Morgunblaðið - 09.03.1995, Page 13

Morgunblaðið - 09.03.1995, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 13 FRÉTTIR Frambjóðendur Framsóknarfiokks á Reykjanesi vilja fækka togurum Þorskkvóti færður frá togurum til báta FRAMBJÓÐENDUR Framsóknar- flokksins á Reykjanesi vilja að þorskkvóti verði í nokkrum áföng- um fluttur af togurum yfir á báta. Togararnir fái síðan aukna hlut- deild í þorskkvóta þegar þorsk- stofninn hefur stækkað á ný. Þeir vilja að togurum verði fækkað og mótaðar verði reglur sem banni þeim að veiða á land- grunninu. Formaðurinn tók tillögunum ekki iila Siv Friðleifsdóttir, efsti maður á lista flokksins, sagði að þetta væru aðrar áherslur en Framsóknar- flokkurinn hefði fylgt í sjávarút- vegsmálum til þessa. Frambjóð- endur flokksins á Reykjanesi myndu reyna að vinna þessum áherslum fylgi innan flokksins. Hún sagði að tillögurnar hefðu verið kynntar fyrir Halldóri Ás- grímssyni og hann hefði ekki tekið þeim illa. Hún sagði þetta sýna að fullyrðingar um að ekki mætti ræða um sjávarútvegsmál í Fram- sóknarflokknum væru rangar. Hjálmar Árnason, annar maður á lista framsóknarmanna á Reykjanesi, sagði að ef farið yrði að tillögunum væri hægt að skapa 2.000-3.000 ný störf í sjávarút- vegi. Hann sagði að með því að hlúa að bátaútgerðinni ynnist margt. Betra hráefni kæmi að<- landi og minna yrði um smáfiska- dráp. Hann sagði ljóst að tillögurn- ar myndu leiða til fækkunar tog- ara, en fækkun þeirra vasri nauð- synleg miðað við núverandi stærð fiskistofnanna. Fyrirtæki geri, jafnlaunaáætlanir Siv sagði að framsóknarmenn á Reykjanesi legðu mikla áherslu á jafnréttismál. Þeir vildu að sett yrði lög sem skylduðu fyrirtæki til að gera jafnlaunaáætlanir. Stofnanir ríkisins væru í dag skuldbiyidnar til að gera slíkar áætlanir, en fylgja þyrfti þeim betur eftir. Hjálmar sagði að ný skýrsla um laun karla og kvenna væri nánast löðrungur framan í þjóðina. Allir, jafnt konur og karlar, hlytu að hafa áhyggjur af þeirri staðreynd að aukin menntun breikkaði launa- bilið milli karla og kvenna. Kvennalistinn á Austurlandi EFTIRTALDAR skipa framboðslista Kvennalistans á Austurlandi: 1. Salóme Berglind Guðmunsdótt- ir, bóndi, Eiðaþinghá, 2. Þeba Björt Klarsdóttir, búfræðingur, Djúpavogi, 3. Anna María Pálsdóttir, húsfreyja, Vopnafirði, 4. Unnur Fríða ,Hall- dórsdótitr, þroskaþjálfi, Egilsstöðum, 5. Ragnhildur Jónsdóttir, sérkennari, Höfn, 6. Helga Kolbeihsdóttir, söng- nemi, Seyðisfirði, 7. Unnur Garðars- dóttir, húsmóðir, Höfn, 8. Sr. Yrsa Þórðardóttir, fræðslufulltrúi þjóð- kirkjunnar á Austurlandi, Fáskrúðs- firði, 9. Guðbjörg Gunnarsdóttir, þroskaþjálfi, Egilsstöðum, 10. Stef- ánný Níelsdóttir, fyrrverandi bóndi, Egilsstöðum. Framboðs- listi Þjóð- vaka á Vest- fjörðum ÁKVEÐINN hefur verið listi Þjóð- vaka í Vestfjarðakjördæmi við al- þingiskosningarnar 8. apríl næst- komandi. Sigurður Pétursson sagnfræð- ingur og fyrrverandi formaður Sambands ungra jafnaðarmanna skipar fyrsta sæti listans. í öðru sæti er Brynhildur Barðadóttir fé- lagsmálstjóri, ísafirði, í 3. sæti Júl- íus Ólafsson verkamaður, Súðavík, í 4. sæti Sólrún Ósk Gestsdóttir húsmóðir, Reykjum, í 5. sæti Krist- ín Hannesdóttir húsmóðir, Bíldudal, í 6. sæti Magnús Ól. Hansson inn- heimtufulltrúi, Bolungarvík, í 7. sæti Laufey Jónsdóttir fram- kvæmdastjóri, ísafirði, í 8. sæti Örvar Ásberg Jóhannsson sjómað- ur, Suðureyri, í 9. sæti Zófonías Þorvaldsson bóndi á Læk í Dýra- firði og í 10. sæti Guðlaug Þor- steinsdóttir matráðskona, Hnífsdal. Þjóðvaki heldur opinn fund um menntamál ÞJÓÐVAKI heldur fímmtudaginn 9. mars opinn fund um menntamál. Frummælandi á fundinum verður Mörður Árnason, 3. maður á lista Þjóðvaka í Reykjavík, og einnig mun fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla íslands mæta til fundarins og kynna áherslur þeirra fyrir þessar kosn- ingar. Fundurinn verður haldinn í kosn- ingamiðstöð Þjóðvaka, Hafnar- stræti 7, og hefst hann kl. 20.30. Kennarar, námsmenn og aðrir áhugamenn um menntunamál eru boðnir hjartanlega velkomnir og eru þeir hvattir til að mæta og láta skoðun sína í ljós, segir í frétt frá Þjóðvaka. Fundarstjóri verður Páll Hall- dórsson, formaður BHMR og 8. maður á lista Þjóðvaka í Reykjavík. Ekki thkh neinh fllTTU MEfl !l VELDU ÚGLEYMRNlEEfl ElNN HLLRH BE5TI Hótclin á Algarve í Portúgal bera af enda þykir inargt afþví sem er sjálfsagt í Algarvc munaöur á öðrum sólarstöðum. Ondamar - einn af ijölmörgum frábærum gististöðum okkar. Einstaklega ríkulega búnar loftkældar íbúðir og stúdíó með gervihnattasjónvarpi. Glæsilegur sundlaugargarður sundlaug, bamasundlaug, innisundlaug • Sauna • Tyrkneskt H jf*i gufubað • Veggtennis • íl. Líkamsræktarsalur • Billiard • * ■ Veitingastaður • Bar • Næturklúbbur • Útibar. Daglega skemmtidagskrá í sundlaugargarðinum. Verð sem kveikir sólskinsbros Þrátt fyrir að Algarve beri af ílestum sólarstöðum er leitun að sólarlandaferð á lægra verði. Verðdæmi: Pinlial Falésia í 2 vikur 47.3SS kr.* á mannm.v. tvo fullorðna og tvö börn (2ja til og með 11 ára) í íbúð með 1 svefnherbergi. Ondamax í 2 vikur 77.206 kr.' á mann m.v. tvo fullorðna í stúdíóíbúð. ’ Vcrð mcð föstum aukagjöldum nt.v. Rauðar dagsetningar oj< 6% Greiðsluafslátt. Kynnið ykkur llauðar dagsetningar í verðlista okkar. Þargetur fjölskyldan sparað svo um munarl ÚRVAL'ÚTSÝN Ldgmúla 4 si'mi 569 9300, í Hafnarfiröi sími 565 2366, í Keflavík sími 1 13 53, á Akureyri sími 2 50 00, á Selfossi sími 21 666 - og hjá umboðsmönnum um land alll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.