Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 9 FRÉTTIR Kennarar segja einsetn- ingu þýða kjararýrnun GUÐRÚN Ebba Ólafsdóttir, vara- formaður Kennarasambands ís- lands, segir að einsetning grunn- skólans muni hafa í för með sér mikla kjaraskerðingu fyrir kenn- ara ef skipulagi kennslunnar verði ekki breytt. Fjöldi kennara muni standa frammi fyrir því að fá ekki nema hlutastarf við kennslu og möguleikar þeirra til að vinna yfir- vinnu verði mjög litlir. Algengast er í dag að skólar á íslandi séu tvísettnir. Þetta þýðir að kennarar kenna einum bekk fyrir hádegi og öðrum eftir há- degi. Kennarar í fullu starfi kenna fulla kennsluskyldu, sem hjá flest- um er 29 tímar. Sumir eiga kost á að kenna lengur fram eftir degi og fá þá vinnu greidda í yfirvinnu. Vegna óska foreldra hafa flest sveitarfélög tekið upp þá stefnu að einsetja skólanna. Stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa t.d. mark- að þá stefnu að einsetja fjóra skóla á ári næstu árin. Mýrarhúsaskóli á Seltjarnarnesi var einsettur 1992. Börn í 1.-3. bekk eru í skólanum frá 9:00-13: 30 og börn í 4.-10. bekk frá 8:00- 13:50. Oddný Eyjólfsdóttir, að- stoðarskólastjóri, sagði að þessi breyting hefði haft umtalsverða tekjuskerðingu í för með sér fyrir kennara. í fyrsta lagi væri nær algerlega tekið fyrir möguleika kennara til að vinna yfirvinnu. í öðru lagi gætu kennarar ekki fengið fullt starf þó að þeir vildu. Hún sagði að þó nokkrir kennarar í Mýrarhúsaskóla, sem væru í hlutastarfi og vildu komast í fullt starf t.d. vegna breyttra heimilis- aðstæðna, ættu ekki kost á því. Sveitarfélögin auka kennslukvóta Oddný sagði að til að einsetning Mýrarhúsaskóla hefði verið mögu- leg hefði Seltjarnarnesbær ákveðið að auka kennslu hvers nemenda um 4 tíma á viku. Þetta þýddi að sveitarfélagið greiddi hluta af launum kennara á móti ríkinu. An þessa aukna kennslukvóta hefði einsetningin verið ófram- kvæmanleg. Guðrún Ebba tók dæmi af kenn- ara í einsetnum skóla sem á 23 ára starf að baki sem kennari. Kennarinn á ekki kost á nema 66% stöðu og fyrir það fær hann greitt 57.817 krónur á mánuði frá ríkinu og 15.393 krónur frá sveitarfélag- inu. Kennarar vilja minnka kennsluskyldu Guðrún Ebba sagði að þetta vandamál yrði ekki hægt að leysa nema að kennslutímum grunn- skólanemenda yrði fjölgað og kennsluskylda yrði lækkuð. Auk þess þyrfti að hækka grunnlaun kennara. Hún sagði að þetta vandamál ætti eftir að verða mjög aðkallandi á næstu árum eftir því sem fleiri skólar yrðu einsetnir. Þorsteinn Geirsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði að samninganefnd ríkisins hefði verið að skoða þetta mál í samn- ingum við kennara, en sagðist telja að kennarar gerðu meira úr um- fangi þess en efni væri til. Hann sagðist telja að þetta vandamál væri í mörgum tilfellum hægt að leysa með því að skipuleggja kennsluna vel. Þá mætti ekki gleyma því að mjög margir kenn- arar sæktust einungis eftir hluta- stárfi. Guðrún Ebba sagði að munur á grunn- og heildarlaunum kennara og háskólamenntaðra félags- manna BHMR væri mikill og ein- setning grunnskólans myndi auka hann. Meðaldagvinnulaun félaga í BHMR á árinu 1994 hefðu verið 101.828 krónur á mánuði og heild- armánaðarlaun 155.293 krónur. Meðaldagvinnulaun kennara í KÍ væru 88.879 krónur á mánuði og heildarlaun 113.948 krónur. Með- aldagvinnulaun kennara í HÍK væru 94.290 krónur á mánuði og heildarlaun 143.513 krónur. Árangurslaus fundur var í kennaradeilunni í gær. Uthlutað úr SKIÐASVÆÐIN BLAFJOLL Veðurhorfur: Fremur hæg norð- vestlæg og síðar breytileg átt. Bjart veður að mestu, þó ef til vill dálítil él þegar líður á daginn. Frost 2-6 stig. Skíðafæri gott og nægur snjór. Opið: Kl. 10-18 fös., laug., sun. og mán. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-22. Upplýsingar í síma 91-801111. Skíðakennsla er allar helgar og hefsthúnkl. 10.30, 12.00, 13.30, 15.00 og 16.30 og stendur í 1 'A> klst. í senn. Ferðir: Sérleyfisferðir Guðmund- ar Jónssonar sjá um daglegar áætlunarferðir þegar skíða- svæðin eru opin með viðkomu- stöðum víða í borginni. Uppl. eru gefnar í síma 683277 eða hjá BSÍ í sími 22300. Teitur Jónas- son hf. sér um ferðir frá Kópa- vogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 642030. KOLVIÐARHOLSSVÆÐI Veðurhorfur: Fremur hæg norð- vestlæg og síðar breytileg átt. Bjart veður að mestu þó ef til vill dálítil él þegar líður á daginn. Frost 2-6 stig. Skíðafæri: Gott skíðafæri. Opið: Kl. 10-18 fös., laug., sun. og mán. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-21. Upplýsingar í síma 91-801111. Skíðakennsla er allar helgar kl. 14.30 hjá Skíðadeild Víkings. Ferðir: Sjá Bláfjöll. SKALAFELL Veðurhorfur: Fremur hæg norð- vestlæg og síðar breytileg átt. Bjart veður að mestu þó ef til vill dálítil él þegar líður á daginn. Frost 2-6 stig. Skíðafæri ágætt, nægur snjór. Opið: Kl. 10-18 fös., laug., sun. og mán. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-21. Upplýsingar: í síma 91-801111. Skíðakennsla er allar helgar og hefst hún kl. 10.30, 12.00, 13.30, 15.00 og 16.30 og stendur í 1 'A klst. í senn. Ferðir: Sjá Bláfjöll. ISAFJORÐUR Veðurhorfur: Norðaustan gola eða breytileg átt. Bjart veður að mestu. Frost 3-7 stig. Skíðafæri gott og nægur snjór. Opið: Tvær skíðalyftur í Tungud- al verða opnar laugardag og sunnudag frá kl. 10-17. Opið virka daga frá kl. 13-18. Ath. gönguskíðabrautir eru troðnar í Tungudal. Upplýsingar: í síma 94-3125 (símsvari)._________________ SIGLUFJORÐUR Lokað verður um helgina að ósk Rarik vegna þess að lágt er undir háspennulínur á skíðasvæðinu. AKUREYRI Veðurhorfur: Norðan og síðan norðvestan stinningskaldi og él en líklega alhvass og vestlægari þegar líður á daginn. Frost 5-9 stig. Skíðafæri gott og nægur snjór. Opið: Virka daga kl. 13-18.45 og laugar- og sunnudaga kl. 10-17. Upplýsingar í síma 96-22930 (símsvari), 22280 og 23379. Skíðakennsla: Um helgina frá kl. 12 og á klst. fresti eftir þátt- töku. Ferðir á svæðið á virkum dögum kl. 13.30, 15.30 og 16.30 og síð- asta ferð kl. 18.30. í bæinn er síðasta ferð kl. 19. Málræktarsj óði ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Mál- ræktarsjóði í fyrsta sinn. Til út- hlutunar voru 5,2 milljónir en alls bárust 26 umsóknir um 22,4 millj- ónir króna. Eftirtaldir umsækjendur fengu styrk að þessu sinni: Bílorðanefnd 300.000 kr. til málfarsráðgjafar, Byggingaverkfræðideild Verk- fræðingafélags íslands 1.200.000 kr. til að gefa út íðorðasafn bygg- ingaverkfræðinga, Félag við- skiptafræðinga og hagfræðinga 1.000.000 til að gefa út íslenskt viðskipta- og hagfræðiorðasafn, íslenska lestrarfélagið 300.000 kr. til að gefa út bæklinginn Viltu iesa með mér?, Námsgagnastofn- un 250.000 kr. til að gefa út Hand- bók um málfræði, Orðanefnd raf- magnsverkfræðinga 750.000 kr. til að gefa út Enskt-íslenskt, ís- lenskt-enskt raftækniorðasafn og Skýrslutæknifélag íslands 1.200.000 kr. til að endurskoða Tölvuorðasafn. Auk þess fékk ís- lensk málstöð 200.000 kr. styrk til að halda norrænu íðorðaráð- stefnuna Norterm ’95. íslensk málnefnd stofnaði sjóð- inn 7. mars 1991. Fjölmargir ein- staklingar, stofnanir og fyrirtæki hafa lagt honum til fé. Ætlunin er að sjóðurinn komist upp í a.m.k. 100 milljónir króna á næstu fimm árum með framlagi Lýðveldissjóðs. OPNUM MEÐ NÝJAR VÖRUR í DAG (&b«ndton) LAUGAVEGI 97, SÍMI 55 22 555 Milljónir í Mónakó Vinningar alla daga Gullnáma Happdrætti Háskólans jr ' " Hr MONAKO SfÆ '&mw Olíufélagiðhf Tilboð: Tvöfaldur afsláttur í formi punkta til SAFIMKORTSHAFA. 80 aurar á lítra, í stað 40 aura áður [?6SvUaí Olíufélagið hf [tootiastáð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.