staðreynd, að þrátt fyrir allar þeirra tilraunir og fórnfýsi, verður manns- lífi ekki bjargað, og góður og trygg- ur skipsfélagi er farinn fyrir fullt og allt. Á stundum sem þessum rifjast margt upp, og fæst af því verður fest á blað hér, en það var snemma á unglingsárunum sem ég kynntist þeim tvíburunum Gunna og Gústa, og mál þróuðust þannig að við ásamt nokkrum fleiri strákum mynduðum vinahóp sem varð nán- ast órjúfanlegur, og ég minnist þess ekki að nokkurn tíma hafi fallið þar skuggi á jafnvel þó hart væri barist bæði í hand- og fótbolta, en þær íþróttagreinar voru mikið stundaðar á þessum árum þótt ekki væri keppt undir merkjum stóru íþróttafélag- anna. Og margar voru stundirnar þar sem við hittumst heima hjá þeim bræðrum á Baldursgötu 37, ræddum málin og líklega má segja að margt hafi verið brallað, og allt í góðu. En eins og oft vill verða minnk- aði sambandið þegar við urðum eldri og tíminn fór í að stofna heim- ili og hver og einn að koma sér þaki yfir höfuðið. Þeir bræður kynntust báðir indæliskonum frá Vestmannaeyjum og hafa búið þar síðan, og óneitanlega varð samband okkar minna þegar hafið var orðið á milli okkar. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er, og í dag vildum við gefa mikið til að samverustund- irnar hefðu verið fleiri nú seinustu árin en raun varð á, og fyrir bragð- ið verður ennþá dýrmætari minn- ingin um seinustu stundirnar sem við hjónin áttum með Gunnari heitnum er við hittum hann á Akur- eyri þar sem skip hans var að landa, og við gátum sest niður, spjallað saman og riijað upp gamla góða daga og mikið var hlegið og hátt. En einmitt þannig viljum við muna vin okkar Gunnar Inga, kátan og hressan, því þannig var hann. Við viljum að lokum fyrir hönd vinanna í hópnum þakka þér Gunn- ar fyrir góða viðkynningu og allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Elsku Bima, dætur, foreldrar, systkin, ættingjar og vinir. Missir- inn er mikill, megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Stefán Vagnsson, Guðveig Búadóttir. Þegar mér barst sú fregn að æskufélagi minn Gunnar Ingi hefði farist við Vestmannaeyjar varð mér hugsað til allra þeirra samveru- stunda sem við áttum saman í æsku og fram á fullorðinsár. Mér varð hugsað ti! Birnu og dætranna þriggja, til Gústa og ijölskyldu, til foreldra Gunnars og systkina, til vina og kunningja. Það var hafsjór minninga sem riíjuðust upp. Mér finnst óréttlátt að Gunni sé dáinn, en því verður ekki breytt og vil ég því minnast vinar míns. Þegar við Gunnar og Gústi tví- burabróðir hans kynntumst fyrst vorum við það ungir að það tilheyr- ir einum af fyrstu minningunum þegar okkur var fyrst hleypt út að leika okkur saman á Lokastígnum í Reykjavík. Við lékum okkur saman sem smákrakkar, vorum í skóla saman, unnum saman, rifumst, slógumst, glöddumst og lögðum á ráðin um framtíðina, fyrir sjálfa okkur og jafnvel þjóðina. Þannig lá leið okkar saman allt fram á fullorð- insár. Gunnari á ég margt að þakka og miðað við allan þann tíma sem við áttum saman er nokkuð ljóst að þær stundir settu mark á fram- tíð okkar beggja. Þegar góður vinur fellur svo snöggt frá sem nú hugsar maður til annarra vina sinna og óskar þess að tryggja það að stundir með þeim verði fleiri í framtíðinni. Ég átti eftir að ræða svo margt við Gunna og rifja upp sem ekki verður gert héðan af með honum. Minningar mínar um Gunnar ætla ég að varðveita með mér því það eru allt minningar sem mér þykir vænt um, og tel þær eitt það verðmætasta sem ég á. Við strák- arnir á Lokastígnum höfum farið hver sinn veg, sumir haldið sam- bandi og aðrir ekki, en þannig er gangur lífsins. Við Gunnar héldum alltaf sambandi þó það hafi verið minna í seinni tíð sökum fjarlægðar og starfa. Gunnar var einn þessara manna sem maður vildi halda sam- bandi við. Hann var traustur vinur, heiðarlegur og tryggur. Hann var harðduglegur og ábýggilegur og einn af þeim sem ég gæti treyst fyrir mikilvægustu verkum. Auk allra gleðistunda í leik og starfí sem við áttum þá rifjast upp íjöldi at- vika og atburða sem tilheyra alvar- legum hversdagsleikanum. En hvernig sem það nú er þá stendur upp úr sterk minning um traustan og heiðarlegan vin. Það er mikill missir að manni eins og Gunnari og ég vil þakka fyrir að hafa fengið að njóta þess að tiafa átt hann fyrir vin. Ég og fjölskylda mín sendum Birnu, Öldu, Hrefnu og Iðunni inni- legar samúðarkveðjur, einnig Gústa og Eddu, foreldrum Gunnars, þeim Einari og Hrefnu, systkinum og öðrum vinum og ættingjum. Theódór S. Halldórsson. Við ætlum hér að minnast félaga okkar Gunnars Inga Einarssonar sem við kynntumst þegar hann hóf störf um borð í Sigurði VE fyrir fjórum árum. Nú hefur verið höggvið stórt skarð í þéttan hóp félaga þar sem Gunnar Ingi er horfinn. Gunnar Ingi ætlaði sér aldrei að verða sjó- maður, en hann hafði um langt árabil starfað sem trésmiður hjá Hraðfrystistöðinni sem síðar sam- einaðist ísfélagi Vestmannaeyja hf. í ársbyijun 1992. í ársbyijun 1991 ákvað Gunnar Ingi að breyta til og falaðist eftir skiprúmi hjá útgerð- inni sem varð til þess að hann fékk starf sem háseti á loðnuskipinu Sig- urði VE. Þar urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að fá til okkar góðan félaga. Oft er mikið líf í borð- salnum hjá okkur og strax kom í ljós að Gunnar Ingi var einstaklega skapgóður og þægilegur maður sem féll vel inn í þéttan hópinn, en flest- ir skipveijar á Sigurði hafa verið þar um borð um langt árabil. Gunn- ar Ingi reyndist einstaklega bón- góður og þá kom sér einkar vel reynsla hans við smíðarnar, því hann var mjög duglegur við að bæta alla aðstöðu okkar um borð og hafði næmt auga fyrir öllu því sem betur mátti fara. Við þökkum Qunnari Inga fyrir gott samstarf og allar þær ánægju- legu stundir sem við höfum átt sam- an á undanförnum árum. Elsku Birna og dætur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðj- um góðan Guð að styrkja ykkur og vernda. Minningin um góðan dreng mun lifa áfram um ókomna tíð. Áhöfnin á Sigurði VE. Stjórnendur fyrirtækja með um- fangsmikla starfsemi, ekki síst í sjávarútvegi, mega því miður búast við því að slys og óhöpp verði við atvinnureksturinn. Þegar á reynir er þó enginn í raun viðbúinn slíkum ótíðindum og varð það mér því mik- ið áfall þegar ég fékk fregnir af því aðfaranótt sunnudagsins 26. febrúar sl. að Gunnar Ingi Einars- son hefði fallið útbyrðis af Sigurði VE og drukknað. Þessa nótt var mjög gott veður á loðnumiðunum við Vestmannaeyjar og Gunnar Ingi var vanur sjómaður og mjög var- kár. Þegar óhappið varð brugðust skipsfélagar Gunnars Inga rétt við í alla staði. Skipinu var samstundis snúið við og einn skipveijanna, Andrés Þ. Sigurðsson, kastaði sér til sunds og náði til Gunnars Inga og var honum komið um borð á nokkrum mínútum. Lífgunartil- raunir voru hafnar samstundis en þær báru því miður ekki árangur. Þannig verða slysin, þau gerast snöggt og óvænt og gera ekki boð á undan sér. Við sem horfum á eftir góðum vini og félaga stöndum agndofa eftir, en fáum engu um breytt. Ég kynntist Gunnari Inga þegar hann hóf störf sem trésmiður hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja árið 1977 og hafði hann starfað í 18 ár samfellt hjá Hraðfrystistöðinni og síðar ísfélaginu þegar hann lést. Hann sýndi áhuga á að komast sem sjómaður á loðnuskipið Sigurð fyrir fimm árum. Það var með töluverðri eftirsjá að ég samþykkti að hann færi úr smíðunum á sjóinn. En á milli vertíða stundaði hann áfram smíðar og önnur störf á vegum fyr- irtækisins í landi. Þann tíma sem Gunnar Ingi var á sjónum kom hann sér mjög vel meðal skipsfélaga sinna, enda var hann duglegur, ábyggilegur og samviskusamur og góður félagi. Sama gilti um smíð- arnar. Gunnar Ingi var dugnaðar- forkur og gekk í verkin sem þurfti að vinna og kláraði þau. Það var alveg sama hvaða verk hann var beðinn um að taka að sér, hvort sem það var á hans starfssviði eða öðru. í stóru fyrirtæki er oft kallað á smiðinn úr ýmsum áttum, því víða þarf að sinna verkum og úrbætur þola ekki alltaf bið. Alltaf komst Gunnar Ingi í gegnum starfið með miklum sóma og við samstarfs- mennirnir vorum mjög ánægðir með þjónustu hans og vinnubrögð. Gunnar Ingi var einn af þeim starfs- mönnum sem fyrirtæki eru stolt að hafa í sinni þjónustu. Slíkir menn eru gulls ígildi á hvaða vettvangi sem þeir starfa. Auk starfa sinna sem trésmiður og sjómaður hafði hann með höndum eftirlit með umfangsmiklum byggingafram- kvæmdum á vegum fyrirtækisins og leysti þau störf af hendi með sömu trúmennsku og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar fólk fellur frá í blóma lífs- ins er erfitt að sætta sig við dauð- ann. Samstarfsfólk Gunnars Inga hjá Isfélagi Vestmannaeyja harmar fráfall góðs félaga og vinar. Að leiðarlokum þakka ég fyrir að hafa átt þess kost að kynnast Gunn- ari Inga Einarssyni á lífsleiðinni. Ég sendi eiginkonu hans Birnu Hilmisdóttur, dætrum þeirra þremur og fjölskyldum, svo og öðrum ætt- ingjum, innilegar samúðarkveðjur og bið þeim öllum Guðs blessunar. Sigurður Einarsson. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR GUÐMUNDSSON, áðurtil heimilis á Reykjavíkurvegi 5, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 10. mars kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Gunnar Pétursson, Guðbjörg Guðbrandsdóttir, Friðrik Pétursson, Örn Gunnarsson, Jóhanna Valdemarsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁGÚSTAR FILIPPUSSONAR, Hábæ 40, Reykjavík. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, ömmu og langömmu, SVÖVU JÓHANNESDÓTTUR, Markholti 1, Mosfellsbæ. Gísli Jónsson, dætur, barnabörn og barnabarnabarn. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR, Brunngötu 14, ísafirði. Kristjana Jónasdóttir, Birna Björnsdóttir, Jónas Björnsson. t Hjartans þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GRÍMS BJÖRNS JÓNSSONAR, Ærlækjarseli, Öxarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kristnesspítala. Guð blessi ykkur öll. Erla Bernharðsdóttir, Jón Grímsson, Helgi Valur Grimsson, Arnþór Grímsson, Grímur Örn Grimsson, Stefán Haukur Grímsson, Bernharð Grimsson, Guðný Guðnadóttir, Jóna K. Einarsdóttir, Heiðrún Pétursdóttir, Arnþrúður Óskarsdóttir, Sigríður Benediktsdóttir, Eyrún Egilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.