Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Framkvæmdaáætlun gatnagerðar og fráveitu samþykkt
Verk fyrir 90 millj.
unnin á árinu
BÆJARSTJÓRN Akureyrar hef-
ur samþykkt framkvæmdaáætlun
gatnagerðar og fráveitu fyrir árið
1995.
Alls verður varið 90 milljónum
króna til gatnagerðar- og frá-
veituframkvæmda á árinu, sem
er nokkru minna fé en notað hef-
ur verið á síðustu árum.
Guðmundur Guðlaugsson yfír-
verkfræðingur hjá Akureyrarbæ
sagði að helstu framkvæmdir yrðu
á sviði fráveitumála en alls verður
35 milljónum króna varið til þess
verkefnis á árinu. Unnið verður
að ýmsum verkefnum við dælu-
stöðvar og lagnir, undirbúning og
rannsóknir, en stærsta verkefnið
er bygging dælustöðvar á Torfu-
nefí og lagnir að henni. Það eru
framkvæmdir upp á samtals 45
milljónir króna en þar sem svo
mikið fé er ekki til ráðstöfunar
Mest fer í frá-
veitufram-
kvæmdir
færist hluti verksins yfír á næsta
ári. Vonir standa til að sögn Guð-
mundar að hægt verði að taka
dælustöðina á Torfunefni í notkun
á fyrrihluta næsta árs en í kjölfar-
ið mun ástand Pollsins skána
mjög.
Hafnarstræti
endurbyggt
Unnið verður að ýmsum smærri
verkefnum á sviði umferðarmála,
settar upp hraðahindranir, lýsing-
ar og fleira fyrir samtals 2,2 millj-
ónir króna. Þá verður haldið áfram
að endurbyggja Hafnarstræti að
Aðalstræti og kostar það 11,5
milljónir króna.
Til nýbygginga gatna verður
varið tæpum 16,5 milljónum, en
þar er einkum um að ræða tvær
götur í Giljahverfí, Vætta- og
Vesturgil, samtals um 300 metr-
ar. Malbikað verður fyrir tæpar 5
milljónir og fer ríflega helmingur
ijárins í að malbika Merkigil.
Til gangstétta og stígagerðar
verður varið tæpum 11 milljónum
króna, Kaupvangsstræti verður
lagað, haldið áfram með Strand-
götu og þá verður lagður stígur
um fjölbýlishúsahverfi í Lunda-
hverfi.
Rúmum 9 milljónum króna
verður verið til ýmissa verkefna,
m.a. vegna gatna í hesthúsahverfi
í Lögmannshlíð, gangstéttar og
graseyjar.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
ELDRI kona slapp ótrúlega vel þegar hún lenti undir vörubíl
við gatnamót Hamarsstígs og Ásvegar síðdegis í gær, en þar
var verið að moka snjó.
Eldri kona lenti undir vörubíl í snjómokstri
Slapp ótrúlega vel
MILDI þykir að ekki fór verr þegar
gangandi vegfarandi, eldri kona,
varð undir vörubíl á Hamarsstíg
síðdegis í gær.
Konan hafði gengið meðfram
vörubílnum, sem er frambyggður,
og fram fyrir hann þegar ökumaður
hélt af stað án þess að verða kon-
Snjómoksturspeningar búnir á Akureyri og Dalvík og lítið eftir á Ólafsfirði
Hafa eytt 23
millj. í mokstur
ALLT fé sem áætlað var að eyða
í snjómokstur á Akureyri er upp-
urið, sömu sögu er að segja frá
Dalvík, en Ólafsfirðingar eiga
enn eftir 1,5 milljónir af því-fé
sem þeir hugðust nota til að
moka snjó á árinu. Samtals hafa
þessi sveitarfélög eytt um 23
milljónum króna í moksturinn á
árinu.
Tæpar 2 milljónir á viku
Á Akureyri var áætlað að veija
14,1 milljón krónatil snjómokst-
urs og er það fé nú búið og gott
betur, en Guðmundur Guðlaugs-
son yfirverkfræðingur bæjarins
sagði að um það bil 7 milljónum
króna hefði verið varið til snjóm-
oksturs hvorn mánuð, janúar og
febrúar. Áætlað væri að um 1.750
þúsund krónum væri eytt á viku
í að moka snjó af götum bæjar-
ins, enn bættist við og því næg
verkefni eftir.
Guðmundur sagði að aukin
fjárþörf yrði eflaust leyst með
aukafjárveitingu, en það yrði svo
verkefni bæjarfulltrúa að finna
út hvort slegið yrði lán eða klip-
ið af öðrum framkvæmdum til
að leysa málið.
Peningamir búnir á Dalvík
Dalvíkingar áætluðu að veija
5 milljónum króna til snjómokst-
urs á árinu og að sögn Svein-
bjarnar Steingrímssonar bæjar-
tæknifræðings er það fé nú búið.
Þó svo að hætti að snjóa nú, sem
ekki væri útlit fyrir, ætti eftir
að hreinsa upp snjó í bænum
fyrir um eina milljón króna.
Hann sagði meiri kröfur gerðar
um góða þjónustu varðandi snjó-
mokstur nú en áður fyrr, bílaeign
væri meiri og fólk meira á ferð-
inni. Utlit væri því fyrir áfram-
hald á snjómokstri enn um sinn,
þó svo að menn væru komnir
fram úr áætlun, en vandanum
yrði að vísa til endurskoðunar á
fjárhagsáætlun bæjarins síðar á
árinu.
Ein milljón eftir
í Ólafsfirði
Hálfdán Kristjánsson bæjar-
stjóri í Ólafsfirði sagði að alls
hefði verið áætlað að eyða 6,5
milljónum í snjómokstur, 5,3
milljónum innanbæjar og 1,2 í
sveitunum í kring. Enn væri eft-
ir um ein milljón króna til nota
við hreinsun innanbæjar, en eng-
inn vafi væri á að það fé klárað-
ist innan tiðar.
Mönnum-hefði hugkvæmst að
draga úr mokstrinum, en alltaf
yrði að halda öllum aðalleiðum
opnum.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
HÚS BRJÁNS Guðjónssonar við Rauðumýri er bókstaflega að
fara í kaf og segist hann ekki hafa séð annað eins í tuttugu
ár. Þráinn sonur hans aðstoðaði hann í gær við að Iétta á þakinu.
unnar var. Hún lenti undir bílnum,
milli hjóla og ók bíllinn yfir hana.
Konan kvartaði um verk í mjöðm
og var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri til aðhlynningar. Árni
Magnússon varðstjóri lögreglunnar
sagði mildi, að ekki hefði farið verr,
konan hefði sloppið ótrúlega vel
miðað við aðstæður.
Verið var að moka snjó í götunni
þegar slysið varð og varð gröfumað-
ur vitni að atburðinum, en sem fyrr
segir vissi ökumaður vörubifreiðar-
innar ekki af atvikinu fyrr en hann
kom næst að sækja meiri snjó.
Maður klemmdist milli vörubif-
reiðar og vörulyftara á Oddeyrar-
bryggju í gær.
Maðurinn stóð á stigbretti bif-
reiðarinnar þegar lyftarinn lenti á
hlið hennar og klemmdist hann á
milli. Að sögn varðstjóra lögregl-
unnar fótbrotnaði maðurinn og var
fluttur á slysadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri.
Þrír bílar skullu saman á Hjalt-
eyrargötu í gær, ökumaður eins
bílsins kvartaði um eymsl í hálsi
eftir áreksturinn. Töluvert tjón varð
á bifreiðunum.
Sönghugleið-
ing um kvala-
fulla ást
Á „HEITUM fimmtudegi" í Deigl-
unni í kvöld, fimmtudagskvöldið 9.
'mars, flytur Þórarinn Hjartarson
„Sönghugleiðingu um kvalafulla
ást“.
Á dagskránni eru söngvar frá 12.
öld og fram til dagsins í dag sem
eiga það sameiginlegt að fjalla um
ástina kvalafullu, ævintýrin sem
enda illa, elskendurna sem ekki fá
að unnast.
Söngvarnir eru bæði íslenskir og
erlendir af ýmsum toga, dróttkvæði
Kormáks Ögmundssonar, trúbador-
kvæði Ventadorns og tregakvæði
Stefáns í Vallanesi. Þórarinn Hjart-
arson hefur stundað jöfnum höndum
járnsmíðar, sagnfræði og söng. Tón-
leikarnir hefíast kl. 20.30 og er að-
gangseyrir 500 krónur.
lé með sinnepshjúp handa sex
í|‘;
Penslið kjötið á báðum hliðum með sinnepi. Stráið svörtum pipar
yfir og glóðarsteikið í 5-7 mínútur á hvorri hlið, eða þar til það er
mátulega steikt, Skeriö kjötið í sneiðar og berið t.d. fram með
kryddsmjöri, bökuðum kartöflum og léttsteiktu grænmeti.
' ■ ' •• .. ..
1-1,2 kg lambafilé
4-5 msk Dijon sinnep
2 tsk svartur
grófmalaður pipar