Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ______________________FRÉTTIR_______________________ Samninganefnd ríkisins ræðir við BSRB og BHMR Opnað á viðræður um sérkjör félaganna INDRIÐI H. Þorláksson, varafor- maður samninganefndar ríkisins, segir að ríkið sé tilbúið til að ræða sérkröfur félaga opinberra starfs- manna upp að vissu marki. Það sé hins vegar stefna ríkisins að semja ekki um meiri hækkanir við opinberra starfsmenn en aðildarfé- lög ASI sömdu um á dögunum. Samninganefnd ríkisins ræddi við forystumenn 18 félaga opin- berra starfsmanna í gær. Nefndin mun ræða áfram við þessi og önn- ur félög opinberra starfsmanna á næstu dögum. Indriði sagðist gera sér vonir um að hægt yrði að ganga frá samningum við félögin á næstu vikum. Indriði sagði að samninga- nefndin væri til viðræðu um ólíkar leiðir til að koma hækkunum til skila til opinberra starfsmanna, en sem kunnugt er sömdu ASÍ- félögin ýmis um krónutöluhækkun eða hlutfallshækkun. Hann sagði að þó að ríkið væri til viðræðu um sérmál einstakra félaga hefði það takmarkað svigrúm til að koma á móts við þau um sérkröfur. Kennaraverkfall í Vestmannaeyjum F oreldrafélög’in verða að fresta barnaskemmtun Vestmannaeyjum.Morgunblaðið. VERKFALLSSTJÓRN Kennar- afélags íslands og Hins íslenska kennarafélags hefur hafnað beiðni foreldrafélaga grunnskólabarna í Eyjum um að fá leyfi til að halda skemmtun ( á vegum foreldrafé- lagsins í íþróttahúsinu í Eyjum. Foreldrafélög Bamaskóla og Hamarsskóla í Eyjum fengu í haust styrk frá Starfsmannafélagi Vestmannaeyjabæjar til að standa fyrir einhverri _ uppákomu fyrir börnin í vetur. Úr varð að ákveð- ið var að fá Magnús Scheving til að_ sj á um skemmtun fyrir börnin í íþróttahúsinu og höfðu skóla- stjórar beggja skólanna gefið eft- ir tíma í íþróttahúsinu á kennslu- tíma fyrir skemmtun þessa. í beiðni foreldrafélaganna til verk- fallsstjórnar kemur fram að uppá- koma þessi sé eingöngu á vegum félaganna en þar sem ekkert ann- að hús í Eyjum en íþróttahúsið geti rúmað þennan fjölda verði að halda skemmtunina í íþrótta- húsinu. Kennarar hefðu fylgt nemendum Vísa foreldrafélögin til þess að skemmtun þessi sé ekki ósvipuð öskudagsskemmtunum sem haldnar voru víðsvegar um land í síðustu viku og eins benda þau á að erfitt sé að fresta þessu þar sem Magnús sé mjög upptekinn og bókaður langt fram í tímann. í svari verkfallsstjórnar kenn- arafélaganna kemur fram að ekki sé hægt að fallast á að skemmtun- in verði haldin og mælst er til að henni verði frestað þar til verk- falli lýkur. í svari kennarafélaganna er bent á að ef skemmtunin hefði verið haldin á skólatíma hefðu kennarar fylgt nemendunum í íþróttahúsið og ekki sé hægt að líkja þessu við öskudagsskemmt- anir því öskudagurinn sé frídagur í skólum. Þetta mál er e'kki það fyrsta sem upp kemur og varðar grunnskóla- nema í Eyjum því fyrir skömmu var aflýst skíðaferðalagi 10. bekkjar sem fyrirhugað var, þar sem verkfallsstjórn kennara lagð- ist hart gegn því að af ferðalaginu yrði. Morgunblaðið/Sverrir SAMNINGANEFND ríkisins hitti samninganefnd iðju- og félags- ráðgjafa sem hér sést undirbúa sig fyrir fundinn. Upphaflegar kröfur flestra BSRB-félaganna voru um að laun þeirra yrðu hækkuð um 10 þúsund krónur á mánuði. BHMR-félögin hafa ekki sett fram kröfur um beinar launahækkanir, en eru með ítarlegar kröfur í sérmálum. Samningafundur í kennaradeil- unni hefst klukkan þijú í dag. Tassilaq land- aði rækju fyr- ir 146 millj. GRÆNLENZKI rækjutogarinn Tassiilaq landaði rækju að verðmæti 146 milljónir króna nú í vikunni í Hafnarfirði. Aflinn var alls 310 tonn eftir tveggja mánaða veiði og voru 110 tonn aflans svokölluð Japans- rækja, sem er stærst og verðmæt- ust. Þetta er bezti túrinn hjá Tassi- ilaq í langan tíma, en hann var á veiðum beggja vegna Grænlands. Togarinn hefur lengst af, frá því hann hóf veiðar 1985, leitað eftir löndunum og þjónustu hér á landi og að mestu haldið sig við Hafnar- fjörð. Jápansrækjan er flutt héðan í gámum til Japans og iðanaðarrækjan var seld til Danmerkur. Löndun af þessu tagi skilur eftir hér á landi um 17 milljónir króna, sem fara í ýmis gjöld og þjónustu. Mest njóta Eim- skipafélagið og Olíufélagið viðskipt- anna við Tassiilaq, Eimskip flytur afurðirnar og olían er keypt hjá Olíu- félaginu. Tilsölu Bakkahjalli 2,4 og 6 - Kópavogi Falleg raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum u.þ.b. 45 fm bílskúr. Húsin eru við lokaða götu á frábær- um útsýnisstað og rétt ofan við útivistarsvæði dalsins. Húsin skilast fokheld að innan en fullbúin og máluð að utan með grófjafnaðri lóð eða lengra komin eftir sam- komulagi. Teikningar á skrifstofu okkar. Eignarskipti koma til greina. Verð 9,8 millj. HUSAKAUP Suðurlandsbraut 52, Rvík, sími 68 28 00. FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 11 Brenndu þig ekki á stað- reyndum Pakki af sígarettum kostar u.þ.b. 267 kr. Hjón sem bæði reykja pakka á dag borga því um 195.000 kr. á ári í sígarettur. En þau þurfa hins vegar að hafa um 336.000 kr. í viðbótartekjur á ári til þess að greiða þá upphæð. Skatturinn tekur sitt. Fj ármálanámskeið Búnaðarbankans Vikan 6.-10. mars verður átaksvika í fjármálum heimilanna. Af því tilefni verður opið hús í aðalbankanum, Austurstræti 5, og öllum útibúum Búnaðarbankans, þar sem þjónusturáðgjafar veita upplýsingar um útgjaldadreifingu, áætlanagerð o.fl. Handbókin „Fjárniál heimilisins" verður til sölu á sérstöku tilboðsverði, kr. 900 þessa viku. Þá verður að auki boðið upp á sérstök fjármálanámskeið, þátttakendum að kostnaðarlausu, þar sem leiðbeint verður um hvernig lækka má rekstrarkostnað heimilanna. Fjallað verður um heimilisbókhald, áætlanagerð, lánamál og leiðir til sparnaðar svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðin standa í 3 klst. og eru þau auglýst sérstaklega. HEIMILISLÍ NAN BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.