Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Fóstra mín, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Krossi f Ölfusi, til heimilis á Geirlandi í Hveragerði, lést laugardaginn 4. mars sl. Jarðarförin fer fram fró Kotstrandarkirkju laugardaginn 11. mars 1995 kl. 14.00. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson og aðrir vandamenn. t Faðir okkar og tengdafaðir, ÁSMUNDUR JÓNASSON frá Bíldudal, sem andaðjst í Borgarspítalanum 5. mars sl., verður jarðsunginn frá Bíldudalskirkju þriðjudaginn 14. mars nk. kl. 14.00. Minningarathöfn verður um hann í Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 10. mars kl. 15.00. Ásta Ásmundsdóttir, Kristján Símonarson, Svandfs Ásmundsdóttir, Hjálmar Ágústsson, Jónas Ásmundsson, Guðrfður S. Sigurðardóttir. GUNNARINGI EINARSSON + Gunnar Ingi Einarsson, Bú- hamri 58, Vest- mannaeyjum, fædd- ist í Reykjavík 29. október 1951. Hann lést af slysförum 26. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar Gunnars Inga eru Einar Agústsson og Hrefna Jónsdóttir, búsett í Reykjavík. Systkini Gunnars Inga eru: Jenný, f. 29.10. 1949, Ágúst Vemharður, f. 29.10. 1951 (tvíburabróðir), Rannveig, f. 20.7. 1953, Ragnar, f. 16.12. 1957, d. 21.2. 1958, og Ragnar, f. 21.2. 1959. Gunnar ólst upp á Baldursgötu 37 í Reykjavik. Hann lauk sveins- prófi í húsasmíði 1976 og meist- araprófi 1984, vann sem tré- smiður frá 1977 hjá Hraðfrysti- stöð Vestmannaeyja hf. og hjá ísfélagi Vestmannaeyja hf. eftir sameiningu fyrirtækjanna. Gunnar Ingi var jafnframt háseti á loðnuskipinu Sig- urði VE 15 frá 1990. Gunnar kvæntist Birnu Hilmisdóttur frá , Vestmannaeyj- um 29.12. 1973 og eignuðust þau þrjár dætur. Þær heita Alda, f. 6.3. 1973, Hrefna, f. 23.2. 1980, og Iðunn, f. 15.6. 1981. í júnílok 1974 fluttist Gunnar Ingi ásamt Birnu og elstu dóttur þeirra til Vestmannaeyja, þar sem hinar dæturnar fæddust. Gunnar Ingi verður jarðsung- inn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum, fimmtudaginn 9.3. og hefst athöfnin kl. 14. t Móðir okkar, ÓSK AXELSDÓTTIR kennari, Bólstaðarhlíð 32, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 10. mars ki 13.30. Sólveig Guðmundsdóttir, Judith Amalía Guðmundsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRNÝ SVEINBJARNARDÓTTIR (DÍA) frá Ásgarði, Vallholti 16, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands laugardag- inn 4. mars. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 11. mars kl. 13.30. Þóra Björg Þórarinsdóttir, Sigfús Þórðarson, Guðjón Þórarinsson, Óiafía Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN JÓNSSON, Reynimel 92, Reykjavík, verður jarðsunglnn frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. mars kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Friðjón Sigurjónsson, Jóna Sturludóttir, Ástþór Einarsson, Ragnheiður Þorvarðardóttir, Einar Jónsson, Ingibjörg Sturludóttir Hansen, Hrafnhildur Ástþórsdóttir, Karl M. Bender, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN BJARNASON, fyrrv. fangavörður, Heiðdalshúsi við Hraunstíg, « verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 11. mars kl. 14.00. Guðbjörg Eirfksdóttir, Eirikur Sigurjónsson, Sólveig Sigurjónsdóttir, Steindór Steindórsson, Bjarni Sigurjónsson, Antonía S. Sveinsdóttir, Elín M. Sigurjónsdóttir, Birgir Sveinbjörnsson, Erla S. Sigurjónsdóttir, Loftur Kristinsson, Guðbjörg Eiríksdóttir, Sveinn E. Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. MIG LANGAR í fáeinum orðum að minnast vinar míns og tengdason- ar, sem drukknaði af loðnuskipinu Sigurði aðeins 43 ára gamall. Það tekur tíma að átta sig á því, þegar maður í blóma lífsins er kallaður burt svo skyndilega. Frelsarinn hef- ur sagt okkur það og sannað, svo ekki verður um villst, að lífið heldur áfram hinum megin grafar og þess vegna gróa sárin fyrr sem dauðinn veldur. Minningin um góðan dreng lifir og þegar ég segi „góðan dreng“ meina ég trölltryggan og ávallt við- búinn, ef einhver þurfti hjálp eða leiðbeiningar. Þannig var Gunnar og er mér ljúft að minnast hans örlagadaginn í janúar 1973. Þá var Gunnar trúlofaður Binnu minni, ég hafði tvisvar séð hann, en ekkert af hans fólki. Jarðeldarnir höfðu hrakið okkur burt af eyjunni okkar og við komin til Reykjavíkur í mik- illi óvissu hvað um okkur yrði. Þar lágu fyrir okkur skilaboð frá Gunn- ari og foreldrum hans Einari og Hrefnu, að við ættum að koma til þeirra að Baldursgötu 37. Þangað komu tvær aðrar fjölskyldur og þar með hafði fjölgað um 16 manns í húsinu. Þama vorum við fyrstu dagana með fjögur böm, meðan leitað var eftir framtíðaríbúð. Seinna á þessum örlagatíma okkar Eyjamanna, þegar við vorum í hús- næðishraki vegna seinkunar á af- hendingu Viðlagasjóðshúsa, kom Gunnar til okkar og sagði: „Pabbi var að segja mér að nú gæti ég fengið íbúðina í kjallaranum, en mér er sama þótt ég bíði eitt ár í viðbót, þið fáið hana.“ Svona var hann og ég átti eftir að kynnast því betur. Bima og Gunnar giftu sig 29. desember 1973 og þau fluttu til Eyja um vorið ’74 og þá með Öldu litlu á öðru ári. Þau bjuggu í húsinu okkar á Túngötu 22 og það var gott að hafa þau þar, þegar við fluttum heim um haustið. Ég hef oft hugsað um það síðan, hvað Gunnar var fljótur að laga sig að liflnu og lifnaðarháttunum í Eyjum. Þessi Reykjavíkurstrákur var á stuttum tíma orðinn eins og inn- fæddur Eyjapeyi. Þetta má líka segja um Gústa bróður hans, þeir voru mjög samrýndir og samtaka. Þeir voru bæði í Lion'sfélaginu og íþróttafélaginu Þór og störfuðu mikið á þeim vettvangi. Ég býst við, að það sé skarð fyrir skildi hjá Þjóðhátíðarnefndinni við undirbún- inginn. Gunnar var trölltryggur eins og ég hef áður sagt og stóð við það sem hann sagði og lofaði, en á gleði- stundum var hann hrókur alls fagn- aðar. Þá geislaði af honum kátínan og spaugið og við eigum eftir að sakna hans úr þjóðhátíðartjaldinu á komandi áram. Bima og Gunnar eignuðust þijár yndislegar dætur, Öldu, Hrefnu og Iðunni, sem þau gátu verið stolt af. Við dæturnar vil ég segja: „Þó pabbi sé farinn, þá eigið þið svo óteljandi góðar minningar um góðan pabba, að hann verður aldrei langt frá ykkur.“ „Birna mín! Þú hefur sýnt ótrú- lega mikinn styrk og dugnað í sorg þinni, en þú mátt vita að við í fjöl- skyldunni munum standa þétt sam- an að baki þér í framtíðinni." Að lokum vil ég biðja góðan Guð að styrkja ykkur og styðja yfír dal- inn dimma og inn í bjarta framtíð og þess sama bið ég öllum vinum og ættingjum. Hilmir Högnason. Ekki óraði mig fyrir því, þegar ég kom heim í stutt jólafrí, að ég ætti eftir að koma aftur svona fljótt. Og enn síður að ástæðan fyrir þeirri heimkomu yrði sú að hann Gunnar Ingj væri dáinn. Þegar Bima systir mín eignaðist Gunnar sem kærasta var ég u.þ.b. átta ára gömul og fannst mér mik- ið til þess koma að geta sagt vinkon- um mínum frá kærasta systur minnar sem var bæði „síðhærður og sætur“. Eldgosið í Heimaey varð svo til þess að ég fékk fljótlega að kynn- ast Gunnari betur því þá var það fjölskylda hans á Baldursgötu 37 sem tók okkur opnum örmum og skaut yfir okkur skjólshúsi. Þegar Alda litla svo fæddist varð ég kannski svolítið eins og frímerki á þessari litlu flölskyldu svo alvar- lega tók ég barnfóstruhlutverkið, þá tíu ára gömul. Gunnar var alltaf jafn stríðinn og naut hann þess að + Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKARÞÓRÐARSON dr. med., andaðist 2. mars. Otför hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 9. mars, kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Inger Þórðarson, Högni Óskarsson, Ingunn Benediktsdóttir, Ásgeir Óskarsson, Margrét Þ. Johnson og barnabörn. minna mig á bamapíuhlutverkið eftir því sem dætrunum fjölgaði og þó ég flutti burt af Eyjunni hélt hann því statt og stöðugt fram að ástæðan fyrir heimkomum mínum væri sú að ég væri komin til að „passa stelpurnar“. Svona var nú alltaf stutt í grínið hjá Gunnari. í fjölskylduboðum, í tjaldinu á þjóð- hátíðum og annars staðar var hann alltaf hrókur alls fagnaðar sem naut þess að kynda undir í stjórn- málaumræðum, sérstaklega þegar kvenréttindamál bar á góma. En jafnframt var Gunnar alltaf svo umhyggjusamur gagnvart fjöl- skyldu sinni og okkur hinum og var alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd þegar þess var þörf. Eg vil með þessum fáu orðum þakka þér Gunnar minn fyrir allar góðu samverustundirnar í gengum árin. Þú mátt vita það að Birna og stelp- urnar eiga góða að og við munum standa við bakið á þeim og gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta þeim þessa þungu sorgar- byrði þó það geti aldrei bætt þeim þann sára missi sem þeim er að þér. Elsku Birna, Alda, Hrefna og Iðunn, ég veit þið verðið hver ann- arri mikill styrkur og huggun í sorg- inni sem þið upplifið núna og eigið eftir að finna fyrir lengi og vona að sú litla huggun sem við getum veitt ykkur verði einhver hjálp þó hún fylli ekki það skarð sem eftir er og bið ég Guð að gefa ykkur allan þann styrk sem þið þurfið á að halda. Ykkar systir og frænka, Inga Jóna Hilmisdóttir. Aðfaranótt sunnudagsins 26. febrúar féll frá einn af máttarstólp- um fjölskyldunnar. Við fengum þær sorglegu fréttir að Gunnar frændi væri látinn. Fyrstu viðbrögð okkar vora, að þetta gæti ekki verið satt, því í okkar augum var Gunnar allt- af til staðar, hann er alltaf í Vest- mannaeyjum, það er eins öraggt og nótt kemur á eftir degi. En núna er komið stórt skarð, sem ekki er hægt að fylla. Við gætum skrifað heila bók ef við ættum að lýsa Gunnari, en fyrir okkur var hann alltaf hress og kátur, stutt í hlátur- inn og ekki langt í stríðnina. Það var skemmtilegt að tala við Gunnar og við tókum þátt í prakk- arastrikum hans. Til dæmis þegar Gunnari tókst að telja okkur kökk- unum trú um að bíllinn væri að springa, þegar það fór að sjóða á bílnum hans, en við vorum að koma úr Klaufinni. Við rukum öll út í móa, en hann stóð eftir skellihlæj- andi. Við vitum það öll að Gunnar vildi allt fyrir alla gera, og hann leysti alla vinnu sem hann tók að sér óaðfinnanlega vel af hendi. Við vitum að fólki fannst gott að vinna með Gunnari vegna þess hve vand- virkur og öruggur hann var í starfi. Þegar systkinin af Baldursgötunni og við börn þeirra hittumst öll, var oftast mikið fjör, alltaf eitthvað að gerast og alltaf eitthvað ævintýri í gangi. Eiginkonu hans og dætrum send- um við dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Gunnars Inga Einarssonar. Eða eins og stórskáldið sagði: Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (Halldór Laxness) Systkinabörn. Við vorum öll svo ánægð hérna saman á laugardeginum hinn 25. febrúar enda frá mörgu að segja þar sem við höfðum ekki hist í rúm- an mánuð. Þar sem Sigurður land- aði alltaf fyrir norðán vora það gleðitíðindi þegar þú hringdir og sagðist vera á leið heim til að landa. Það hvarflaði ekki að okkur að þá væram við öll saman komin í síð- asta sinn, að stundirnar okkar yrðu ekki fleiri. Við ókum þér niður á bryggju og töluðum lengi vel saman í bílnum. Við kysstum þig bless og þú gekkst um borð. Margar blaðsíð- ur hafa verið skrifaðar og tæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.