Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ NEYTEIMDUR VERIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 19 Þingey opnuð eftir brunann Húsavík - Þingey, vörumarkaður á Húsavík, hefur nú opnuð aftur eftir brunann sem var á verslun- inni 30. janúar sl. Viðgerðin tók aðeins hálfan mánuð þrátt fyrir að.endurnýja þyrfti mest allar inn- réttingar og setja nýtt gólf en veggi og loft þurfti aðeins að mála. Einnig voru í þessu sam- bandi gerðar nokkrar breytingar á húsnæðinu. Endurnýja þurfti allan vöru- lagerinn því við brunann eyðilagð- ist hann allur vegna sóts og reyks. Gamli lagerinn var settur á útsölu og seldur á hálfvirði og varð mik- ill hamagangur í þeirri verslun og má segja að hann hafí svo til allur selst. Þingey hefur komið mjög vel út við allar vörukannanir. „Og nú erum við aftur tilbúnir í slaginn,“ sagði verslunarstjórinn Albert Arnarson. Morgunblaðið/Silli FRÁ Þingey, vörumarkaði á Húsavík. Lífrænt ræktuðu möndlu kartöflurnar uppseldar LESANDI hafði samband og sagð- ist gjarnan vilja fá vitneskju um svokallaðar möndlukartöflur sem væru lífrænt ræktaðar og fengjust á nokkrum stöðum í Reykjavík. „Ég hef ræktað þessar kartöflur frá því ég byijaði búskap en upp- skeran getur brugðið til beggja vona eftir tíðarfari,“ sagði Krist- björg Kristmundsdóttir sem ásamt manni sínum Eymundi Magnús- syni ræktar lífrænt grænmeti í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. „Til að fá góða uppskeru þurfa þessar kartöflur hlýtt sumar," seg- ir Kristbjörg. Möndlukartöflurnar eru eins og möndlur í laginu, þær eru þéttari í sér en margar aðrar tegundir, hýðið þykkara en gengur og gerist og þær hafa hingað til verið vinsælar með villibráð. Kart- öflurnar, sem hafa fengist í 'Blómavali, hjá Heilsuhúsinu og í Melabúðinni, eru uppseldar í ár. Fýrir utan kartöflurnar rækta hjónin í Vallanesi allskyns annað grænmeti en núna er lítið eftir nema rófur og guilauga. Þau stunda tijábúskap, hafa gróður- sett um 440.000 tijáplöntur á landinu og síðan hefur Kristbjörg búið til smyrsl og olíur í gegn um árin. Olíurnar og smyrslin hefur hún fram til þessa bara selt í gegn- um vini og kunningja en nú hyggst hún koma þessari vöru sinni í verslanir með hækkandi sól. EIGENDUR stofunnar Sigrún Ragna Skúladóttir og Karólína Walderhaug ásamt Ingibjörgu Helgadóttur. Klipphúsið 10 ára KLIPPHÚSIÐ s.f. er tíu ára um þessar mundir. Af því tilefni er viðskiptavinum boðinn 20% afsláttur af klippingum í mars, apríl og maí. Dömuklipping með léttum blæstri kostar 1.190, barna- klipping með léttum blæstri 800 krónur og herraklipping með léttum blæstri 1.140 krónur. „Því miður lítur út fyrir að verðið verði lélegt“ GRINDVIKINGUR GK leggst að bryggju í Grindavík í dag með 80 tonn af sjófrystum loðnuhrognum e‘n hann er annað tveggja loðnu- skipa sem frystir hrogn um borð á þessari vertíð, hitt er Hákon ÞH. Grindvíkingur hóf hrognavinnsluna síðastliðinn sunnudag og hefur verkinu miðað vel, að sögn Rúnars Björgvinssonar skipstjóra. „Þetta fer á markað í Japan en því miður lítur út fyrir að verðið verði lélegt. Verðið dettur niður úr öllu valdi þegar svona margir eru komnir í frystingu í landi.“ Loðnan fékkst suður af Malarrifi á Snæfellsnesi. Rúnar segir að erfitt sé að spá í framhaldið en hrognin Grindvíkingur landar frystum loðnuhrognum séu orðin mjög laus í loðnunni. „Það er farið að styttast í hrygningu hjá þessari loðnu sem við erum að veiða núna og það er þegar farin að sjást ein og ein hrygnd loðna í þessu. Það gæti þess vegna verjð styttra en vika í hrygningu en það er erfitt að segja nákvæmlega til um það.“ „Ósköp þægileg vinna“ Verðmætasköpunin úti á sjó er mikil enda eru sjófryst hrogn mjög fersk og hrein. Þrátt fyrir að verðið sé lægra en í fyrra fæst væntanlega væn fúlga fyrir afurðina, í það minnsta ef sama magn af loðnu til bræðslu er haft til hliðsjónar. Grind- víkingur setur hratið ofan í lest og skilar því á land en að sögn Rúnars fæst lítið sem ekkert fyrir þann afla. Skipstjórinn segir að þar sem veiðar gangi vel þessa dagana hafi vinnan um borð verið „ósköp þægi- leg“. Vaktaálagið sé hins vegar meira þegar mikið þurfi að hafa fyrir veiðunum. Grindvíkingur frysti um 290 tonn af hrognum í fyrra en Rúnar gerir ekki ráð fyrir að jafn mikið magn náist á þessari vertíð. Doktorsvörn Hjálmars Vilhjálmssonar fiskifræðings „ Ahugaverðar og vel grundaðar tilgátur“ HJALMAR Vilhjálmsson, fískifræð- ingur, varði í vetur doktorsritgerð sína um íslensku loðnuna, við Há- skólann í Björgvin, Noregi. Ritgerð- in nefnist „The Icelandic Capelin Stock — Capelin, Mallotus villosus (Muller) in the Iceland - Greenland - Jan May- en area“. Samkvæmt hefð flutti hann við háskólann tvö erindi daginn fyrir vörnina. Fyrra erindið, sem var um sjálfvalið efni, fjall- aði um veðurfarsbreyt- ingar og áhrif þeirra á vistfræði islenskra og grænlenskra haf- svæða, einkum á þess- ari öld. Efni síðara er- indisins var valið af raunvísindadeild Há- skólans í Björgvin og var það um gagnkvæm tengsl loðnu og ann- arra tegunda og mikil- vægi slíkra tengsla fyrir stjórnun og nýtingu á vistkerfum sjávar í Norður-Atlantshafi. Doktorsrit Hjálmars um íslensku loðnuna er byggt á rannsóknum á Islandsmiðum og nálægum haf- svæðum í rúman aldarfjórðung. Ritgerðin er 381 bls. og skiptist í 18 kafla. í henni er ítarleg lýsing á loðnustofninum, líffræði hans, stærð og göngum í tengslum við eðlisfræðilegt, líffræðilegt ástand í hafinu. Hrygning, fæða og fæðuval Fjallað er um sérstakar rann- sóknir á hrygningu, fæðu og fæðuv- ali í hafínu hér við land og einnig er greint frá dreifingu og líffræði loðnu á öðrum haf- svæðum. Líffræðileg- um þáttum sem eru sérstaklega mikilvægir fyrir viðgang loðnunn- ar, svo sem aldur, vöxt- ur, kynþroski, fitu- magn og dánartala, eru gerð rækileg skil. Fram kemur að mikil veiði hefur verið stunduð á íslenska loðnustofnin- um, einkum seinustu 15-20 árin. Úttekt er gerð á hagnýtingu bergmálsmælinga til að meta stærð stofns- ins ásamt áhrifum veiðanna, sem stjórnað hefur verið síðan í lok 7. áratugarins á grundvelli slíkra upplýsinga. Mikið lof borið á ritgerrðina Andmælendur við doktorsvörn- ina voru þrír: Prófessor Odd Nakk- en frá Norsku hafrannsóknarstofn- uninni í Björgvin, prófessor Victor Oiestad frá Háskólanum í Tromso og prófessor Jakob Gjosæter, há- skólanum í Ósló. í greinargerð dóm- nefndar er mikið lof borið á ritgerð Hjálmars. Þar segir m.a. að ritgerð- in sé mjög yfirgripsmikil, byggi á afar miklum efniviði, bæði eigin rannsóknum og annarra, og hann setji fram áhugaverðar og vel grundaðar tilgátur. Orvar rannsóknir á fleiri sviðum Þá segir að ritgerðin hafí mikla „faglega breidd“, og Hjálmar sýni verulega hæfileika til að hagnýta sér niðurstöður annarra vísinda- manna, einnig á öðrum fagsviðum, til að túlka eigin mæliniðurstöður. Arangurinn sé ritgerð sem um langa framtíð muni koma að notum sem uppsláttarrit um staðreyndir jafnframt því sem ritið muni örva rannsóknir á fleiri sviðum. Þá sýni þessi ritgerð einnig skýr dæmi um það hvaða þekking sé nauðsynleg til skynsamlegrar nýtingar á fiski- stofnum. Loks segir um ritgerðina að framsetning sé frábær. Hjálmar Vilhjálmsson fæddist í Brekku í Mjóafirði 25. september 1937. Foreldrar hans eru Anna Margrét Þorkelsdóttir og Vilhjálm- ur Hjálmarsson, fyn-verandi alþing- ismaður og menntamálaráðherra. Hjálmar lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1957 og B. Sc. Hons. í sjávarlíf- fræði frá University of Glasgow 1965. Réðst sama ár til Hafrann- sóknastofnunarinnar og hefur starfað þar síðan sem fískifræðing- ur. Hefur stjórnað rannsóknum á loðnu frá árinu 1966. Kona hans er Kolbrún Sigurðardóttir deildar- stjóri og eiga þau fjögur börn. Hjálmar Vilhjálmsson Norden i Island íslenska Operan, sunnudaginn 19. mars kl. 20:00 Hinn kunni sænski barítonsöngvari Hákan Hagegárd heldur í fyrsta sinn á íslandi tónleika ásamt píanóleikaranum Elisabeth Boström. Á efnisskránni eru verk eftir Schubert, Strauss, Wolf og Rangström. Tónleikarnir verda ekki endurteknir. Miðasala í íslensku Óperunni í síma 551 1475
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.